Þjóðviljinn - 07.12.1967, Page 2
2 SlÐA
í>JÓÐVILJTNN
Fimmtudasur 7. desember 1967.
Minning
Húsnæðisvandræðí
há nú starfí T.B.R.
Aðalfundur Tennis- og bad-
mintonfélags Reykjavíkur var
haldinn nýlega i átthagasal Hó-
tel Sögu.
Fonmaður, Kristján Bene-
diktsson, setti fundinn og flutti
skýrslu félagsstjómar.
Félagiðhefur nú fengiðsama-
stað í skrifstofúhúsi IBR í
Laugadal, bar sem fundir eru
haldnir og gögn féiagsins eru
geymd. Fjórtán bókaðir stjórn-
arfundir voru haldnir.
Hin vanalegu mót: haustmót,
firmakeppni, innanfélagsmót,,
Reykjavíkurmót og íslands-
meistaramót vom haldin á ár-
inu, auk þess var tekin upp sú
nýbreytni, að opið einliðaleiks-
mót fyrir unglinga í þremur
flokkum var haldið í des. og
opið einliðaleiksmót fyrir full-
orðna í janúar, var þátttaka í
báðum þessum mótum mjög
góð.
Lögð var mikil áherzla á
kennslu unglinga í badminton,
og em margir efnilegir ung-
lingar að koma fram á sjón-
arsviðið. IBR veitti TBR 13
þúsund kr. kennslustyrk. Fjór-
ir félagar úr TBR heimsóttu
Tennis- og badmintonfélag ísa-
fjarðar og var forkunnarvel
tekið. TBR gaf félaginu á ísa-
firði verðlaunabikar, sem keppt
verði um þar.
Æfingattmum hefur fáfkkað
frá því í fytra, þar sem félag-
ið hefur misst fyrri aðstöðu
sína bæði í KR ög Valshúsinu,
en þessi félög bæði em búin
að stofna badmintondeildir. I
þessu sambandi kom formað-
ur inn á þá erfiðleika, sem fé-
lagið er í vegna húsnæðisskorts.
Húsnæðismálin hafa löngum
verið ofarlega á baugi innan
TBR, sem hefur hingað til ver-
ið upp á önnur félög komið
með alla æfingatíma. Mikill á-
hugi var meðal félagsmanna
að koma skriði á húsbygging-
armálin og vom allir sammála
um það, að ef félagið ætti að
eiga framtíð fyrir sér væri eina
leiðin að byggja hús, annað-
hvort með öðmm eða eitt sér.
Félagið hefur fest kaup á
nýrri, danskri kennslukvik-
mynd í badiminton, sem var
sýnd í lok fundarins og gerður
var góður rómur að. Hinn 5.
nóvember 1967 var stofnað
Badmintonsamband allra bad-
mintondeilda á landinu. Af
fimm manna stjóm voru 3 úr
TBR kjörnir: Kristján Benja-
mínsson, sem kjörinn var for-
maður sambandsins, Ragnar
Thorsteinsson og Ragnar Ge-
orgsson. Lesnir vom upp og
samþykktir reikningar félags-
ins og reikningar Húsbygging-
arsjóðs.
□
I stjórn vom kjömir: Kristj-
án Benediktsson einróma end-
urkjörinn formaður. Meðstjóm-
endur: Garóar Alfonsson, Ragn-
ar Haraldsson, Jóhannes Ág-
ústsson og Láms Guðmundsson.
Endurskoðendur: Magnús Elí-
asson og Sigurgeir’ Jónssdn
endurkjörnir. Stjóm Húsbygg-
ingarsjóðs: Gunnar Petersen,
Davíð Sch. Thorsteinsson, Ragn-
ar 'Georgsson og Karl Maacki
Mótanefnd: Kolbeinn Krist-
insson, Einar Jónsson, Gísli
Guðlaugsson og Alfheiður Ein-
arsdóttir. Keppnisráð: Karl
Maack og Halldóra Thoroddsen.
Leið-
ist þeim ekkert?
