Þjóðviljinn - 07.12.1967, Page 7

Þjóðviljinn - 07.12.1967, Page 7
Fimmtudagur 7. desemiber 1967 — ÞJÓÐVHJINN — StÐA ! bokmenntir Svartur dauði og hvítur hrafn Steinar Sigurjónsson. Blandað í svartan dauð- ann. Almenna bókafélag- ið. 1967. 153 bls. S teinar Sigurjónsson hefur ekki valið bók sinni nafn út í bláinn. Það er drukkið svo langt sem hún nær eða því sem næst. Það er líklegt að einhverjir verði til að mótmæla þvílíku syndaflóði af brennivíni. Því þá ekki að benda á þá staðreynd, sem varla verður á móti mælt, að brennivín er allt að því eins digur þáttur í íslenzkri tilveru og blessað varnarliðið, sem spígsporar um allar samtíðar- bókmenntir okkar með sjálf- sögðum hætti? Það er látið að því liggja í fréttatilkynningu frá útgef- anda, að höfundur sýni persón- ur sem standi utan við þjóðfé- lagið. Það er nú svo. Það virð- ist a.m.k. að því er fyrstu bók sögunnar varðar óþarft að kveða svo sterkt að orði. Nokkrir sjóarar eru á fylliríi, timburmenn ber á góma og kvennafar og fjölskyldulíf Dg kvenmannsleysi og dapurleik lífsins. Er þetta svo óvenjulegt? „Það gerir mann þúngan að hugsa um þessa veröld. Maður er að forherðast með þessum jálkum. Maður verður að fara út þegar kallið kemur hvort sem það er nótt eða dagur án nokkurrar miskunnar, því sjór- inn er fyrir öllu hjá þeim. Það er eins og maður sé stundum aleinn í veröldinni og geti hvergi vænst hjálpar. Maður er slitinn frá hlýjunni og rekinn út í kolsvarta nóttina. Maður reikar i svefni af svefnþúnga og timburmönnum og fær ekk- ert svar frá karliwum nema glott“. .. „Allir sjómenn hugsa heim þegar þeir sjá díkið undir sér eins og hamslausan suðupott, skinnlausa rjúkandi breiðuna. Sjómaðurinn hugsar af öllu afli heim til litlu króanna sinna að sprikla í hlýunni, sér þá horfa á sig út á saltið þessum hreinu augum sínum. Svo bullar í vell- ingnum, yfir og undir, rignir eða hvolfist yfir mann að ofan og vellur í emjandi keldunni að neðan, allt er á stími til fjand- ans, lángþrumandi boðar á báð- ar hendur, og hann stendur á rönd í helvíti, eins og' hann stæði á brún á skólpfötu, álpast niður í sullið eða sleppur, og í þessu standi sér hann heim, í hvæsandi æðinu, flatur, á sundi í göngum eða hann hángir á putta einhvers staðar í mann- Hetjusaga aí Vestfjörðum Guðmundur Gislason Hagalín: Márus á Vals- hamri og meistara Jón. Skáldsaga. Skuggsjá ‘67. Guðmundur Hagalín hefur skrifað nýja hetjusögu. Þar segir frá glímu Márusarbónda við orð meistara Jóns og vilja konu sinnar, en rödd þeirra er raunar rödd samvizku hans. Márus hefur brotizt til góðra efna og virðingar, hreppstjóra- titill er á næsta leiti. Eftir að hann hefur látið einum sveit- unga sínum í té hey í harð- indum og gert honum aðborga með kindum en ekki heyi, hefst ,,hið magnaða missætti“. Guð- ný húsfreyja hans gefur hon- um áminningu: hann sé byrj- aður að mæla sig við „gníar- ana hérna inni á Ströndinni“. og við næsta húslestur fær hann hirtingu síns meistara: „. .. græðgi hins fégjarna tek- ur aldrei enda. Hann etur all- tíð og er þó alltíð soltinn“. Márus flleygir frá sér postill- unni og húslestrar af lagðir á heimilinu. Bregður skjótt lil hins verra í veiði og búrekstri ' ■ Guðm. G. Hagalín. bóndans á Valshamri. Fer hann ekki í neinar grafgötur um hver því valdi og býður tyftaranum ótrauður birginn. Allt heimilisfólkið