Þjóðviljinn - 03.12.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.12.1967, Qupperneq 4
4 SítÐA — ÞJÖÐVIUINN — Sunnudagur 3. desember 1967. DIOflVHllNNsJítí!£ur Ben,s Larsen í Túnis Utgefandi: Sameiningarflokkui alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmlðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Blóð og gull JJobert McNamara hefur nú hlaupizt á brott frá styrjöld sinni í Víetnam, og þegar er hafin á- róðursherferð til þess að þrífa mannorð hans. Því er haldið fram í blöðum, m.a. í Morgunblaðinu, að hann hafi verið imjög hófsamur og varkár í morð- verkum sínum; hann hafi haldið aftur af hers- höfðingjum sem vildu beita miklu meiri grimmd — og sé nú ástæða til að óttast að ofstækismenn fái meiri áhrif en áður á styrjaldarreksturimn. Víst má styðja þennan samanburð á stríðsglæpa- mönnum vestanhafs nokkrum rökum, en meg- inatriðið er þó hitt að það er ekki sálarlíf neinna einstaklilnga sem sker úr um styrjöld Banda- ríkjaimanna í Víetnam, heldur aðeins kaldrifj- aðir hagsmunir. Það er lærdómsríkast af öllu í sambandi við starfsskipti Boberts McNamara að hann fer beina leið frá morðverkum sínum til æðstu metorða í Alþjóðabankanum í Washing- ton. Öllu greinilegar var ekki hægt að leggja á- herzlu á þá staðreynd að styrjöldin í Víetnam er aðeins einn þátturinn í sókn Bandaríkjanna til efnahagslegra yfirráða í heiminum. Nú þegar ráða Bandaríkin yfir meira en sextíu hundraðs- hlutum af auðlindum mannkynsins, og styrjöld- in í Víetnam er háð til þess að treysta þau yfir- ráð og auka þau. Þess vegna eru söimu einstak- lingarnir taldir jafn hæfir til þess að stjórna Al- þjóðabankanum og einhverri villimannlegustu styrjöld sem háð hefur verið — þar er um að ræða ítvær hliðar á sama verkefni. jyýlega hefur gerzt annað dæmi sem varpar ljósi á þessa sömu staðreynd. Eins og kunnugt er leiddi valdarán hersins í Indómesíu til einhverra siðlausustu fjöldamorða sem um getur í mann- kynssögunni. Talið er að 500 þúsundir manna að minnsta kosti hafi verið sviptir lífi af villimennsku sem ekki verður lýst með orðum; mörg fljót lands- ins runnu blóðlituð til sjávar dögum saman. Eng- inn efast lengur um að bandarískir valdamenn bera sína ábyrgð á þessum ógnaratburðum og að þar hafi hagsmunir hins alþjóðlega auðmagns ráð- ið úrslitum. Fyrir mánuði hófst t.d. í Genf ráð- stefna sem Time Magazine gekkst fyrir um imál- efni Indónesíu. Þar mætti sendinefnd frá fasista- stjórninni í Imdónesíu og ennfremur fulltrúar margra voldugustu auðhringa heims. Þarna voru fulltrúar fyrir sjö bandaríska auðhringa, þ.á.m. General Motors og Standard Oil, fjórtán vestur- evrópska auðhringa, þ.