Þjóðviljinn - 07.12.1967, Page 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagiur 7. desember 1967.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
68
í dag var andlitið á henni ekki
grátbólgið. Hún sagði: — Æ,
það var gott þú komst, Marnie.
l>að er héma herra sem vill tala
við þig.
Ég gekk innum dymar og inn í
stofuna sem vissi að bakhliðinni-
Þar sat Stephan frændi og var
að tala við Terry.
22.
Stofan var illa lýst. Skálar-
nefnan sem hékk uppi undir
lofti átti að dreifa birtunni, en
í rauninni kastaði hún ljósinu
aðeins upp á við, svo að and-
litin í stofunni voru í hálf-
rökkri. Andlitið á Terry var í
hálfrökkri.
Hann sagði: — Jæja, þarna
komið þér, Marnie- Ég er eigin-
lega nýkominn. Ég fór fyrst í
Cranbrook Avenue. Ég var ekki
alveg viss um heimilisfangið.
Hann var með gult slifsi við
grænan sportjakka og rauðbrúnt
HARÐVIÐAR
ÚTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofB
Steinu og Dódó
Laagav 18. III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistola
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
vesti. Ég spurði: — Hvemig viss-
uð þér annars hvar ég var yfir-
leitt?
— Ég heyrði þetta neyðarkall.
En mér datt alls ekki í hug að
það væruð þér, fyrr en ég var
bóinn að hringja tvisvar sinn-
um til yðar í dag án árangurs.
Þá áttaði ég mig allt í einu,
skiljið þér. Ég hugsaði með mér:
Það hlýtur að vera móðir henn-
ar.
Þeir voru að drekka öl. Steph-
en frændi hlýtur einhvers stað-
ar að hafa útvegað það. Ég sett-
ist í stól. — Af hverju komuð
þér?
— Mér datt í hug að ég gæti
orðið yður að liði. Ég vissi ekki
nema þér hefðuð þotið af stað
í ofboði. Hann brosti, fullur af
vinsemd og samúð- Þetta var allt
eitthvað óljóst og undarlegt, en
ég var alltof örmagna til að
brjóta heilann um það.
Stephen frændi sagði: —
Herra Holbrook segir okkur, að
maðurinn þinn hafi meiðzt al-
varlega við að detta af baki. Ég
hafði ekki hugmynd um það. Þú
hefðir átt að segja Pkkur það,
Marnie.
Ég sat og horfði á Terry all-
an tímann. — Honum hefur þó
ekki versnað ... ?
— Nei.
Lucy kom inn í stofuna. — þá
er kvöldmaturinn til. Okkur veit-
ir víst ekki af matarbita öllum
saman. Herra Holbrook — ég
lagði á borð fyrir yður líka.
— Þökk fyrir, ég vil gjaman
borða með ykkur, sagði Terry.
— Ég má bara ekki fara of
seint af stað.
Við borðuðum í borðstefunni,
þar sem voru alveg ný húsgögn,
sem ég hafði keypt í húsið
hérna í Cuthbert Avenue, svo
að sú stofa minnti mig ekki eins
mikið á — á þetta allt saman
eins og hin herbergin. Ég sat
og var að velta fyrir mér hvers
vegna ég hataði klukkuna í eld-
húsinu svona ofsalega- Ég hafði
aldrei getað áttað mig á því.
En meðan ég sat þarna núna
og nartaði í kalda skinku með
pickles, mundi ég allt í einu
hvemig khakiefnið nuddaði mig
aftan á fótleggjunum, þegar mér
var lyft upp og ég sett á karl-
mannshné. Og svo mundi ég eft-
ir dálitlu sem var alveg hræði-
legt; ég mundi hvemig ofsaleg
omsta, heil styrjöld hafði gosið
upp fyrir ofan mig. Það var
pabbi og annar maður sem
slógust . . .
— Borðaðu skinkuna þína,
blessað barn, sagði Lucy. —
Hefði ég vitað að það kæmu
gestir, þá hefði ég reynt að
baka eitthvað.
Það var ekki mikið talað við
borðið. Sennilega var það vegna
þess að enginn vissi með vissu
hve mikið hinir vissu og vildi
ógjaman glopra neinu út úr sér.
Terry og Stephen frændi fóru
að tala um neðansjávarveiðar.
— Mamie. Þetta var Terry-
— Já?