tekur þátt í glímu þeirra, hver með sínu móti. Húsfreyjan skipar sér í lið með meistaranum og kveð- ur ekki friðar von „fyrr en þú hefur viðurkennt fyrir sam- 2 innlendar skáld- sögur frá Skuggsjá Skuggsjá hefur sent frá sér nýjar skáldsögur eftir tvo inn- Ienda höfunda: Ólaf Tryggva- son og Ingibjörgu Jónsdóttur. Ólafur Tryggvason er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir ritstörf sín og huglækningar. Bækur hans, „Huglækningar“, „Tveggja heima sýn“ og „Hugs- að upphátt", hafa allar vakið athygli og umtal,' enda þótt ekki hafi allir orðið á eitt sátt- ir um boðskap Ólafs. Nú hef- ur hann skrifað sína fyrstu skáldsögu, „Sigur minn er sigur þinn“, og styðst hann enn við reynslu sína í dulrænum efn- um. Þetta er saga hjónanna Fjölnis og Sólveigar, saga um ástir og örlög ólíkra manngerða. „Sigur þinn er sigur minn“ er 184 síður, prentuð í Prent- verki Akraness. Atli Már gerði bókarkápu. Ingibjörg Jónsdóttir hefur áður skrifað nokkrar skáldsög- ur, barnasögur og leikrit. Þessi nýja saga hennar, „Einum vann ég eiða“, er þroskasaga ungrar stúlku, sem elst upp í litlu þorpi vestur á fjörðum. „Einum vann ég eiða“ er 136 síður að stærð, prentuð íPrent- verki Akraness hf. Bókarkápa er eftir Atla Má. Ungir vegfarendur - bœk- llngi um umferðarmál dreift Fyrir nokkru keyptu samtök- in Varúð á vegurn upplagbók- ar Jóns Oddgeirs Jónssonar „Ungir vegfarendur", um 1300 eintök, en Liók þessa gaf Barna- vinafélagið Sumargjöf út í fyrra með fjárhagslegum stuðn- ingi samstarfsnefndar trygg- ingafélaganna. Þegar hefur meginhluta upplagsins verið dreift tiíl um 150 staða, skóla- stjóra, oddvita, löggæzlumanna og fleiri aðila. „Ungir vegfarendur“ erhand- bók fyrir fóstrur og foreldra. Teikningar gerði Helga B. Sveinbjörnsdóttir og Ijós- myndir tók Óskar Gíslason. vizku þinni og meistara Jóni, að þú hafir af þér brotið". En bóndi hennar fer sínu fram: „Hún móðir þín skilur til hlít- ar, að sá, sem á annað borð er eitthvað að manni, getur ekki látið misbjóða virðingu sinni og metnaði hver sém þar á í hlut“. Átökin magnaststig af stigi, bóndinn virðist ætla að teyma heimillið með sér í glötun, en eins og oft áður í skáldskap er það hin fómfúsa, trúa kona, sem frelsar sálkarl- mannsins: — trúlegast mundi þó, að mest hefði mátt sín for- bón þeirrar konu, sem reynzt hafði synda- og þrjózkuþrjótn- um næsta tillátssamur lífsföm- nautur, en þó aldrei orði hnilc- að frá boðun guðs og samvizku sinnar. Eins og getið var I upphafi er hér komin enn ein hetjusaga frá hendi Guðmundar Hagalín. Allar hélztu persónur sögunnar eru hetjur eða merkisfólk á einhvern hátt. Er það ekki smár vitnisburður því fólki, sem höfundur segist í inngangs- orðum ætla að lýsa. Kveikja sögunnar var segir þar, að „ég fór að svipast um í heimaihög- um og skyggnast eftir áhrifa- völdum bernsku minnar og hverjir hefðu reynzt því fólki, sem ég þekkti bezt og átti sinn þátt í að móta mig var- anlega, traustastir leiðtogar í h'fsins str!