Þjóðviljinn - 10.12.1967, Page 3

Þjóðviljinn - 10.12.1967, Page 3
Sunnudagur 10. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: Myndarlega af stað farið Margt gott hefur veriö í út- v-arpinu það sem af er þessum vetri. Man ég naumast ef-tir að nokkur vetrardagskrá hafi farið svo myndarlega af stað sem þesisi. Þetta mættu þeir hafa í huga, sem muna ekki eftir að opna viðtæki sín sökum sjónvarps- ins. Ef til vill finnst þeim hin- um sömu sjónvarpið enn betra. Er það ekki á mínu færi að dæma þar um og því ábyrgð- arminnst, að hafa sem fæst orð um sjónvarpið. Þó finnst mér það ein-hvern veginn liggja í taftinu, að á milli þessara tveggja stofnana, í sömu stofnuninni, sé einhvers- konar samkeppni. En sjón- varpið er n-ýtt og útvarpið gamalt. Fólkið vill ávallt held- ur hið nýja og finnst sem það hljóti að vera betra en hið gamla. Sé hér um einhverskon- ar samkeppni að ræða og að útvarpið hafi tekið sig á fyrir hæpnar sakir, njótum við, sem aðeins erum gamaldags útvarps- hlustendur óbeinlínis góðs af sjónvarpinu. Hvað sem um það er, hefur útvarpið verið gott. Næstum á hverju kvöldi er eitthvað það í dagskránni, sem m-aður hlakkar til að hlusta á, upplestrar, erindi, leikrit, og sitthvað fleira, þó þeir Hala- bræður, Steinþór og Þórbergur, beri þar raunar af. öll þjóðin mun að sjálfsögðu gleðjast með Þórbergi og óska honum til hamingju með þá kínversku lífselixíra, sem eru á svo góðum vegi með að láta hann g-anga í endumýjungu líf- daganna. Það væri ekki ónýtt fyrir efnahagssérfræðingana okkar að fá slík lyf sér til andlegrar og líkamlegrar endumýjunar á þessum erfiðu tímum. En okkur s-kildist raunar á Þórbergi, að menn þyrftu að taka lyfin með réttu hugarfari, svo þau kæmu að notum- En það má þó alténd sjá, hvort ands-kotans merinni versn- ar, sagði karlinn, þegar merar- eigandinn efaðist um að ráðið sem hann gaf við hrossasótt- inni, kæmi að haldi. Upplestur úr tveimur bókum I kvölddagskrá man ég eftir tvei-m upplestrum úr nýjum bókum. Þorsteinn Ö. Stephenisen las kafla úr bók, sem mig minnir að hafi heitið Ástir samlyndra hjóna. Nafn höfundarins m-an ég ekki, en ég held að hann sé einn af hinum svonefndu fram- úrstefnumönnum. Þetta var mjög leiðinlegur lestur, svo leiðinlegur að það varð Þor- steini um megn að lyfta hon- um upp úr lágkúrunni. Þarna var karl að raka sig, með furðulegum tilburðum, kerling með kveisu, böm og barnabörn, allt mjög ónáttúr- legt fólk og óviðkunnanlegt. Hafi þetta verið bezti kafli bókarinnar, hvað þá um hitt? En það er bezt að haf-a vað- ið fyrir neðan sig. Ef til vill er aðeins mínum vanþroska og mínu skilningsleysi um að kenna, að ég fæ ekki neinn botn í þetta. Hinsvegar hafði ég mikla á- nægju af kaflanum úr íslands- vísu Ingimars Erlends. Ræða ráðherrans minnti á ósvikna ráðherraræðu. Ráðherrar flytja nefnilega alltaf sömu ræðuna, þegar þeir flytja þjóð sinni ein- hver ótíðindi. Þessa ræðu, úr ísl-andsvísu, fengum við að heyra að breyttu breytanda, begar ráðherrarnir okkar, þeir Bjarni og Gyttfi, voru að til- kynna okkur gengisfellinguna. Þetta er fjanstæða, segja menn. Vitanlega kemur aldrei að því, að þjóðin verði látin rýma landið. Vitanlega er það fjarstæða, en þó ekki meiri fjarstæða en svo, að það er dálítið ýkt mynd af þvi sem hefur gerzt og af því sem vitað er að muni ger- ast á næstu árum. Við þurfum ekki annað en minnast herstöðv- anna, komandi stóriðju byggðri upp af erlendu fjármagni og gælurnar við efnahagsbanda- lögin. Hin umrædda ræð-a er þó ekki eftirminnileg fyrir þær sakir einar, að flytjandinn boð- ar brottflutning þjóðarinnar úr landi.