Þjóðviljinn - 29.11.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.11.1967, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. nówœiber 1967 — ÞJÓÐVHJINN — S-lÐA g ( bokmenntir Ný skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalm Skuggsjá hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Guðmund G. Hagalín sem nefnist „Mánus á Valshamri og meistari Jón“. Með henni eru bækur höfundar orðnar næstum því fimmtíu og verður Guðmundur Hogalín einna sízt íslenzkra höfunda sakaður um pennaleti. Nú naunu nokkur ár síðan hann sendi frá sér skáldsögu, en hann hefur að undanförnu fengizt mikið við ævisagnarit- un. Um það, hvernig hessi skáld- saga varð til, segir Hagalín í formála fyrir bokinni: „Þetta sögukom gerði ég til- raun til að færa í ietur sumarið 1920, nýkominn heim úrmargra ára reiki um lendur erlendra tízkubókmennta. Þá fór ég að svipast um í heimahögum og skyggnast eftir áihrifavöldum bernsku minnar og hverjir hefðu reynzt ]>ví fólki, sem ég þekkti bezt og átti sinn þátt í að möta mig varanlega, traust- astir lciðtogar í lífsins stríöi. Ekki komst ég langt með sögu- kornið í það sinn, en þar eð ég hef ávallt síðan haldið viö kynnum mínum af meistara Jóni og hvorki gleymt því, hver áhrif hann hafði á' mig í bernsku né reynslu minni af á- hrifum hans á gamla vini mína, granna og sveitunga, hefur söguefninu annað veifið skot- ið upp í huga mínum, unz ég í fyrra, þegar liðnar vöru þrjár aldir frá fæðingu meistarans, Guðmundur G. Hagalin tók: á ný að færa sögukornið í letur.“ Márus á Valshamri og meist- arí Jón fjallar um, hvert þjóð- lífsafl kcnning Jóns biskups Vídalíns var á Islandi, en sag- an snýst einmitt um þann möndul. Jafnframt er hún um- hverfislýsing, þar sem margir eftirminnilegir atburðir gerast og ótal sögupersónur gegna margvisiegum hlutverkum. Skáldsagan er 208 bls. Atli Már gerði bókarkápu. Þegar við vorum ung... Drífa Viðar. Fjalldajalilja. Heimskringla 1967. 213 bls. Fyrsta skáldsaga Drífu Viðar geymir endurminningar Reykja- víkurstúlku frá dvöl hennar í sveit — fyrst sem unglings, síðan uppkominnar stúlku. Asa- laust líður fyrir augu lesandans myndasafn af því som getur borið fyrir augu og eyru slíkr- ar persónu: heyskapur, mjaltir, berjaferðir, hestar og kóngulær, líýr og jötunuxar, þjóðtrú og andaglös, strákaíyllirí og sveita- böll. Og saman við allt þetta fléttast ástarævintýri sem ekki er vandræðalaust, þvi báðar ■ vilja þær Andrés eiga, sögu- konan Halla og frændkona hennar, Guðfinna. Ástarævintýri þetta or kannski það eina sem er „siigu- legt“ í þessari bók, þótt við vit- um einnig af því, að tími henn- ar er sá þegar sveitinni er tek- ið að hnigna, veröld hennar er á undanhaldi. Að öðru leyti er sagan undarlega kyrrstaíð, andi epdurminninganna ræður ríkj- um og tfnir til án verulegs úr- taks stórt og smátt samkvæmt þeirri elskulegu eigingirni að allt var merkilegt sem fyrir bar þegar við vorum ung. Stundum situr ómengaður hversdagsleik- inn í fyrirrúmi og reynir að i’éttlætá sig í éndáláusri festi smáatriða: „Það eru komnar harðar mjaltir þegar við hætt- um. Kýrnar standa við hliðið og horfa sorgimæddum, blíðum