— Gætuð þér ekki hugsað yð-
ur að koma með mér þegar ég
fer?
— Hvert?
— Ég gæti ekið yður heim.
Ég stakk gafflinum mínum í
skinkubita en lyfti honum ekki
af diskinum.
— Það finnst mér þú ættir
að gera, sagði Stephen frændi.
— Hvað ætti ég að gera?
— Láta herra Holbrook aka
þér heim Þetta hefur verið erf-
iður dagur fyrir þig, t>g fyrst
maðurinn þinn er veifcur, þá
verðurðu að vera heima hjá
honum, annars verður hann óró-
legur Við Lucy getum séð um
allt hér. Getum við það ekki,
Lucy?
— Það hefði ég haldið, sagði
Lucy og horfði á mig stærra
auganu
— Ég get ekki farið heim
núna, sagði ég.
— Þú getur komið hingað aft-
ur eftir nokkra daga. En það
er miklu betra að þú farir heim
í kvöld.
— Mark liggur enn á spítal-
anum, sagði ég. Og þar get ég
ekkert hjálpað honum.
En meðan ég var að segja
þetta, fann ég hlýja og góða
kennd hið innra með mér og ég
sagði við sjálfa mig: Af hverju
gerirðu það ekki? Og þótt það
væri fráleitt, þá hlustaði ég samt
á þessa rödd. Því að allt í einu
varð mér ljóst, að það sem
mig langaði mest af öllu til,
var að tala við Mark. Hann
hafði neytt mig til að tala um
sjálfa mig, og um sum tímabil
á ævi minni vissi hann meira
en nokkur annar. Og nú lang-
aði mig að komast heim til hans
og fylla upp í eyðumar, segja
honum það sem ég hafði látið
ósagt. Ég ætlaði að segja hon-
um allt af létta og svo ætlaði
ég að segja: Já, þannig er ég
í raun og veru, og allt þetta
hefur komið fyrir mig og þetta
er arfurinn sem ég hef hlotið —
og er þá nokkur furða þótt ég
komi ekki heim við fallegu
draumana þína um eiginkonu?
Það var nefnilega enginn ann-
ar sem ég gat talað þannig við.
Enginn annar, ekki einu sinni
Roman. Og mér fannst að ef
ég gæti talað við Mark og út-
skýrt þetta allt fyrir hbnum, þá
væri mér það léttir og um leið
gæti hann betur skilið mig. Ég
myndi segja við hann: Er þér
ljóst hver það er sem þú hefur
búið með, hver það er sem þú
vilt gera að móður bama þinna?
Og þegar ég sagði það við hann,
þá myndi hann útskýra fyrir mér
hvemig hann liti á allt þetta,
og það sem hann sagði myndi
auðvelda mér að umbera sjálfa
mig.
Já, það var það eina sem ég
vildi. Mig langaði til að gefa
honum skýringu á þessu öllu.
Það var ekki til svo mikils
mælzt.
Ég ætlaði ekki að setja upp
hjá honum fyrir fullt og allt
- ég vildi bara tala við hann.
Stephen frændi sagði: — Ef
þú ferð heim í kvöld, þá skal
ég lofa þér því að ég skal ráð-
stafa öllu hér- Ég get verið hér
f nokkra daga ef með þarf . . .
Hann nuddaði á sér nefið, leit
á Terry og sagði stillilega: —
Sjáðu til, Mamie — þú átt ekki
lengur heima hér.
Lucy blés á teið sitt tiH að
kæla það; gufan fauk yfir borð-
ið, næstum yfir til Terrys sem
var að skera brauðið sitt með
hnff og gaffli.
Ég spurði Terry: — Af hverju
komuð þér hingað?
Þau horfðu öll á mig. Og Terry
svaraði: — Kæra litla vina, ég
hélt að ég gæti ef til vill orð-
ið yður að einhverju liði.
— Er það í rauninni alvara
yðar?
— Já, að sjálfsögðu. Þér haldið
þó ekki að ég sé kominn hingað
til „Drottningar-baðstaðarins" til
að skemmta mér, eða hvað? Nei,
ég hugsaði með mér, Mamie á
kaimski bágt og Mark er veikur
— og ég get ef til vill orðið
henni að einhverju liði. Leðjulit
augun í honum flöktu milli hinna
tveggja, og hann hló þegar hann
bætti við: — Þess má þó geta, að
það er ekki fyrir sakir blóu
augnanna hans Marks sem ég
býð fram hjálp mína. Það er
yður sjálfsagt ljóst, kæra Marnie.
