Þjóðviljinn - 10.11.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 10.11.1967, Qupperneq 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. nóvember 1967. □ Forráðamenn handknattleiksdeildar Fram boðuðu blaðamenn á sinn fund í tilefni af komu júgóslavnesku meistaranna PARTIZAN. sem leika gegn Fram í íþrótta- húsinu í Laugardal n.k. sunnudag kl. 4. — Leikurinn er liður í Evrópubikarkeppni meistaraliða og er þetta fyrri leikur li^anna; hinn síðari fer fram 19. nóvember í Júgó- slavíu. Lið 'Partizan. Evrópukeppnin í handknattleik: Tekst Fram að vinna Partizan á sunnudag? Sem kunnugt er eru Júgo- slavar með beztu handknatt- leiksþjóðum heims, og hefðu Framarar vart geta fengið sterkari mótherja en þetta lið, Partizan. Til marks um styrk- leika liðsinns má geta þess að ekki færri en 5 leikmenn þess eru í landsliði Júgoslava. Ferill Partizan í júgoslavneskum handknattleik er með fádæm- um. Félagið var stofnað fyrir aðeins 10 árum eða 1957. Árið eftir kom'ust þeir í 1. deild og urðu Júgoslavíumeistarar sama ár. Síðan urðu þeir meistarar aftur 1961 og 1967. Bikarmeist- ari varð félagið 1960 og hefur Geng- islækkun lÆargt bendir til þess að stjómarflokkarnir hafi fyrir löngu ákveðið að lækka gengi ísilenzku krónunnar, endahafa þeir á sex undanfömum árum skert verðgildi krónunnar um meira en helming. Verðbólga hefúr verið hér þrefalt örari að jafnaðd en í helztu við- skiptalöndum okkar,' og af- leiðingin hefur 'orðið sú að erlendur gjaldeyrir er orðinn ódýrasta varan sem hér er á boðstólum, enda er hinn margrómaði gjaldeyrissjóður nú að gufa upp. Seryúlegt má telja að Brasilíufaramir hafi lagt í leiðangur sinn í haust í því skyni að ræða þessi al- varlegu vandamáll við ráða- menn Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, og fá hjá þeim nauðsynlegar heim- ildir til þess að framkvæma nýja gengislækkun, þá þriðju á sama áratugnum. Er það- leyfi trúléga geymt í traust- ustu hirzlu Seðlabankans. En stjómarflokkarnir vilja' halda þannig á gengislækkun sinni að þeir geti kennt öðr- um um. Þá skortir manndóm til þess að koma fram fyrir þjóðina af einlægni og Eýsa yfir því að þeir hafi haldið svo herfilega á málum á mesta velgengnistímabili í sögu þjóðarinnar pð kerfið sé að hry’nja, útflutningsatvinnu- végirnir að stöðvast og gjald- eyrisforðinn að þrjóta. 1 stað- inn setja þeir á svið svoköll- uð bjargráð sem öllum er ljóst að engu munu bjarga. Þeir haga þeim ráðstöfunum þann- ig að lengra verður ekld gengið í ósvífiiini árás á kjör þeirra sem lákasta afkomu hafa í þjóðfélaginu, svo að ó- hjákvæmilegt er fyrir verk- lýðssamtökin að hnekkja þeim árásum. En þá er ætilun stjómarvaldanna að kenna verklýðshreyfingunni um;ráð- herrarnir ætla að setja upp sakleysissvip og segja: Við vildum fyrir alla muni tryggja gengi íslenzku krónunnar en verklýðshreyfingin gerði okk- ur það ókleift — það er hún sem ber ábyrgð á gengislækk- uninni! Áróður af þessu tagi er þegar tekinn að láta á sér kræla, m.a. í forustugrein Morgunblaðsins í fyrradag. Vafalaust eru þessar ráð- stafanir stjómarflokkanna í samræmi við nútímaaðferðir f áróðurstækni og stjórnmála- blekkingum, en sú „vísinda- grein“ er sem kunnugt er há- þróuð í Bandaríkjunum. En skyíldu valdhafarnir ekki eiga eftir að reka sig á það að þeir eru ekki staddir. í hinu vest- ræpa stórveldi, heldur á ís- landi, þar sem fólk kann enrt að leggja saman tvo og tvo. — Austri. komizt tvisvar í úrslit þar síð- an. 1961 komst liðið í úrslit í Evrópúbikarkeppninni en tapaði naumlega fyrir v-þýzku ^ meisturunum Göppingen, 11-13. Júgóslavamir koma á laugar- dag til Reykjavíkur og koma með leiguflugvél sem bíður eft- ir þeim fram á þriðjudag, þvi liðið leikur aukaleik hér við F-H- á mánudagskvöld. Með liðinu koma a.m.k. 60 aðdáend- ur liðsins frá heimabæ þess, Bjelovar, sem er aðeins 20 þús. manna bær. Sem kunnugt er þá tíðkast það mjög erlendis að góðir leikmenn skipti um félag. Partizan státar af þvi að hingað til hefur enginn utan- bæjarmaður leikið með liðinu, og er það afrek út af fyrir sig, þegar tekið er tillit til þess hvað Bjelovar er lítill bær og hvað liðið hefur náð langt. Framarar tefla fram sínu sterkasta liði, en sem kunnugt er þá hefur einn