Þjóðviljinn - 30.11.1967, Side 1

Þjóðviljinn - 30.11.1967, Side 1
Féhgsfundur huldinn í MFÍK i kvöld Fimmtudagur 30. nóvember 1967 — 32. árgangur — 272. tölublað. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna halda félagsfund í Félagsheimili prentara við Hverfisgötu,' kl. 8,30 e.h. Fundarefni: 1. Félagsmál, 2. Erlent yfirlit flytur erlendur bréfritari samtak- anna, Hallveig Thorlacíus, 3. Magnús Jónsson flytur erindi um styrjöldina fyr- ir botni Miðjarðarhafs, 4. Þórunn Sig- urðardóttir leikkona les upp. Konur fjölmennið. — Mætið vel og stundvíslega. Þá halda M.F.Í.K. bazar að Hallveig- arstöðum 9. desember og eru félagskon- ur hvattar til þess að gefa muni á baz- arinn. R<3>- KJARA- DÓMUR IDAG Kjaradómur mun í dag kveða upp dóm t máli rík- isstarfsmanna að þvi er varðar launastiga, launa- upphæð, ákvæði um vinnu- tíma, yfirvinnu og fleira, og tekur úrskurður dóms- ins gildi um næstu áramót. Samkomulag varð hins veg- ar millí aðila málsins um að fresta breytingu á nið- úrröðun í launaflokka, og var þvi atriði því ekki skotið til Kjaradóms að bessu sinni. Endurskoðuninni á niður- röðun í launaflokka verð- ur frestað um eitt ár og tekur hún því ekki gildi fyrr en 1. janúar 1969, en bá mun hún virka aftur fyrir sig í eitt ár, þannig að þeir ríkisstarfsmenn, sem kunna að hækka í launaflokki við endurskoð- unina fá 1- janúar 1969 •uppbætur fyrir árið 1968 sém þeirri hækkun nemur. Auk máls ríkisstarfs- manna var málum Lög- reglufélags Keykjavíkur og Starfsmannafél. Siglufjarð- arkaupstaðar visað til Kjaradóms og má vænta þess að dómurinn felli einnig úr6kurð í þeim mál- um í dag. Formaður Kjara- dóms er Sveinbjörn Jóns- son hæstaréttarlögmaður- Geigvœrileg verSbólguholskeflaaS risa Gengislækkunin kemur ekki í stuB 750 mili. kr. álugannu □ Gengislækkunin nýja kemur ekki eins og sum- j ir virðast halda í staðinn íyrir 750 miljón krónaj álögur, heldur til viðbótar við þær. □ Ætti hverjum manni að vera ljóst, hversu geig- J vænleg verðbólguholskeíla er að rísa og er ákaf-; lega hætt við, að hagur margra raskist í því flóði, sagði Gils Guðmundsson, alþingismaður í útvarps- j ræðu í gærkvöldi. Ennfremur sagði Gils. Árið 1959 jafngiltu 16 krónur 32 aurar einum Bandaríkjadoll- ar. Árið 1960 felldi • viðreisnar- stjómin, sem svo er nú kölluð einvörðungu í skopi, — krónuna í fyrsta sinn. Eftir þá gengis- fellingu þurfti 38 krónur íslenzk- ar til að jafngilda Bandarikja- dollar. Næst kom gengisfelling- in 1961, refsiaðgerðin alræmda til að ná sér niðri á launþegum,’ sem ekki höfðu viljað þola af- leiðingar 57% . gengislækkunar botalaust. Trúlega var það einhver óvit- urlegasta stjórnvaldaráðstöfun, sem um getnir 1 siðari tima sögu íslenzkri. og er þá mikið sagt. Eftir þá gengislækkun jafngilti | Bandaríkjadollar 43 krónum. Við j það hefur setið síðan, þar til á j dögunum, að stjómin felldi geng- | ið í þriðja sinn. Og nú þarf 57 krónur til að jafngilda Banda- ríkjadollar. 1 stuttu máli ságt: sextán krón- ur rúmar við upphaf viðreisnar, fimmtíu og sjö krónur í dag, — skerðingin samtais yfir 70%- >etta er nú vegsauki krónunnar. Síðustu vikurnár áður en Bret- ar felldu gengi sterlingspunds- ins stóð innan þings og utan mikill styr um efnahagsmála- frumvarp stjórnarinnar, sem fól það í sér að velta yfir á al- j : menning 750 miljónum króna til; ! hagsbóta fyrir 'ríkissjóð. j Þessa skattheimtu áttu heim- | ilin að þola bótalaust, og greiða | því meira sem fjölskyldumar i voru stærri. Það þurfti yfirlýs- j : ingu um állsherjarverkfall til að knýja ríkisstjómina til undan- halds og tryggja vísitölubætur 1- desember. Verklýðshreyfingin verður að hrinda