Þjóðviljinn - 22.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1967, Blaðsíða 10
( f Mikið f jör í verzkjni>Fmi: Kaupmenn ákveSnir aS taka ekki skell gengislækkunarínnar á sínar herSar — sumir iaka vör- ur úr umferð — aðrir hætta af- bofgunarskilmál- um og afslætti ■ □ Mikið fjör var í verzl- unarviðskiptum í borginni í gær og fyrradag og virðist fólk sannarlega ætla að nota þá peninga sem það á áður en væntanleg gengisfelling skellur yfir. Kaupmenn eru líka ákveðnir í að tapa sem minnst á gengislækkuninni. en fara tvær leiðir: Sumir selja sem þeir mega, aðrir hafa lokað fyrir sölu í bili þar til fréttist af örlö.gum krónunnar. ganga jafnvel svo langt að segia beint út að þeir selji ekki fyrr en elrtir gengislækkun og þá á ■'öfnunarverði. sem þeir kalla fcvo Það sem fk51k hefur einkum hug á að kaupa þessa dagana eru tæki og vélar ýmiskonar og hef- ur verið mikil sala í sjónvarps- tækjum og öllum heimilistsekj- lim, svo sem þvotta- og upp- þvottavélum, ísskápum, frysti- kistum o.s.frv. Þá hafa þeir sem standa í íbúðarbyggingum eðli- lega reynt að verzla eftir getu og mikið hefur verið keypt af hús- gögnum. Reyndar má segja að mikil sala hafi verið á öllum hlutum,. stærri og smærri, og mikil ös í verzlunum, — fólk jafnvel rokið til og keypt jóia- gjafir frekar en ekkert. Kaupmenp hafa brugðizt mis- jafnlega við ástandinu, sumir selt eftir mætti, en aðrir dregið úr sölu, tekið vörur úr umferð meðan þeir bíða átekta og gefa ýmsir þá skýringu að varan sé ekki lengur til eða hreint út að þeir ætli ekki að selja fyrr en eftir gengislækkun. Þá virðist algengt að vörur, sem undanfarin ár hefur verið venja að selja með afborgumim, en 5-10% afslætti ella. sé greitt út í. hönd, séu þessa dagana að- eins seldar með staðgreiðslu og yfirleitt ekki gefinn áður boðinn afsléttur. þótt við höfum að vísu einnig haft fregnir af heiðarlegri kaupmönnum, sem haldið hafa á- fram afslættinum. Margir höfðu samband við blaðið í gær vegna þessara nýju afgreiðsluhátta, einnig höfðu mjög margir kvartað t.il verð;- lagsst.jóra og gert fyrirspumir, að því að hann sagði Þjóðviljanum. Samkomulagið svikið Maður nokkur , sem er að byggja sagði blaðinu t.d. frá því að hann hefði í síðustu viku á- kveðið kaup á eldavélasamstæðu í ibúð sína og varð samkomu- lag að viðkomandi verzlun léti hann hafa samstæðuna með af- borgunarskilmáium. Fyrstu út- borgun átti hann að greiða við móttöku, en síðan vissa upphæð a mánuði. Var ákveðið að hann sækti vélarnar á mánudag í þess- ari viku. Þegar maðurinn kom í verzlunina á mánudagsmorgun var honum hinsvegar tjáð, að ekkert yrði úr kaupunum nema hann greiddi út í hönd, en vél- arnar skyldu geymdar fyrir hann meðan hann næði í meiri pen- inga, sem hann yrði að koma með fyrir lokun samdægurs. Af- slátt vegna staðgreiðslu fengi hann hins vegar engan. Mjög margt fólk, var í búðinni að skoða og kaupa og sagðist mað- urinn ekki hafa þorað annað en ganga að þessu, þar sem hann óttaðist að annars fengi hann ekki eldavélina fyrr en eft.ir Miðvikudagur 22. nóvember 1967 — 32. árgangur — 265. tölublað. Umferðaröryggisnefnd Akur- eyrar stofnuð á dögunum Mikil ös hefiyr verið í Radíóbúdinni á Klapparstíg. Myndin tekin þar í gærdag. (Ljósm. Þjóðv. A. K.j. gengialækkun og þar með verð- hækkun. Annar maður hafði skoðað baðkar í ýmsum verzlunum og loks ákveðið eina gerðina og ætlaði að kaupa í fyrradag. Var nóg til af þessum baðkerum á laugardagsmorgun, en þegar hann kom í búðina á mánudag var honum sagt að kerin væni ekki til lengur. — Eg veit ekki hvort það var satt, eða hvort þeir vildu ekki selja. „Jöfnunarverð“ leyfi- legt? Annars staðar var gengið hreinna til verks og viðskiptavin- um sagt hreint út að vörur yrðu ekki seldar fyrr en eftir gengis- lækkun, og fréttum við af a.m.k. tveim verzlunum þar sem lýst var yfir að viðkomandi vará yröi þá seld á ,,jöfnunarverði“. Verzl- anir