Þjóðviljinn - 29.11.1967, Blaðsíða 3
F
Talið að Grikkir kalli
herinn á Kýpur heim
ISTANBUL, Aí>ENU 28/11 — Tyrknesku herskipin sem
stefndu til Kýpur komu aftur til hafna á suðurströnd Tyrk-
lands í bvöld. En talsmenn ríkisstjómarinnar í Tyrklandi
sögðu, að Kýpurmálið yrði að leiða til lykta í dag annað-
h,vort með því að aðilar ksemu sér saman eða gripið yrði
til hemaðaraðgerða.
Fréttamenn í Aþenu telja að
samningaþófið sem nú hefur
staðið í viku sé komið á hverfi-
púnkt og allt sé nú komið und-
ir því að gríska og tyrkneska
stjórnin geti komið sér saman
am áætlun um brottflutning
gríska herliðsins frá Kýpur og
Tyrkir leggi innrásaráætlanir á
hilluna.
Fréttaritari Reuthers í Istan-
bul segir að enn sé allt óljóst
nm ráðagerðir Tyrkja, þó flotinn
hafi snúið aftur til hafna; enn
þá sé 100.00Ó manna herlið reiðu-
búið að hefja innrás og undir-
búningi sé enn hraðað.
Forsætisráðherra Tyrkja Sul-
eyman Demirel sagði í dag að
sérlegur sendimaður Johnsons
farseta, Cyrus Vance, væri ekki
vaentanlegur framar til Ankara.
Félagsfundur hjá
M.F.Í.K.
Menningar- og friðarsamtök
fslenzkra kvenna halda félags-
jfund í Félagsheimili prentara við
Hverfisgötu, fimmtudaginn 30.
nóv., fel. 8,30 e.h.
Fundarefni: I. Félagsmál. 2. Er-
lent yfirlit flytur erlendur bréf-
ritari samtakanna, Hallveig
Thorlacíus. 3. Magnús Jónsson
flytur erindi um styrjöldina fyr-
ir botni Miðjarðarhafs. 4. Þórunn
Sigurðardóttir leikkona les upp.
Konur fjölmennið. Mætið vel
og stundvislega.
Þá halda M.F.l.K. basar að
Hallveigarstöðum 9. desemberog
eru félagskonur hvattar til þess
að gefa muni á basarinn.
Forsætisráðherrann sagði að
viðhorf tyrknesku stjórnarinnar,
sem sat á fundi í alla nótt hafi
ekki breytzt.
Gríska ríkisstjórnin kom sam-
an á sérstakan fund í kvöld og
er talið að þar verði einkum
rætt um tímasetningu á brott-
Ekki eru eftir nema 2000
brezkir flugmenn í Aden og bíða
þeir á Khormaskar-flugvelli eft-
ir því að verða fluttir á brott á
morgun fjórum tímum áður en
iandið verður sjálfstætt og fær
nafnið alþýðulýðveldið Suður-
Yemen.
Hermennirnir verða fluttir frá
flugvallinuim með þyrlum út á
herskipið Albion, sem liggur með
24 öðrum herskipum stórum og
smáum fyrir strönd Suður-Ye-
men pg er það stærsta flotadeild
Breta sem hefur verið saman
komin á einn stað siðan í fransk-
brezka Súezstríðinu.
flutningi gríska herliðsins sem
verið hefur á Kýpur, en rikis-
stjórnin hefur lýst yfir að hún
muni kalla það heim til að koma
í veg fyrir hernaðaraðgerðir á
eynni.
Grikkir hafi haft 10.000 marnia
herlið á eynni en nú leggja þeir
til að allt herlið sem Grikkir
og Tyrkir hafa á eynni verði
fiutt á brott, en samkvæmj samn-
ingi sem gerður var um Kýpur
1960 hafa Grikkir rétt til að
hafa '950 vopnaða menn á Kýp-
ur en Tyrkir 650. En Tyrkir eru
mótfállnir þessari tillögu.
Þegar Bretar hverfa nú á
braut afhenda þeir 'NLF völdin
i hendur yfir urft 1,5 miljónum
araba, sem lifa í þessu ófrjó-
sama fjallalandi.
Þjóðfrelsisfylkingin NLF hefur
það á stefnuskrá sinni aðfram-
kvæma sósíalisma innanlands og
i utanríkismálum mun hún fylgja
óháðri hlutileysisstefnu.
