Þjóðviljinn - 22.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVHJINN — Miðvifcudagur 22. nóvember W&L Dtgefandi: Sameiningarfloidcur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. • Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður &uðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. ltó.OO á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Afíeiðing rangrar stefnu skrifum stjómarblaðanna er augljóst að ríkis- stjómin hefur tekið ákvörðun um gengisfell- ingu, hversu mikil hún verður segja blöðin að fari eftir útkomu úr dæmuim talnameistara ríkisstjóm- arinnar sem neyti hvorki svefns né matar við reikningskúnstirnar; vonandi hafa tölvurnar ekki gleymzt. Táfarlaus ákvörðún ríkisstjómarinnar að elta brezku gengislækkunina og jafnvel að fara langt fram úr henni hefur vakið óvenjulegan ugg almennings; enn þykir fólki það ásannast að ekki tjái að geyma og spara peninga á Islandi, nær sé að eyða þeim tafarlaust meðan ríkisstjómin bíður í ofvæni eftir útkomum úr dæmum talnameis'tar- anna, svo hafa megi einhverjar talnaröksemdir til stuðnings fyrirframgerðri og tafarlausri gengis- lækkunarákvörðun ríkisstjórnarinnar. yerst eru þeir.settir sem taka mark á forsætisráð- herra landsins, Bjama Benediktssyni. Það hef- ur verið áróðursleikur hans um nokkurt skeið að tala illa um gengislækkanir, telja þær enga lausn neins vanda; síðustu vikumar af þinginu í fyrra, rétt fyrir kosningar, átti ráðherrann það til að æsa sig upp á Alþingi ef gengislækkun barst í tal, og hóta því og heita að ef til gengislækkunar kæmi skyldi hann sannarlega sjá til þess að þeir sem undanfarið hefðu grætt á gengislækkunum skyldu ekki gera það næst! Verður mjög fróðlegt að sjá hvernig forsætisráðherrann stendur við það, þvr vitað er að hliðarráðstafanir jafnframt gengisfell- ingum geta mjög skorið úr um hverjir „græði“ á gengisbreytingunni eða tapi. i jQr öllu skrifi stjómarblaðanna skín ánægja þeirra og léttir vegna gengisfellingar sterlingspunds- ins. Reynt hafði verið að undirbúa það áyóðurslega að kenma verkalýðshreyfingunni á íslandi og vam- arbaráttu hennar um gengislækkunina. Morgun- blaðið var strax farið að hóta slíku, eftir að álykt- un Alþýðusambandsins varð kunn. Nú á að kenma Wilson um hana í staðinn, og láta heita að það sé einhvers konar náttúrulögmál að íslamd elti Bret- land. Jafnframt er farið að tala um að auk fjórtán prósent gengislækkunar fyrir Wilson þurfi önnur fjórtán fyrir Bjama Ben. (!) og fer þá orsakasam- hengið við brezku gengisfellinguna að verða held- ur lauslegt. Enda sést það á viðbrögðum annarra ríkisstjórna að gengislækkunarkippur íslenzku stjórnarinnar er til kominn af heimabruggi, geng- islsékkun íslenzku kónunnar er fyrst og fremst af- leiðing af angri og hættulegri stjómarstefnu íhaldsins og Alþýðuflokksins undanfarin ár, stefnu sem grafið hefur undan íslenzkum atvinnuvegum og gefið bröskurum og spákaupmönnum skefja- laust braskfrelsi og gróðafæri á kostnað alls al- mennings í landinu. Alþýðufólk í verkalýðshreyf- ingunni er minnugt þess að einmitt þessir sömu stjómarflokkar, Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl., fram- kvæmdu síðast tilefnislausa og svívirðilega geng- islækkun 1961 sem hefndarráðstörun til að ræna nýfengnum ávinningi af kjarasamningum. Því er verkalýðshreyfingin á verði gegn nýjum