Þjóðviljinn - 29.11.1967, Blaðsíða 10
Aí hverju lækkum við gengih miklu
oftar en vi&skiptaþjóhir okkar?
Géngi krónunnar niundi hlufi þess sem jbað var 1949
Hefst verkfall bóka-
□ Á tæpum tveimur áratugum höfum við lækkað gengi
íslenzku krónunnar fimm sinnum. Eftir styrjöldina kost-
aði einn bandarískur dollari rúmar sex krónur — hann
kostar nú 57 krónur. Sé dollarinn notaður sem mælikvarði
hefur íslenzka krónan aðeins svo sem einn níunda hluta
af því verðgildi sem hún hafði fyrir tveimur áratugum.
Hliðstætt gengishrun hefur ekki orðið í nokkru viðskipta-
landi okkar og raunar ekki í nokkru landi heims með hlið-
stæðan efnahag — við verðum að leita til óstjórnarríkja
rómönsku Ameríku til þess að finna jafnoka okkar.
A þessa leið komst Magnús! eftir vísbendingum stundargróð-
Kjartansson að orði í ræðu sinni ans. f fiskiðnaði okkar er í senn
í gærkvöld við vantraustsumræð-
umar á þingi. Og hann hélt á-
fram:
Hvemig stendur á því að
margendurteknar gengislækkanir
sækja okkur heim umfram allar
þær þjóðir sem við höfum mest
viðskipti við og nánust kynni af,
hvprt sem þær búa við sósíal-
istiskt eða kapítalistískt efna-
hagskerfi? Ég tel engum vafa
bundið að sú staðreynd er tengd
sjálfri sérstöðu okkar í heimin-
um. Við erum næsta einstætt
fyrirbærí, aðeins 200.000 manns
í víðáttumiklu og harðbýlu landi.
Við höfum sett okkur það mark
að halda til jafns við aðrar þjóð-
ir í lífskjörum og menningu,
enda þótt allur b.ióðarbúskapur
okkar jafngildi aðeins einu
sæmilegu fyrirtæki meðal stór-
þjóðanna. Það er augljóst mál
að því aðeins fáum við risið
undir því verkefni, að við lær-
um að sameina krafta okkar og
eínbeita þeim.
GLUNDROÐI
Engu að síður hafa ráðamenn
þjóðarinnar gengið upp í þeirri
dul að við gætum apað eftir
efnahagsskipulag og hagstjóm-
araðferðir annarra þjóðfélaga,
hundraðfalt og þúsundfalt stærri.
Þeir hafa reynt að hefja hér til
öndvegis gróðakerfi það sem
tíðkast í Ameríku og Vestur-
Evrópu. Afleiðinsin hefur orðið
sú að við sundrum kröftunum
æ meir í stað bess að sameina
þá, brjótum þetta litla samfélag
niður í örsmáar einingar sem
grafa hver undan annarri- I auð-
valdsríkjum Ameríku Og Evrópu
eru burðarásarnir risastór fyrir-
tæki sem eru þrautskipulögð og
starfrækt af ýtrustu hagkvæmni
— þar er sannarlega ekki um
stjórnlaust framtak hvers ein-
staklings að ræða. Hér á fslandi
er hliðstæð skipulagning óhugsan-
leg nema við temjum okkur fé-
lagsleg viðhorf — eins og við
gerum til að mynda í raforku-
framieiðslu, áburðarframleiðslu
og sementsframleiðslu. En á
flestum þeim sviðum sem máli
skipta blasir í staðinn við glund-
roði.
AIXSTAÐAR SAMA
SAGAN
Fiskveiðar eru undirstöðuat-
vinnugrein fslendinga. Á því
sviði hafa vinnubrögðin verið
þau eftir stríð að sum árin höf-
um við keypt nýja togara svo
tugum skiptir. en á öðrum ára-
bilum látum við togaraflotann
grotna niður eins og gerzt hef-
ur í tíð núverandi ríkisstjómar-
Sama stjómleysið einkennir
bátaútgerðina — sífelldir rykkir
um að ræða stórfellda yfirfjár-
festingu og ákaflega lélega nýt-
ingu, oft notast aðeins 10—15%
af afkastagetu frystihúsanna —
svo að ekki sé minnzt á fyrirbæri
eins og Faxaverksmiðjuna og
Norðurstjörnuna í Hafnarfirði.