á.m. Unilever, Siemens og Krupp, ennfremur auðhringa frá Kanada, Ástral- íu og Japan. Þama voru einnig fulltrúar sjö auð- ugustu og voldugustu banka heims, meðal þeirra Eugene Black, fyrirrennari McNamara í stjóm Al- þjóðabankans. Verkefni ráðstefnunnar var að leggja á ráðin um það hvemig hið alþjóðlega fjár- magn gæti bezt búið um sig í Indónesíu og hag- nýtt hinar óvenjulega miklu auðlindir landsins. Þannig er farið að því að breyta blóði í gull. — m. Eins og komið hefur fram í fréttum vann danski stórmeist- arinn Bent Larsen yfirburða- sigur á nýafstöðnu millisvæða- móti suður í Túnis. Larsen hlaut einum og hálfum vinn- ingi meira en þeir sem næstir komu. Þar sem úrslit mótsins hafa þegar verið birt skulu þau ekki rakin hér, né heldur hið ó- vænta brotthlaup Bobby Fisc- her, enda hafa því máli þegar verið gerð skil í þættinum. Strax að mótinu loknu var dregið til fyrstu einvíga Á- skorendamótsins en sem kunn- ugt er er Áskorendamótið nú útsiáttarkeppni. Þessir munu tefla saman í fyrstu umferð: Larsen — Portisch, Spassky — Geller, Tal — Gligoric, Korts- noj mun svo mæta þeim er sigrar í úrslitakeppninni milli þeirra Reshevsky, Stein og Hort en sem kunnugt er urðu þeir jafnir í 6.—8. sæti í Milli- svæðamótinu. Þá var ennfrem- ur dregið um það hverjir mæt- ist í undanúrslitum Áskorenda- mótsins og mætir þar sigur- vegarinn í einvíginu Larsen — Portisch sigurvegaranum í ein- víginu Spassky — Geller o.s.frv. Og hver teflir svo um heims- meistaratitilinn við Petrosjan? Bent Larsen sagði sjálfur í viðtali við „Politiken“ að hann hefði ekki teflt eina einustu góða skák í Millisvæðamótinu! Hvað um það — hér kemur skák hans úr 1. umferð. Hvítt: B. Larsen Svart: M. Matulovic (Júgósl) Réti-byrjun 12. cxd5 exd5 13. Hcl b5 14. a4 Ra5(?) (14. — b4 ásamt a5 og Ba6 við tækifæri kom einnig mjög til álita). 15. axb5 axb5 16. b4(!) cxb4(?) (Þar með fær svartur ekki annað út úr öllu þessu bramb- olti sínu á drottningarvængn- um en stakt og veikt peð, hætt er við því að gömlu meistur- unum hefði ekki getizt að slíkri taflmennsku. Betra var Rc4). 17. Rxb5 Hxcl 18. Dxcl Ba6 (Maður gæti freistazt til þess að álíta að Matulovic teldi sig hafa verið að leggja gildru fyr- ir Larsen. Gallinn er bara sá 37. Re5t Kh7 38. Ke2 Hbl 39. Rf7 Kg6 40. Re5ý Kh7 41. Rd7 Rg4 42. Bxg4 Bxg4t 43. Kf2 Bh3 44. Rf8t Kg8 45. Ha8 Kf7 46. Rh7 Bf5 47. Rg5t Kg6 48. Hh8! Hdl 49. Rf3 Bd3 50. 51. Re5t Hf8t Kf6 (Ekki Rxd3 vegna Hxd2t og Hxd3). 51. — Ke7 52. Hf7t Ke8 (Ekki Hxd2 vegna Kel t.d. 54. — He2f, 55. Kdl — Bb5, 56. Hb7 og vinnur). 54. d3! að Larsen sér lengra og nú (Larsen losar sig nú við veik- álpast Júgóslavinn sjálfur i leikann á d2 og skiptir um leið þessa gildru). upp í léttunnið hróksendatafl. 19. Rc6 Rxc6 Lokin þarfnast varla skýringa). 20. Dxc6 Dc8 54. — Bxd3 21. Ra7 De6 55. Rxd3 Hxd3 22. Hal Be2(?) 56. Ke2 Ha3 23. Dxe6 fxe6 57. h4 Ha2t (Svartur stendur nú uppi með 58. Kf3 Ha3 verra endatafl. Hvítur miðar í fyrstu taflmennsku sina við að vinna peðið á b4). 24. Rc6 25. Bd4 26. Rxd4 27. Ha4! (Svartur getur Bc5 Bxd4 Bd3 Hc8 auðvitað ekki reynt að valda peðið; því ef 27. — Hb8 þá 28. Rc6). 28. Bf3 — (Ef strax Hxb4 þá Hclt ásamt Rg4t og h-peðið fellur). 