Þjóðviljinn - 22.11.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 22.11.1967, Page 1
Miðvikudagur 22. nóvember 1967 — 32. árgangur — 265. talublað. Á laugardaginn var búið að salta í nœr 265 þús. tunnur Ve5ur var óhagstætt til veiða sl. viku á aus-turlandsmiðunum. Tilkynntur vi'kuaflí tíl Fiskifélagsins nam 9.027 lestir en tals- vert af þvi magni er frá vikunni á undan. Saltað var í 40.676 tunnirr, 172 lestir frystar, 2.877 lestir fóru í bræðslu og 39 lest- um var landað SV-lands- f vikulokin var heildaraflmn orðinn 328.555 lestir og söltunin nam 264.616 uppsöltuðum tunnum. Einar Olgeirsson Viðrœður um gengislœkkun stóðu vfir í allan gœrdag □ Ríkisstjómin átti í gær viðræður við full- trúa stjórnarandstöðuflokkanna, Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins, svo og við fiulltrúa Alþýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands íslands. □ Munu fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa á þess- um viðræðufundum gert þessum aðilum grein fyrir viðhorfum ríkisstjómarinnar til þeirra vandamála er sköpuðust við gengis- fellingu sterlingspundsins um sl. helgi. □ Efni viðræðnanna er hins vegar enn trún- aðarmál og er þess ekki að vænta að ákvörð- un verði tekin í gengisfellingaímálunum fyrr en síðara hluta vikunnar. Af hálfu rikisstjórnarinnar tóku þátt í þessum viðræðum Bjarni Benediktsson forsa^tis- ráðherra og Emil Jónsson utan- rikisráðherra ásamt Jónasi Hax- alz og Jóhannesi Nordal. Fyrst ræddu þeir við fulltrúa Framsóknarflokksins kl. 4 sið- degis og voru- Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson fulltrú- ar Framsóknar. FER Á ÞING S.Þ. | Einar Olgeirsson fór í j gær til New York en þar i mun hann sitja Allsherjar- : þing Sameinuðu þjóðanna j sem fulltrúi Alþýðubanda- j lagsins í íslenzku sendi- 5 nefndinni. Finnbogi Rútup j Valdimarsson var fulltrúi j Alþýðubandalagsins á fyrri j hluta þingsins, en er fyrir i skömmu kominn heim. ■— j Breyting hefur einnig orð- j ið á fuilfrúum Framsókn- j arflokksirts og Sjálfstæðis- j flokksins. hefur Helgi ! Bergs tekið við af Þórami j Þórarinssyni og Ólafur j Bjömsson af Auði Auðuns. j Gert er ráð fyrir að AUs- j her j arþinginu ljúki 19. j desember. . : 18 skip hafa WSjSywjJjKíSf: ....... -'$> Næst áttu fulltrúar ríkisstjórn- arinnar fund með Hannibal Valdimarssyni og Lúðvik Jós- epssyni, fulltrúum Alþýðubanda- lagsins. Þá ræddu fulltrúar ríkis- stjórnarinnar við nefnd frá Al- þýðusamhandi Islands og var nefnd ASl skipuð eftirtöldum 7 mönnum: Hannibal Valdimars- syni, Eðvarð Sigurðssyni, Birni Jónssyni, Snorra Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Jónu Guðjónsdótt- nr og Óðni Rögnvaldssyni. Loks átti ríkisstjórnin svo við- ræður við 10—15 fnlltrúa Vinnu- veitendasambands íslands. Myndin er frá hinum fjölmenna fondi í Trésmiðafélagi Reykja- víkur er samþykkti verkfalls- heimild til handa trúnaðarráði félagsins S>- Métmælasam- þykkt TrésmiSa- félagsins - Trésmiðafélag Reykja- víkur hélt mjög íjölsóttan fund í fyrrakvöld og var þar samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða svofelld ályktun um kjaramál: „Félagsíundur í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur hinn 20/11 ’67 lýsir stuðn- ingi við ákvörðun ráðstefnu Alþýðusambands Islands og felur trúnaðarmannaráði félagsins, i samráði við heildarsamtökin að boða vinnustöðvun allra með- lima félagsins hjá atvinnu- rekendum hinn 1. des. n. k. eða síðar Fundurinn skorar á öli verkalýðsfélög landsins að verða við ályktun ráðstefn- unnar og minnir á þá á- byrgð sem hvílir á verka- lýðshreyfingunni, að vera vel á verði og viðbúin að mæta væntanlegum aðgerð- ini ríkisvaldsins af einurð og festu fyrir hagsmunum launafólks og sjálfstæðra íslenzkra atvinnuvega. Ár- angur þeirrar varnarstöðu grundvallast á því að öll meginfylking verkalýðs- hreyfingarinnar standi fast saman“ 29 SAMBANDSFELOG ASI HAFA SAMÞYKKT VERKFALLSHEIMILD □ Aðildarfélög Alþýðusambands íslands halda nú hvert af öðru almenna fundi og^var skýrt frá nokkrum þeirra í þlaðinu í gær. Samkvæmt þeim fréttum sem blaðið hef- ur aflað sér hafa nú 29 félög innan ASÍ samþykkt að veita félagsstjómum sínum heimild til að boða verkfall