Þjóðviljinn - 07.12.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1967, Blaðsíða 1
DSOHVIUIIil HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1967 □ Dregið verður 1 Happdrætti Þjóðviljans 1967 eftir aðeins 16 □ daga og eru aðalvinningarnir í happdrættinu tveir fólksbíl- □ ar, Moskvitchbfreið og Trabant de lux. Ennfremur eru □ þrír aðrir smærri vinningar. — Gerið skil í Tjamargötu 20, □ sími 17512, eða að Skólavörðustíg 19, sími 17500 sem allra □ fyrst. MiSbœjarskólanum lokaS vegna kulda HITAVEITAN HEFUR ALDREI BRUGÐIZT JAFNHRAPALLEGA Á sama tíma samþykkir íhaldsmeiri- • hlutinn í borgarstjórn 18% hækkun hitaveitugjalda 1. janúar nk. og síðar á að koma 12% hækkun þar ofan á □ Sjaldan eða aldrei hefur Hitaveita Reykja- víkur brugðizt eins hrapallega hlutverki sínu einsog í kuldunum í fyrradag og gær og eru borg- arbúar þó orðnir ýmsu vanir frá hennar hendi. □ í stórum hluta gamla bæjarins var í fyrra- dag og gær varla viðvært í húsunum sökum kulda. Veit blaðið nokkur dæmi þess að fólk flýði með börn sín að heiman af þeim sökum. Heita vatnið þraut í pípunum um hádegi og sjaldan eða aldrei hafa Þjóðviljanum borizt jafnalmennar kvartanir víðsvegar að úr gamla bænum og nú: Af Bræðra- borgarstíg, Hávallagötu, Snorrabraut, Miklubraut, Skólavörðustíg, Lokastíg, Gunnarsbraut, Njarðar- götu og Laugavegi svo nokkur dæmi séu nefnd. □ Og svo kált var í Miðbæjarskólanum í gær að þar varð að fella niður kennslu, bæði fyrir og eftir hádegi, og hefur slíkt víst ekki gerzt um hálfrar aldar skeið eða síðan 1918! 30% hækkun hitaveitugjalda Sömu daga og stór hluti Reykvikiuga situr í kuldanum eru forráðamenn Reykjavíkurborgar að samþykkja stór- fellda hækkun hitaveitugjalda. Á fundi borgarráðs í fyrra- dag var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 tillaga um 18% hækkun hitaveitugjalda er koma á til framkvæmda 1. janú- ískönnun fyrir Norðurlandi 1 gær, miðvikudaginn 6. des. fór gæzluflugvélin TF-SIF í ís- könnunarflug. Flogið var fyrir Snæfellsnes og Bjarg og komið í þéttan ís, 7-9/10, 49 sjómílur í r/v 315° frá Barða. Þaðan virtist ísbreiðan liggja í r/v 220°- Fylgt var ís- röndinni norður með að stað r/v 343° 57 sjómílur frá Homi. Síðan var flögið SA og A yf- ir Húnaflóa og var þar dreifður, sundurlaus ís og ísspangir, að stað 330° r/v 40 sjómílur frá Skaga. Þaðan var flogið norður fyrir Grimsey meðfram gisnu ís- hrafli, sem var þéttast 1-3/10. Is- hrafl þetta var næst Skaga í um það bil 40 sjómílna fjarlægð. Nokkuð þéttur ís, 4-6/10, var í 50 sjómílna fjarlægð norður af Grímsey og íshrafl þaðan í aust- ur og suður. Gisið íshrafl og ísrastir liggja þaðan, að stað um það bil 20 sjómílur norður af Rauðunúpum, en þaðan virðist ísinn beygja í norðaustlæga stefnu. Smá íshrafl og jakar sáust kringum Mánareyjar og suður af Grímsey. Nokkrir smájakar og íshrafl voru norður af Gjögrum og Eyjafirði og gætu þeir verið hættulegir skipum í dimmviðri. Fyrir Norðurlandi virðist ísinn tættur og dreifður og ekkert ó- venjulegt ísmagn á þessum tíma árs. Hörmulegt bílslys skammt frá Grímsárvirkjun: Unnið að endur- skoðun á tolla- ■ ■■ ■■■■■ ■ loggjofinni Þjóðviljinn sneri sér í gær til Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra fjármála- ráðuneytisins og spurðist fyrir um það hvað liði end- urskoðun á tollalöggjöfinni, en eins og menn munu minnast var það boðað samfara gengislækkuninni, að endurskoðun yrði gerð á tollalöggjöfinni og tollar þá lækkaðir á sumum vöruflokkum. Ráðuneytisstjórinn kvað tollskrárnefnd hafa unnið að undirbúningi málsins að undanförnu en aðild að henni eiga m.a. Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Verzlunarráð íslands auk þess sem i henni sitja embættismenn ríkisins. Þá hefur Alþýðusamband ís- lands átt aðild að þessu undirbúningsstarfi. sagði r áðuney tisst j ór inn. Ráðuneytisstjórinn kvað of snemmt að ræða' um efnislegar breytingar á tollalöggjöfinni, málið væri enn aðeins á undirbúnings- stigi. Kvaðst hann ekkert geta sagt um það ennþá, hvort verkið sæktist það vel að hægt yrði að leggja breytingatillögurpar fyrir alþingi fyrir jóf. Síberíukynning í kvöld Síberfukvöld á vegum MÍR er í kvöfld kl. 9 í salnum að Þing- holtsstræti 27 — en það féll nið- ur í frétt hér í blaðinu í gær. Þorsteinn frá Hamri fiytur frásögu frá Síberíu og sýnd verð- ur ný