Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagfur 3. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 2 HVERS VEGNA LÆKKAR GENGID? r- A HVÍLDAR- DACINN Fimm gengis- lækkanir Þegar yfir dynja stórtíðindi sem raska högum hvers einasta manns er ástæða til að fólk staldri við ofurlitla stund og reyni að skyggnast út fyrir hversdagslegt umhverfi sitt. Ég vil biðja menn að hugleiða með mér eina athyglisverða stað- reynd. Á tæpum tveimur ára- tugum höfum við lækkað gengi íslenzku krónunnar fimm sinn- um. Eftir styrjöldina kostaði einn bandarískur dollari rúmar sex krónur — hann kostar nú 57 krónur. Sé dollarinn notað- ur sem mælikvarði hefur ís- lenzka krónan nú aðeins svo sem einn níunda hluta af því verðgildi sem hún hafði fyrir tveimur áratugum. Þetta hrun á gengi íslenzku krónunnar stafar ekki af því að við höf- um átt við einhverja óvenju- lega og óviðráðanlega erfiðleika að etja á þessu timabili; menn geta bent á eitt og annað örð- ugleikaskeið, en í heild hefur þetta tímabil verið okkur hag- stætt, tækniþróun hefur verið ör, þjóðarframleiðsla og þjóð- artekjur hafa aukizt verulega. Engu að síður hefur gengi krónunnar haldið áfram að falla, og fallhraðinn fer í si- fellu vaxandi — síðustu þrjár,. gengislækkanimar hafa dunið yfir okkur á tæpum átta árum — einmitt á þeim árum þegar vöxtur þjóðartekna hefur ver- ið hvað örastur. Hliðstæð dæmi verða ekki fundin í nokkru viðskiptalandi okkar og raun- ar ekki í nokkru landi heims með hliðstæðan efnahag — við verðum að leita til óstjórnar- ríkja rómönsku Ameríku til þess að finna jafnoka okkar. Hvers vegna? Hver einstök gengislækkun hefur verið varin með tíma- bundnum rökum af ýmsu tagi, og menn hafa oft tekið þann málflutning gildan, fallizt á röksemdirnar eða snúizt gegn þeim. En ef við lítum á þessa tvo áratugi í heild má það vera hverjum manni ljóst að hinar tímabundnu röksemdir hrökkva ekki til sem nein raun- veruleg skýring. Hrun krón- unnar hefur verið föst regla allan þennan tíma og sú regla gerist æ nærgöngulli okkur — án þess að skýringar verði fundnar í nokkrum þeim ytri aðstæðum sem við höfum orð- ið að fást við á þessum tíma. Meinsemdin hlýtur að liggja í stjórnarfarinu sjálfu. Það stoðar lítið að segja að gengislækkun sé orðin óhjá- kvæmileg og spyrja eins og gert hefur verið undanfarna daga: Ertu með henni eða á móti? Það sem skiptir máli er að leita svars við þeirri spurn- ingu hvers vegna gengislækk- anir verða okkur óhjákvæmi- leg örlög æ ofan í æ. Það stoðar lítið að setja upp ábúð- armikinn svip, eins og Bjami Bénediktsson forsætisráðherra og aðrir málsvarar ríkisstjórn- arinnar, og segja að víst sé gengislækkun neyðarúrræði en til slikra úrræða verði menn áð grípa af karlmennsku ef þeir vilji ekki gefast upp fyr- ir vandamálunum. Það sem máli skiptir er að fá svar við þeirri spumingu hvers vegna þessi gengislækkananeyð sækir okkur heim æ ofan í æ umfram allar grannþjóðir okkar. Meira en efna- hagsmál Þvílíkar spurningar ættu að vera áleitnar við landsmenn þessa dagana, ekki aðeins vegna þess að gengislækkanir eru efnahagslegar kollsteypur sem raska högum og kjörum hvers einasta manns. Gengislækkan- ir hafa einnig mjög víðtæk á- hrif á samfélagslega vitund manna, siðferðilega afstöðu þeirra, það félagslega sam- hengi sem er undirstaða hvers þjóðfélags, ekki síður en sjálft efnahagskerfið. Gengislækkan- ir eru ekki aðeins tilfærsla á fjármunum í þjóðfélaginu, oft afar ranglát; þær ýta ekki að- eins undir ábyrgðarleysi, brask og spákaupmennsku. slík efna- hagsóstjórn hefur einnig áhrif á lífsviðhorf manna, hún brýt- ur niður þær félagslegu dyggð- ir sem eru bindiefnið í hverju heilbrigðu þjóðfélagi, hún stuðl- ar að upplausn og óreiðu og siðferðilegri ringulreið. Ég held það fái naumast dulizt nokkr- um hugsandi manni að