- Miklu fremur stendur hún . okkur fyrir hugskotssjón- um sökum þess, að hún er talandi tákn um málflutning svonefndra ábyrgra aðila, sem hafa gjarna þann hátt á, að segja. sannleikann sjaldan 'meir en til hálfs, og hafa endaskipti á staðreyndum, þannig að or- sökin er talin afleiðing og öf- ugt- Það væri hægt að umbera erlent hernám, misheppnaða viðreisn og margendurtekna kjaraskerðingu, aðeins ef við gætum treyst því, að okkur væri sagt satt. En við erum orðnir svo marghvekktir, að við tökum orð stjórnarherranna á- v-allt með nokkrum afslætti, Og höfum þá þarafleiðandi fyrir rangri sök, ef svo hittist á að þeir segja okkur sannleikann allan. Víkjum þá aftur tíl dagskrár- innar. Kvöldsögur og spurningakeppni Guðmundur Hagalín hefur verið að lesa kvöldsögur und- anfarið og eru tvær komnar, þegar þetta er ritað og veit ég ekki hvort von er á fleirum. Fyrri sagan, Undarleg er mann- es-kjan, var sniðug og höfundur í essinu sínu. Hin síðari, Forn- ar dyggðir, miklu síðri, og eink- um og sér í lagi vegna þess, að höfundur gerði sér oft það ómak að leggja lykkju á leið s-ína til þess að gera kommún- istana í verkalýðsfélaginu hlægilega. Vitanlega hef ég ekkert á móti því, að kommún- istar séu gerðir hlægilegir. En það má ekki verða á kostnað höfundarins. Þar áður las Kristín Anna Þórarinsdóttir kvöldsögu. Það var Blinda konan eftir Tagore. í þýðingu Jóns úr Vör. Þetta er falleg saga og eftir- minnileg, s-krifuð af fullu raun- sæi. Blinda konan lifir sig i sátt við myrkrið, en hún sættir sig ekki við þá meinloku eigin- mannsins, að hún sé ekki kona eftir að sjónin hvarf, aðeins gyðja. Hún berst fyrir því, að bóndinn láti sér skiljast, að hún sé venjuleg kona, brátt fyrir sjónleysið, og sigrar. Sú ágæta leikkona er söguna flutti lék hlutverkið nokkuð á annan veg en ég myndi kosið hafa- Lestur hennar einkenndist af allt of mikilli tilfinningasemi, iafnvel meðaumkvun og væ-mni. Fyrir þær sakir naut sagan sín miklu síður en efni stóðu til. Jafnvel í sinni mestu niður- lægingu var blinda konan frá höfundarins hendi sá sterki og hlaut því að sigra að lokum. Hún verðskuldar því aðdáun okkar, en ekki meðaumkvun. Eitt af þvi, sem stuðlað hef- ur að þokka dagskrárinnar á þassum vetri er að það hafa ekki verið neinir skemmtí- þættir það sem af er og er þó einn boðaður eftir áramót. Reyns-Ia mín af skemmtibátt- um liðinna vetra hefur verið nok-kuð misjöfn. Oft og einatt hafa mér leið-st þeir- Spumingakeppni skólanem- enda getur tæplega talizt til slíkra, enda er oft gaman og stundum jafnvel fróðlegt að fylgjast með og bera sína eig- in kunnáttu eða kunnáttuleysi saman við þekkingu hinna upp- rennandi menntamanna. íslenzk fræði og rússnesk Tvennt hefur sett svip á dag- skrá vetrarins öðra fremur. Það era íslenzk fræði og rússnesk. Þeir komu í haust, eins og önnur h-aust, orðabókarmenn- imir. Mikið myndi ég sakna