augum yfir gri-ndverkið hvort einhver fari nú ekki að koma Góð drengjabók Fritiof Nilsson, Piraten:' Bombí Bitt. Helgi Hjörvar þýddi. Flat- eyjarútgáfan. Þær gerast nú æ sjaldgæfari góðax strákasögur. Þeim mun ánaagjulegra -er bað að lenda á gömlum kunningja en góðum, sagan af Bombí Bitt er komin út í nýrri útgáfu. Einhvern tíma endur fyrir löngu þýddi Hélgi heitinn Hjörvar ]>essa sasnsku drengjabók, gott ef hann las hana ekki í útvarþ líka. Maður drakk þetta í sig í gamla daga og lifði sig inn í ævintýri þeirra kumpána, góð- borgaradrengsins Elíss og Perry Mason- sögur Gardners á íslenzku Offsetprent h.f. hefur hafið útgáfu á Perry Mason-sögunum eftir Eearle Stanley Gardner í vasabókarbroti. Heitir íyrsta bókin, sem út kemur í þess- arí útgáfu „Leyndarmál stjúp- dótturinnar". í þessari sögu fær Mason til úrlausnar flókið íjárkúgunar- mál, sem áður en varir snýst upp í morðmál. En þótt málið sé á margan hátt erfitt viður- eignar tekst Mason samt að gæta svo hagsmuna skjólstæð- inga sinna, sem illa cru stadd- ir, að allt fer vel um síðir. Perry Mason-sögumar munu vera gefnar út í fleiri löndum en nokkrar aðrar sögur af sama tagi og sjónvarpsþættir ium söguhetjuna eru sýndir f tuguao landa. Iielgi Hjörvar glæfrakvendissonarins Bombís Bitt Lfkt og aðrar sígildar barnaibækur á þessi sér þann ciginleika, að fullorðnir gcta gripið til honnar líka, mér til óblandinnar anægju eyddi ég yfir hcnni Icvöldstund á ný nú fyrir skemimstu. Vafalaust eiga tápmiklir strókar, þeir sem telja það ekki skyidu sína að hoiðra sama og allir allt, enn eftir að hafa af henni skemmt- un. Það cr mikiil óbyrgðar- hluti að þýða bækur fyrirbörn og unglinga, nógu margt verð- ur til þess oð eyðileggja fyrir þeim máismekkinn samt. Þótt ekki væri nema málsins vegna gæti ég mælt með þessaribók, — tungutaki Helga Hjörvars þarf ég ekki að lýsa. — J.Th.H. og hleypa þeim innfyrir og mjólka þær. Þær ganga fúsar innfyrir hliðið þegar frænka opnar það. Frænka og Helga mjólka á stöðli, það er gott veður. Jóna fer strax inn að snyrta Sigga eftir daginn. Bóndi og vinnumenn hans finna sér bletti til að slá. Bærinn er los- aður úr grasi.“ I annan stað er ljóðræna náinna samskipta við náttúruna efst í huga höfundi: „En það er sumarnótt hvít og ijúf með þokur og líf sem leys- ast úr álögum. Vatnið tekur að fossa úr fjöllum, grasið að köma undan sverði, lömbin koma útúr vömbinni á móður sinni í þennan kulda sem okk- ur Guðfinnu kappklæddum finnst nóg um, folald komið við hliðina á henni Frigg. Sólin bak við næsta leiti og varast að styggja næturlífið, útilegu- menn í Selið, náttúrusteinamóð- irin úr vatni, huldumeyjar í þoku og hylja fjallið stundum og hjúfra við ósýnilegt vorið; dvergur kemur úr steini; tröll sitja í hnipri inni í fjöllum og þora sig ekki að hræra, það er svo langur sólargangurinn að þau vita ekki oi-ðið af fyrr en sí>lin er komin upp og þau dag- ar uppi .... Og þetta næturlíf baðar sig í dögg og óskar sér: baða ég mig úr dögg og úr dag- leiði, og má onginn vita hvors vegna hver um sig óskar sér enda þótt allir viti, að sumar- ið líði aldrei, það er eilíft þessa nótt.