Blaðamennska er mjög
fjölbreytilegt starf, því okk-
ur blaðamönnunum er í sí-
fellu ætlað að fjalla um nýja
atburði og meta óvænt við-
horf. Samt erum við sem
lengi höfum gegnt þessu
starfi farnir að átta okkur á
hinum árvissu verkefnum. Það
er til að mynda fastur atburð-
ur i lífi okkar að á hverju
hausti, þegar lofthitinn fer að
nálgast frostmarkið, hætta
íbúar gömlu hverfanna í
Reykjavík að fá vatn frá
hinni svokölluðu hitaveitu.
Við skrifum síðan um þetta
greinar, gagnrýnum stjómar-
völdin og krefjumst úrbóta.
£>á tekur hitaveitustjórinn við
og lofar bót og betrun; síðan
bætir borgarstjórinn við al-
vöruþrungnum yfirlýsingum
og lýsir umhyggju sinni fyr-
ir hverjum þegni þessarar
borgar, sem jafnan heitir
borgin okkar fyrir kosning-
ar. Og til þess að sýna að
hugur fylgi máli ráðast jafnt
tæknilegir sem pólitískir for-
ustumenn borgarinnar endr-
um og eins í framkvæmdir.
reisa til að mynda risastóran
geymi á Öskjuhlíð og láta
fylgja fyrirheit um að geym-
irinn sá muni leysa allan
vanda. En einu gildir hvað
sagt er og hvað gert er; það
hefur engin áhrif. Heita vatn-
ið þrýtur í gömlu hverfun-
um á hverju hausti, og komi
hörkur frýs vatn í leiðslum
og síðan springa þaer og
spilla íbúðum og húsgögnum,
en íbúarnir flýja til ættingja
og kunningja. Hins vegar eru
hitaveitureikningamir aldrei
hærri en þegar klakinn legg-
ur undir sig leiðslumar.
Ég sem blaðamaður er fyr-
ir löngu orðinn leiður á þessu
árvissa verkefni. En skyldi
þeim ekkert leiðast, hita-
veitustjóranum og borgar-
stjóranum? Hefur verkfræð-
ingurinn sem gegnir starfi
hitaveitustjóra engan starfs-
metnað; er honum sama þótt
hin svokallaða sérfræði hans
reynist fáfræðin einber að
því er tekur til þessara
vandamála? Og ætlar borgar-
stjórinn að láta það viðgang-
ast allan starfsferil sinn að
undirmönnum hans takist
ekki að leysa þetta einfalda
vandamál? Er sómatilfinn-
ingin alveg botnfrosin, líkt
og vatnið í hitaleiðslunum í
gömlu hverfunum?
— Austrl.
Rögnvaldur Sveinbjörnsson
kennari
f. 25. apríl 1910 — d. 1. desember 1967
I dag er gerð útför Rögnvailds
Sveinbjörnssonar, kennara.
Hann lézt 1. þ.m. eftir skamma
legu. Mikill harmdauði öllum,
sem þekktu þennan öðlings-
mann. Hann fæddist 25. apríl
1910 að Hámundarstöðum í
Vopnafirði og ólst þar upp í
stórum systkinahópi. Foreldrar
Rögnvalds voru Guðbjörg Gisla-
dóttir frá Hafursá á Völlum á
Héraði. Hún lifði til hárrar elli
og dó fyrir rúmum 12 árum.
Sveinbjöm var ættaður úr
Húnaþingi, sonur Sveins bónda
á Selási í Þorkelshólshreppi.
Rögnvaldur brauzt til mennta.
Lauk námi frá Héraðsskólanum
á Laugum 1929 og fór síðan
til Danmerkur og stundaöi nám
í fimleikum á hinum kunna
íþróttaskóla Nielsar Bukhs í
OUerup, en Haraldur bróðir
hans, sem búsettur er íBanda-
ríkjunum lauk einnig námi frá
þessum skóla. Síðar stundaði
Rögnvaldur nám við danska í-
þróttaháskólann í Kaupmanna-
höfn, svo sem Valdimar bróðir
hans hinn góðkunni mennta-
skólakennari hafði áður gert.