Suður-Yemen fær nú sjálf-
stæði eftir langvarandi og blóð-
uga baráttu og hafa 398 manns
látið lífið og 1814 særzt síðan
neyðarástandi var lýst yfir í
landinu hinn 10. desember 1963
vegna óeirða sem þjóðernissinn-
ar k sjálfstæðisbaráttunni stóðu
fyrir.
íbúar Aden hafa fagnað ákaft
Náttúruhamfarir
í Portúgal
LISSABON 28/11 — Geysimikil
flóð í nágrenni Lissabon um
helgina haf^i valdið gríðarlegum
skaða og hátt á fjórða hundrað
manns þafa farizt.
Almenningur um gjörvallt
iandið hefur verið hvattur til að
leggja fram einhvern skerf til
aðstoðar hinum bágstöddu og
hefur portúgalska knattspyrnu-
liðið Beneficia ákveðið að hafa
sýningarleik til ágóða fyrir söfn-
unina, svo og leifehús.
Fulltrúi í portúgalska innan-
ríkisráðuneytinu sagði í dag að
nú væri tala látinna komin upp
í 386 og vitað að ekki væru enn
öll kurl komin til grafar.
Náttúruhamfarirnar í Portú-
gal um helgina eru þær mestu
síðan árið 1755 er jarðskjálftar
lögðu Lissabon í rúst og 15.000
manns fórust.
hverjum áfanga er Bretar hafa
verið að hverfa á brott þessa
síðustu daga og er nú Aden í
höndum 8.500 manna hers Suð-
ur-Yemen, sem Þjóðfrelsishreyf-
ingin hefur haft náið samstarf
við.
Suður-Yemen er um 290.000
ferkm. svæði og var áður ríkja-
samband nokkurra arabískra
smáríkja sem Bretar héldu
vemdarhendi yfir og höfðu sjálf-
stæði í innanlandsmálum.
Þetta sambandsríki var stofn-
að 1959 en.leystist upp snemma
á þessu ári þegar Bretar misstu
það vald sem þeir höfðu haft á
íbúunum og tók NLFsmámsam-
an við stjórn hinna einstöku
smáríkja, og einnig hin þjóð-
frelsisfylkingin í S-Yemen,
FLOSY (Fylking til frelsunar
hins hemumda Suður-Yemen).
S.l. vifeu hafa fulltrúar Breta
rætt við. NLF í Genf um fram-
kvæmdatriði sjálfstasðistökunnar
og fóra fulltrúar NLF heimleið-
is í dag.
Ræða Hannibals Valdimarssonar
129 ára yfirráðum Breta lokið í Suður-Arabíu:
Alþýðulýðveldið Suður- Yemen
hlýtur sjálfstæði á miðnætti
GENF, ADEN 28/11 — Á miðnætti miðvikudags verður
129 ára völdum Breta í S-Arabíu lokið og svonefnt al-
þýðulýðveldið Suður-Yemen verður sjálfstaett. Þjóðfrelsis-
hreyfingin NLF verður valdamest í hinu nýja ríki eftir
fjögurra ára blóðuga borgarastyrjöld og baráttu gegn
brezku stjórninni.
Alþjóðuráðstefnu til
uð sumeinu flokkunu
MOSKVU 28/11 — í Sovétríkjunum' var því neitað í dag
að markmið nýrrar alþjóðaráðstefnu kommúnista, sem Sov-
étríkin vilja efna til, eigi að vera að útiloka Kínverja eða
nokkurn annan flokk úr alþjóðahreyfingu kommúnista.
Framhald af 1. síðu.
lögum um sinn. Það mætti ekki
leiða til þess að óréttmætum
byrðum verðhækkana verði velt
yfir á herðar launastéttanna.
„Um það verða verkalýðssam-
tökin og öll launþegasamtök að
vera vakandi á verðinum. Mcð
tilliti til þeirrar óvissu sem rík-
ir um alla framkvæmd gengis-
lækkunarinnar og slæmrar
reynslu af þeim fyrrj heiti ég
á verkalýðsfélögin hvert og eitt
að halda nú vöku sinni.“
★ Hlut sjómanna má
ekki skerða
Hannibal mótmælti hvasslega
fyrirætlunum um að skerða hlut
sjómanna í framhaldi af geng-
islækkuninni; vitnaði hann í
kröfur LÍÚ-manna um skerðingu
hlutar sjómanna, og þau um-
mæli Jóns Sigurðssonar að
kjarasamningum sjómanna hefði
ekki verið sagt upp til þess að
rýra og skerða sjómannakjörin.