Um aðrar greinar iðnaðar er
sömu sögu að segja; sum árin
fjárfestum við hundruð miljóna
króna í neyzluvöruverksmiðjum
með afkastagetu sem nægði
miljónaþjóðum, en látum þær
svo koðna niður eða deyja
drottni sínum nokkrum árum
síðar. Allir vita hvernig ástatt
hefur vérið að undanförnu í
málmiðnaði og stálskipasmíði. Þó
tekur fyrst steininn úr þegar
vikið er að verzlun og þjónustu;
þar hafa fýrirtækin sprottið upp
eins og gorkúlur á haugi undan-
farin ár.
\
UNDIRRÓTIN
Það er þetta allsherjar stjóm-
leysi serri er undirrót stöðugrar
vcrðbólguþróunar og síendur-
tekinna gengislækkana. Efna-
hagskerfið er svo sundurtætt í
smáar einingar og þjónustustarf-
semin svo þrútin og kostnaðar-
söm að þjóðfélagið sporðreisist
með stuttu millibili. Þetta sund-
urvirka, þróttlausa skipulag veld-
ur því að þess er enginn kostur
að koma við skynsamlegri hag-
stjóm — stjórnarvöldunum er
Framhald á 7. síðu.
gerðarmanna /. des?
— Sáttafundur var haldinn í gærkvöld
. □ í gærkvöld var boðað til sáttafundar í kjaradeilu fé-
laga bókagerðarmanna og prentsmiðjueigenda, en eins og
kunnugt er hafa félög bókagerðarmanna, þ.e. Hið íslenzka
prentarafélag, Bókbindarafélag íslands, Prentmyndasmiða-
félag Íslands og Félag offsetprentara, öll sagt upp kjara-
samningum sínum og tvö þau fyrst töldu hafa boðað verk-
fall frá og með 1. desember n.k. að telja hafi samningar
ekki tekizt fyrir þann tíma.
-Q’ Þjóðviljinn átti í gær tal Við
Jón Ágústsson formann Hins ís-
4. sýning í kvöld
Óperan Ástardrykkurinn
eftir Donizetti sem nú er
sýnd i Tjarnarbæ hefur
hlotið mjög góða dóma
enda hefur aðsókn að sýn-
ingum verið mikil. 1 óper-
unni koma fram m.a. Hanna
Bjarnad., Kristinn Halls-
son, Magnús Jónsson, Jón
Sigurbjömsson, Eygló Vikt-
orsdóttir svo og kór, en
alls taka um 30 mannsþátt
í sýningunni. Þegar hafa á
fimmta hundrað manns
gerzt áskrifendur að sýn-
ingum Óperunnar, en tekið
er á móti nýjum áskriftum
í Tjarnarbæ alla daga frá
kl. 5—7, sími 15171.
Næsta sýning, sú fjórða,
verður í Tjamarbæ í kvöld
kl. 21, en ekki verður hægt
að sýna fleiri en brjár sýn-
ingar enn fjrrir jól.
Myndin sýnir hópatriði
úr óperunni.
Vöruskiplahallinn er orðinn
nœr því 4.2 miljarðar króna
□ í lok októbermánaðar var vöruskiptajöfnuðurinn frá
áramótum óhagstæður um 2.392,6 miljónir króna, en var á
sama tímabili í fyrra óhagstæður um 1.010,5 miljónir króna.
Inn höfðu verið fluttar vörur fyrir 5.717,3 milj. kr. (5.557,3
milj. kr. í fyrra) en út vörur fyrir 3.324,7 mi'lj. kr. (4.546,8
miljónir í fyrra).
□ í októbermánuði einum saman var vöruskiptajöfnuð-
urinn ó'hagstæður um 176,6 milj. kr. í ár (76,7 milj. kr.
í fyrra). Inn voru fluttar vörur fyrir 537,9 milj. kr. (647,8)
en út fyrir 361,4 milj- kr. (575,1).
Umfer&armerkin eru þegar
komin á hægri vegarbriín
★ Skammdegið sígrur að og akst-
ursskilyrði á þjóðvegum
Iandsius versna»með hverjum
degi sökum myrkurs, snjóa og
hríðarbylja. Kannski geta
þessar línur bjargað þér úr
^lifsháska, lesandi góður, ef þú
nennir að lesa þessa frétt á-
fram og kynnir þér efni henn-
ar.