beirra, ef þeir kæmu ekki, þess- ir farfuglar vetrarins. Milli þeirra og okkar hlust- enda af eldri kynslóðinni hafa tekizt viðskipti sem era að því leyti ólí-k öðrum viðskiptum, að allir sem hlut eiga að máli telja sig hafa grætt á- A kvöldvökunum les Jóhann- es úr Kötlum Laxdælu og fer sér að engu óðslega. Mér fannst í fyrstu sem að hann læsi helzt til of hægt, en ég er farinn að venjast því og ég myndi ekki vilja ráðleggja hon- um að auka hraðann. Nógur er nú hraðinn i veröldinni, og gott til þess að vita, að einhver get- ur þó enn gefið sér tíma til að draga andann. Margt góðra erinda hefur verið flutt á vökunum, eins og t.d. erindi Amórs Sigurjóns- sonar um Grím Thomsen og þá nafna Arnljót Gellini og Arn- ljót Ölafsson. Þá má minna á erindi Lúð- víks Kristjánssonar um ís- lenzka söguskoðun. Þetta er stórfróðlegt spjal-1, víða komið við og oft komið að hlustand- anu-m óvörum, svo að hann veit eiginlega aldrei, hvaðan vind- urinn muni blása í næstu andrá- Svo er það Rússarnir. Það er fimmtíu ára afmæli októbei-byltingarinnar, sem hef- ur verið kveikjan í þessu Rússaspjalli. Yfirleitt má segja, að gerð hafi verið heiðarleg til- raun til þess að kynna þennan heimssögulega atburð fyrir fs- lenzkum útvarpshlustendum og Ingimar Erlendur annar tónn og öllu mennilegri, en við höfum átt að venjast i daglegum fréttum þaðan að austan. Byltingarinnar hefur verið minnzt í fréttaaukum, í Víð- sjárþætti, flutt hefur verið leik- rit, sem gerist á tímum bylt- ingarinnar og það hefur að þvf er ég held, borið venju frem- ur mikið á rússneskri tónlist. Auk þessa flutti Sigurveig Guðmundsdóttir ferðaþætti frá Sovétríkjunum, en þá heyrði ég að vísu ekki. En veigamesta atriðið f þess- ari byltingarminningu eru þó þættir þeir, er Hjörtur Páls- son hefur þýtt og endursagt úr bók Isaacs Deutschers, er hann nefndi í þýðingu sinni Öfullnuð bylting. Ekki felli ég mig við þetta heiti ófullnaðar, þó skilja megi við hvað er átt. Öfullnaður er hálf bögubósalegt lýsingarorð, og neyðarúrræði að nota það. Og hver er Isaac Deutscher’ Fáfróðir hlustendur hefðu þegið með þökkum einhverja vit- neskju um þann ágæta mann. En hvað um það. Þetta er skil- merkileg frásögn. Höfundur virðist að vfsu oft vera óvæg- inn í gagnrýni sinni. En yfir- leitt finnst okkur að gagnrýni hans sé jákvæð og eiga meira skylt við heiðarlega sagnaritun en áróður. Hann viðurkennir afdráttar- laust, að kerfið sé gott. Mis- tökin era ekki þess sök, held- ur misviturra manna, er hafa ekki valdið hlutverki sínu. Skilur þar milli hans og Morgunblaðsins, sem ber það jafnan blákalt fram, að kerfið sé vont og þetta vonda kerfi hafi gert mennina vonda. 25.—29- nóvember 1967 Skúli Guðjónsson. Kiapparstíg 26 Sími 19800 BUÐIN Condor Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. NÝKOMID Peysur, drengjaskyrtur, úlpur og terylene- buxur. Ath. okkar lága verð. Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. FIFA auglýsir | Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- | ur seldar með 10% — 50% afslætti. | Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). Fimmtíu ára afmæli októberbyltingarinnar hefur verið kveikjan í Itússaspjalli útvarpsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.