ði“. Upphafningu í persónulýs- ingum fylgir ofhlæði í stíl. Höf- undur er óspar á lýsingarorðog atviksorð sem virðast óþörf. Enda þótt orð persónanna tali allvel sínu máli um hug þeirra og sérkenni er ekki látið hjá líða að geta þess að þau eru sögð dapurlega, stuttlega, drýg- indálega eða jafnvel: eins og fleygt væri steinvölu, og menn eru gjarnam: fastmæltir eðaþá hikmæltir, seinmæltir og fl. í þeim dúr. Eins er óspart lýst augnaráði, persónurnar ertR fasteygar, heiteygar, hvass- eygar, skoteygar, otureygar og til er það að Márus Ktur á einhvem: „rólega og hlýlega og þó all hvasseygur". Glíma bóndans víð torskilin máttarvöld er burðarás verks- ins, glíma hans við náttúmma, selveiði, fjárhald og ástáhross- um verður þó með ýmsw móti eftirminnilegri. Höfundi tekst með lýsandi smáatriðum að gera viðureign hans við selí og fárviðri lifandi og minnisstæð. Enda þótt persónulýsingar sög- unnar séu mLsjafnlega tniverð- ugar bregður fyrir skýi-um myndum af daglegu vafstri þeirra og baráttu við óblíðn náttúru. Hörður Bergmann. legum veikleikanum og hrá- grænt díkið gapir niður i kok, klárt að gera upp við mann reiknínginn“. Þetta, svo dæmi séu tekin er ekki lýsing á hlut- skipti utangarðsmanna. Hitt má svo með sanni segja að aðferð Steinars Sigurjóns- sonar er óvenjuleg. Atvik, um- hverfi, minningar, samtöl, hug- leiðingar — allt hrærist þetta saman í ramma og þefmikla súpu, sem á fátt sameiginlegt með venjulegri frásagnarað- ferð. Lesandinn eygir ákveðn- ar persónur — einna gleggst Stjána kokk og konu hans Láru í grátbroslegu tilhugalífi Dg mögnuðum veðrabrigðum hjónabandsins, en eins getur það gerzt í næstu andrá að út- línur hverrar persónu um sig óskýrast, það er sem þær gangi hver inn í aðra á sérstakt til- verusvið, við sjáum fyrst og fremst tilveru þeirra í heild. Og það er ekki aðeins Bakkus sam sameinar þær heldur fyrst og fremst sérkennilegt málfar, sem þær bregða fyrir sig allar, hátt og í hljóði, tætingslegt, magnað, órökvíst, duttlunga- fullt. En þó það virðist furðu- legt geymir það í raun og veru furðumikið af því sem heyrist í íslenzku sjávarplássi. Við Nesjamenn megum við það kannast og viðurkenna næmi Steinars og góða heyrn: í því getum við séð vissa tegund raunsæis sem er að nokkru leyti skylt því sem birtist í þorpslýs- ingu Guðbergs Bergssonar. Þ egar kemur að annari bók sögunnar getum við hinsvegar vel farið að tala um fólk sem er utangarðs í þjóðfélaginu. Per- sónur fyrstu bókar eru, að liðn- um nokkrum árum, orðnar Steinar Sigurjónsson. fastagestir í hrafnakofa þar sem alls ekki sér til sólar leng- ur fyrir brennivínsgufum: „bezt að drekka upp týnda daga manns með guðs hjálp á reki í skólpi". Fáar lýsingar eru jafn- rammar á ömurleik fordrukk- innar tilveru og sumar þær sem þessi þáttur geymir: „Hjartað er nú alltaf sama hóran sívæl- andi ef eitthvað gefur á og fór að gráta. (Það eru taugarnar, sagði hann afsakandi, það eru bara taugarnar). Sálin er eitt fúafeni, maður sér ekkert netma vín fyrir glyrnunum hvort sem það er vín eða ekki vín, í svefni og vöku, um daga og nætur, lif- andi eða dauöur. Það er eins og eitthvað kolsvart helvíti flökti um holan munninn, og það var ekkert þarna inni nema kassi sjóferðapoki fullur af óhrein- um fatnaði og eldavélin og borðið, fyrir utan svaðið, og lagði höfuðið upp að ^feggnum. Hann var þarna nokkra stund að gráta og ég spurði hvort hann væri slasaður. Nei hann sagði það væru til sár sem sviði í þótt ekki blæddi og ég vissi ekkert, ég hélt allt væri jafn- fullt og ágætt og það hafði ver- ið“. Um leið ber því ekki að neita, að í seinni „bókinni" verður áhugi lesandans öllu daufari en í þeirri fyrri Það er reyndar ekki í fyrsta sinn