kjara- skerðingarkúnstum og mun ekki af veita. — s. Fáein dæmi og ekki fögur Alltaf ööru hvoru eru út- gerðarmál okkar Islendinga til umræðu, bæði i blöðum og út- varpi, og þó einkanlega togara- útgerðin. Margir hafa hér lagt orð í belg, bæði leikir og lærð- ir og sýnist sitt hverjum, enda varla von að allir séu sam- mála hér frekar en í öðrum slíkum málum. Hagsmunamál allrar þjóðar er að rétt ■ og viturlega sé á málum þessum haldið. Einna hlutskarpastir í þess- um umræðum hafa útgerðar- menn reynzt, enda kannski von, þar sem þetta er þeirra mál. Má þar af mörgum nefna Tryggva Ófeigsson, sem virðist óþreytandi í skrifum sínumum mál þessi og sparar oft ekki stóryrðin. Ekki var það hugmynd mín með þessum línum að koma fram með nýjar tillögur eða úrræði nein um þessi mál. Það verðá víst nógir aðrir til þe&s, enda tel ég mig skorta bæði þekkingu og reynslu til að ég geti leyft mér slíkt, á opin- berum vettvangi áð ■ minnsta kt>sti. Hitt er svo annaö mál að mér finnst fyrrnefndur útgerð- armaður hafa sökkt -'sér svo djúpt niður í hugleiðingar sín- ar um endumýjun togaraflot- ans og fleira, að hann virðist^ gjörsamlega hafa gleymt því sem nær honum snýr, nefni- lega þvi að enn eru gerð út frá fyrirtæki hans fjögur skip- Flest þeirra eru að vísu kom- in til ára sinna og sum að minnsta kosti farin mjög að láta á sjá. Ég vil leyfa mér að fullyrða að þau hafi orðið það illa útundan, hvað snertir allt viðhald, að til stórskammar sé og' reyndar furðulegt að slíkt skuli líðast. Ég er hræddur um að sum- um myndi bregða illa í brún sirm "Hl s'dfju óg væri héráreið- ' anlega ærinn starfi fyrir heil- brigðiseftirlit borgarinnar, sem því miður virðist gera sér mjög fáar ferðir á þessar víg- stöðvar- Mér þætti fróðlegt að vita hvar fólk fengist hér á landi til að vinna 12 klukkustundir á sólarhring alla 7 daga vik- unnar fyrir 7.500 kr. í fasta kaup á mánuði, ef menn ættu svo hinar 12 stundimar að hírast í óupphituðum, sagga- fullum vistarverum sem alls ekki geta kallazt mannafbúðir og hefðu ekki einu sinni að- gang að vatni til þrifnaðgr nema með höppum og glöpp- um. Annars virðast engin tak- mörk vera fyrir því hvað mönnum getur dottið í hug að bjóða starfsfólki sínu upp á. Þess eru dæmi að skip fyrrnefnds útgerðarfyrirtækis hafi lagt úr höfn með aðeins eina ljósavél nothæfa um borð, og hélt ég þó að slíkt væri bannað samkvæmt lögum. Þess eru einnig dæmi að skip hafi lagt frá landi með báðar ljósa- vélar hálfónýtar og það kraft- h'tlar að til þess að hægt væri að nota nauðsynlegustu sigl- inga- og fiskileitartæki hefur orðið að rjúfa ailan straum af hitakerfi háseta í framskipi og máttu skipverjar hírast i kulda og raka allan túrinn. Og ekki aðeins það, heldur stórskemmdust að sjálfsögðu öll spariföt, sem hengu þar í skápum fullum af raka og myglu. Þetta var íyrmefndum útgerðarmanni fuilkunnugt um áður en lagt var upp í ferðina, en skipið þó látið fara, ekki eina heldur 3 fe. Jir í þessu ásigkomulági. Ég heyrði einn- ig sagt að þegar einn vélstjöra hans kvartaði um leka í hseða- vatnskassa sem er aftan á brúnni, fékk hann þau svör að engirm slíkur kássi hefði verið á gömlu skipunum og þó hefði verið hægt að fiska á þeim. Þetta er hugsunarhátturinn. Meðan hægt er að fiska og græða peninga þá er allt í lagi- Hitt virðist gera minna tilþótt vistarverur allar