Eftir heimkomuna stundar
hann íþróttakennslu í Reykja-
vík, Keflavík og víðar umíand.
Hann lét þó ekki staðar num-
ið á námsbrautinni. Hann var
eins og allir góðir kennarar,
sem stöðugt finna þörf til þess
að halda áfram að bæta við
þekkingu sína. Hann er í kenn-
araháskólanum í Höfn á árun-
um 1954—1955. Leggur hannnú
stund á framburðarkennslu,
sálfræði og umsjón jmeð skóla-
bókasöfnum. Sumaiið áður
dvaldi hann í Sviþjóð og stund-
aði nám þar í föndri og smíð-
liiai. i>Árið , 1937. ^tekur .. hana..
kennarapróf í smíðakennslu frá
handavinnuskólanum í Askov á
Jótlandi. Þessi námsferill sýn-
ir, að áhugi Rögnvalds beindist
í margar áttir. Hann starfaði
við Breiðagerðisskóla í Reykja-
vík frá 1956.
Rögnvaldur var kvænturVig-
dísi Bjömsdóttur bónda í
Sveinatungu, í Borgarfirði,
hinni mætustu konu. Heimili
þeirra einkennist af fágaðri
smekkvísi og hlýju húsráðenda.
Rögnvaldur var meðalmaður
á hæð, ljós á hár, þrekvaxinn
og sterklega byggður. Blá og
hlý augu hans og bros, sem ó-
sjaldan lék um varir hans fund-
ust mér sterkust einkenni í
björtum svip. Hæglát fram-
koma vakti virðingu og trún-
aðartraust.
Það var á sólmánuði fyrir
nokkrum árum. Rögnvaldur
hafði tekið bátinn Loft með
sér og við stikuðum léttstígir
skamman spöl af veginum að
Krókavatni á Holtavörðuheiði.
Það var í fyrsta sinn, sem ég
kom þangað efra. Ég naut þess
að finna hvað Rögnvaldur hafði
mikla ánægju af að leiða mig
um vatnið bláa í nóttlausri
veröld — þar sem hann þekkti
hvert mið og hverja vík. Við
lögðum netin í kyrrð næturinn-
ar, sem aðeins var rofin endr-
um og eins af mófuglskvaki og
undurfögrum tónum himbrim- ^
ans — íslenzk sumarnótt í allri
sinni dýrð. Undir morgun kom-
um við heim í Sveinatungu
þrevttir öpn, en glaðir í hjarta.
Ég hafði kynnzt svila mín-
um betur á þessari næturstund
en á mörgum svipulum mótum
í þysi borgarlífsins. Þar fór
heill maður og sannur, sem
unni lítillmagnanum og þold!
ekki að á hans rétt væri geng-
ið. Allt hans eðli var svo hug-
ljúft og gott, Hjálpfýsi hans
svo samgróin fari hans, að
engan dag vissi ég svo hann
rétti ekki meðbræðrum sínum
hjálparhönd.
Næsta kvöld fórum við í
urnboði Sveinatungubóndans að
vitja netanna. Aldrei hef ég
lifað jafnskjóta breytingu á
náttúrunni. Allt var orðið
hvítt og sem í dróma. Snjór á
sólmánuði — mófuglinn þagn-
aður — himbrimasöngurinn
allur á braut.
Við drógum netin þöglir og
undruðumst þessi hamskipti
náttúrunnar.
Hvar voru fuglar ...?
Eins og af sjálfu sér kom
þessi minning upp í hug mér.
þegar ég heyrði lát þessa góða
drengs.
Á liðnu sumri höfðum við
farið nokkrar ferðir á fomar
slóðir. Við rérum um vötnin
tvö, Krókavatn og Djúpavatn —
ógleymanlegar stpndir. Upp-
rifjun unglingsáranna — erfiði
og strit kreppuáranna — sund-
afrek á Eyjafirði — mann-
dómsár með vonbrigðum og
gleðistundum.
Þau voru samrýmd hjónVig-
dís og Rögnvaldur — eignuðust
ekki börn, en áttu ólítinn þátt
í uppeldi systurbarna Vigdísar.