siðferði- legri reisn þessa þjóðfélags okkar hefur hrakað ásamt gengi krónunnar á þeim rúm- um tveimur áratugum sem liðn- ir eru síðan við endurreistum lýðveldið af fagnandi einhug. Sérstaða okkar En hvernig stendur þá á því að síendurteknar gengislækk- anir sækja okkur heim umfram allar þær þjóðir sem við höfum mest viðskipti við og nánust kynni af, hvort sem þær búa við kapítalistískt eða sósíalist- ískt efnahagskerfi?. Ég tel eng- um vafa bundið að sú staö- reynd er tengd sjálfri sérstöðu okkar í heiminum. Við erum næsta einstætt fyrirbæri, að- eins 200.000 manns í víðáttu- miklu og harðbýlu landi. Við höfum sett okkur það mark að halda til jafns við aðrar þjóð- ir í lífskjörum og menningu, enda þótt allur þjóðarbúskap- ur okkar jafngildi aðeins einu sæmilegu fyrirtæki meðal stór- þjóðanna. Það er augljóst mál að því aðeins fáum við risið undir því verkefni að við lær- um að sameina krafta okkar og einbeita þeim. ,Engu að síður hafa ráðamenn þjóðarinnar gengið upp í þeirri dul að við gætum apað eftir efnahags- skipulag og hagstjórnaraðferð- ir annarra þjóðfélaga, hundr- aðfalt og þúsundfalt stærri. Þeir hafa — og ekki sízt með viðreisnarstefnunni — reynt að hefja hér til öndvegis gróða- kerfi það sem tíðkast í Amer- íku og Vestur-Evrópu. Afleið- ingin hefur orðið sú að við sundrum kröftunum æ meir í stað þess að sameina þá, brjótum þetta litla samfélag niður í örsmáar einingar sem grafa hver undan annarri. í auðvaldsrikjum Ameríku og Evrópu eru burðarásarnir risastór fyrirtæki sem eru þrautskipulögð og starfrækt af ýtrustu hagkvæmni — þar er sannarlega ekki um stjórnlaust framtak hvers einstaklings að ræða. Hér á íslandi er hlið- stæð skipulagning óhugsandi nema við temjum okkur félags- leg viðhorf — eins og við ger- um til að mynda í raforku- framleiðslu, áburðarframleiðslu og sementsframleiðslu. En á flestum þeim sviðum sem máli skipta blasir í staðinn við glundroði. Allsherjar stjórn- leysi Fiskveiðar eru undirstöðuat- vinnugrein íslendinga. Á því sviði hafa vinnubrögðin verið þau eftir strið að sum árin höfum við keypt nýja togara svo tugum skiptir, en á öðrum árabilum látum við togaraflot- ann grotna niður eins og gerzt hefur í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Sama stjómleysið einkennir bátaútgerðina — sí- felldir rykkir eftir vísbending- um stundargróðans. í fiskiðn- aði okkar er í senn um að ræða stórfellda yfirfjárfestingu og á- kaflega lélega nýtingu, oft not- ast aðeins 10—15% af af- kastagetu frystihúsanna — svo að ekki sé minnzt á fjárfest- inguna í síldariðnaðinum eða' á fyrirbæri eins og Faxaverk- smiðjuna og Norðurstjörnuna í Hafnarfirði. Um aðrar greinar iðnaðar er sömu sögu að segja; sum árin fjárfestum við hundr- uð miljóna króna í neyzluvöru- verksmiðjum með afkastágetu sem gæti séð miljónaþjóðum fyrir nauðsynjum og látum þær svo koðna niður eða deyja drottni sínum nokkrum árum síðar. Allir vita hvernig ástatt hefur verið að undanförnu í málmiðnaði og stálskipasmíði. Þó tekur fyrst steininn úr þegar vikið er að verzlun og þjónustu; þar hafa fyrirtækin sprottið upp eins og gorkúlur á haugi undanfarin ár. Nú er svo ástatt í Reykjavík að hver verzlun um sig sér að meðal- tali aðeins fyrir þörfum nokk- urra tuga fjölskyldna, og það gefur auga leið að tilkostnað- urinn við það kerfi verður ó- hemjulegur, þó að ekkert sé minnzt á gróða. Yfirleitt hefur reglan verið sú í öllum atvjnnu- greinum á íslandi, að hafi ein- hversstaðar verið gróðavon hafa sprottið upp fjölmörg fyrirtæki og grafið hvert und- an öðru þar til engin tök voru lengur á skynsamlegum rekstri. Nú síðast eru tvö fyrirtæki far- in að framleiða fiskumbúðir með tvöföldum vélbúnaði og tvöföldum tilkostnaði — vegna þess að það eina sem fullnægði öllum þörfum okkar var talið skila verulegum arði. Meginástæðan