séu kaldar og lyktandi af óhreinindum og hljóti að vera heilsuspillandi, ef ekki lífshættulegar. Þess eru einnig dæmi aðskip þessa sama fyrirtækis hefur lagt úr höfn án þess að til væri neitt sem heitir borðdúk- ar. En í stað þess voru notuð þýzk segl, sem reyndar voru keypt sem yfirbreiðslur áfiski- lestarlúgu- Ógemingur reyndist fyrir matsvein að þvo þessar druslur. Þeim var einfaldlega snúið við eftir þörfum þangað til þau voru orðin jafn við- bjóðsleg báðum megin. Þegar svo lyktin ætlaði menn alveg að drepa, var druslunum fleygt út á dekkið og þær látnar liggja þar og skolast þangað til þær þóttu aftur nógu góð- ar til að setja á matborðin. Þetta máttu menn hafa í — ekki einn túr heldur 2 — með viðkomu í 3 höfnum, bæði hér og erlendis. Þegar rætt varum þetta við matsveininn upp- lýsti hann að sér hefði verið bannað að kaupa dúka, því þeir væru til á lager heima. Þetta mun mönnum eflaust finnást ófagrar lýsingar, en allt þetta er hægt að sanna, ef út í það skal farið og er þetta þó aðeins lítið sýnishorn af þvi hvað lög, reglur og sjómannasamningar er oft á tíðum hátt skrifað. Nú kynni einhver að spyrja hvort ejómannafélagið hefði ekki eitthvað um þetta að segja. Ekki hefur nú bólað á mikl- um áhuga úr þeirri áttinni, því að alltaf hefur útgerðin komið skipum sínum úr höfn, þrátt fyrir kvartanir. Það er rétt að menn vita að félagið er til vegna þess, að eins hefur verið gætt samvizkusamlega, nefnilega að innheimta árs- (gjaldið, en svo ekki meir. Skipverjum bregður þó vafa- laust einna mest í brún eftir að í land er komið og, menn fara til að ná í kaupið sitt. Þá .fyrst fer nú gamanið af. Það virðist algjörlega fara eft- ir því hvemig skapið er þann daginn, hvað hægt er að fá útborgáð- Ég hef sjálfur staðið við hliðina á manni sem átti inni tugi þúsunda. Hann bað um 5000 kr. en fékk neitun og var þetta þó á útborgunardegi- Komdu seinna góði, var svar- ið. Já, þetta er afgreiðslan og um leið þakklætið fyrir unnin störf. Þama er enn eitt dæmið um samningsbrotin fyrmefndu, því að samkvæmt lögum ber út- gerðinni að greiða 70% af túr þegar komið er í land, en heimilt er að halda 30% eftir í gjöld. Það telst kannski líka til heiðarleika að teknar séu 11.000 kr. sem renna eiga til gjaldheimtunnar af einum túr, sem gerir ekki nema 8.000 kr., þannig að þegar komið er úr 18 daga túr er viðkomandi orð- inn skuldugur útgerðinni, en ekki öfugt. Þessum peningum er svt> kannski alls ekki skilað til gjaldheimtunnar, heldur liggja þeir áfram í veltu út- gerðarinnar. ' Nýlega skrifaði umræddur útgerðarmaður greinarkom í eitt dagblað borgarinnar þar sem hann kvartaði sáran yfir. því að einhver skip B.Ú.R- hefðu fengið styrk sem hans skip hofðu ekki fengið. Ekki skal ég rengja það, en hitt þækir mér öjlu verra, ef hann hefur hugsað sér að vinna sér það upp á kostnað skipsmanna sinna. Það er hart að þurfa að vera veikur og marga mánuði að eltast við að fá' uppgert- I sjómannasamningum segir að túrinn skuli að fullu vera greiddur 7 dögum eftir að skip- ið kemur í land. Ég hélt líka að það varðaði við lög að halda Framhald á 7. síðu. NJÓTIÐ LIFSINS, þið eruð á Pepsi aldrinum. ískalt Pepsi-Cola hefiir hið lífgandi bragð ' * / i ★ Bepsi, Pepsi-Cola og Mirinda eru skrásett vöwmerki, eign PEPSICOLA INC. N.Y.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.