Þjóðviljinn - 07.12.1967, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVHJTNN — Kmmtudagur 7. desember 1967-
Otgefandl: Sameiningarfloldtur alþýöu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V F’riðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19
Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuðl. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Skertur hlutur
J^tjómarflokkarnir eru sammála um kjaraskerð-
inguna, að nú verði að framkvæma kjaraskerð-
ingu. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn
hafa hagað ráðstöfunum sínum í samræmi við
það. Stórfelld gengislækkun; viðurkenningin á ó-
farnaði viðreisnarinnar svonefndu, er tengd því
óhæfuverki að afnema verðtryggingu kaups, eitt
aðalatriði júnísamkomulagsins, gegn mótmælum
allrar verkalýðshreyfingarinnar. Hún hljómar orð-
ið enn falskar en áður áróðurshugmyndin að með
júnísamkomulaginu og samningunum 1965 hafi
Bjami Benediktsson fundið upp nýja aðferð í sam-
skiptum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurek-
enda! Aðalmenn verkalýðshreyfingarinnar í þeim
samninguim hafa einmitt hvað eftir annað lýst því,
að þeir teldu eitt aðalatriði og höfuðávinning júní-
samkomulagsins 1964 að þá var ríkisstjómin knú-
in til að afnema hið heimskulega bann við verð-
tryggingu launa sem sett var þegar núverandi
stjómarflokkar tóku við völdum 1960 og „reikni-
meistarar“ ríkisstjómarinnar og ráðherramir boð-
uðu þá sem fagnaðarerindi og flestra meina
bót. Þetta aðalatriði júnísamkomulagsins er nú
rifið í tætlur, verðtrygging kaupsins afnumin úr
lögum fyrirvaralaust, og verkalýðshreyfingunni
sagt að hún geti gjört svo vel og farið að berjast
fyrir henni á nýjan leik eða jafngildi hennar! Og
samtímis gerir ríkisstjómin ráðstafanir til að velta
stórfelldri verðhækkanaskriðu yfir landsmenn.
j^eiknimeistarar ríkisstjómarinnar, ráðherrar og
LÍÚ munu þó hafa í pokahominu sérstæða
kjaraskerðingu sjámanna. Klíkustjórar LÍÚ gátu
ekki stillt sig um að láta hennar getið kringum
gengislækkunina og tóku að lýsa því sem „skil-
yrði“ fyrir því að gengislækkunin „dygði“ þeim,
að aflahlutur sjómanna yrði skertur. LÍÚ hefur
legið á því lúalagi árum saman, einkum íhalds-
þingmaðurinn núverandi Sverrir Júlíusson, að
heimta skerðingu á aflahlut sjómanna. Með því
að misnota meirihlutavald Alþingis og þjónustu-
semi gerðardómsráðherra Alþýðuflokksins tókst
að skerða hlut síldveiðisjómanna á velgengnisári
og færa miljónir af tekjum, sem sjóimönnum bar,
í vasa LÍÚ-mannanna. Nú virðist eiga að leika
sama óþokkaleikinn, og má þó ótrúlegt teljast,
þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, að Eggert
G. Þorsteinsson, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gísla-
son gerist berir að þeirri ósvífni að hjálpa Sjálf-
stæðisflokknum að skerða aflahlut sjómanna. Al-
þýðuflokksleiðtoginn Jón Sigurðsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur eindregið mót-
mælt áformum um skerðingu sjómannahlutarins.
Og sjómennirnir sjálfir eiga eftir að segja sitt orð.
Þess væri full þörf að kenna ríkisstjóminni, ef
hún getur lært, að árásum á sjómannshlutinn
verður ekki fram komið, hvorki nú um áramótin
eða endranær. — s.
\
GUÐAD Á GLUGGA
Stundin okkar var fremur
þunn og þar munaði að Ei-
ríkur Stefánsson var ekki í
sögustólnuna með sinar á-
gætu endurminningar af Jök-
uldalnum, eins og sunnudag-
inn nítjánda nóvember.
Myndasaga Ragnars Lár bar
af efni í þessari stund. Per-
sónur eru vel unnar og frú-
sögnin ofin þjóðsagnablas, en
það er efni sem öllum, jafnt
fulilorðnum sem bömum, er
hugstætt.
Myndsjáin var eins og oft-
ast áður þarfaþing. Athyglis-
verðast í henni var starfsemi
Blindrafélagsins og heimsókn-
in til Andrésar Gestssonar og
konu hans.
Herréttur: Þetta var frá-
munalega þunglamaleg og
leiðigjörn mynd og á hreint
ekkert erindi í dagskrá helgi-
dags fremur en Maveriek.