sem ekki vilja selja voru 'ŒSLSSSr*’- 08 *" . Nýtt vandamál Þá bar þegar í gær nokkuð ,á | sneri blaðið sér til ráðu- vöruskorti í matvöruverzlunum, , neytisstjóra viðskiptamálaráðu- sem stafar af því að heildsatar hafa margir hverjir neitað að selja smákaupmönnum vörur meðan örlög krónunnar eru ó- ráðin. Þannig var víða ekki hægt að fá sykur og' kaffi í verzl- unum í gær. Ekki samtök Þjóðviljinn sneri sér til Björg- vins Schram, formanns Félags íslenzkra stórkaupmanna <>g spurði hvort heildsalar hefðu stofnað til samtaka um að selja ekki vörur þessa dagana, en hann neitaði því og sagði að engin samtök væru um slíkt, þar tæki. hver og einn sína ákvörð- un sjálfur. Sagði Björgvin að margir heiildsalar væru með 6- borgaðar vörur, sem þeir hefðu fengið greiðslufrest fyrir erlendis. Væru það einkum matvörur eins og kornvörur, hveiti og sykur, svo og byggingavörur. neytisins, Þórhalls Ásgeirssonar, og spurði hvort kaupmenn gætu samkvæmt lögum neitað að selja vöru sem þeir hefðu í verzlun- um sínum. Áleit Þórhallur að ekkert í lögum gæti skipað þeim að selja vöruna ef þeir vildu það ekki sjálfir og sagði að í þetta skipti horfði öðruvísi við en í fyrri gengislækkunum. Áður hefði var- an verið borguð áður en hún kom til landsins, en nú værí flutt inn með greiðslufresti og skuld- uðu þvi margir fyrir vörunni er- lendis. Væri þvi kannski ekki hægt að skylda þá til að selja hana nú þótt þeir eigi hana í verzluninni. Á 8. hundrað miljónir? Þessar vörukaupaskuldir er- lendis munu að því er gizkað hefur verið á nema á 8. hundr- að miíljónum, en ekki fékk blaðið töluna staðfesta í gær. Sagði Sigurgeir Jónsson hagfræðingur hjá Seðlabankanum aðveriðværi að reikna hana út ásamt fleiru. Framhald á 7. síðu. □ Eins og þegar hefur komið fram í fréttum er skipulögð upplýsinga- og fræðslustarfsemi í sambandi við H-daginn nú hafin af fullum krafti. Sl. laugardag, komu Pétur Sveinbjarnar- son og Kári Jónasson, starfs- menn Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar H-umferð- ar, og Hannes Hafstein frá Slysavamafélagi íslands til Akureyrar og héldu þar furíd með umferðarnefnd Akureyr- ar, en formaður hennar er Ófeigur Eiríksson bæjarfóg- eti. Einnig sat Bjami Ein- orsson bæ'i'qrc+ióri fundinn Á fundi þessum var ákveðið að setja á stofn umferðarörygg- isnefnd Akureyrar, sem vinina mun að umferðaröryggismálum i samvinnu við bæjaryfirvöld Akureyrar. Þetta er fyrsta um- ferðaröryggisnefndin af mörgum sem áformað er að stofna utan höfuðborgarsvæðisins undir for- ystu Slysavarnafélags íslands nú á næstunni. Landinu hefur veríð skipt í 18 umdæmi í þessu sam- banda, en hverju umdæmi verð- ur síðan skipt í starfssvæði. Til starfa í þessum nefndum mun veljast fólk úr þeim samtökum og félögum sem hafa munu um- ferðarmál á stefnuskrá sinni. Verkefni nefndanna er að sjá um skipulagningu og framkvæmd á fræðslu og upplýsingastarfsemi á sinu starfsvæði i samræmi við á- ætlanir H-nefndarinnar. Verður leitast við að fá sem flesta til samstarfs og virkrar þátttöku. Starfsemi nefndanna verður margþætt, svo sem að annast út- " ^ ^ jl|ll|||l[IHI| • . 4 ' - j gáfu og7eða dreifingu á bækling- um um umferðamál og vegna H- dagsins, efna til funda um þessi mál, skipuleggja heimsóknir til einstaklinga sem af einhverjum áslæðum geta ekki aflað sér fróðleiks um þessi ’ mál og að stofna til samvinnu við félög og fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Umferðaröryggisnefnd Akureyrar hefur þegar vérið skipuð og eiga sæti í henni sjö menn. Umferðarkerfinu breytt 1 lok mánaðarins er áætlað að byrjað verði að setja niður stengur vegna færslu umferðar- merkja á Akureyri, en stengur og undirstöður undir þær eru nú þegar tilbúnar. Staðsetning um- ferðarmerkja verða nú jafnframt endurskoðuð. í samræmi við umferðabreyt- inguna verður umferðarkerfið á Akureyri endurskipulagt, og er tæknilegur undirbúningur þess máls- á lokastigi. Framhald á 7. síðu. Kvenfélag sosíalista Félagsfundur í kvöld, miðvikud. kl. 8.30 í Tjam- argötu 20. — Dagskrá: 1. Áríðandi félagsmál. 