Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1967, Blaðsíða 12
LandbúnaSarsýningín 1968: Mesta sýning sem haidin hefur verið hér á íslandi □ BúnaSarfélag íslands og Framleiðsluráð landbúnað- arins hafa ákveðið að gangast fyrir landbúnaðarsýningu, í Reykjavík næsta sumar og segir í kynningarpésa sem blaðinu barst frá þessum aðilum í gær að þetta verði mesta sýning sem haldin hafi verið hér á landi. Verður hún í Sýningarhöll atvinnuveganna í Laugardal og svæð- umhverfis hana, dagana 9. — 25. ágúst. mu í kynningarritlingnum segir að á Landbúnaðarsýningunni 1968 verði lögð áherzla á að kynna þróun landbúnaðarins og framleiðslu hans og muni mörg félög og stofnanir taka þátt í sýningunni. Sýnt verður úrval nautgripa, sauðfjár og hrossa, ennfremur alifuglar, svín, geitur og vatna- fiskar. Iðnfyrirtæki landbúnað- arins munu sýna það sem þau framleiða og einnig sýna garð- yrkjumenn framleiðsluvörur sín- ar. I>á mimu framleiðendur og þeir, sem flytja inn og verzla með landbúnaðarvélar og verk- færi, kynna nýjungar á þeim sviðum. Á sýningunni verða og sýndar aUar tegundir heimilistækja, enn-fremur tilbúin hús og yfir- leitt allar rékstrarvörur land- búnaðarins. 20 ár eru nú Iiðin frá því síðast var haldin landbúnaðar- Lögregluþjónn for i Tjornana 14 ára piltur fór niður um ís- inn á Tjöminni í Reykjavík um sexleytið í gaer. Gat hann ekki þaft sig upp úr og var að berj-. ast um í leðjunni þegar tveir eða þrír lögreglumenn komu þar sð í bíl. Fóru þeir þegar út á ís'- inn, sem er ötraustur, til að hjálpa drengnum, en svo óhönd- uglega tókst til að einn lögreglu- þjónanna fór niður úr ísnum líka. Voru þeir báðir fluttir heim drengur og lögregluþjónn. Lögreglan bað blaðið að minna foreldra á að vara börn sín við að fara út á ísinn. Má benda á áð hefði pilturinn verið yngri ér óvíst hvemig farið hefði. Minnzt hálfrar sldar fuESveld- is Finna 6. des. Finnar minnast 50 ára full- ' veldis síns n.k. miðvikudag, 6. desember. í' tilefni af fullveldisdeginum efnir Finnlandsvinafélagið Su- omi til hátíðarsamkomu í Leik- húskjallaranum að kvöldi þess dags og verður dagskráin fjöl- breytt. Dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flytur að- alræðu kvöldsins'; Minni Finn- lands. Nánar verður sagt frá dagskrá fullveldishátíðarinnar síðar. sýning hér í Reykjavík en það var árið 1947. Sóttu þá sýningu 70 þúsund manns hvaðanæva að af landinu og má af því ráða að mikið fjölmenni muni sækja sýninguna næsta sumar. ................ | Engin lausn á 1 I kjaradeilu bóka-1 I gerðarmanna I Jón Ágústsson formaður ■ ■ Hins íslenzka prentarafé j i lags, sagði í viðtali við ! Þjóðviljann í gær að enn j væri allt óvíst um lausn i kjaradeilu bókagerðar- i manna. Deiluaðilar héldu i samningafund í fyrrakvöld | en þar bar fátt nýtt til i tiðinda og hafði annar | fundur ekki verið ákveðinn ! síðdegis í gær er blaðið átti tal við Jón. Hins vegar í ætlaði stjórn HÍP að koma 1 saman til fundar í gær- . kvöld. Þá hefur, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, verið boðaður félags- fundur í HÍP síðdegis í dag en verkfállið á að að hefjast á miðnætti í nótt, ef til þess kemur. Veðurspáin hljóðar upp á útsynning og éljagang: Víöa úti um land hafa vegir nú teppzt sökum fannfergis Fimmtudagur argangur 272. tohiblað. Stórviðburður í handknattleik: 2 landsleikir við Tékka um helgina □ N.k. sunnudag og mánudag leúca íslendingar tvo landsleiki í handknattleik við Tékka og fara leikimir fram hér í Laugardalshöllinni. Eins og kunnugt er, eru Tékkar núverandi heimsmeistarar í handknattleik karla og munu liðsmenn þeir sem hingað koma flestir vera úr heimsmeistaraliðinu. Munu leikirhir fara fram M. 4 á sunnudaginn og M. 8,15 á mánudaginn. Á