Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. desember 1967 — ÞJÖÐVILJESrN — SlÐA ’J Frú Thayer stökk upp í of- boði og tók af honum plötuna. „Suss,“ sagði hún, „þetta er alls ekki nýjasta platan okkar, við eigum margar nýrri. Lof mér heldur að setja Gershwin-plötu á grammófóninn.“ Nú fyrst var mig farið að gruna að húsfreyju þessari væri eitthvað áfátt í háttvísi. Því allir vita að Gershwin er manni mínum hættulegur keppinautur og má ekki á milli sjá. En Benn hrósaði hverju lagi sem leikið var eftir hann, og forðaðist að minnast á það, að þessu væri að miklu leyti stolið frá sér. „Hvort viljið þér heldur gin- kokkteil eða Bacardi, herra Drake?“ „Ég vil helzt ekki Bacardi," sagði Benn. „En sú tegund sem við eigum er ég viss um að yður líkar,“ sagði frú Thayer. „Ég fékk þetta vín hjá einum af vinum mínum og hann keypti það á Kúbu. ÞaS er ósvikinn metall.“ „En ég vil helzt ekki Bac- ardi,“ sagði Benn. „Reynið þér nú samt að bragða á þessu,“ sagði herra Thayer. Og svo urðum við, nauðug viljug, að drekka Bac- ardi. Ég drakk úr mínu glasi og kom því niður. Benn dreypti á sínu glasi og sagði að þetta væri ágætt. En það var hverju orði sannara að hann vildi aldrei Bacardi. Um aðalmáltíðina ætla ég að vera fáorð og aðeins geta þess að einn rétturinn var sterkur kryddostur, og Benn þykir ost- ur ákaflega vondur. „Finnst yður ekki góður ost- ur, herra Drake,“ sagði herra Thayer, sem tók eftir því að ost. urinn gekk hálfilla í Benn. „Nei,“ sagði Benn. „Hann er að skopast ag þér,“ sagði frú Thayer, „öllum þykir góður ostur.“ Svo kom kaffið, og Benn hafði lag á að komast hjá því að láta setja í það rjóma. Svo settumst við við spila- borðið. „Viljið þér spila á móti kon- unni yðar, eða eigum við að skipta?“ „Við viljum helzt spila sam- an,“ sagði ég. „Það verður ekki af því,“ sagði frá Thayer, „ég sting upp á því að þér spilið á móti Ralph og herra Drake á móti mér. Ég er á móti því að hjón spil sam- an. Þau geta þá hæglega farið að rífast, og sagt eitthvað sær- andi hvort við annað.“ Herra Thayer spilaði á móti mér og Benn á móti frú Thayer, og ég tapaði svolitlu. Löngu áður en við hættum þóttist ég skilja hvers vegna frú Thayer fannst hjón ekki mega spila saman, og ef ég hefði þorað, hefði ég sagt sitthvað særandi upphátt. Rétt áður en við áttum að fara að sofa, barði frú Thayer að dyrum hjá okkur. „Ég er hrædd um að ykkur verði kalt“, kallaði hún inn fyr- ir. „Það eru teppi á hillu í fata- geymslunni, ef ykkur skyldi vanta fleiri teppi.“ „Kærar þakkir,“ sagði ég. „Okkur er alls ekki kalt.“ „Það er víst ekki satt," sagði frú Thayer. „Aflæstu nú áður en hún kemur inn og fer að þreifa á fótunum á okkur,“ sagði Benn. Þegar við sátum undir borð- um við morgunverðinn vorum við alltaf ag vonast eftir að nú kæmi símskeytið frá Irene. Einu sinni var hringt, og frúin fór fram en við heyrðum ekki hvað hún sagði. En við hádegis- verðarborðið gaf Benn mér bendingu um að heyra sig upp á loft, og þar sagði hann gníst- andi tönnum að fjandinn mætti eiga sig ef hann væri ekki far- inn áður en sól væri sezt, en sjálf mætti ég ráða hve lengi ég dveldist þarna. „Þú hefur enga átyllu," sagði ég. „Ég er snillingur," sagði hann, „og snillingar eru öðruvísi en aðrir menn.“ „Ætli konur snillinga geti ekki verið öðru vísi en aðrir menn lika,“ sagði ég, og fór undir eins að láta niður í ferða- töskuna. Herra Thayer var farinn til Philadelphiu, og við sátum ein til borðs ásamt frúnni. „Frú Thayer," sagði hann, „órar yður aldrei fyrir því sem ókomið er?“ Hún virtist verða skelkuð. „Nei, alls ekki. En yður?“ „Mér sagði svo hugur um fyrir hálftíina, að ég yrði fyrir hvern mun ag vera kominn til New York í kvöld. Ég veit ekki hvort þetta er leikhúsinu við- komandi eða að einhver er veik- ur, en ég þori ekki annað en að fara.