Þjóðviljinn - 03.12.1967, Side 12

Þjóðviljinn - 03.12.1967, Side 12
Sundmót fram- haldsskóla Hið fyrra sundmót framhalds- skódanna í Reykjavík og ná- grenni skólaárið 1967 til 1968 fer fram dagana 4. desember og 7. desember n.k- klukkan 20.00 í Sundhöll Reykjavíkur. Keppt verður báða dagana í boðsundum stúlkna og pilta, sundaðferð bringusund. Þann 4. desember (mánudag) keppa yngri flokkar en 7- desem- ber (fimmtudag) eldri flokkar. Að vanda verður hörð keppni og mikil þátttaka. Skíðalyftan í Hlíðarfjalli var vígð í gær t gaer kl. 1.30 e.h. átti að fara fram vígsla nýju skíðalyft- unnar í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Þetta er fyrsta stóla-skíða- lyftan sem sett er upp hér á landi og getur hún flutt 134 menn i einu, ef hver stóll er skipaður. Er áaetlað, að lyftan geti flutt að meðaltali um 500 manns upp í skíðalandið. Vega- lengdin sem lyftan flytur skíða- fólkið er einn kílómetri en hæðarmismunur 200 metrar. Tekur ferðin upp með lyftunni 7—8 mínútur og fara stólarnir hæst 7—8 metra frá jörð. Hef- ur lyftan og uppsetning hennar kostað nær 4,5 miljónir króna og greiðir íþróttasjóður tvo þriðju þeirrar upphæðar. Til vígsluhátíðarinnar í gær var boðið ýmsu stórmenni, svo sem fjármálaráðherra, íþrótta- fulltrúa ríkisins, stjóm ÍSÍ og Skíðasambandsins, þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, framámönnum í skíðafélögum auk fréttamanna og fleiri gesta og bauð bæjarstjórn Akureyrar gestum til kaffidrykkju í Skíða- hótelinu i Hlíðarfjalli að opnun- arathöfninni lokinni. Smásagnasafn sr. Stanlsys Melax Út er komið smásagnasafnið „Sögur úr sveit og borg“ eftir Stanley Melax- I bókinni, sem eir 243 síður, eru þrettán sögur „og bregða liær'1, segir á kápusíðu, „upp myndum af ýmiss konar fólki — ekki sízt frá broslegri hliðinni“. I ! * * * Ný kjörbúð í Garðahreppi ■ Ný kjörbúð var opnuð í gærdag í Garðahreppi á vegum Kaupfélags Hafnar- fjarðar. Er kjörbúðin að Garðaflöt 10 til 18. Búðin er um 250 fermetrar að stærð og er smekkleg og rúmgóð með nýtízkulegu sjálfsaf- greiðslusniði. Þarna eru á boðstólum allar nýlenduvörur. mjólk, kjöt og fiskur, bús- áhöld, ritföng og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Bókin kemur í staðinn fyrir kjörbílinn á þessum slóðum, en hann hefur verið í gangi síðan í marz 1963. Búðin er fyrsti áfangi af stærri byggingu um 530 fer- metrar og eru teikningar unn- ar á teiknistofu SÍS, arkitekt Hákon Hertervig. Yfirsmiður var Guðmundur Lárusson- Hér á myndinni er Ragnar Pétursson, kaupfélagsstj. og Bjöm Axelsson, verzlunar- stjóri kjörbúðarinnar. (Ljós- mynd Þjóðviljans A. K.). * Fann gamalt íslenzkt skinn handrit á safni í Edinborg Ólafur Halldórsson cand. mag. starfsmaður Handritastofnunar íslands, sem nú dvelst á Bret- landseyjum við rannsóknir og leit að íslenzkum handritum á söfnum þar, hefur fundið gamalt íslenzkt skinnhandrit í Register House í Edinborg. Frá þessu segir Magnús Magn- ússon í grein í The Scotsman 27/11 og lýsir handritinu þannig, að þetta sé lítil 110 síðna skinn- bók, lúterskt tímatal og guðs- orðarit fyrir húsmæður, skrifað 1586. Upprunalega hafði skinnið verið notað í kirkjubók á latínu snemma á 15. öld, en skriftin síð- an verið skröpuð af og lúterska tímatalið skrifað í bókina í stað- inn. (Skinnið var löngum dýr- mætt). Slikar bækur nefnafræði- menn uppskafninga. Enginn veit íslendingar og Tékkar Kl. 3 síðdegis í dag, sunnu- dag, hefst landsleikur íslendinga og Tékka, núverandi heims- meistara í handknattleik karla, í íþróttahöllinni í Laugardai. Síðari leikurinn fer fram ann- að kvöld, mánudag. hvernig þessi bók hefur borizt i Register House. Ólafur Halildórsson hefur not- ið styrk frá Unesco við þessar rannsóknir sínar og eru þær lið- ur í mikilli leit sem nú gerð að íslenzkum handritum í söfnum um allan heim. Má nefna að í fyrra gerði annar starfsmaður Handritastofnunarinnar Jónas Kristjánss. cand. mag. samskon- ar rannsóknir í söfnum í Noregi. Tilgangur leitarinnar er ekki að- eins að finna áður óþekkt hand- rit heldur að skrásetja og láta taka myndir af því sem þegar er vitað að til er. Sunnudagur 3. desember 1967 — 32. árgangur — 275. tölublað. Veglegt fræðirit um víkingatímana Víkingamir ncfnist mikið rit og veglcgt, sem er komið út á vegum Almenna bókafélagsins. Fjallar það eins og nafnið bendir til um Iíf og háttu forfeðra vorra á víkingaöld, hinu svipmesta tímabili í allri sögu norrænna þjóða. Er bókin til orðin fyrir margra ára samstarf fremstu fræðimanna af mörgum þjóðern- um, en þeirra á meðal er dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur, sem ritar um þau efni, sem scrstaklega varða Island. Aðalrit- stjóri verksins er prófcssor Bertil Almgren, einn kunnasti forn- fræðingur sænskur, en Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag. þýddi bókina á íslenzku. Um víkingaöldina hefur að sjálfsögðu margt og mikið verið ritað, en flest hefur það fjallað um einstök svið hins fjölþætta efnis og auk þess byggzt nær eingöngu á eldri heimildum. Hér er aftur á móti rakin alihliða saga víkingaaldar, þar sem enn- fremur eru i fyrsta sinn saman komnar á einn stað niðurstöður víðtækra rannsókna frá síðustu árum, en þær hafa í fjölmörgum greinum leitt f Ijós svo nýstár- lega vitneskju, að segja má að tímabilið allt, fólk bess og um- hverfi, blasi nú við i stórum skírari birtu en áður og komi oss að sama _ skapi kunnuglega fyrir sjónir. í bókinni segir frá afrekum víkinganna í hemaði og landaleit, hvernig þeir hættu sér fyrstir þjóða út á heimshöfin og stóðu öllum framar að siglinga- tækni og skipasmíðum, en frá- bærar uppfinningar þeirra f hvoru tveggja, svo sem áttaviti og skipskjölur, gerðu þá að drottnendum hafsins. En þar er einnig fjafllað mjög ýtarlega um daglegt líf vikinganna, hfbýla- háttu, klæðnað, áhöld og hues- I unarhátt, trúarbrögð. siðgæðis- hugmyndir og háþróaðar listi- legar menjar með ýmsum þeim þjóðum, er þeir höfðu skipti við. Það er ekki hvað sízt fyrir hina glöggu innsýn í fjölskníðugan hversdagsheim, að víkingamir, forfeður vorir, verða oss ótrúlega nálægir og lifandi af máli og myndum bókarinnar. Víkingarnir eru 268 bls. í mjög stóm broti (31,5x29,5 cm), prent- uð í tveimur pappírslitum og sterklega bundin. Hefur ekkert verið sparað til þess, að bókin gæti orðið hverjum manni hinn mesti kjörgripur, jafnt að efni sem ytri búnaði. Myndasafn hennar er eitt hið merkasta um víkingaöld, sem saman er komið í einni bók, en þ.á.m. em um 90 stórar litmyndir. Bókin er prent- uð Pg bundin á ítalíu. Mörg út- gáfufyrirtæki í Evrópu og Am- eríku standa að útgáfu þessarar bókar, en hugmyndin að útgáf- unni og forystu alla hefur ann- azt hið merka útgáfufyrirtæki Tre Tryckare í Gautaborg. M A I Menningartengsl Albaníu ög íslands halda fund i dag, 3. des- ember klukkan 2.30 að Freyjú- götu 27. Á fundinum flytur Stefán Jóns- son fréttamaður erindi, Jón frá Pálmholtj les upp úr nýútkom- inni Ijóðabók og Ólafur Jónsson, Helga Hjörvar og Þorsteinn frá Hamri sjá um samfellda dag- skrá. Auk þess verða kaffivéit- ingar á staðnum. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. BLAÐ- DREIFING Bazar Kvenlélags sósíalista í Tjarnargötu 20 er í dag ★ Það er í dag kl. 3 sem Kvenfélag Sósíalista heldur bazarinn í Tjarnargötu 20. Þar verða á boðstólum margir eigulegir munir sem hentugir eru til jólagjafa. Má þar nefna ýmis konar prjónavöru. íeikföng, skrautvörur og fatnað. ★ Konur sem ætla að gefa muni á bazarinn eru beðnar að skila þeim í Tjarnargötu 20 fyrir hádegi í dag. Áhugi er að vonum mikill fyr- ir leikjum þessum. Fæstir munu þó búast við sigri íslenzka liðs- ins, en menn vona að leikirnir verði jafnir og skemmtilegir. Val íslenzka liðsins hefur sætt nokkurri gagnrýni; einkum þykir mörgum vafasamt að setjaGunn- laug Hjálmarsson, leikreyndasta mann íslands í handknattleik og fyrirliða landsliðsins um langt skeið, út úr liðinu, en gefið hef- ur verið í skyn að hann verði valinn í liðið sem mætir Tékk- unum annað kvöld. Dómari verður Svíinn Lennart Larsson. Fundur Sósíalistafélagsins er ó þriðjudagskvöldið ★ Sósíalistafclag Reykjavíkur heldur fund í Tjarnargötu 20 n. k. þriðjudagskvöld, 5. desember, klukkan 8-30. ★ A'ðalmálgagn á dagskrá fundarins verður: Viðhorf í efna- hagsmálum. Frummælandi er Lúðvík Jósepsson alþingismaður. Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Sogamýri Gerðin Tjarnargötu Háskólahveríi ★ A þessurn fundi mun Eðvarð Sigurðsson, formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, ræða um viðhorf í verkalýðsmálum. ★ Þá talar Hjalti Kiristgeirsson, hagfræðingur um vísitölu- grundvöli. ★ FÉLAGAR eru hvattir til að fjölmenna. Þjóðviljinn Sími 17-500. Enskir, þýzkir og franskir KARLMANNASKÓR Stórglæsilegt úrval. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. FALLEGIR LAKKSKÓR fyrir telpur. — Stærðir 27 — 36 SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. Ódýrir KULDASKOR KARLMANNA Verð kr. 323,00. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. FRANSKIR DRENGJASKÓR Fallegar gerðir. ■— Stærðir 30 —39 SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.