„Það má Jón Sigurðsson vita
að sjómannastéttin stendur að
baki honum sem einn maður.
Og víst er um það að verði
alvara gerð úr þessum hótun-
um, munu fleiri verða til varna
en sjómennirnir einir. Þar mun
verða einhuga og sameinaðri
verkalýðshreyfingu að mæta“,
sagði Hannibal meðal annars.
„Og það finnst mér viðeig-
andi að segja hér, að verði svo
á málum haldið varðandi fram-
kvæmd gengislækkunarinnar, að
byrðar hennar verði aðallega
lagðar á herðar verkafólks og
sjómanna, en milliliðum og
bröskurum látið haldast uppi að
gera sér hana að féþúfu, þá
mun því verða svarað á verðug-
an hátt“.
Hannibal krafðist skýrra svara
um fyrirætlanir ríkisstjómar-
innar, hvort hliðarráðstafanir
væru undirbúnar til að tryggja
að vörubirgðir í landinu hækk-
uðu ekki í verði, um bætur til
sparifjáreigenda; ráðstafanir til
að halda óskertum kaupmætti
ellilífeyris, örorkubóta og fjöl-
skyldubóta. Hvað hyggðist rík-
isstjómin gera fyrir íslenzka
námsmenn, sem yrðu í stór-
vandræðum vegna gengislækk-
unarinnar. Hvað yrði gert með
hin vísitölubundnu húsnæðis-
lán? Einsætt væþ að visitölu-
kvöðin hyrfi af þeim jafn-
íramt vísitölubótum á laun.
Þá ræddi hann ýtarlega um
nauðsyn á sterku verðlagseftir-
liti til að hamla gegn óeðlileg-
um verðhækkunum og braski.
,,Um þáð getur enginn maður
verið í vafa. að á þeirri stundu
sem sú fjármunatilfærsla til út-
flutningsatvinnuveganna, sem í
gengislækkuninni felst er kom-
in út í verðlagið þá hefur hún
runnið sitt skeið og verður á
eftir það engum að gagni“.
Það væri allt of mikið að 15
af hverjum 100 fslendingum
skyldi nú starfa við verzlun.
Það horfði til óheilla í þjóðfé-
laginu hversu fáir vinna fyrir
mörgum. Meðan svo er ástatt
erú flest úrræði í efnahagsmál-
um dæmd til að mistakast.
★
Ræðumaður Alþýðubandalags-
ins í síðari umferðinni í gær-
kvöld var Magnús Kjartansson,
og er sagt frá ræðu hans á 10.
síðu. — Síðari hluti umræðunn-
ar um vantraustið fer fram í
kvöld.
í ritstjórnargrein sem slegið
er upp á fyrstu síðu í Prövdu í
Rannsókn a$
Ijúka í fls-
mundarmálinu
Jón A. Ölafsson sakadómari
skýrði Þjóðviljanum svo frá í
gær að rannsókn væri nú að
ljúka í máli skipverja á smygl-
skipinu Ásmundi og hefði þeim
verið sleppt úr gæzluvarðhaldi
s.l. fimmtudag en þá voru þeir
búnir að sitja í varðhaldi frá því
21. október sl. Bjóst Jón við að
málið yrði seni saksóknara til
meðferðar á næstunni.
Það hefur helzt komið nýtt
fram við rannsókn málsins síð-
ustu daga, að umboðsmaður Jökla
hf. og ræðismaður íslands íRott-
erdam, sá er hafði milligöngu
um að útvega smyglvinið í Hol-
landi, kom hingað til lands í
byrjun september sl. og munu
þá einhverjir þeirra félaga af
Ásmundi hafa haft samband við
hann.
dag er því háldið fram að höf-
uðmarkmið alþjóðaráðstefnu eigi
að vera tilraun til að endurreisa
einingu heimskommúnismans.
Greinin sem náði yfir næstum
hálfa forsíðu Prövdu var undir-
rituð af miðistjórn sovézka
kommúnistaflokksins og var hún
skýring á frétt sem birt var
um s.l. helgi, um undirbún-
ingsfund, sem Kommúnistaflokk-
ur Sovétríkjanna og 17 aðrir
kommúnistaflokkar boða til i
Búdapest í febrúar, fyrir nýja
alþjóðaráðstefnu.