Það er þetta allsherjar stjórnleysi sem er undirrót stöðugrar verðbólguþróunar og síendurtekinna gengislækkana. Efnahagskerfið er svo sundur- tætt í smáar einingar og þjón- ustustarfsemin svo þrútin og kostnaðarsöm, að þjóðfélagið sporðreisist með stuttu milli- bili. Þetta sundurvirka, þrótt- lausa skipulag veldur því að þess er enginn kostur að koma við skynsamlegri hagstjórn — stjórnarvöldunum er það helzt eftir skilið að ákveða koll- steypur þegar kerfið er að kom- ast í alger þrot. Þarna er meginástæðan fyrir öryggis- leysinu í íslenzkum efnahags- málum — af þessum sökum höfum við orðið að þola fimm gengislækkanir á tæpum tveim- ur áratugum. Kjarni málsins Sumum kunna að finnast þetta nokkuð almennar hug- leiðingar í tilefni af van- trausti og nærtækum viðfangs- efnum sem um er deilt í því sambandi. Samt er hér vikið að sjálfum kjarna vandamál- anna, þeim grundvallaratriðum sem geta skýrt öll smærri við- fangsefni. Það mun stoða okk- ur litið að deila og þjarka og þrasa um nærtæk vandamál, ef þær deilur eru ekki mótað- ar af langsýnum sjónarmiðum. Það sem sker úr um stjórn- málaþróun og efnahagsþróun á íslandi eru átökin milli fé- lagshyggju og stjórnleysis. Hver sem íhugar af raunsæi hinar sérstöku aðstæður ís- lenzku þjóðarinnar mun kom- ast að þeirri niðurstöðu að við getum aðeins starfrækt þessa litlu efnahagslegu heild og haldið til jafns við aðra með 1949 1960 1961 1967 félagslegum vinnubrögðum — aðrar leiðir eru ófærar. Þegar ég tala hér um félagsleg vinnu- brögð á ég við allar tegundir eignarréttar, þjóðnýtingu, sam- vinnurekstur og einkarekstur — sem sameinist í áætlunarbú- skap, sniðnum eftir hinum sér- stöku íslenzku aðstæðum. Ég á við það að við rekum þjóðar- búskap okkar á jafn skipulegan og hagkvæman hátt og nútíma- leg fyrirtæki eru rekin í sæmi- lega þróuðum löndum, hvort sem þau eru sósíalistísk eða kapítalistísk. Menn streitast enn við það hér á landi að kalla nútímalega hagstjórn höft — en hún ein mun geta tryggt okkur festu og öryggi í efnahagsmálum, hámarksnýt- ingu á auðlindum okkar, fjár- magni og vinnuafli og þar með þann afrakstur sem tryggir þegnunum hámarksfrjálsræði í verki. Viðbrögð stjórnarinnar Ástæða er til að benda á það í þessu sambandi að ríkis- stjórnin og sérfræðingar henn- ar hafa greinilega einnig hug- leitt þessi vandamál á undan- förnum árum og komizt að sömu niðurstöðu og ég, að það sé ekki unnt til frambúðar að halda uppi sjálfstæðri íslenzkri efnahagsheild með aðferðum hins sundurvirka gróðaskipu- lags. En þeir taka skipulagið. stjórnmálahollustu sína, fram yfir það ætlunarverk íslenzku þjóðarinnar að starfrækja hér sjálfstætt samfélag. Viðbrögð þeirra eru þau að opna landið . erlendu auðmagni, leyfa alþjóð- legum auðhringum að starf- rækja hér risafyrirtæki á ís- lenzkan mælikvarða, og nú er ' sú stefna boðuð af váxandi kappi að tengja okkur við Frí- verzlunarbandalagið og Efna- hagsbandalag Evrópu. Valdhaf- arnir vilja gera ísland að hluta af stórri heild, svo að þær hag- stjórnaraðferðir sem standast ekki við íslenzkar aðstæður verði neyddar upp á okkur af öðrum, svo að við verðum út- kjálkahreppur í samfélagi vold- ugra þjóða og verðum að lúta lögmálum þeirra. í flótta sín- um frá innlendri efnahagsó- stjórn stefna valdhafarnir að því að leiða yfir okkur er- lenda efnahagsharðstjórn. Þessi þróun hefur verið afar greini- leg seinustu árin, og hún er í beinum tengslum við þau vandamál sem leitt hafa yfir okkur eina gengislækkunina af annarri með sívaxandi hraða. Leysir engan vanda Valdhafarnir reyna mjög að halda því fram að nýjasta geng- islækkunin sé aðeins tækni- leg aðgerð til þess að bjarga atvinnuvegunum og koma í veg fyrir atvinnuleysi; þeir segjast hafa reiknað nákvæm- lega út hvað fiskiðnaðurinn þurfi mikið, þorskveiðarnar. síldariðnaðurinn