Rögnvaldur var barribezii
maður, sem ég hef þekkt og
naut þess stór hópur barna.
Þau hjón hafa verið skjól
utanbæjarbama skyldmenna
sinna og ekki hafa gamalmenni
farið varhluta af heimilisylnum
og umhyggju þessara mann-
vina.
Æskufólkið býr að því ailla
ævi að fá að alast upp á fág-
uðu menntaheimili.
Engin orð fá sefað harm við
sviplega brottför þína kæri
vinur.
Snjórinn hefur skyndilega
svipt okkur sumarhlýjunni,
sem þú barst með þér.
Við minnumst þín, ljúflingur,
þegar við horfúm í augubam-
anna og hlustum á himbrim-
ann á blámum fjallavötnum að
sumri.
Hjálmar Ölafsson.
Ráðinn verði sérstakur náms-
stjóri bindindisfræðslunnar
36. þing Sambands bindind-
isfélaga í skólum var haldið í
Verzlunarskóla Islands helgina
18.—19. nóv. 1967. Þingið sátu
um 50 fulltrúar.
Fráfarandi varaformaður,
Pálmar Kristinsson fílutti
skýrslu stjórnar. Þingið gerði
eftirfarandi ályktanir.
I. 36. þing SBS ítrekar fyni
kröfur sínar um að tóbaksaug-
lýsingar í blöðum og annars
staðar verði ekki léyfðar, þar eð
læknavísindi allra landa telja
tóbaksreykingar hættulegar
heilsu manna og heilbrigði.^
Jafnframt telur þingið aðbind- v
indissamtök landsins þurfi að
taka upp öfluga auglýsinga- og
áróðursherferð gegn áfengis-
neyzlu og tóbaksreykingum.
Telur þingið að hið opinibera
eigi að stuðla að þessari
fræðslu með auknum fjárveit-
ingum og hvers konar annarri
fyrirgreiðslu við þau samtök er
að málum þessum vinna.
Þá telur þingið að bindindis-
fræðslu í skólum beri að auka
til muna og telur í því sam-
bandi að brýna nauðsyn beri
til að ráðinn verði sérstakur
námsstjóri bindindisfræðslu,
sem m.a. sjái um að núgfldandi
lögum um bindindisfræðslu
verði framfylgt.
II. 36. þing SBS fagnarþeirri
þróun er orðið hefur í æsku-
lýðsstarfsemi síðustu misserin.
Bendir þingið á að aukin æsku-
lýðsstarfsemi og heiilbrigt fé- |
lagslíf í skólum lándsins sésér J
staklega til þess fallið að ham’ |
gegn áfengisneyzlu. Þingi'j
fagnar tilkomu inýs skemmti ,
staðar fyrir ungt fólki í Saltvík'
og telur að þar sé stigið rétt
spor í áttina að bættum að-
búnaði fyrir ungt fólk ril
skemmtanahalds og tómstunda-
iðkana.
í stjóm sambandsins voru
kjörin: Forrn.: Höskuildur Frí-
mannsson, Verzlunarskóla Is-
lands. Varaformaður: Valgerður
Sverrisdóttir Kvennaskólanum í
Reykjavík. Meðstjómendur:
Hákon Sigurjónsson, Gagnfr.sk.
Austurbæjar. Guðfinna Guðm.-
dóttir, Kvennask. Rvfk., Rúnar
Már Jóhannsson, Kennarask.
íslands.
@ntinental
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar full-
komöu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
Fjölskyldufargjöld
©AUGLVSINGASTOFAN
Fjölskyldufargjöld Flugfélags
íslands eru s.annkölluð kostakjör.
Fjölskyldufargjöldin gilda innan-
lands og til NorSurlanda og nemur
afslátturinn l50%|. Notfærið yður
þessi kostakjör. Munið að frúin
fær 50% afslátt, þegar hjón
ferðast saman.
•s*
Vi*
Gilda frál.nóvember til
31.marz iil Norðurlanda,
allt árið innanlands.
FLUGFELAGISLANDS