Þjóðviljinn - 03.12.1967, Qupperneq 10
10 SlÐA — ÞJÖÐV7LJINN — Sunnudagur 3. desember 1967.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
65
dáin. Ég ætlaði að strika tvö-
falt strik undir þau með reglu-
stiku. Og svo ætlaði ég að byrja
upp á nýtt.
Stephen frændi kom við hand-
legginn á mér- — Mamie ...........
— Farðu til fjandans, sagði ég.
— Hitt fólkið er farið. Ég
sendi þær burt. Og Doreen
þurfti að ná í lest. Lucy verð-
ur að bjarga sér sjálf ......
— Það get ég líka — sama
og þegið.
— Það geturðu eflaust. Og þú
ert líka tilneydd. En fyrst lang-
ar mig að tala við þig. Lucy
segir mér, að þú vitir allt um
mömmu þína.
— Farðu til fjandans, sagði ég.
— Mamie mín litla, við verð-
um að tala saman. Það bíður
leigubfll eftir mér. Við skulum
aka á einhvem stað.
— Þakk fyrir, ég vil heldur
ganga-
— Komdu nú. Hann tók undir
handlegginn á mér.
HARÐVIÐAR
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistols
Steinu og Dódó
Laagav 18 III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofs
G-arðsenda 21 SIMI 33-968
Og allt í einu var ekkert mót-
stöðuafl eftir í mér. Ég sneri mér
frá honum og gekk - ð leigubfln-
um.
Við óKum ei'r.hvs.ð og drukk-
um te. Það var á einu af þess-
um glæsilegu veitingahúsum, og
á eftir hugsaði ég sem svo að
hann hefði einmitt farið með
mig á slíkan stað, þvi að þar
gæti ég hvorki leyft mér að
lyppast niður eða fá móður-
sýkiskast — meðan mér stóð þá
ekki alveg á sama um hvað var
viðeigandi og hvað ekki. Og í
rauninni lagði hann í mikla á-
hættu, því að mig langaði mest
af öllu til að sparka borðinu um
koll. En það var ekki reiði, það
veit hamingjan, það var svo
skelfilee örvænting, svo yfir-
þyrmandi tómleiki og vonleysi,
að ekki var hægt að ætlast til
að nokkur mannvera gæti afbor-
ið það.
Hann sagði: — Marnie, þú
verður að reyna að herða þig
upp.
— Hvað þykistu eiginlega vera
að sitja hér og segja mér fyrir
verkum?
— Mamie, hættu þessum ónot-
um og reyndu að líta þetta allt
rólegum augum. Ég veit vel að
betta hefur verið hræðilegt áfall
fyrir þig. fyrst að missa móður
bína og fá svo að vita þetta um
hana strax á eftir. En reyndu að
líta á þetta allt í réttu ljósi. Ef
bú vilt leyfa mér að tala dá-
lítið um þetta, þá held ég að það
gæti orðið þér til hjálpar.
— Ef þú hefðir talað um það
við mig fyrir tíu árum, þá hefð-
irðu haft nokkurn rétt til að
tala við mig í dag.
— Áttu við að ég hefði átt að
sesja þér það, þegar þú varst
brettán ára? I fyrsta lagi átti ég
alls ekki með það. Þú varst
bamið hennar, ekki satt. En ef
ég hafði gert það þrátt fyrir það,
heldurðu bá að þú hefðir getað
skilið það sem ég ætla nú að
serfla þér?
Ég starði þvert yfir sex hvíta
dúka og á blómaskál — hvíta-
sunnuliliur, íris, túlipanar ....
— Edie var eldri en ég, sagði
hann, en mér hefur alltaf þótt
vænt um hana og að vissu leyti
held ég að ég hafi skilið hana.
Það er tímanna tákn að kenna
foreldrum sínum um allar sír.ar
eigin vammir og skammir; en ef
bú ásakar hana fyrir galla sína,
bá verðurðu líka að skella nnkk-
urri skuld á föður okkar, minn
og mömmu þinnar- Afi þinn var
prédikari. Þú hefur trúlega vitað
það?
— Já, ég veit það.