“ □ Þessi dæmi gefa ef til vill nokkrar upplýsingar um kasti bókarinnar — Það er yfir henni blær ferskleika og cin- lægni, málfarið er blátt áfram menningarlegt; sá tónn saknað- ar eftir ástum sem voru í ver- öld som var ber vott um við- kvæmni, sem hefur gát á sér og herðir sig upp þegar púkar tilfinningaseminnar geragt of nærgöngulir. Hinsvegar segja þau ekki frá öðrum hlutum, til að mynda ekki frá því að ást- arsagan er sögð mtv} hógværum hætti, smekklega. Ekki heldur frá vanda þess höfundar sem lætur ógagnrýninn anda endur- minninganna rdða ferðinni; hvernig má hann vekja forvitni eða áliuga lesanda á ]>essari borjaferð, á j>essari bitafærslu, á ýmsum gamalkunnum hlut- um? Þnð er einmitt jxxssi vandi sem Drífn Viðar ræður eklci við — Icsandi vill þreytast ,.j>egar fram f sækir, frísklégur stílil ber hann ckki yfir cndurtokningar með tilhi-igðuim, yfir fleiri og fleiri tíðindi úr heimi búskap- ar og þióðsögu. Saga Drífu Við- ar hefði grætt á niðurskurði. gagnrýnna vali, meiri rækt við sjálfstæða tilveru fólksins í sðg- unnl. A.R. A vinningur og yfírsjónir Ingimar Erlendur Sigurðsson. Islandsvísa. Skáldsaga. Heigafell 1967. 132 bls. Ilslandsvísu segir unglings- piltur, sem heitir ekki ó- frægara nafni en Jónas Hall- grímsson, frá þeim ótíðindum að l&lendingar glöbuðu landi sínu. Þessi stutta saga gerist á einu sumri. Þá er svo komið, að Islendingar hofa hleypt út- lendingum inn í'landið í stór- um stíl í kjölfar þátttöku í hemaðanbandalögum og við- skiptabandalögum og „Allsherj- arbandalagi“ svo og erlendrar stóriðju með ál- og hergagna- verksmiðjum. Útlendingiar eru orðnir fleiri en Islendingar í landinu og sambúðin stirð — hreyfing þeirra sem viljá þá út- lendu á brott hefur verið bönn- uð. Islendingar em klofnir í þessu máli — sumir láta sér vel líka og segjast trúa á „lieim án landamæra“, þeirra á meðal er Gissur, bróðir sögumanns. Unz dreifibréf, þar sem forsaga imálsins er rifjuð upp, veröur sá dropi sem fyllir mælinn — innan skamms logar allt í ó- eirðum milli þjóðanna í land- inu. Og álþjóðleg yfirvöld íá ráðamenn (fulltrúi þeiira í sög- unni heitir einfaldlega Ráð- herrann) til að samþykkja að íslendingar séu allir fluttir á brott til annarra ianda þar eð samtoýlisvandamál þjóðanna á eynni verði ekki lengur leyst. PóJitísk dæmisaga og enginn þarf að fana í grafgötur um það hvað vakir fyrir höfundi. Hann hrærir saman orönum lilutum og óorðnum (toókinni lýkur á 4" tökum svipuðum þeim sem urðu 30. marz 1949; análflutn- ingur Ráðherrans til vai-nar af- sali er útfærsla ad atosurdum á viðhorfum sem hafa heyrzt úr ráðherrastól) í því skyni að vekja með mönnum ugg um leiðir þessai-ar þjóðar. Þessi saga er að mínu viti allmiklu toetur gerð en Borgar- líf, næstsíöasta bók Ingimars Erlendar. Þessi bók er knappari í formi, segir á spax-samari og beinni hátt það sem höfundur hefur fram að færa, þar er miklu minna um stórýrði sem erfitt er að stánda við. Um leið kemur það enn fraim að Ingi- mar Erlendi eru mislagðar hendur. Þær hættur sem hann virðist eiga erfiðast með að staridast eru fólgnar í ofsögn, of stei-kum áherzlun og ,svo Ijóð- rænu óhófi. 