Þjóðviljinn - 29.11.1967, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvíkudagur 29. nóvember 1967.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
61
maður lendir í sjálfheldu af
þessu tagi og veit varla hvað
snýr upp eða niður í sjálfum
sér.
Segðu mér, sagði ég við sjálfa
mig, veiztu að þetta er í annað
eða þriðja skipti sem þér er
þannig innanbrjósts? Það hlýtur
að vera dauði Forios, sem er or-
sökin. En mér leið svona í eitt
skipti áður en Forio dó. Þetta
hlýtur að tákna eitthvað, en guð
má vita hvað.
Ég tók hlaða af peningaum-
slögum og tróð honum í töskuna
mína. Svo tók ég annan hlaða,
og svo hugsaði ég: það .hlýtur
eitthvað meira en lítið að ganga
að þér, því að þú getur ekki
fengið þig til að taka þessa pen-
inga.
Ég hlýt að hafa setið þama
í myrkrinu í meira en hálftíma
og barizt við sjálfa mig. Að þeim
HARÐVIÐAR
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SK0LASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslu- og snyrtistofs
Steinu og Dódó
Laagav 18 III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreíðsiu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SIMI 33-968
tíma liðnum hafði ég loks komizt
að þeirri niðurstöðu, að ég tæki
ekkert naerri mér að taka pening-
ana — svo vitlaus var ég þó
ekki orðin — en það væri ýmis-
legt sem ekki væri hægt að gera.
Það er hægt að yfirgefa mann-
inn sinn — og mér þótti enn
freistandi að yfirgefa Mark —
en að stela frá honum, taka
lyklana han.s meðan hann ligg-
ur á sjúkrahúsi, hlaupast burt
með þúsund pund og láta hann
sitja eftir í súpunni, já, þið ráð-
ið hvort þið trúið þvi, en þetta
fannst mér ekki hægt að gera-
Stundum er hægt að gera
vandlegar áætlanir og allt virð-
ist ætla að ganga snurðulaust;
en þegar allt sýnist ganga að
óskum, snýst allt í höndunum á
manni og þá er maður í vanda
staddur. En þannig hafði það
alls ekki gengið til núna og það
var einmitt það sem gerði allt
svo öfugsnúið. Allt hafði farið
að skilum nema ég sjálf. Ég var
allt í einu orðin snarvitlaus. Eða
kannski var það meinið, að ég
hafði gert áætlun mína fyrir
viku — og svo margt hafði
breytzt á þeirri viku. Ég sat
þama með alla þessa peninga í
kringum mig, í peningaskápn-
um, í töskunni minni, á gólfinu,
og svo sat ég þarna og óskaði
þess eins að ég , hefði aldrei
fæðst eða að hafið hefði að
minnsta kosti tekið mig við
Camp de Mar. Ég reyndi að rifja
upp allar ógeðfelldar minningar
sem ég átti um Mark og hjóna-
band ,okkar — og það var alls
ekki svt> fátt sem ég gat dregið
fram — og einu sinni komst ég
svo langt að loka töskunni' minni.
En ég gat ekki einu sinni
blekkt mig lengur.
Ég opnaði töskuna mína og
fór að leggja peningana til baka.
og í hvert skipti sem ég lagði
umslag á sinn stað var það á-
líka sárt og þegar tönn er dreg-
in úr manni. Ég bölvaði og for-
mælti, Og meira að segja núna,
meðan ég var að skila peningun-
um, gat ég ekki að mér gert að
reikna út hve mikið var af þeim.
Pundseðlamir voru- í fimmtíu
seðla búntum, og launaumslögin,
tja, ég gat nokkurn veginn þreif-
að fyrir mér um innihaldið. Og
ég hugsaði: í hverju einasta um-
slagi sem ég legg til baka eru
peningar sem ég tek frá mömmu
(því að ég hafði ætlað mér að
reyna að fá hana til að taka við
lausum penihgum og lifa á þeim
og þeir hefðu dugað henni í þrjú
ár). En ekki einu sinni að þessu
leyti gat ég blekkt sjálfa mig,
þvi að mamma hefði trúlega
orðið frá sér af skelfingu og
viðbjóði við tilhugsunina um að
taka svo mikið sem penny af
peningunum mínum, þegar hún
fengi að vita, að þeir voru stoln-
ir-
Og hennar vegna skipti það
því engu máli, þótt ég kæmi
tómhent til Torquay. En það
skipti máli fyrir sjálfa mig.