þeirra bezti maður, Ingólfur Óskarsson, ver- ið meiddur í hendi og hefur ekki verið með að undanfömu, en mun nú vera búinn að ná sér. Miklar vonir erunúbundn- ar við Framliðið og þær minnkuðu ekki eftir leik þess við danska liðið Stadion fyrir nokkmm dögum sem Framar- ar unnu auðveldlega, 12-8- Það væri óskandi að þeim gengi jafn vel á sunnudaginn gegn Júgoslövum, en hrasddur er ég um að þeir séu mun sterkari en danskurinn. Dómari i leikiium verður Norðmaðurinn Einar Friede- lund en markadómarar þeir svarabræður Valur Benidikts- son og Magnús V. Pétursson. Eftirtaldir leikmenn koma hingað með Partizan: Markverðir: Zvono Jandrokovic, 28 ára gam- all iðnfræðingur. Hefur leik- ið 33 landsleiki. Boris Bradic, tvítugur lögfræði- stúdent. Miroslav Dolenec, 24 ára í- þróttakennari. Útileikmenn: Miroslav Pribanic, 22 ára gam- all járniðnaðarmaður. Hefur leikið 20 landsleiki. Drago Cukovic 27 ára gamall verkfræðingur. Marijan .Tak.sekovic, 25 ára gam- all hagfræðingur- Zeljko Jandrokovic, 25áragam- all eðlisfræðingur. Hefurleik- ið 1 landsleik. Hrvoje Horvat, 21 árs lögfræði- stúdent. Hefur leikið 33 lands- leiki. Albin Vidovic, 24 ára gamall tannlæknir. Hefur leikið 20 landsleiki. Nikola Hasan, 25 ára gamall vélfræðingur. Ivan Djuranec, 25 ára gamall hagfræðingur. Hefur leikið 63 landsleiki, eða fleiri en nokk- uf annar í liðinu. Vlado Srpiljanic. 17 ára gam- all nemi. Jðsip Pecina, 26 ára gamall landmælingamaður. Vidoslav Purgar. 23 ára gam- all iðnfræðingur. Milan Djeric, 20 ára gamall lögfræðistúdent. Þjálfari liðsins er Zeljko Seles. Margir árekstrar Allmikil hálka var í Rvík í gær og um fimmleytið e.h. er blaðið hafði tal af lögreglunni höfðu orðið hér 16-17 árekstrar. Enginn þeirra var alvarlegur og munu ekki hafa orðið slys á mönnum. Um svipað leyti höfðu orðið tveir árekstrar í Hafnarfirði, annar á Strandgötu, hinn á Hvanneyrarbraut. Munaði engu að einn bíllinn ylti í sjóinn, en svo fór þó ekki sem betur fer. Engin slys urðu í þessum árekstrum heldur. FOSSKRAFT Óskum að ráða: 1. Jámsmiði og ■ bifvélavirkja með reynslu í við- haldi þungavinnuvéla, stórra vörubifreiða, loftþjappa og þrýstiloftsverkfæra. 2. Jámsmiði í nýsmíði, vélaniðursetningar og sverar pipulagnir. 3. Pípulagningamenn. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. Ráðningarstjóri. DANSK-ISLENZKA FELAGH): KVIKMYNDASÝNING í Nýja Bíó laugardaginn 11. þ.m. kl. 2 e.h. Sýndar verða tvær kvikmyndir: Litmynd frá giftingu Margrétar ríkis- erfingja Dana og Renriks prins, og mynd frá uppvaxtar- árum ríkiserfingjans. Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir, börn- um þó aðeins í fylgd með fullorðnum. — STJÓRNIN. FIFA auglýsir Ódýrar úlpur, peysur og regnkápur á börn og fullorðna, einnig terylene-buxur j öllum stærðum og regngalla á böm. Verzlið yður í hag. — Verzlið í Fífu. Verzlunin FÍFA Lau’gavegi 99 (inngangur frá Snorrabraut). Fundur í Samtök- um sveitarfélaga í R-neskjördæmi Fulltrúafundur i Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi verður hafldinn n.k.-laug- ardag, 11. nóv., kl. 14 í Sjálf- stæöishúsinu í Hafnarfirði. Þar mun ríkisskattstjóri halda er- indi um staðgreiðslukerfi skatta og svara fyrirspumum. Þing- menn Reykjaneskjördæmis eru boðnir á fundinn. Auk fasta- fulltrúa eru allir sveitarstjóm- armenn í kjördæminu vel- kiomJiir. Thorvaldsensfélagið heldur • • KVOLDSKEMMTUN ; í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Til skemmtunar verður: 1. Sýning á þjóðbúningum Norðurlanda. 2. Tvísöngur: Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson með undirleik Skúla Halldórssonar. 3. Danspör frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. 4. Nýr skemmtiþáttur. — Bessi og Gunnar. 5. Happdrætti. — Allt glæsilegir vinningar. Ágóðinn rennur til kaupa á húsbúnaði í viðbótarbyggingu barnaheimilis við Sunnut'org. Aðgöngumiðar seldir á Thorvaldsensbazar laugardaginn 11. nóve nber kl. 9-12 og í anddyri Súlnasals Hótel Sögu sama dag kl. 15-17 og við innganginn. Borðpantanir á saima tíma. — Kvöldverður framreiddur frá kl. 19 á sunnudagskvöld. -— Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til klukkan 1 e.m. * * SKEMMTINEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.