kjaraskerðingunni af höndum sér — sagði Eðvarð Sigurðsson í útvarpsræðu í gærkvöldi Eðvarð komst meðal annars svo að orði í þingræðu sinni: Fyrir röskum mánuði - lagði ríkisstjórnin frumvarp fyrir al- þingi um efnahagsaðgerðir. Þess- ar aðgerðir, sem sumpart komu gtrax til framkvæmda fólu í sér nýjar álögur er námu 750 til 800 miljónúm króna á ári. Tilgangurinn var sá einn að baeta hag ríkissjóðs. Stærsti lið- urinn í þessum ráðstöfunum, var að lækka niðurgreiðslur á vöru- verði, sem nam röskum 400 miljónum króna og afleiðing þess var mikil verðhækkun á brýnustu nauðsynj avörur eins og mjólk, kjöt og kartöflum svo sem mönnúm er enn í fersku minni. Með frumvarpi ríkisstjórnar- innar var áformað að fella nið- ur vísitölubætur á kaupið, sem koma áttu 1. desember vegna þessara verðhækkana. Launafólk átti að nýju að taka á sig verðhækkanir bóta- laust. Verklýðshreyfingin leit á þessa ráðstöfun sem algjört samningsrof við sig. Ríkisstjórn- in var beinn aðili að júnísam- komulaginu 1964 um verðtrygg- ingu launa. En nú ætlaði hún einhliða að afnema ' þessi lög- bundnu réttindi verkafólks. Segja má, að verklýðshreyfingin hafi risið upp sem einn maður til andmæla, og jafn almenn mótmæli hafa aldrei dunið yfir ríkisstjórnina. Alþýðusambandið og B.S.R.B. tóku tilboði ríkis- stjórnarinnar um viðræður um þessi mál gegn því skilyrði, að frumvarpið yrði látið kyrrt liggja í þinginu á meðan. Ágætt samstarf varð milli Alþýðusam- bandsins og B.S.R.B. varðandi þessi mál og skipuðu þessi stóru áamtök launafólksins sameigin- lega viðræðunefnd — 12 manna nefndina svonefndu — all-víð- tækar athuganir og viðræður fóru nú fram, en árangur varð enginn varðandi höfuðatriði málsins. Launþegasamtökin Framhald á bls. 9. Þetta efnahagsmálafrumvarp var í rauninni gjaldþrotayfirlýs- ing stjómarinnar, fullnaðarsönn- un þess, að viðreisnarstefnan hafði leitt til efnahagslegs öng- þveitis. Ekki er annað vitað en ríkis- stjórnin haldi fast við þá fyrir- ætlun, að meginþorri umræddra 750 miljóna fari áfram beint út i verðlagið, að vfsu ekki bóta- laust með öllu, launþegum til handa eins og í upphafi var ætlunin. En ljóst er , hver áhrif þess- ar aðgerðir hafa á verðlagsþró- unina í landinu, og ekki bæta þær stöðu atvinnuveganna. Gengislækkunin nýja kemur því ekki eins og sumir virðast halda í staðinn fyrir 750 miljóna króna álögumar, heldur til við- bótar við þær. Ætti þá hverjum manni að vera Ijóst, hversu geigvænleg verðbólguholskeflan er að risa, og er ákaflega hætt við, að hagur margra raskist í því flóði. Gengisfelling sterlingspundsins er notuð sem átylla tii að lækka gengi íslenzku krónunnar um 24,6%. En 24,6% gengisfelling þýðir það, að vörur keyptar frá þeim löndum, sem ekki hafa fellt gjaldeyri sinn hækka um tæplega 33 hundraðshluta. Til þess að mæta áhrifum af verð- fellingu sterlingspundsins á ís- lenzkt efnahagskerfi hefði ekki þurft nema 6% gengisfellingu krónunnar. Allt hitt er einka- gen gi sfellin g rfki sst j órnarinnar • Algerlega af innlendum rótum runnið. Að lokum sagði Gils þetta: Rfkisstjómin sem hefur á átta ára valdaferli sínum, lengst af við eindæma hagstæð ytri skil- yrði, haldið þannig á málum, að allt efnahagskerfi þjóðarinnar riðar til falls jafnskjótt og við- skiptakjörin þrengjast nokkuð, — sú ríkisstjóm er einskis trausts verðug. Ríkisstjóm sem ákveður að halda óbreyttri þeirri heildar- stefnu, sem með fádæmum illa hefur gefizt —' sú rikisstjóm er orðin þjóðinni mikils til of dýr- Rikisstjórnin, sem nú er að fella gengi íslenzku krónunnar í þriðja sinn á valdaferli sínum, virðist staðráðin í að framkvæma þá gengisfelllngu eftir gömlum, úreltum