★ Hefur þú tektð eftir því, að
búið er að flytja öll umferð-
armerki yfir á hægri vegar-
brún á aðalþjóðvegum lands-
ins? Þar eru þó undanskild-
ir sýsluvegir víðast hvar.
Ökumaður er brýzt áfram i
gegnum myrkur og, hriðarbylji
á þjóðvegum landsins á farar-
tæki sínuj hefur takmarkað út-
sýni til beggja handa og grillir
kannski veginn rétt fyrir fram-
an sig frá bílljósunum. Allt í
einu sér hann umferðarmerki
við vegarbrún. Sá sem heldur,
að umferðarmerkið sé ennþá
vinstra megin, ekur út af veg-
inum í slæmu skyggni. Hinn
sem veit, að öll v umferðarmerki
hafa nú verið flutt yfir á hægri
vegarbrún, getur haldið farar-
tæki sínu á veginum. Kannski
bjargar þú þér úr lífsháska, ef
þú gerir þér grein fyrir þessari
staðreynd núna í dag. Sérstak-
lega er hér átt við ökumenn i
er stunda akstur við slæm skil-
yrði, sérstaklega á fjallvegum
og annarsstaðar, þar sem erfitt
er að átta sig á umhverfinu í
vondum veðrum og slæmri færð.
Vegagerð ríkisins hefur ann-
azt um flutning umferðarmerkja
meðfram þjóðvegum og í þétt-
býli, þar sem eru færri en þrjú
hundruð íbúar, að tilhl-utan
Framkvæmdanefndar hægri um-
ferðar. Er þvi verki nú lokið.
Umferðarmerki við Reykjanes-
braut verða ekki færð fyrr en
í vor. Ökumenn geta treyst því,
að merkin séu hægra megin ann-
ars staðar en þar.
Alls hafa verið ' færð nærri
þrjú þúsund umferðarmerki og
hafði Jón Birgir Jónsson, deild-
arverkfræðingur hjá Vegagerð-
Framhald á 7. síðu.
lenzka prentarafélags og skýrði
Jón svo frá, að HÍP og Bók-
bindarafélagið hefðu ekki aft-
urkallað verkfallsboðun sína frá
og með 1. des. n.k. eins og flest
éða öll önnur verklýðsfélög, er
boðað höfðu verkföU þann dag.
Sagði Jón að sérstaklega stæði
á með félög bókagerðarmanna,
þau ættu í kjaradeilu við at-
vinnurekendur og stæðu yfir
samningaviðræður við þá, en
félögin hefðu ekki boðað verk-
fall 1. des til þess einvörðungu
að fylgja eftir kröfu Alþýðu-
sambands íslands um að vísi-
töluuppbót yrði greidd áfram
á laun.
Jón kvað bókagerðarmerm
hafa sett fram kjarakröfur sín-
ar fyrir nokkru og hefðu fé-
lögin átt þrjá viðræðufundi við
atvinnurekendur, hinn síðasta
Framhald á 7- síðu.
Skortur á umferð-
armerkjum úti á
landsbyggðimti
A BLAÐAMANNAFUNDI með
H-nefnd í gærdag komu fram
kvartanir um of fá umferðar-
merki í sumum plássum á
landinu. Þannig finnst ekkert
umferðarmerki I kaupstað eins
og Ólafsfirði og líka á Djúpa-
vogi. A Seyðisfiirði eru aðeins
fjögur umfcrðarmerki í kaup-
staðnum. A Datlvík, Þingeyri,
Suðureyri aðcins eitt merki á
hverjum stað. A Raufarhöfn
eru fjögur merkin.
LÖGREGLUÞJÓNINUM á Þórs-
höfn, sem stundar líka öku-
lccnnslu, tókst með mikilli bar-
áttu að fá upp einstefnumerki
við cina götu, — þrjú voru
fyrir í kauptúninu og sér hver
maður, að erfitt er að útfæra
ökukennslu á svona stað. Fyr-
ir utan Reykjavík eru aðeins
tvcir staðir á landinu með yf-
ir hundrað merki. Það eru Ak-
ureyri og Hafnarf jörður, etg
með meira en fimmtíu merki
eru aðcins Kefiavík og Akra-
nes. 1 mörgum kauptúnum eru
aðeins þrjú til fjögur merki.
&........................
«