fundi með fréttamönnum skýrði stjórn Handknattleiks- sambands íslands frá vali ís- lenzka landsliðsins en það verð- ur þannig skipað, í svigum f jöldi landsleikja sem einstakir liðs- menn hafa leikið: Þorsteinn Björnsson, Fram (17), Logi Kristjánsson, Haukum (2), Örn Hallsteinsson, FH (15), Geir Hallsteinsson, FH (7)„ Stefán Sandholt, Val (11), Sigurður Einarsson, Fram (20), Sigurberg- ur Sigsteinsson Fram, (nýliði), Guðjón Jónsson, Fram (16), Ing- ólfur Óskarsson, Fram (16), Einar Magnússon, Víkingi (ný- liði) og Hermann Gunnarsson, Val (11). Það mun vekja mesta alhygli við val landsliðsnefndar að þessu sinni, að reyndasti leik- maður okkar og sá er flesta landsleiki: á að baki, Gunnlaug- ur Hjálmarsson, er ekki lengur valinn í liðið, en hann hefur verið í liðinu samfellt frá 1958 eða í 10' ár og leikið 37 lands- leiki. í viðtalinu lét Hannes Þ. Sig- urðssön þess getið, að vel gæti svo farið að landsliðinu yrði eitthvað breytt fyrir seinni leik- inn og nefndi sem dæmi að Gunnlaugur Hjálmarsson, Viðar Símonarson, Karl Jóhannsson, Auðunn Óskarsson, Stefán Jóns- son, Jón Hjaltalín og Ágúst Ög- mundsson kæmu allir sterklega til greina í landsliðið. í tékkneska liðinu sem hingað kemur eru eftirtaldir 13 leik- menn: Arnost, Skarvan, Havlík, Herman, Duda, Mares, Rázek, Frolo, Benes, Bruna, Korecný, Gregor og Cinner. Eru þetta allt fræg nöfn og flest handknatt- leiksmönnum hér vel kunn, en a.m.k. 7 þessara manna munu hafa komið hingað til lands með tékkneskum liðum. Fararstjórar eru tveir og auk þess eru með í förinni læknir og þjálfari liðs- ins, B. König. Kemur liðið hingað á laugar- daginn og munu Tékkamir gista á Hótel Sögu. Á sunnudagskvöldið ' hefur menntamálaráðherra boð inni eftir leikinn fyxir leikmenn og á þriðjudaginn hefur tékkneski sendifulltrúinn hér boð inni í til- efni af komu liðsins. Á miðviku- dag verður farið í ferðalag til Hveragerðis með Tékkana ef veð- ur leyfir en héðan fljúga þeir á fimmtudagsmorgun til Óslóar og leika þar landsleik á föstu- dag og í Danmörku leika þeir landsleik á mánudaginn....• íslendingar hafa tvívegis áður leikið við tékkneska landsliðið í handknattleik. í héimsmeistara- keppninni 1958 unnu Tékkar 27:17 en í heimsmeistarakeppn- inni 1961 varð jafntefli, 15:15. Aðgöngumiðasala að leikjpn- um hefst hjá Lárusi Blöndal á Skólavörðustíg og Vesturveri og kostar miðinn fyrir fullorðna 125 kr. en 50 kr. fyrir böm. Dómari í leikjunnm verður sænskur, Lennart Larsson að nafni. Jurtðsmjörlíki hækkar í verði um 15,5-16,5% 1 fyrradag hækkaði jurta- smjörlíki í verði um 15.5- 16.5% og er það ein af af- leiðingum ' gengisfellingar- mnar. í 500 gramma stykkjum kostar kílóið af jurtasmjör- líkinu nú kr. 63.00 en var áður kr. 54.00, í 250 gr. stykkjum kostar það kr. 64.00 — áður 55.00 kr. — og í dósum kr. 67.00 — áð- ur 58.00. 1 gær var vestanátt á landinu, víða talsverður strckkingur, eink- framan af. Allmikill élja- gangur var vestantil á landinu en bjairtviðri á Austurlandi. Vit- að er til að kenndla í barnaskól- um lá niðri í gær í Njarðvíkum og Sandgerði og einhver brögð munu hafa veri'ð að því að fund- um og samkomum væri aflýst á Akureyri vegna óveðurs. Þjóðviljinn hafði samband við Veðurstofuna og fékk þær upp- lýsingar að frostið hafi yfirleitt verið 5—8 stig vestan og norðan- lands en minna á Suður- og Austurlandi- Lægð var að nálg- ast Suður-Grænland og má gera ráð fyrir skammvinnri suðaust- anátt og snjókomu en síðan út- synningi og éljagangi. Um tvöleytið í gær hafði lítið verið flogið innanlands vegna veðurs. Aðeins tvær flugvélar höfðu farið frá Reykjavík á þeim tíma, önnur til Homafjarðar og Fagurhólsmýrar en hin til Norð- fjarðar. Þá náði blaðið tali af Hjör- leifi