— Hann var leikprédikari, en
hann var gipsmótari að iðn og
eftir 1920 var hann atvinnulaus
í meira en átta ár. Það gerði
hann beizkan og það var eins
og tilfinningalíf hans rýrnaði.
Hann varð trúaðri, en það var
undarlega öfugsnúin trúrækni.
Þegar amma þín, móðir okkar
Edie, dó, þá dró pabbi sig meira
inn í skelina og það var Edie
sem varð að fást við hann. Hef-
urðu nokkurn tíma hugsað um
móður þfna sem konu, Marnie?
Að öðru leyti en því að hún var
móðir, á ég við? Hún var það
sem kalla mætti mjög ásthneigð
kona.
— Þakka þér fyrir, mér er orð-
ið það ljóst.
— Þetta er nú ekki svona ein-
falt, Mamie. Sjáðu til, frá því
að móðir þín var kornung hafði
hún alltaf mjög laðandi áhrif á
karlmenn — það var alltaf ein-
hver sem gekk á eftir henni með
grasið í skónum, en hún hafði
fengið alltof strangt uppeldi til
þess að — ganga of langt með
nokkrum þeirra. Ég var litli
bróðir hennar og ég veit það.
Hún var kyrr hjá pabba þangað
til hann dó- Þá var hún orðin
þrjétíu og þriggja ára. Þrjátíu
og þriggja ára. Geturðu dregið
nokkra ályktun af því? Hún hef-
ur áreiðanlega oft átt í sálar-
striði. Og um leið þurfti hún
að kljást við pabba; hann gat
verið skelfilegur stundum; og
svo hafði hann til að bera ó-
trúlegan myndugleik, næstum
eins og spámaður úr Gamla
testamenntinu. Hún var farin að
líkjast honum dálítið síðustu
árin, en hún var ekki nándar
nærri eins slæm- Ég forðaðist
hann eftir því sem ég gat. Og
ég stakk af á sjóinn strax bg ég
fékk aldur til.
Hann spurði hvort ég vildi te,
en ég hristi höfuðið. Hann hélt
áfram: — Tveim mánuðum eftir
að pabbi dó, giftist hún pabba
þínum. Ég held þau hafi verið
hamingjusöm. Ég gat ekki bet-
ur séð en þau væru hamingju-
söm. Ég held að það hafi verið
í fyrsta skipti sem hún lifði eðli-
legu lífi sem kona. Ég held líka
að hún hafi — svo að ég tali
hreinskilnislega — allt í einu
uppgötvað hvað hún hafði verið
svikin um. Og ég held að Frank
hafi uppgötvað að hann hafi vak-
ið eitthvað hjá konunni sinni,
sem hann hafði ekki átt von á-
Það gerði auðvitað ekkert til
þegar hann var heima, en ....
Þegar þið fluttuð til Sangerford
var hún ein, aleinni en hún hafði
nokkurn tíma verið áðar en hún
giftist. Því að nú var hún vökn-
uð til lífsins — og það hafði
gerzt seint. Og nú ætlaðist tilver-
an til þess af henni að hún sofn-
aði aftur. Það er ekki auðvelt.
Og þá fór hún að taka á móti
hermönnum.
— Hermönnum — í fleirtölu,
er ekki svo?
— Ég ætla ekki að fara að bera
blak af henni að því leyti. Ég
er bara að reyna að útskýra fyr-
ir þér, hvemig þetta gat orsak-
azt. Aðrar konur sem voru öðru
vfei gerðar pg höfðu fengið ann-
ars konar uppeldi, hefðu senni-
lega ekki lent í þessu sama. Þetta
sxðasta, með bamið, það hefði
alla vega ekki gerzt.
— Ætlarðu í raun og veru að
halda því fram, að það hafi ver-
ið uppeldið sem varð til þess að
hún drap sitt eigið barn?
Hann þagði við og fór að troða
í pípu sína og kveikja í henni.
— Mamie, móðir þín var sérstæð
kona, það skal ég viðurkenna
fyrstur manna. Hún hafði mikla
hneigð til sjálfsblekkingar, ekki
sízt síðustu árin. Þegar ég hugsa
um hvernig hún gleypti þessa
sögu þína um ríka vinnuveitand-
ann þinn — þennan Pemperton,
sem jós í þig peningum og —
— Þú hefur þá ekki trúað því?