að Steinar Sigurjónsson lendir í vandkvæðum og öngstrætum þegar síga tekur á sögur hans, öll kennileiti verða óskýrari miklu og um leið sækir á sú til- finning að nú sé ekki lengur sagt neitt nýtt um hað fólk, þá Framhafld á 9. síðu. Sögur og sagnir af Snœ- fellsnesi eftir O. Clausen Út er komin bókin „Sögur og sagnir af Snæfellsnesi" eftir Oscar Clausen, gefin út í tilefni af áttræðisafmæli höfundarins á þessu ári. Þessi útgáfa á „Sögum og sögnum af Snæfellsnesi“ er hugsuð sem tveggja binda verk. Sögur af Snæfellsnesi, sem út komu í heftum árið 1935 og næstu ár á eftir, eru að sjálfsögðu veigamikill hluti þessa bindis. Einnig er hér að finna Sögur Ásu á Svalbarði, sem líka eru áður útgefnarog loks er langur þáttur af Hrappseyingum, ættmönnum Boga Benediktssonar hins mikla fjáraflamanns og verzl- unarstjóra Ólafs Thorlaciusar í Stykkishólmi, en Bogi er kunnur fyrir hið merka mann- og sagnfræðirit sitt Sýslu- mannaævir. Oscar Clausen „Sögur og sagnir af Snas- fellsnesi" er 286 síðna bók, prentuð í Alþýðuprentsmiðj- unni hf. Bókarkápu gerðiAtli Már. Útgef. er Bókaforlagið Skuggsjá. Hjá selum og hvítabjörn- um eftir Friðþjóf Nansen Ein af kunnustu og vinsæl- ustu bókum norska landkann- aðarins og vísindamannsins Friðþjófs Nanscns „Hjá seluin og hvítabjörnum" er komin út í þýðingu Jóns Eyþórusonar og á forlagi lsafoldar. Bók þessi, sem á noreku heitir „Blant sel og bjöm“, kom fyrst út árið 1924, þegar höfundur var 63 ára gamall. Lýsir hann þar ferðum sínum með selföngurum í norðurhöf, greinir frá háttum selsins og segir frá hvítabjörnum. „Iþess- ari bók nýtur ferðagleði og at- hugunargáfa Nansens sín vel. Hann var líka vel drátthagur, eins og pennateikningar nans sýna“, segir þýðandi í formáls- orðum bókarinnar, sem er um 280 síður í vænu broti. Margar teiknlngar höfundar ern i bók- innL Jón Eyþórsson segir nokkur æviatriði Friðþjófs Nansens í formála sínium og greinir þá m.a. frá kynrcum sínum afhon- uma »Um og upp úr sáðustu aldamótum var Seyðisifjörður edgmfega höfuðstaður þeesa landsi Þangað voana ©nfiuskipa- ferðir firó Bergen. eða Stafiangri einia sœnni eða tvisvar á riku og náið samband við flest, sem norskt var. Á Seyðisfirði kom út vibu- blaðið Austri, heimastjómar- blað, sem bar Valtý ógóðan vitnisburð. Þetta blað keypti faðir minn enda var ritstjórinn Húnvptnir^ur, Skapti Jóseps- son frá Hnausum í Þingi. Rétt eftir aldamótin flutti Avstri ýmsa kafla úr ferða- sögu Nansens, Fram ovcr Pol- i -----------------------------------------v..... Ein af teikningum Friöþjófs Nansons í bókinni. havet. Ég man það, að ég gleypti þessa kafla í mig og u.pp frá því hef ég haft mikilar mætur á Friðþjófi Nansen. Tæpum 20 árum cftir að ég las ferðaþætti na í Austra átti ég þess kost að hlýða á fyrir- lgstra Nansens um haffræði við óslóarháskóla. Lét ég það tæki- færi ekki ónotað, en fiamnst jafnframt sem Nansen mundi öllu snjallari rithöfundur en ræðumaður. Hamn var sextugur, þegar þetta gerðist, meðalmaður á hæð, holdskarpur og beinaiber. Hár og yfirskegg snjöhvítt, en sköllótt kúpan að ofan. Augun voru hvöss og snör undirmikl- um, hvítloðnum brúnum. Hann var seinmæltur nokkiuð og horfði löngum niður í mimtis- blöð sín. Þannig man ég Friðþjóf Nansen, og fáir menn hafia orðið mér minnisstæðari“. Í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.