Hér gala gaukar: Það var
létt yfir þessum þætti. Fram-
koma og klæðnaður skemmt-
enda mjög til sóma. Systum-
ar Þórdís og Hanna Karlsdæt-
ur frá Keflavík sungu Fingra-
kossinn mjög sæmilega. Síð-
asta lagið, sungið og leikið af
Svanhildi Jakobsdóttur og
Ólafi Gauk, var þó rúsínan í
pylsuendanum.
Fljúgandi bjargvættur: Það
var stórkostlegt að sjá þetta
hrikalega fjalliendi, auk þess
sem myndir af fólki, sem
leggur líf sitt í hættu til að
bjarga öðrum eins og þessi
fljúgandi bjargvættur gerði,
verða alltaf gott efni, hvort
heldur er í sjónvarpi eða
hlljóðvarpi.
Vísindin settu svip sinn ó
þetta þriðjudagskvöld, utan 12.
þáttur fyrri heimsstyrjaldar-
innar, sem ekki brást frekar
en fyrri daginn. Það var
margt fróðlegt að sjá ogheyra
og engum vafa undirorpið að
um merka hluti var að ræða.
En er þetta ekki einum of
mikið af svona þungmeltri
fæðu? Myndin Massachusetts
(M. I. T) tók tæpa klukku-
stund af kveldinu og fannst
mér hún þó lökust þess vís-
indaefnis, sem á þorð var
borið fyrir okkur.
Stundarkom: Þettavarmjög
Guðlaugssyni. Hann virðist
naskur að krækja í fólk, sem
tekur hluti sína alvarlega. Ég
vil fara nokkrum orðum um
hvem þátttakanda, og þá er
fyrstan að telja Svein R.
Hauksson með Tengla, semað
allra dómi hlýtur að vera
tímabær og þarfur félagsskap-
ur. Ég óska Sveini R. Hauks-
syni og félögum hans tii ham-
ingju og um leið þeim, sem
eiga eftir að njóta þessa fé-
lags.
Elísabet Erlingsdóttir söng
mjög vel. Hún fór bezt með
Lindina. Samtalið við hina
ungu leikkonu (leyfi ég mér
að titla hana, þó hún sjálf
teldi það of stóran titil) sýndi
að hún veit hvað hún vill.
ánægjulegur þáttur hjá Baldri
Edda Þórarinsdóttir á eftir að
láta kveða að sér á leiksvið-
inu í framtíðinni.
Óskar Sigurpálsson er
hraustleikamaður að sjá. Von-
andi verður hann á olympíu-
leikjunum næst.
Þjóðlagatríóið Hrynur er
með því betra, sem ég hef
heyrt og séð af því taginu.
Vilþorg Árnadóttir, upp-
hlutsstúlkan frá heimssýning-
unni, er mjög aðlaðandi og
skemmtileg stúlka.
Þættir sem slíkir verða allt-
af vinsælt sjónvarpsefni. Þama
er ekkert sem þvingar, engar
vöflur, fólk blátt áfram og
hversdagslegt eins og það
hefði komið saman á heimili
einhvers þeirra til að spjalla
um daginn og veginn.
fsland nútimans: Þetta var
góð mynd, en þó ekki betri
en þær íslenzku eins og Horn-
strandir Ósvaldar Knudsen,
sem ég mun geta um síðar i
þessum þætti. f þessari ágætu
njynd er því slegið fram að
borgarbúinn sé mosinn í þjóð-
félaginu. Ef átt er við með
því, að hann sé kjami þjóð-
félagsins, því að í mosanum
felst mikið kjarngresi, finnst
mér það ekki rétt samlíking.
Sveitafólkið og þar með tald-
ir sjómenn og annesjabændur
hafa aliltaf verið taldir kjarni
þjóðarinnar, og verða það
meðan byggð stendur. Þetta
breytir litlu um gæði mynd-
arinnar í heild. En hitt er ó-
hrekjanlegur sannleikur.
Á öndverðum meiði: Þama
mættust stálin stinn, ef svo
mætti að orði kveða. Margur
hafði þó búizt við harðari
Yfirlit þess helzta á sjónvarps-
skerminum í síðustu viku
mm ifii' iii' iiw" ......
rimmu, svo andstæð eru þau
sjónarmið þessara ágætu
manna. Eysteinn Jónsson
þjarmaði þó nokkuð að fjár-
málaráðherra, sem fór i kring-
um málin eins og köttur í ^
kringum heitan graut. Hátt- 9
virtur fjármálaráðherra virtist ’
ekkert sorgmæddur yfir kjara-
skerðingu launþegans. Hann
gerði meira að segja að
gamni símu, lék við hvem k
sinn fingur og líkti kjörum J
fólksins við jólaköku, sem
það hefði hakkað í sig eins
og hverjir aðrir óvitar. Hann
sagði reyndar „við“ til að
draga athyglina frá hverjum
sneytt var að. ^
Ég vil segja það, og það |
munu ffleiri taka undir orð •
mín, að ef launþegar og al-
menningur í þessu landi hef-
ur lifað jólakökulífi, sem er 4
þó ekki nema sæmilegt líf, ^
þá hefur háttvirtur fjármála- *■
ráðherra og hans fylginautar
lifað rjómatertulífi og vel það.