Hann tók út úr sér pípuna og
hristi höfuðið. — Ég veit ekki
hvaðan þú fékkst þá peninga
og ég hef ekki hugsað mér að
spyrja þig um þá; en ég trúi
ekki þessu um herra Pemperton.
Og hún hefði ekki trúað því
heldur, ef hún hefði ekki ein-
mitt viljað það sjálf og haft
þennan dæmalausa eiginleika til
sjálfsblekkingar- Og sama máli
gegndi um þetta undarlega tíma-
bil í Sangerford. Jafnvel bar
tókst henni að sefa sjálfa sig
með sjálfsblekkingu. Ég veit vel
hversvegna hún svaf hjá her-
mönnum — hún gerði það vegna
þess að hún var haldin sterkri
og óviðráðanlegri ásthneigð —
én mér er hulin ráðgáta hvernig
hún gat svæft samvizku sína.
Hefurðu nokkum tíma reynt að
gera þér í hugarlund hvemig það
hlýtur að vera að lifa tvöföldu
lífi?
Það fór hrollur um mig. —
Haltu áfram.
— Ef til vill — og þetta á
ekki að vera nein meinleg fyndni
— ef til vill gerði hún sér þá
hugmynd að hún legði fram sinn
skerf í styrjöldinni með því að
gefa dátunum blíðu sína. Og ein-
hvem veginn tókst henni að lifa
dagana eins og næturnar væru
ekki til. Hún var alltaf hin virð-
ingarverða og siðlega dóttir
Abels Treville, vel klædd Dg
snyrtileg. Hún var hin trúfasta
eiginkona Franks Elmers. Og
ræktarsöm móðir þín.
Ég gaf frá mér einhver undar-
leg hljóð, en hann hafði ekkert
svar við þeim.
Hann horfði á mig gráum aug-
um sínum. — Þegar nýja bam-
ið var orðið til, hlýtur það að
hafa splundrað þessum múr af
sjálfsblekkingu sem hún hafði
gert um sig. Hamingjan má vita
hvemig hún hugsaði og álýktaði
þá. En einhvemveginn varð sú
ranghverfa ofaná hjá henni, að
hún gæti einfaldlega afneitað til-
veru bamsins, líka gagnvart
sjálfri sér. Auðvitað hafði þessi
læknir rétt fyrir sér. Eftir fæð-
inguna varð hún gripin andar-
taks sturlun — og þá gerði hún
það sem hún gerði.........
Við sátum þegjandi lengi,
lengi- Þjónninn kom til okkar og
Stephen frændi borgaði reikning-
inn, en við sátum kyrr. Nokkrar
rosknar konur sem höfðu setið
hinum megin á veröndinni fengu
í sig hroll og fluttu sig inn f
sjálfan veitingasalinn. Vika-
drengur kom með kvöldblöðin
frá London. En enginn keypti
þau.
En svo sagði ég; — Ef ég hefði
verið dómarinn og þeir hefðu
sagt mér að kona af þessu tagi
hefði sturlazt andartak, þá hefði
ég spurt: já en hvers vegna bjó
hún sig ekki undir komu þessa
bams? Var hún þá sturluð afla
þessa níu mánuði?
Við risum á fætur og geng-
um af stað í áttina að Cuthbert
Avenue- Við gengum og kaldur
vindur blós enn um bæinn. I
höfninni lágu fáeinir bátar og
vögguðu til og frá og meðfram
götunni skrjáfaði í pálmatrján-
um eins og strápilsum.
Ég sagði: — Vissirðu að ég er
gift?
Þvoið hárið nr LOXENE-Shampoo - og flasan fer
SKOTTA
— Finnst þér ekki fallega gert af vini mínum að gera við sláttu-
Einangrunargler
Húseigendur — Byggingameistarai.
Útvequm tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar fi
*luggum Útvegum tvöfalt gler í lausafög og sjá-
um um máltöku.
Gerum við sprungur i steyptum veggjum með
baulrevndu gúmmíefni
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMl 5 11 39.
NÝKOMID
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
BÍLLINN
ið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta.
BlLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun; bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.