'íimislegt er til að mynda mjög snotui-t í lýsingu elskendanna Jónasar og Þöru — en þar er líka setning sem þessi: „Hún var ekki draumur jarðarinnar um himininn held- ur draumur jarðarinnar um sjálfa sig. Ég var draumur him- insins um jörðina — um hana.“ Þegar gamall íslenzkukennari - kveður „Yfir kaldan eyðisand" í kennslusbund þá bregður svo við að „Hijómurinn fór sem elding um brjóstið.“ Líklega er sá þáttur bókar- innar einna sterkastur sem seg- ið frá því þegar sögumaður kemur heim úr skóla og spyr að því af hverju hann heiti Jónas, hver Jónas Hallgrímsson hafi verið: í þessu atriði tekst höfundi einna bezt að sýna í viðbrögðum og tilsvörum einn- , ar fjölskyldu l>ann vanda sem hann hefur sett heila þjóð i. En einnig þar koma fyrir ó- þarfir hlutir: af hverju þarf móðir drengsins að ganga „að borðinu eins og hún ætlaði að kljúfa það með líkamanum" þegar hún spyr livaða stúlka hafi sagt honum frá hinu bann- færða skáldi? Og í sömu svif- um birtist og ofurviðkvæmni gagnvart einhverskonar liolg- um táknuim um það som ís- lenzkt er: huldufólkssteinninn hennar ömmu, gaimlar lausavís- ur. Islandsvísa verður vígvöllur í fleiri skilningi en einum: þar takast á áviwningar og yfir- sjónir rithöfundar. En í afsalsræðum Ráðherrans Ingimair Erlendur tveim nýtur Ingimar Erlendur sín bezt: þar er fylgt eftir aí dágóðri hugkvæmni og oft skemmtilega imálfluthingi manns sem reynir að koma heim og saman andhverfum sjónarmið- um: hinu mesta óréttlæti í naf ni æðstu sanngirni — Islendingar skuli víkja í nafni friðar og framfara. Við getum sagt sem svo að Islandsvísa sé spunnin af þrem þáttum: útlendinganna, hinna „jákvæðu íalendinga" og hinna „neikvæðu", hikandi eða svikulu — og hinn þriðji verð- ur sýnu merkastur, mest fyr- ir sakir þessa málflutnings. En þó eru ótalin þau vand- kvæði sem að mínu viti verða mest hindrun gegn þvi að Islandsyísa nái tilætluðum á- Um eyjar Bergsveinn Skúlason. Um eyjar og annes II. — bókaútgáfan Fróöi — I fyrra kom út bók eftir Bergsvein Skúlason: Um eyjar og annes. Þetta var allstór bók eða 274 bl. Nú er nýútkomin önnur bók þessa rits frá hendi höfundar, lítið eitt meiri að blaðsíðutölu, svo þetta er orðið allmyndarlegt verk, og það sem betra er, hverjum vandfýsnum lesara mætti þetta vera kær- komin lesning. Ritháttur Berg- sveins minnir á aldamótarit- höfunda þá sem beztir eru stíl- istar. Málið óþvingað og hreint, sterkt og mikill svipurinn. Hinu ber ekki að leyna, að nokkuð eru þessar bækur tiltínzlusamar og lausar í sér enda er vett- vangurinn víður og viðfangsefn- ið margbreytilegt. Hér ber á góma atvinnusögu, staðalýsing- ar, örnefnasögu, þjóðsögu og mannfræði. Sögusviðið er Breiðafjörður og land allt til Patreksfjarðar vestur. Eins og kannski eðlilegt er, dvelst höfundi lengst við bernskustöðvarnar í Vestur- eyjum, enda er þar fyrir að liitta listilegustu gerða kafla bókarinnar. Frásagan um árs- tíðirnar er fráhær, jaínvel far- ið á kostum góðskálds á stund- um. Ritgerðin um vorið í ínn- eyjum er höfuðprýði verksins, cnda sögusviðið þar svo sér- stætt, að tæpast á það sér hlið- stæðu svo nemi í landinu öllu. Nema hvað um það: t penna meðálmannsins mundi