Allt sem ég átti af peningum
í þessum heimi, það voru skit-
in tvö hundruð pund, og af þeim
varð ég sjálf að lifa þangað til
ég fengi atvinnu í Frakklandi,
eða hvar svo sem ég hafnaði.
Þegar allir peningarnir voru
komnir á sinn stað, fór ég að
sveifla aftur þungu peninga-
skápshurðinni; en ég varð jsA
bíða mínútum saman áður en
ég fékk þrek til að loka henni.
Mér var þungt um andrardrátt
eins og ég hefði hlaupið marga
kilómetra. Og mér leið hræði-
lega.
Þegar ég var búin að steella
skáphurðinni aftur, sneri ég
lyklinum á lésnum, og svo þreif-
aði ég mig áfram út af skrif-
stofunni. Einhvem veginn tókst
mér að komast niður og þar
stóð ég aftur kyrr og horfði
inn um opnár dymar inn í
prentsmiðjuna og hlustaði eftir
skrjáfi í pappír — eins og fyrir
hálftíma.
En nú var allt dauðahljótt.
Ég fór út úr byggingunni, læsti
á eftir mér og ók burt.
Ég var komin til Newton
Abbot um hálftólfleytið- Þökan
hafði ekki orðið þéttari. Ég
stanzaði ekki í eitt einasta skipti
á leiðinni. Til allrar hamingju
var nóg benzín á bílnum.
Því nær sem ég kom Cuthbert
Avenue, því minna langaði mig
til að segja mömmu allt af létta-
Ég get gert mér í hugarlund
hvemig andlitið á henni yrði. Ég
var augasteinninn hennar, ég
var henni eitt og allt. En ef ég
segði henni það ekki, þá liði
ekki á löngu þar til lögreglan
sagði henni það. Og ef ég segði
henni það sjálf, þá gæti ég að
minnsta kosti reynt að útskýrá
eitt og annað fyrir henni.
Og þó — hvað gat ég svo sem
útskýrt? Hvernig á því stóð að
ég hafði farið að stela í stað
þess að vera launaþræll á sömu
skrifstofu alla mína ævi?
Hvernig ég hafði farið að því
að uppgötva að ég var skynsam-
ari en flestar aðrar stúlkur af
mínu tagi og hafði notfært mér
skynsemina á minn sérstaka
hátt? Hvernig ég hafði komizt
að því, að það var ofurauðvelt
að lifa tvöföldu lífi, já, marg-
földu lífi, með því að gera viss-
ar varúðarráðstafanir? Hvemig
á því stóð að ég var gift — en
hafði ekki sagt henni frá því?
Ójá, hugsaði ég, þetta þarf ó-
neitanlega skýringa við, sem þú
barft að hafa á reiðum höndum
í fyrramálið. Því að þú verður að
útskýra það' fyrir sjálfri þér, áð-
ur en þú getur skýrt það fyrir
henni. \
Það var rígning í Torquaý. Ég
lagði gamla bílnum á almennu
bílastæði og tók leigubíl heim.
Það var ekkert ljós í glugg-
unum götumegin, þegar ég borg-
aði leigubílinn, en það féll dauf-
ur bjarmi inn í forstofuna úr
einu af herbergjunum baka til-
Ég hélt á töskunni minni upp
tröppumar þrjár og hringdi dyra-
bjöllunni. Það var hljótt langa-
lengi. En svo> heyrði ég fótatak.
Lucy opnaði dyrnar- Andlitið á
henni var rautt og þrútið.
Hún gaf frá sér hljóð og vafði
handleggjunum um hálsinn á
mér. — Ó, Marnie, — Marnie
litla, þú komst þá loksins. Við
erum búin að leita svo mikið að
þér. Við gátum ekki skilið hvar
þú varst niður komin. Það var
rangt af þér að skilja ekki eftir
heimilisfangið þitt. Þeir sögðu
við mig: Hún hlýtur að hafa
eitthvert heimilisfang. Flettið upp
í símaskránni, sögðu þeir —
— Já, en hvað er að, Luly?
Hvað hefur komið fyrir? Af
hverju læturðu svona?
— Æ, stundi hún og leit á mig
og svo fóru tárin að fossa niður
kinnamar. Og svo kom Doreen,
dóttir Stephens frænda, líka
: !
fram í forstafuna-
— Mamie, sagði Doreen. —
Mamma þín dó í gær.
18.