Síðast var haldin alþjóðaráð-
stefna kommúnista fyrir 7 árum
áður en hugmyndafræðilegur á-
greiningur Sovétríkjanna og
Kína blossaði upp. Helmingur
hinna 14 kommúnistaflokka sem
fara með stjórn í löndum sínum
eru andstæðir nýrri alþjóðaráð-
stefnu nú, en það eru filokkamir
i Kína, Albaníu, Rúmeníu, Júgó-
slavíu, Kúbu, Norður-Vietnam og
Norður-Kóreu.
Júgóslavar telja margir, að al-
þjóðaráðstefna sem nú yrði hald-
in mundi einungis læsa ágrein-
ingsmál kommúnista föst í stað
þess að leysa þau.
Miðvikudagur 29. nóvember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3
Tjuldið er fullið
Þegar Chalfont lávarður, ráð-
herra sá í brezku stjórn-
inni sem falið var það erfiða
verkefni að semja um aðild
Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu, ræddi við de Gaulle
forseta í París fyrir nokkmm
vikum, flutti hann forsetan-
um ýtariega skýrslu og taldi
upp öll þau rök sem styddu
aðild Breta. De Gaulle mælti
ekki orð af vömm fyrr en að
hinni löngu greinargerð lok-
inni. Þá sagði hann; „Ég hef
h.lýtt á mál yðar. Þér hafið
ekki sannfært mig“. Og við-
talinu var lokið. Hafi Bretar
gert sér einhverjar vonir um
að gengislækkun sterlings-
pundsins myndi reynast betur
til að greiða þeim götuna í
EBE en fortölugáfa lávarðar-
ins, hefur blaðamannafundur
DeGaulle á blaðamannafundi
de Gaulle í Elysée-höllinni i
fyrradag valdið þeim slæmum
vonbrigðum. Maður á hins
vegar bágt með að trúa bví
að brezka stjórnin hafi í raun-
inni gert sér vonir um að
hún gæti með gengislækkun-
inni keypt sig inn í EBE. De
Gaulle hefur margsinnis síð-
an á blaðamannafundi sinum
í janúar 1963 lýst ósveigjan-
legri andstöðu sinni við aðild
Breta að EBE og jafnan lát-
ið í það skína að sú andstaða
væri af pólitískum rótum
runnin. öllum mátti vera orð-
ið ljóst að de Gaulle notar
efnahagsörðugleika Breta að-
eins sem átyllu til að koma í
veg fyrir aðild þeirra að EBE.
Hann vill ekki hleypa Bret-
um inn fyrir múrana af þvi
að hann telur víst og hefur
ástæðu til að ætla, að þeir
muni þar leika hlutverk
trójuheste Bandaríkjanna.
En þótt hér sé um tylliá-
stæðu að ræða verður því
ekki neitað að hún er á rök-
um reist. Couve de Murville
utanríkisráð'herra sagði í síð-
ustu viku að gengislækkun
sterlingspundsins hefði aðeins
staðfest réttmæti efasemda
þeirra sem Frakkar hefðu lát-.
ið í Ijós um efnahag og fjár-
mál Breta. Þetta ítrekaði de
Gaulle í fyrradag. Fjórum
fimm sinnum endurtók hann
að eins og efnahag Bretaværi
komið væri aðild þeirra að
EBE algerlega „ósamrýman-
leg“ þvi efnaihagsbandalagi
sem Evrópurikin sex hefðu
með miklu erfiði komið á
laggimar. Hann fjölyrti ekki
uim gengislækkunina, en lét
orð liggja að því að hún gæti
alls ekki komið í stað þeirr-
ar algem umsköpunar, þeirr-
ar „úttektar á þjóðarbúinu“,
sem Bretar 'yrðu að gera t.il
þess að þeir gætu orðiðhlut-
gengur aðili að BBE. De Gauille
veit að þarna kemur hann við
snöggan blett. Fáum hefur
nefnilega dulizt að ein meg-
inástæðan fyrir hinni ger-
breyttu afstöðu Wilsons til
brezkrar aðildar að EBE eftir
að hann tók við stjórnartaum-
unum er sú að hann hefur
vonazt til að geta notað aðild
Breta sem tilefni til þeirrar
umsköpunar í Bretlandi, sem
hann veit að er óhjákvæmi-
leg en hann hefur skort, kjark
til að ráðast í af sjálfsdáðum.