Ólafssyni, vegaeftirlitsmanni og innti hann efitir ástandi á vegum úti. I gaer var fært um Þrengsli og allt Suðurlandsundirlendið en færð var farin að þyngjast í Ar- nessýslu og var jafnvel búizt við að vegir bar tepptust um nótt- ina. Greiðfært var um Suður- nesin, Hvalájörð, Borgarfjörð ©g Snæfellsnes, en fjallvegir á Snæ- fellsnesi voru þá lokaðir. Vegur- inn um Bröttubrekku var sömu- leiðis lokaður. Fjallvegir voru lokaðir á Vest- fjörðum nema hvað fært var milli Patreksfjarðar og Bíldu- dals, og fært var innan fjarða. Þess skal getið, sagði Hjörleif- ur, að þegar talað er um færa vegi að vetri tfl er átt við að stórum bílum sé fært en ekki er reiknað með litlum bílum, svo sem fólksbílum. Á Holtavörðuheiði var búizt við að vegir tepptust í gær vegna skafrennings en fært var nokk- um veginn um Strandir til Hólmavíkur og frá Holtavörðu- heiði í Skagafjörð var nokkuð gréiðfært- Siglufjarðarvegur var ruddur í fyrrinótt. Vegurinn um öxnadalsheiði var þungfær, e£ ekki ófær og Ólafsfjarðarmúli var ófær. Hins- vegar var fært milli Akureyrar og Húsavíkur um Dalsmynni og jafnvel jeppafært þaðan til Rauf- arhafnar. Hálsavegur var teppt- ur og einnig Sandvíkurheiði milli Bakkafjarðar og Vopna- fjarðar. Austanlands var færðin betri, greiðfært var um Fljótsdalsihér- að og Fagradal. 1 gær átti að ryðja snjó á Fjarðarheiði Dg Oddskarði en nokkurt tvísýni ríkti um hvort hægt yrði að ryðja Oddskarð vegna vax- andi skafrennings. Vegir um sunnanverða Austfirði voru fær- ir, sagði Hjörleifur að endingu. Mæðrastyrksnefnd að hefja jófasöfnunina að þessu sinni Fuilveldisfagnaður ÆFR Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir til fullveldisfagnaðar í Glaumbæ í kvöld. Þar verður glatt á hjalla að vanda. Sextett Jóns Sig. leikur fyrir dansi, og Pétur Pálsson og Ómar Ragn- arsson skemmta. Húsið verður opnað kl. 8 nætti. og dansað verður til kil. 2 eftir mið- Miðasala verður á skrifstofu ÆFR milli Id við innganginn. Fjölmennum. Öllum opið 2—7 í dag, svo og og öllum fagnað. ——- Æ.F.R. M’æðrastyrksnefnd er að hefja jóiasöfnun með sama hætti og undanfarin ár. í fyrra leituðu 11 m 800 manns til nefndarinnar fyrir jólin og þá söfnuðust um 500 þúsund krónur. Jónína Guðmundsdóttir, for- maður nefndarinnar sagði blaða- mönnum í gær að ekkjur, frá- skildar * konur og einstæðar mæður væru stærsti hópurinn sem leitaði aðstoðar nefndarinn- ar fyrir jólin og að í öðru sæti væri aldrað fólk. Einnig er mik- ið um það að barnmargar fjöl- skyldur og sjúklingar fái jóla- glaðning frá Mæðrastyrksnefnd. Þess má geta að undanfarin ár hafa 40-60 heimili með 7 til 13 börn féngið aðstoð. Söfnunin hefst að þessu sinni strax eftir helgina og verður tekið á móti fjárframlögum á skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3 alla daga frá kl. 10 f.h. til 6 e.h. Þá hafa verið send- ir út listar til ýmissa fyrirtækja og væri æskilegast að þeir bær- ust hið fyrsta til baka. Jónína sagði að mjög mikilvægt væri að hjálparbeiðnir bærust hið fyrsta, og tók fram að ekki yrði úthlutað eftir gömlum umsókn- um svo sem vaninn hefur verið. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefnd- ar hófst árið 1928 en það ár urðu mar-gar togarasjómanns- konur í Reykjavík ekkjur. Jóla- söfnunin er þó aðeins einn liður í margþættri starfsemi nefndár- innar, sem er skipuð fulltrúum frá 20 félögum. Fólk er hvatt til að líta inn hjá Mæðrastyrksnefndinni og taka þátt í jólasöfnuninni því að vitað er að hart er í ári hjá mörgum bæjarbúum og má bú- ast við mörgum hjálparbeiðnúm. BLAÐ- DREIFING Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Klejppsveg Sogamýri Gerðin Tjarnargötu Háskólahverfi Öldugötu Þjóðvilginn Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.