2. Guðrún Guðvarðardótt- ir segir frá fulltrúaráðs- fundi Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna í Prag. en hún sat fundinn fyrir hönd félagsins í októ- bermánuði sl. Kaffi. — Almennt rabb. Stjórnin. JOSEF SUK EINLEIKARI Á NÆSTU TÓNLEIKUM Næstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands verðahaldn- ir í Háskólabíói á fimmtudaginn kemur undir stjóm Bohdans Wodiczko. Fyrst leikur hljóm- sveitin hinn bráðskemmtilega forleik Rossinis að óperunni „ítalska stúlkan í Alsír‘‘. Annað Vfrkið á efnisiskránni er fiðlukonsert Beethovens. Þetta er eitt göfugasta verk, sem sam- Islenzk-þýzka menning- arfélagið: Islenzk-þýzka menningariélag- ið heldur skemmtifund í Leik- húskjallaranum á morgun, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 21. Sigurður A. Magnússon segir frá leikhúslífi í Austur-Berlín. Kaffiveitingar. Félagsmenn eru hvattir til að sækja fundinn. Fundur í Kjördœmisróði Vesturlands Síðastliðinn sunnudag var haldinn fundur í kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Vestur- landskjördæmi og er meðfylgj- andi mynd tekin af fulltrúunum er hann sóttu. Á myndinni eru, talið frá vinstri, sitjandi: Gunn- ar Bja.nason Akranesi, Jóhann Ásmundsson Kverná í Grundar- firði, Guðmundur V. Sigurðs- son Borgarnesi, Bjarnfríður Le- ósdóttir Akranesi, Olgeir Frið- finnsson Borgarnesi og Geir Jónsson - Borgarnesi. — Stand- andi: Guðmundur Guðmundsson Grundarfirði, Jón Stefánsson Vatnshoiti í Staðarsveit, Björn Guðmundsson Grundarfirði, Guð- mundur M. Jónsson Akranesi, Sktíli Alexandersson Hellissandi, Ársæll Valdimarsson Akranesi, Gunnlaugur Bragason Akranesi, Guðmundur Þorstelnsson Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, Jenni R. Ólason Stykkishólmi, Einar Karlsson Stykkishólmi, Ingvar Ragnarsson Stykkishólmi, Sigy urður Br. Guðbrandsson Borg- arnesi, Kristján Benediktsson Víðigerði í Reykholtsdal, Erling- ur Viggósson Stykkishólmi og Jónas Árnason Reykholti. Rúmlega 5000 manns sáu her- námsáramyndina Sýningum er nú lokið í Há- skólabíói á heimildarkvikmynd Reyni® Oddssonar um hemáms- árin 1940—1945,. fyrri hluta. Var myndin sýnd í rétta viku og urðu sýningar nær 20 talsins, en aðsókn reyndist ekki mikil. Alls sáu mjmdina um 4500 manns, auk 500—600 boðsgesta á frum- sýningu. Kvikmyndin mun ekki verða sýnd aftur í Háskólabíói, en ætlunin er að sýna hana í minna húsi og hefur Stjömúbíó verið nefnt í því sambandi. ið hefur verið fyrir fiðlu og hljómsveit, en sú var samt tíðin, að konsertinn var talinn óspil- andi og ofviða venjulegu fólki að hlustá á hann. Einleikarinn í konsertinum er tékkneski fiðlusniUingurinn Jósef Suk- Suk er af frægri ætt tón- listarmanna. Nægir þar að nefna langafann Antonín Dwr- ák og afann, tónskáldið Jós- ef Suk. Suk er tæplega fer- tugur að aldri, hann var enn nemandi inn- an við tvítugt, þegar Tónlist- arháskólinn í Prag sendi hann sem fulltrúa fiðludeildar sinnar til annarra landa. Síðan hefur Jósef Suk borið hátt merki tékkneskrar tónmenntar ^im víða veröld, bæði sem einleikari og forfiðl- ari í Prag-kvartettinum eða Suk-tríóinu. Árið 1960 hlaut hann „Grand prix des dis»ues“ fyrir upptökur sínar af verkum eftir Janðcek og Debussy- Lokaverk tónleikanna er Kons- ert fyrir hljómsveit eftir oólska tónskáldið Witold Lutoslawski. Konsertinn var saminn á ámn- um 1950—‘54 undir sterkum á- hrifum frá þjóðlegri pólskri iríús- ik og tónlist Bartóks, og bykir eitt glæsilegasta verk sinnar teg- undar, Lutoslawski er eitt virt- asta tónskáld okkar tíma. um það vitnar margskonar viðurkenn- ingar, verðlaun pg medalíur, greinar og bækur skrifaðar um hann og beiðni um og kaup nýrra verka. frá mörgum lönd- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.