De Gaulle ítrekaði einnig í
fyrradag gagnrýni sína á
gjaldeyriskerfi auðvaldsheims-
ins. Hann þvertók fyrir það
að Frakkar ættu nokkra sök
á því róti sem nú væri á
alþjóðlegum gjaldeyrismálum,
að þgir hefðu átt nokkurn
þátt í að grafa undan sterl-
ingspundinu eða stæðu að
nokkru leyti fyrir þeim hams-
lausu gullkaupum sem ógn-
að hafa gengi dollarans, en
hann sagði að það væri 6-
þolandi ástand sem binda yrði
enda á að Bandaríkin gætu
notað sérstöðu dollarans sem
forðagjaldmiðils til að „fllytja
út verðbólgu" sína til Evr-
ópu með stórfelldri fjárfest-
ingu þar; svo kynni að fara
að lokum, sagði hann, að horf-
ið yrði aftur að því ráði að
nota gullið eitt sem undir-
stöðu alþjóðlegra gjaldeyris-
viðskipta. Það mátti við þvf
búast að hann myndi nota
tækifærið til að koma þéss-
ari eftirlætishugmynd sinni á
framfæri, þótt hann viti mæta-
vel að engar líkur eru á því
að alþjóðlegt samkomulag geti
tekizt um hana. ÞaS semmáli
skiptir fyrir de Gaulle erhitt
sem að baki þessari hugmynd
býr; sá ásetningur hans að
brjóta á bak aftur drottin-
vald Bandaríkjanna. „New
York Times“ sagði i gær:
,,De Gaulle forseti hefur unn-
ið ágætt starf til að afhjúpa
veikleika þess, sem hann tel-
ur „engilsaxneskt drottinvald"
í fjármálalheiminum. Þar til
Bandarikin og Bretland kocma
greiðslujöfnuði sínum í lag,
geta þau ekki vænzt þess að
endurvinna það pólitíska vald
sem hvflir á tnaustum efna-
hag“. Sum brezku blöðin við-
'úrkenna einnig að de Gaulle
hafi að þessu leyti mikið ta
síns máls. „The Guardian“
sagði þannig í gær; „Úreltur
átrúnaður forsetans á gullið,
með öllum þeim hættum sem
honum fylgja, ætti ekki að
villa svq um fyrir okkur að
við veitum ekki athygli öðru
því sem hann mælti af viti.
Það er staðreynd að greiðslu-
halli Bandarikjanna hefur það
tvennt í för með sér að verð-
bólga er flutt út til Evrópu
jafnframt því sem það auð-
veldar Bandaríkjunum að
hreiðra um sig í evrópskum
iðnaði. Það er harla skiljan-
legt að de Gaulle og ekki að-
eins hann skuli risa öndverð-
ur gegn því að stríðsrekstur-
inn í Vietnam og útþensla
bandarísks iðnaðar erlendissé
styrkt á þann hátt“.
Hvað gerist nú? Brezka
stjórnin hefur ítrekað að
hún haldi til streitu umsókn
sinni um aðild að EBE. Á
fundi utanríkisráðherra sex-
veldanna 18.-19. desemtoer
átti að fjalla um hvaða hátt-
ur skyldi hafður á samninga-
viðræðum bandalagsins við
hana. Ólíklegt má telja að
nokkur ákvörðun verði tekin
á þeim fundi og frá áramót-
um fram á mitt næsta ár fara
Frakkar með formennsku í
ráðherranefndinni. Þann tfma
verður málið varla tekið á
dagskrá. Allar horfur eru á
þvi að meðan de Gaulle ræð-
ur ríkjum í Frakklandi (kjör-
tímatoili hans lýkur fyrst 1972)
muni Bretum meinað um að-
ild. De Gaulle sagði í fyrra-
dag að líkja mætti samskipt-
um Breta og EBE við leikrit
í fimm þáttum. Sá fimmti og
síðasti hefði hafizt með um-
sókn stjórnar Wilsons um að-
ild. Nú væri tjaldið fallið.
Verði nýtt leikrit tekið til
sýningar á næstunni, verður
de Gaulle bæði höfundurþess
og leikstjóri, auk þess sem
hann mun að sjálfsögðu gegna
aðalhlutverkinu. — ^s.