þetta vera hversdagslegur veruleiki, hjá Bergsveini ríkir þar hins vegar mikil hátíð. Þetta rit — það er eins og að fylgjast með guði sjálfum á hrifum: þau eru tengd því hvemig hið pólitiska dæmi er sett upp. Það er blátt áfram gert mjög einfalt Við stöndum andspænis Þeim. Og fyrir báð- um er gerð grein með mjög al- mennum hætti og einföldum. Við, þaö sem íslenzkt er, það er eitthvað gott og göfugt, tengt nakikrum minnum, helgum steini, gömlum visum. Þeir, hið útlenda, eitthvað uggvænlegt, annarlegt, iillt, birtingarfoirm þcss mjög fábreytilegt — þotu- dnunur, urr vígvéla, hergagna- verksmiðja. Af svo einföldum „abstrakt“ andstæðum siprettur ekki áhrifamikill bókmennta- legur veruleiki. Hér er um vanda að ræða sem Ingimar Eriendur er ekki einn um, héldur hefur borið á honum í ýmsum myndum í hernámsandstöðubókmenntum. Höfundar telja að Islendingar séu breyttir menn til hins verra, hafi — alltof margir — tekið upp nýtt og verra gilda- mat, mannleg verðmæti, þjóð- leg menning hafi þokað fyrir annarlegri dýrsku á allskonar gullkálfuim. Erlent herlið í land- inu er aðalhvatinn á slíka þró- un, síi sem bezt sézt, því er vandinn í þessum bókmenntum að mestu einskorðaður við það — við stöndum andspænis þeim (sem hafa svo með sér svikara og vesalmenni). Það er ef til vill ekki nema eðlilegt að menn hallist til að setja dæmið upp með þessum hætti. En gallinn er sú að með þessum hætti er mönnum stefnt foeint inn í öng- stræti þröngrar þjóðemishyggju og móralíseringar. Þvi ekki að spyrja nýrra spuminga? Gæti ekki orðið nokkur ávinningur að því að gefa foettrr gaum að þeirri staðreynd, að þær breyt- ingar sem menn harma eru samfara miklum landvinning- um kapítalisma á Islandi ? Og athuga hvort einmitt þessir landvinningar þrengi í raun réttri ekki miklu meir að sjálf- stæðri íslenzkri þj óðmenningu en jafmvel návist hers í KeQa- vfk. A.B. og annes göngu um jörð sína. Qg við nemum í snöggri sjónhendingu allt sem hann hefur skapað og sjá, það er harla gott, allt nema helvítis minkurinn. Þetta rit — mætti það minna á, en enríbá lifa góðir stofnar í moldu rit- vallar okkar,’ þó undanskildir scu þeir sem hæst hafa borið um stund. Megi Bergsveini vera þakkaðar þessar bækur að verð- leikum. Próíarkalestur er ekki nema í meðállagi vandaður. Það er annars furðulegt, að augljósar stafvillur skuli ekki vera leið- réttar í prentun þó að áköfum rithöfundi hafi þar yfirsézt á punktum. Annars er frágangur bókar- innar mjög þokkafullur. •Tón Jóhannesson. Enn spennandi bók eftir Bagley Út er komin ævintýrasaga að nafni „Fellibylurinn" eftir enska blaðamannjnn og s.káldsagna- höfundinrí Desmond Bagley, en áður hafa komið út eftir sama höfund sögur eins og Gull- kjölurinn og Fjallvirkið. Atburðarásin er spennandi og fjallar um bandarískan veð- urfræðing og fellibylinn Mabel á Karabíska hafinu, — eyjuna Fernandez og stríð milli upp- reisnarhers og einræðisherra eyjunnar. Bókaútgáfan Suðri gefur bókina út. Gísli Ólafsson þýddi bókina. Bókin er 263 bls. að stærð og eru greinargóð kort á spássiu yfir helztu staðí, er viðkoma sögunni. 1 I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.