heimildarmynd um þetta mikla land, litmynd sem ungir menn hafa saman sett mjög fjör- lega. öllum er heimill aðgangur. ar n.k. og auk þess er í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar sem kemur til fyrri umræðu í borgar- stjórn í dag reiknað með 12% hækkun hitaveitugjaldanna á næsta ári vegna hækkunar byggingarvísitölu. Munu hitaveitu- gjöldin því hækka um hvorki meira né minna en 30% á næsta ári þegar allt kemur til alls. ----------------------------«> Tveir piltar biou bana, en þrennt slasaðist alvarlega □ í fyrrinótt, laust eftir miðnættið, varð það hörmulega slys skammt frá Grímsárvirkjun að bif- reið steyptist niður í Gilsárgil. Átta ungmenni úr Egilsstaðakauptúni voru í bílnum, 5 piltar og 3 stúlkur. Voru 2 piltanna látnir, þegar læknir kom á slysstaðinn, þrennt slasaðist alvarlega. Fimmsett í Kennara- skólann! ÞÓTT KENNARASKÖLI ÍS- LANDS sé til húsa í nýrri byggingu á hann þegar vift mikla húsnæðiserfiðleika að etja og er nú í skólanum fimm- faldur fjöldi á við það sem fullgerður hluti skólahússins rúmar samkvæmt tcikningu. ÞETTA KOM FRAM á fundi sem skólastjóri Kennaraskólans Broddi Jóhanncsson hélt með blaðamönnum og fleirum í gær og sagði hann að í skólan- um væru nú 30 bekkjardeildir í sjö kennslustofum. Nemendur í bóknámsdeildum eru 640 og 30 I handavinnudeild auk þess eru i skólahúsinu 181 barn úr Æfingaskólanum, cn bygging hans hófst í sumar. Sá hluti skrMahússins scm lokið er við rúmar aðeins nm 170 manns. Við afgreiðslu hitaveitugjalda- hækkunarinnar í borgarráði fluttu þeir Guðmundur Vigfússon fulltrúi Alþýðubandalagsins og Kristján Benediktsson fulltrúi Framsóknarflokksins eftirfarandi frestunartillögu: „Með því að lagahcimild um verðtryggingu Iauna hefur nú verið felld úr gildi og allt er í óvissu um hvort samtök Iaunþega ná samningum við atvinnurckcndur um greiðslu vísitöluuppbótar á laun til að vega upp á móti þeim vcirð- hækkunum sem komnar eru til framkvæmda og framund- an eru telur borgarráð ekki fært að hækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur að svo stöddu og frestar því fram- kominni tiWögu um hækkun gjaldskrárinnar". Frestunartillaga var felld Þessa tillögu þeirra Guðmund- ar og Kristjáns felldi íhalds- meirihlutinn 1 borgarráði með þrem aíkvæðum gegn tveim. Framlhald á 9. síðu. Ekki er vitað um orsakir slyss- ins, en sýslumaðurinn í Norður- Múlasýslu vann að rannsókn þess í allan gærdag. Ungmennin, sem voru á aldr- inum 14 ára til tvítugs, munu hafa verið á kvöldakstri í bíln- um, Rússajeppa, þegar slysið varð um kl. 0.10 að því er tal- ið er. Hefur bíllinn steypzt nið- ur í gilið, um 17 metra fall, og lent þar á framhjólunum í Gilsá. Áin var á ísi, en ísinn brotn- aði undan þunga bílsins og var framendi hans á kafi í vatni, er að var kómið. Tvær stúlknanna, sem f bílnum voru, og einn piltanna komust út úr bílflakinu í ánni og gátu gert viðvart í íbúðar- húsinu við Grímsárvirkjun. Var þá þegar haft samband við björgunarmenn í Egils- staðakauptúni og voru þeir komnir á slysstað um kl. 1 ásamt héraðslækninum Þor- steini Sigurðssyni. Tveir pilt- anna voru þá látnir, en þrennt alvarlega slasað. Stúlk- urnar tvær og pilturinn sem gátu gengið frá slysstað að Grímsárvirkjun meiddust hinsvegar ótrúlega litið. Unglingarnir átta voru allir úr Egilsstaðakauptúni eða frá ná- grannabyggðinni Hlöðum. Stúlk- an sem slasaðist alvarlega liggur í sjúkrahúsinu að Egilsstöðum, annar piltanna var fluttur, í spítalann í Neskaupstað en hinn með flugvél hingað til Reykjavíkur í gærkvöld og í sjúkrahús. Enginn sáttafundur hefur ver- ið boðaður enn út af verkfalli Verkakvennafélagsins Sóknar í Vestmannaeyjum, sagði Guð- munda Gunnarsdóttir, formaður félagsins í viðtali við Þjóðvilj- ann í gærdag. Sem fyrr segir var unnið að rannsókn slyssins í gær. Lá þá ekkert ljóst fyrir um orsakir slyssins og eins þótti ekki tíma- bært að birta strax nöfn þeirra sem létust eða slösuðust alvar- lega. — Læknir frá Neskaupstað var héraðslækninum í Egilsstaða- kauptúni til aðstoðar í gær. Meginmisklíðarefnið er útborg- unarfyrirkomulagið til verka- fólksins í hinum fjórum frysti- húsum í Eyjum. Utvegsbankinn heimtar að verkafólkið spari og leggi laun sán inn á sparisjóðs- reikning hjá þeim. Enginn sáttnfundur í verkfallinu í Eyjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.