o.s.frv. og gengislækkunin sé óhjákvæmi- leg niðurstaða á því dæmi. Og í samræmi við það biðja stjórn- arvöldin verklýðsfélög og aðra að sýna þegnhollustu og fórn- arlund og sætta sig við byrðar til þess að bjarga atvinnuveg- unum og íslandi. En þessar á- kallanir standast ekki. Geng- islækkun ein saman leysir eng- an vanda til frambúðar, því hún kemur ekki nálægt sjálfu vandamálinu, skipulagi efna- hagskerfisins og hagstjórninni. Gengislækkun eins og sú sem nú hefur verið framkvæmd hef- ur aðeins þann tilgang að fram- lengja enn um stund óstjóm- ina og ringulreiðina í atvinnu- málum og efnahagsmálum, gera þessum aragrúa af óhagkvæm- um og illa reknum fyrirtækj- um kleift að starfa áfram enn um sinn, halda við sóuninni og magna hana — þar til næsta kollsteypa verður óhjákvæmi- leg, eins og gerzt hefur með sívaxandi hraða undanfarna tvo áratugi. Ef stjórnarstefn- an helzt 'verður þessi geng- islækkun aðeins ávísun á þá næstu nema ríkisstjórnin verði áður búin að innlima okkur í stærri heild, svo að aðrir og voldugri aðilar en við skeri þá úr um rekstur atvinnuveganna og gengi gjaldmiðilsins. Geng- islækkun eins og sú sem nú hefur verið framkvæmd er ekki skurðlækning til þess að komast fyrir mein, heldur er hún deyfilyf til þess að draga í bili úr vanlíðan þeirri sem meinsemdinni fylgir. Lágkúra í stjórn- málum Eins og ég sagði áðan skipt- ir það engu meginmáli hvort gengislækkunin hafi verið ó- hjákvæmileg eða ekki — held- ur hvers vegna hún er talin ó- hjákvæmileg í fimmta skiptj á tæpum tuttugu árum. Hér er ekki um að ræða hagfræðilegt reikningsdæmi eða tæknilegt úrlausnarefni heldur stjórnmál, átökin milli félagshyggju og gróðahyggju, áætlunarbúskapar og stjórnleysis. Það er til marks um skammsýni og getuleysi margra íslenzkra stjórnmála- manna að félagshyggjan skuli hafa verið á undanhaldj á ís- landi um langt skeið — því það er alkunn staðreynd að yf- irgnæfandi meirihluti þjóðar- innar aðhyllist félagsleg sjón- armið. Hér á þingi eru tveir flokkar sem stofnaðir voru til framdráttar sósíalistískum og félagslegum markmiðum, Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið. f kosningunum í sumar fengu þeir þriðjung greiddra atkvæða, og þeir hafa að bakhjarli öflugustu félags- samtök þjóðarinnar, verklýðs- hreyfinguna. Héx er um að ræða svo sterkt þjóðfélagsafl að það gæti mótað stjórnmála- þróunina, ef menn gætu hafið sig yfir lágkúruleg ágreinings- mál og fordóma og tekið að huga í alvöru að þeim megin- málefnum sem sameiginleg eru. Framsóknarflokkurinn var einnig stofnaður til framdrátt- ar félagslegum viðhorfum, samvinnu, sameign og sam- hjálp; og einnig innan Sjálf- stæðisflokksins er skilningur á félagslegum sjónarmiðum meiri en í nokkrum íhaldsflokki sem ég þekki til. Hér á íslandi ættu að vera allar forsendur fyrir sívaxandi félagslegri stjóm á efnahagsmálum og at- vinnumálum, ef stjómmála- flokkamir störfuðu í samræmi við skoðanir stuðningsmanna sinna. En því miður hafa ís- lenzk stjórnmál verið í öldu- dal um langt skeið, þar hafa skammsýn sjónarmið og lág- kúra ráðið ríkjum, menn hjakka í sama farinu og hafa ekki djörfung til að endurmeta viðhorf sín þegar aðstæður breytast. Þess vegna hefur lít- illi og harðvítugri klíku . for- ustu Sjálfstæðisflokksins ag sérfræðingum í hennar þjón- ustu tekizt að ráða ferðinni á undanförnum árum, þessi hóp- ur sérhagsmunamanna og kreddumeistara hefur getað skákað andstæðingum sínum hverjum gegn öðrum vegna þess að þá hefur skort sam- heldni og reisn og skilníng á þeim viðfangsefnum em brýn- ust eru. Það er þessi litla við- reisnarklíka sem hefur leitt yf- ir okkur fimm gengislækkanir á tveimur áratugum og æílar næst að festa kreddur sinar og sérhagsmuni í sessi með því Fnamhald á 9. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.