28. — Hclý 29. Kf2 Hflf 30. Kg2 Hbl (Svartur taldi sig nú hafa bjargað peðinu sem gæti orð- ið mjög hættulegt. Enn hefur Larsen þó séð lengra). 59. Hg5 60. Hxh5 61. Kf2 62. Hh8t 63. Hg8 64. h5 65. Hg5t 66. g4 67. Ha5 68. g5t 69. Ke3 70. Ha7t 71. Kxd2 72. h6 73. g6 74. Ke3 75. h7ý 76. Kf4 d4 Hxe3t Hc3 Ke7 Kf6 Kf5 Kf6 d3 Hc4 Ke7 d2 Kf8 Hxf4 Kg8 Hd4ý Hd8 Kh8 e5ý Hér fór skákin í bið í 3ja 1. Rf3 c5 31. Ha8t Kf7 2. b3 Rf6 32. Ha7t Kg6 3. Bb2 e6 33. Rc6! 4. c4 Be7 (Bezt; í flækjum þeim sem 5. g.3 b6 komu upp eftir t.d. Rxe6 gæti 6. Bg2 Bb7 svarta b-peðið orðið mjög 7. 0—0 0—0 hættulegt). 8. Rc3 d5 3S Bflt 9. Re5 Rc6 34. Kf2 h5 10. f4 Hc8 (Ef t.d. 34. — b3 þá 35. g4! (Til greina kom einnig að og svartur lendir í mátneti). leika hér 10. — Rxe5 t.d. n. 35. Rxb4 Bh3 fxe - - Rxe5, 12. e4). 36. Rc6 Hb2 <$>- (!,absiín-c.m. i Í:';iUWAMÁÍ Bent Larsen sinn en Matulovic gafst upp án þess að tefla frekar. Það hefur nú verið ákveðið að á jólaskákmótinu tefli í efsta flokki þeir J. Kaplan (Puerto Rico) heimsmeistari unglinga, L. Stein og R. Chol- mov (Sovétr.), V. Hort (Tékkó- slóvakía), S. Ostojic (Júgósl.), F. Gheorgiu (Rúmenía) og Englendingurinn W. R. Hart- stone. R. D. Keene, A. White- ley og M. J. Basman. Jón Þ. Þór, Dagbók Jökuls frá grískuþorpi, Diafani Almenna bókafélagið hefur nýlega sent frá sér Dagbók frá Díafaní eftir Jökul Jakobsson. Þar segir höfundurinn frá dvöl sinni síðastliðinn vetur i grísku smáþorpi og rekur í svipmynd- um kynni sín af því fólki, sem allt fram á þennan dag hefur búið þar við sams konar lífs- hætti og forfeður þess fyrir tvö þúsund árum, klæðist eins og þeir og sækir sér vatn í sömu brunnana. En það er allt að einu einhver ókyrrð í loftinu. Umheimurinn er farinn að segja til sín og það er jafnvel von á skeimmtiferðafólki næsta sumar. Svo langt gengur þetta, að menn láta sig dreyma um að „byggja hótelnefnu ofan á krambúðina sína eða kaffistof- una“, og bæjarstjómin er meira að segja tekin að rumska, aldr- ei slíku vant. Það er sem sé komið upp úr dúmum, að þorpsgatan, sem dugað hefur mannfólki og ösnum allt frá dögum Odysseifs og Sokratesar, er alls ekki boðleg útlendum túristum. Þess vegna eru nú konumar í þorpinu önnum kafnar við að moka sand og möl í blikkdunka, sem þær bera síðan á öxlinni, hnarreistar og hnakkakertár. Því 'að hér bera Jökull Jakobsson konurnar hita og þunga dags- ins í bókstafilegum skilningi. Karlmennirnir hafa þar öðru að sinna. Þeir sitja daglangt á kaffihúsunum og virða konurn- ar ekki viðlits . . . Höfundurinn var kominn til Aþenu, þegar stjórnarbyltingin varð í Grikklandi, aðfaranótt hins 21. apríl, og í bókarfor- mála rekur hann kynni sfn af þessum afdrifaríku atburðum. Þá má geta þess, að Kristín Þorkelsdóttir hefur gert mjög skemmtilegar teikningar íbók- ina. Cabinet KÓPA VOGUR Blaðbera vantar í KÓPAVOG. ÞJÓÐVILJINN sími 40-753. Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur — Athugið okkar lága verð — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.