Homstrandir: Þetta er meira
en mynd. Þetta er heil saga,
heimild um þessi gömlu
frumstæðu áhöld, stórviðar-
sögina, bjargvaðinn, handfær-
ið, tréílátin, heimatillbúnu ■
þvottaklemmumar, og síðast, |
en ekki sízt gamla prestinn I
snússa sig ánægðan með sitt •
hlutskipti nyrzt á hjara ver-
aldar.
Villta gresjan: Þessi mynd,
eins og allar hinar af grið-
löndum villidýra, var skín-
andi góð og skemmtileg.
Sagan af Lois Pasteur: Þetta
var saga eins mesta velgjörð-
armanns mannkynsins, föður . -
sýklafræðinnar, baráttu hans ■
við þröngsýni annarra og |
verðskuldaðs sigurs að 3ok- B
um. Oft hefur sjónvarpinu ■
tekizt sæmilega með val
löngu myndanna, stundumvel,
en aldrei betur en með þessa
mynd.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi. |
!
!
I
!
!
I
RÖGNVALDUR HANNESSON:
Lokadagur réttarhald-
anna í Hróarskeldu
30. nóvember — 1 morgun
var síðasti dagur réttarhald-
anna í Hróarskeldu, nema hvað
á morgun verður kveðinn upp
dómur. Um hann munu les-
endur Þjóðviiljans væntanlega
hafa fræðst þegar þessi grein
birtist, því fréttaskeyti eru
fljótari í förum en hraðbréf
frá Skandinavíu. Þetta verður
því síðasta grein mín frá rétt-
arhöldunum.
Lögfræðingamir Mehmet Ali
Aybar þingmaður frá Tyrk-
landi og fyrrum prófessor í al-
þjóðarétti í Istanbúl, og Leon
Matarasso frá Italíu, fluttu lög-
fræðilegar skýrslur um þjóð-
armorð. Verknaður sá er jafn-
gamall mannkyninu. Áður fyir
var barizt upp á líf og dauða
um auðævi jarðarinnar, og þeir
óvinanna sem lifðu af ósigur-
inn voru annaðhvort drepnir
eða hnepptir í þrældóm. Úr
sögunni þekkjum við krossferð-
imar og hinar grimmilegu trú-
arbragðastyrjaldir. AHlir kann-
ast við atferli nazista árin 1933
— 1945. Þó er liðlega öld síðan
því var fyrst slegið föstu á al-
þjóðlegum vettvangi að árásar-
styrjöld væri ólögmætt atferii.
Þjóðabandalagið sálaða ogSam-
einuðu þjóðirnar bannlýsa á-
rásarstyrjöld, og Haag-sáttmál-
amir frá 1899 og 1909 tryggja
bæði óbreyttum borgurum og
hermönnum ákveðin réttindi í
stríði. Ýmsar fleiri alþjóðasam-
þykktir eru tiil um hemað, en
ýmsar þeirra hefur Bandarikja-
þing ekki staðfest. Mataresso
taldi þó, að Bandaríkin væru
engu að síður bundin af þess-
um samþykktum, að svo miklu
leyti, sem um væri að ræða
viðteknar venjur meðal siðaðra
þjóða. Auk þess þyrfti að að-
hæfa lögin breyttum aðstæðum
í veröldinni.
Þjóðarmorð er samkvæmtal-
þjóðalögum útrýming ákveðins
þjóðflokbs eða kynþáttar með
drápi einstaklinga, brottflutn-
ingi þeirra, eða með því að
gera þeim ófært að auka kyn
sitt. Um þjóðarmorð getur ver-
ið að ræða þótt útrýmingarað-
gerðir beinist aðeins að hluta
af ákveðinni þjóð — eða kyn-
flokki. Athygli skal vakin á því,
að í Nurnberg-réttarhöldunum
kemur orðið „þjóðarmorð“ að-
eins fyrir í ákæruskjölunum, en
í dómnum eru nazistaforingj-
amir sakfelldir fyrir „glæpi
gegn mannkyninu“.