— Hún veiktist á mánudags-
nóttina, sagði Lucy- — Læknir- !
inn sagði að það væri slag. Al-
veg öðrum megin. Og eftir það
gat hún ekki sagt eitt einasta
orð, Mamie. En þú veizt, hvem
ig það var — þú varst henni
eitt og allt, og ég hugsaði með
mér að ég yrði að hafa upp á
þér, og ég fór að leita í bréfun-
um þínum, — en það var atekert \
heimilisfang. En ég hafði heimil- |
isfang Doreenar. Og Doreen er
búin að hringja og senda skeyti
til Manchester og Birmingham,
er það ekki Doreen?
— Pabbi kemur á morgun að
vera við jarðarförina, sagði Dor-
een. — Það vildi svo heppilega
til að hann var í Liverpool. Af
hverju hafðirðu ekki látið \
mömmu þína hafa heimilisfangið j
þitt, Mamie? Við reyndum að j
hringja í marga náunga sem hétu i
Pemberton, en enginn þeirra var ,
hinn rétti. |
— Og í gærmorgun sagði lækn- i
irinn við okkur, að nú ætti hún
ekki langt eftir, sagði Lucy, —
og þá fórum við til lögreglunnar.
En þeir sögðust ekki geta hjálp-
að okkur að finna þig, en þeir
bentu okkur á að senda neyðar-
kall í útvarpinu Og það gerð-
um við- En svo dó hún þegjandi
og hljóðalaust í gærdag klukkan
fimm. Hún hafði dregið andann
ósköp þungt; síðan á þriðjudags-
kvöldið rétt eins og hún næði
ekki andanum almennilega. Ég
sat hjá henni og Doreen gerði
það líka.
— Jarðarförin er á morgun
klukkan tvö, sagði Doreen. — En
ég verð að fara strax að henni
lokinni, því að ég verð að fara
heim til mannsins míns. Hann
hefur hræðilega mikið að gera,
því að einmitt núna eru allir
með lungnakvef og pestir. Ég
vona að þú sért ánægð með
hvernig ég hef gengið frá þessu
— en það varð einhver að gera
það. Hún átti útfarartryggingu.
Hjá Unitet tryggingarfélaginu.
Hún kostaði ekki nema nokkur
pens á viku og hún nægir fyrir
kostnaðinum. Ég vissi alls ekki
hvort þú kæmir eða ekki.
— Ég hélt þú hefðir heyrt
þetta, fyrst þú komst svona aílt
í einu, sagði Lucy. Ég var al-
veg viss um að þú hefðir fengið
að vita það. Hún var stálslegin
þangað til á mánudaginn og þá
sagðist hún vera með höfuðverk
Og ætla í rúmið- En hún fór á
fætur fyrir te til að baka. Hún
hefur alltaf verið svo mikið fyr-
ir safranaköku. Og hún sagði
við mig: Lucy, veiztu hvað, mér
finnst endilega að Marnie muni
koma i þessum mánuði — og
andartaki síðár dettur hún f
gólfið, — einmitt þar sem Dor-
een stendur núna. Ég reyndi að
kqma henni upp í stólinn, en
hún var svo þung og ómeðfæri-
leg og þá fór ég og sótti herra
Warner.
Stuttu seinna sagði Doreen: —
Edie frænka átti víst frænku sem
hét Polly? Veiztu nokkuð hvar
hún er niðurkomin? Ég sendi
skeyti til heimilisfangs sem ég
fann — Tavistock, en þeir sögðu
að hún hefði flutzt frá Tavistock
eftir stríð. Æ, hvað ég er orðin
þreytt. Ég er búin að vera á fót-
um síðan klukkan sex í morgun.
Stafur mömmu stóð úti í horni,
SKOTTA
!
FÍFA auglýsir \
Þar sem verzlunin haettir verða allar vör-
ur seldar með 10% — 50% afslættt
Verzlunin FlFA
Laugavegi 99.
(inngangur frá Snorrábraut).
Látið ekki skemmdar kartöílor koma yður
I vont §kap. IVoíið COLMANS-kartöflodoft
I eitt skipti á ævinni hef ég lifað án vikupeninga. Það var
hrædilegt!
Einangrunargler
Húseigendm — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með m-jög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um isetningu og allskonar breytmgar ð
fluggum Útvegum tvöfalt gler f lausafög og sjá-
um um máltöku.
Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með
baulreyndu gúmmíefni
Gerið svo vel og Ieitið tilboða.
StMI 5 11 39.
NYKOMIÐ
Peysur, úlpur óg terylenebuxur.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJONUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145
Lótið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. Ijosa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun; bramsuskálar.
• Slípum bremsudælur
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135.
--------------f-------------------