En langrækinn er ég nú yfir-
leitt ekki.
— Þér eruð reiðubúinn að aka
mér — heim?
— Að sjálfsögðu- En ef þér
viljið það síður, þá skuluð þér
bara vera hér kyrrar. Það kem-
ur út á eitt fyrir mig. Tilboð
mitt er aðeins hugsað sem vinar-
greiði.
Enn var ég of þreytt til að
huffsa skýrt. Ég hafði óljóst hug-
boð um að mér hefði sézt yfir
eitthvað; en aldrei bessu vant.
starfaði heilinn í mér ekki vél-
rænt.
— Hann sagði: — Það er
kannski eitthvað annað sem ég
ætti fremur að gera til að hjálpa
Marnie? Hvað seffið þér um það.
herra Treville? Er nokkuð sem
ég get gert hér?
— Þér getið ekið Mamie heim.
Það er það bezta sem bér getið
gert. Ég væri yður mjög þakk-
látur ef þér viliið gera bað —
og það væri Mamie sjálfsagt
líka-
Það er eins með óskir og vatn
sem stöðvað hefur verið með
stíflu. Líti'll droni er látinn
slenpa úr og maður heldur að
bað skinti máli, en á ótrúlega
skömmum tíma hefur litli dron-
inn grafið rauf og raufin vikk-
ar og um hana kemst helmingi
meira vatn og áður en varir er
þama komin flóðbylgia sem ríf-
ur allt með sér. Þannig var þetta
með mig þennan dag. Það lá í
augum unni að það var geðveiki
af mér að láta mér detta í hug
að hitta Mark aftur. En skvn-
semin beit ekki á mig. Ég vildi
hitta hann. Ég varð að segja
honum allt saman.
En ég tók ekki ákvörðun und-
ir eins. Éff dró það á langinn
viliandi meðan við sátum við
kvöldborðið' Á eftir fór ég upn í
- svefnherbergi mömmu og þar
stóð ég nokkrar mínútur og
horfði á fötin hennar f fata-
skórinum og á bláá slonninn með
| cHVUrnönnunum, sem hékk bak-
j við horðina og háhsptuðu skóna
i — það voru þrenn pör, og þau
| voru óskön nett og svört öll
i hrenn. off allt í einu fannst mér
j hún ekki lengur vond og spillt,
heldur aumkunarverð. Allt sem
; hún hafði gert — ef til vill að
j einu undanskildu — vakti með-
aumkun með henni, bæði lygar
hennár og siálfsblekkingin pff
heimskulefft yfirlætið .... ot é"
hugsaði um hana f síðasta sinn
sem þá sem mér hafði þótt
vænzt um í heiminum, en ég
hafði frá því í morgun hatað
mest af öllum í heiminum — og
bessar tólf stundir sem liðnar
voru síðan í morgun virtust
jafnlangar og allt mitt líf. Off
nú fann ég ekki til neinna
kennda í hennar garð nema með-
aumkunar.
iÍafþor óuPMumsoK
INNHEIMTA
C ÖOFHAQt&TÖHP
Mávahiíð 48 Sfml 23970
NÝKOMID
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
CHERRY BLOSSOM-skóábnröur:
Glansar bctur, endist betur
SKOTTA
_______© King Featurei Syndicate, !nc„ 1966. WorTJ rigtita re»ervet?. _L
— Svaka lúxus að fá frí í skólanum út á hitaveituna!
Atvinna
Auglýsingaskrifstofu Þjóðviljans vantar
starfsmann (karl eða konu) fram að jólum.
Upplýsingar gefur auglýsingastjórinn í
síma 17-500.
TILKYNNING
Vegna breytingar á gengi gullfrankans, sem gjöld
fyrir símtöl, símskeyti og telexþjónustu til út-
landa fara eftír, hafa' þessi gjöld nú hækkað hlut-
fallslega.
Nánari upplýsingar um gjöldin fást á símstöðv-
unum.
Reykjavík, 4. desember 1967
Póst- og símamálastjórnin.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNOSTAN
Auðbrekku 53 Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bíHnn
Önnumsf hjóla- ijosa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun. bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.