Lelio Basso, prófessor íþjóð-
félagsfræði við háskólann í
Róm, flutti yfirlitserindi um
þessa aðra umferð réttarhald-
anna fyrir hönd þeirra, sem
eiga sæti í dómstólnum. Hann
taldi réttarhöldin hafa borið
mikinn árangur, blöð og önnur
fjölmiðlunartæki tækju þau nú
mun alvarlegar en verið hefði
í upphafi. Dómstólllinn
hefði safnað saman mjög mik-
ilvægum gögnum um Vietnam-
stríðið, og rannsóknarnefndim-
ar, sem farið hefðu tiil Vietnam
og fleiri landa á vegum hans,
hefðu unnið ómetanlegt starf.
„Á hverjum einasta degi er
verið að fremja stríðsglæpi í
Vietnam“, sagði Basso. Hann
taldi upp helztu vinnubrögð og
vopn Bandaríkjamanna, sem
vöröuðu við alþjóðalög. Pynd-
ingar og dráp stríðsfanga. Dráp
og nauðungarflutningur á ó-
breyttum borgurum, konum og
bömum. Gas- og eiturefnahern-
aður. Byssan M16, sem „special
forces“ nota og hefur svipuð
og verri áhrif en dúm-dúm-
kúlur. Napalm- og fosfór-
sprengjumar. Stálkúlu- ognála-
sprengjumar. Hann minnti á,
að dómstóllinn í Nurnberg
hefði ekki aðeins byggt dóma
sina á alþjóðaHögum, heldur og
því, að vissar athafnir væru í
eðli sínu glæpsamlegar.
Basso lauk máli sínu með
nokkrum orðum um það, hvers-
vegna fólki á Vesturlöndum
gengi svo afskaplega illa að
skilja þetta stríð. Á Vestur-
löndum lifir ennþá góðu lífi
þjóðsagan um Bandaríkin sem
útvörð frelsis og lýðræðis. En
við verðum að skyggnast á bak
við hulu áróðursins til aðfinna
það, sem komið hefur þessu
stríði af stað. Bandaríkin haía
gjörbreytzt frá þvi sjálfstæðis-
yfirlýsingin var samin. Þau
eru ekki lengur landbúnaðar-
land heldur öflugt iðnaðarstór-
veldi. Útþenslustefnan er eðliO
þess og hefur lengi verið.
Cleveland forseti komst svo að
orði 1893: „Monroe-kenningin
hefur nú gert sitt gagn. Vilji
Bandaríkjamanna er nú lög
hvar sem er í Vesturálfu". Síð-
an hefur þetta stórveldi ætíð
haldið áfram að víkka út efna-
hagsleg landamæri sín. Helzti
óvinur þess eru sósíalísku rík-
in vegna þess að þau eru ekki
opin fyrir bandarísku auð-
magni, og það hefur ekkifrelsi
til að hagnýta sér markaði
þeirra. Þessvegna eru sósíah'sku
ríkin ófrjáls heimur, en öll
einræðisríki á markaðssvæði
Bandaríkjanna frjáls. Þess-
vegna má ekki vietnamska
þjóðin sameinast undir forustu
Ho Chi Minh þótt hún viilji
það sjálf. Þessvegna lenda
framfarasinnaðir leiðtogar eins
og Castro og Arbenez í ónáð
hjá Bandaríkjunum. Þessvegna
steypa afturhaldsklíkur með
stuðningi Bandaríkjanna frjáls-
lyndum vinum þeirra eins og
Juan Bosoh, Goulart og Pan-
andreú. Æðsti draumur Banda-
ríkjamanna er að flytja hinn
bandaríska lífestil til annarra
þjóða, en raunsæi kaupsýsl-
unnar er þó ætíð á bak við.
Þessi einkennilega blanda
hræsni og hunzku er afekaplega
áberandi í bandarísku þjóðfé-
lagi í dag. Eins og John Quins-
ey Adams sagði, þegar hann
vildi fara að kristna Kínverja
og Bandaríkin villdu á sama
tíma ná undir sig mörkuðum
Asíu: „Kristindómurinn er
grundvöllur verzlunarinnar, hún
byggist á hinni kristnu reglu,
að menn breyti við aðra eins
og þeir vilja, að breytt sé við
sig“.
Og undir þessum lestri verð-
ur mér hugsað til tjörutunnu,
sem ég fann uppi í öskjuhlfð
einn sólskinsdag fyrir rúmum
tveimur árum. Hún var áfyllt
í Texas, en tjörukompanfið sagð-
ist hafa sambönd um allan
hinn frjálsa heim, og lét fylgja
kort af honum til skýringar.
Lundi, 30. nóv.
Rögnvaldur Hanncsson.
*
X
1