þann 1. desember n.k., hafi ekki náðst grundvallarsam- komulag fyrir þann tíma. tilaga samþykfct ein- Á allfjöknenmim fundi í Bíl- stjórafélagi Akureyrar, sem hald- inn var á laugardaginn var sam- þykkt einróma að gefa, stjóm félagsins heimild til að boða vinnustöðvun 1. desember. Þá voru haldnir almennir fundir í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja og Verkakvennafé- lagsins Snót í Vestmannaeyjum um helgina og var á báðum fundunum samþykkt einróma að gefa stjómum félaganna fullt umboð til þess að lýsa yfir vinnustöðvun 1. desember n- k. hafi ekki náðst grundvallarsam- komulag fyrir þann tíma. 1 fundi Verkalýðsfélags Egils- staðahrepps 17. nóvember vom efnahagsmálaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar ræddar og eftir- farandi róma: „Verkalýðsfélag Egilsstaða- hrepps mótmælir efnahags- ráðstöfunum ríkisstjómarinnar og telur að sú stórfellda árás á alþýðufólkið í landinu leysi ekki þann vanda sem atvinnu- vegimir eigi nú í.“ Stjórn og trúnaðarmannaráði var gefin heimild til vinrrastöðv- unar eftir 1. desember.. Eftirfarandi félög innan A.S.l. hafa nú þegar samþykkt verk- fallsheimild: 1 Reykjavík: A.S.B., félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum, Félag bif- vélavirkja, Félag blikksmiða, Fé- lag jámiönaðarmanna, Iðja, fé- lag verksmiðjufólks í Reykjavik, Nót, sveinafélag netagerðar- manna, Sveinafélag húsgagna- bólstrara, Trésmiðafélag Reykja- víkur og Verkamannafélagið Dagsbi’ún. Utan Reykjavíkur: Verkalýðs- félag Akraness, Bílstjórafélag Akureyrar, Iðja, félag verk- smiðjufólks, Akureyri, Verka- lýðsfélagið Eining, Akureyri,. V erkakvennaféiagið Framtíðin og Verkamannafélagið Hlíf í I Snót, í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði, Verkalýðsfélag Húsa Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, vifcur, Verkamannafélagið Fram, Verkalýðsfél. Hveragerðis, Hvera Seyðisfirði, Verkalýðsfél. Vaka, gerði Verkalýðs- og sjómanna- Siglufirði, Verkakvennafélagið1 Framhald á 7. síðu. nú stöðvazt í Reykjavík SÁTTAFUNDUR var haldinn í fyrrakvöld í kaupdeilu yfir- manna á kaupskipum við skipafélögin og bar ekki ár- angnr. Stóð fundurinn yfir í hálftíma. , ÞÁ VAR HALDINN annar sátta- fundur í gærkvöld að boði Torfa Hjartarsonar, sátta- semjaxa rikisins. Ekki veit blaðið um úrslit hans. ÁTJÁN SKIF hafa nú stöðvazt í Reykjavíkurhöfn af fjöru- tíu og þremur skipum, er verkfallið nær til. Af SÍS- skipnm eru það Helgafell, Jökulfell, Dísarfell og Stapa- fell. Hafskip: Lángá og Rang- á. Eimskip: Brúarfoss, Mána- foss og Askja Rikisskip: Esja, Herjólfur, Herðubreið og Blik- Framhald á 7. síðu. Vlð tökum upp hægrl umferð Vísbending í stjórnarblöðunum: MEIRIGENGISLÆKKUN ÍBLÖRA VIÐBRETA Skrif Morgu nblaðsins ogAl- þýðublaðsins í gær og úm- mæli forustumanna gefa mjög ótvírætt til kynna að stjórn- arflokkarnir hugsi sér að nota lækfcun sterlingspundsins sem átyllu til þess að framkvæma mun stórfelldari gengislækk- un hér. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir i við- taii við Morgunblaðið: „En ef gengislækkun verð- ur á annað borð- metin óhjá- kvaamilég er engan veginn einsýnt hversu mikil hún skuli vera.“ Jóharmes Nordal seðla- bankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í gær: „íslendingar eru tvíonæla- laust ein þeirra þjóða sem gengisbreyting pundsins hefur einna beinust áhrif á. Þar að anki hlýtur slík breyting að verða tilefni til athugunar á gengi íslenzku krónunnar almennt, en það hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá neinum, hve róttækbreyt- ing til hins verra hefur orðið í utanríkisviðskiptum að und- anförnu vegna verðfalis og aflabrests.“ Morgunblaðið segir sjálft t forustugrein: ! I ! „En eins og málum er nú háttað virðast menn bó á einu máli um, að naumast geti hiá því farið, að íslenzka króna’ri verði felld, hvort sem svipuð gengisfelling og hjá Bretum verður talin nægileg eða ekki.“ Alþýðublaðið kemst svo að orði í forustugrein: ,.Hitt er sönnu nær, að at- huga þurfi, hvort Islendingar eigi ekki að ganga lengra og reyna að Ieysa um leið marg- 6 vísleg önnur vandamál út- * Outmngsatvinnuveganna." \ \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.