og óhæfum afturfialds- Framhald á 9. síðu. | Yfirlýsing frá | | miðstjórn Al- | \ þýðnsambands | í Islands í * — Miðstjóm Alþýðusam- J A bands íslands lýsir undr- R J un sinni á þeim ómaklegu | ummælum, sem dagblaðið Q J Tíminn hefur í dag eftir J ■ formanni B.S.R.B., Kristjáni B k Thorlacius um að forseti t I Alþýðusambands Islands ^ k hafi brugðizt í forustu- L Q hlutverki sínu varðandi H k kjaramá'l Iaunþega. Miðstjóm Alþýðusam- ^ b bandsins mótmælir þess- b 1 um ummælum sem tilhæfu- w lausum og ósönnum, en að b I þessum málum hefur for- " k setinn unnið i fyllsta sam- ■ | ræmi við samþykktir mið- x k stjómar- ^ Miðstjórn sambandsins er ’ k þeirrar skoðunar að slík Kj " ummæli, sem þessi, geti J ■ einungis orðið til þess að B J skapa tortryggni milli Al- k | þýðusambandsins og BSRB. H Jafnframt lýsir mið- k ■ stjórnin fyllsta trausti sínu Q J á Hannibal Valdimarssyni k B sem forseta Alþýðusam- B W bands íslands. fe B Reykjavik 29. nóv. 196*7. J b Eðvarð Sigurðsson Snorri Jónsson ■ Jón Sigurðsson J Einar ögmundsson k. Guðm. H. Garðarsson Q Pétur Kristjánsson Sveinn Gamallíelsson Jóna Guðjónsdóttir Hulda Ottesen Guðjón Jónsson Öðinn Rögnvaldsson I i I I l I I Krðfur í þrotabú Jörgensens 54 milj. króna □ 16. október rann út skilafrestur fyrir kröfúhafa í þrotabú Friðriks Jörgensen til skiptaráðanda borg- arfógeta og hljóða þger upp á ríflega 54 miljónir króna samtals og eru ekki öll kurl komin til grafar □ Þetta er mesta gjaldþrot íslenzkrar sögu í krónu- tölu, sagði skiptaráðandi í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. Nákvæmlega hljóða kröf- urnar upp á kr. 54.358.532,88 er nú liggja fyrir hjá skipta- ráðanda og er þó ekki loka- tala. Nokkrir kröfuhafar til- nefndu aðeins ákveðið magn af vöru án upphæðar, sem Friðrik Jörgensen hafði í um- boðssölu, aðallega fiskur frá hinum og þessum aðilum. Þá er stór hlluti af svo- nefndum grásleppuviðskiptuin ekki tekinn inn í áðurgreinda tölu og veðskuldir aðeins að hluta. Hæstu kröfuhafar eru Fiski - mjölsverksmiðjan í Vestm,- eyjum með 19,7 miljónir kr., Chemicals Feeds Ltd. með 83.319 sterlingspund eða um 10 miljónir á gamla genginu og er stuðst við þé tölu í lokaútreikningi ennþá. Fisk- iðjan í Vestmannaeyjum er með 6,1 miljón kr. Ef til vill má vefengja eitt- hvað af þessum kröfum og er verið að rannsaka réttmæti krafnarina hjá borgarfógeta- emhættinu nú. Hjá Sakadómi Reykjavíkur liggur fyrir mál á hendur Friðriki Jörgensen fyrir gjald- eyrisbrot og er málið ennþá í endurskoðun hjá bókhalds- endurskoðanda hér í borg. ! Vantrauststil- lagan á ríkis- stjórnina felld AÐ LOKNtJM útvarpsumræðuni um vantrauststillögu stjórn- arandstöðunnar á ríkisstjórn- ina fór fram atkvæðagreiðsla um tillöguna á Alþingi ígær- kvöld. TILLAGAN var felld að við- höfðu nafnakalli. 31 greiddi atkvæði á móti vantrauststil- Iögunni, þ.e. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn, en 28 greiddu atkvæði með tillög- unni, þir.gmenn Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokks- ins. Einn þingmaður úr stjómarliðinu var fjarverandi. Vöru- og þján- ustuvísitala hækk- aði um 15stig ★ Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar leiddu til þess að gamla vísitalan hækkaði 1. nóvember um 11 stig, úr 195 stigum í 206 stig, eða um 5.6 prósent. Samkvæmt Icígum og kjarasamningum hefði kaup átt að hækka um sama hundc- aðshluta á morgun, en vegna nýrrar lagasetningar tekur nýja vísitalan gildi og kaup- hækkun samkvæmt henni verður aðeins 3,39 prósent. Samkvæmt þvi á verðlagsupp- bót á kaup og aðrar hliðstæð- Framihald á bls. 9.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.