“ „Þetta er hið furðulegasta sem fyrir mig hefur komið,“ sagði frú Thayer. „Ég verð á- kaflega hrædd.“ „Það þurfið þér ekki að vera,“ sagði Benn. „Þetta kem- ur engum við nema mér.“ „Nei, nú verð ég víst að segja yður sannleikann," sagði frú Thayer. „Það kom símskeyti í morgun, og ég ætlaði ekkert að segja yður frá því, því ég lofaði því upp á æru og trú að láta ekki ónáða yður á nokkurn hátt. Enda gat ég ekki séð að þetta væri neitt áríðandi. Nú sé ég eftir því að ég lét yður ekki vita, þegar síminn hringdi, en ég kann hvert orð utan bók- ar, sem í því stóð. Það var svo hljóðandi: „Herra Benn Drake, c/o herra Ralph Thayer, Lands- down Pennsylvania. í laginu um Níl öðrum takti í viðlaginu er í fjölraddanótunum fyrir stór- bumbu b fyrir A, og úr því verður misræmi. Ætti ekki heldur að standa þar A? Okkur þætti vænt um að þér gætuð komið til New York í kvöld, til að lagfæra þetta, því ekki má vera misræmi í hljómsveitinni, ef ekki á allt að fara út um þúfur. Kveðja. Gene Beck.“ „Þetta sýnist vera eintóm hringavitleysa,“ sagði Benn. „En mér hefur verið sagt að það hafi komið fyrir að sýning- ar hafi farið út um þúfur, að- eins vegna þess að rithöfundur- inn eða tónskáldið var ekki við- statt. Ég get skilið að yður þætti þetta ekkert merkileg frétt. En samt má ég þakka stjörnu minni eða spádómsgáfu eða hugarórum mínum það að mér fannst endilega að ég yrði að fara.“ Þegar lestin var að renna af stað sagði frá Thayer: „Ég verð ag gera þá játningu að ég svaraði símskeyti Bucks. Ég sendi honum þessi orð: „Herra Benn Drake er gestur minn og ætlar að njóta hvíldar í víku. Það má ekki trufla hann, hivað sem fyrir kann að koma. Ég sting upp á að stóra bumban verði látin eiga sig alla þessa viku.“ Og ég skrifaði undir þetta. Þið verðið að fyrirgefa mér ef ég skyldi hafa gert ein- hverja bölvun með þessu. Ég gerði það í góðu skyni.“ Það var engin furða þó að Benn þætti hafa sagt skemmti- legustu sögu sem sögð hafði verið í Lambs-klúbbi í heilan mánuð. Málfríður Einarsdóttir býddi. Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIDURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU 0G SÓT, ÞARF ALDREI AD MÁLA MarsTrading Company hf m IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 AKRANES - AKRANES Gerið iólainnkaupin í kjörbúðum kaupfélagsins Kjörbúð og skrifstofur að Kirkjubraut 11, símar 2210 og 2212. Kjörbúð, Stillholti, sími 2213. Jám- og glervörudeild, Kirkjubraut 11, — Sími 2215. Kaupfélag Suður-Borgfirðinga Akranesi. SUPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK h.f. Símar: 10-12-3 (5 línur). Símnefni: Slippen. VERZLUNIN: Skipavörur — Byggingavörur — Verkfæri o.fl. TIMBURS ALAN: Trjáviður til skipa og húsa. MÁLNIN G ARV ERKSMIÐ J AN: Hempelsmálning til skipa og húsa. Vitretexmálning (PVA), innan- og utanhúss. VÉLAHÚSIÐ: Fullkomnar vélar fyrir alls konar trésmíði. SUPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK h.f. Landsbanki hlands Austurstræti 11, Reykjavík — Sími 17780 ÚTIB0 1 REYKJAVIK: AUSTURBÆJARÚTIBÚ, Laugavegi 77, — sími 21300. LANGHOLTSÚTIBÚ, Langholtsvegi 43, — sími 38090. MÚLAÚTIBÚ, Lágmúla 9, — sími 83300. VEGAMÓTAÚTIBÚ, Laugavegi 15, sími 12258. VESTURBÆJARÚTIBÚ, Háskólabíó v/Hagatorg, — sími 11624. VALUR VANDAR VÖRUNA SULTUR — ÁVAXTAHLAUP — MARMELAÐI — SAFTIR — MATARLITUR — SÓSULITUR — EDIKSSÝRA — BORÐEDIK — TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR. Efnagerðarvörur, CHEMIA og MIXA. Sendum um allt land EFNAGERÐIN VALUR h.f. BOX 1313 — Sími 40-7-95 — REYKJAVÍK. OTIBC ÚTI Á L ANDI : AKRANESI AKUREYRI ESKIFIRÐI GRINDAVÍK HÚSAVÍK HVOLSVELLI ÍSAFIRÐI SANDGERÐI SELFOSSI AFGREIÐSLUR : KEFLAVÍK RAUFARHÖFN ÞORLÁKSHÖFN Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan. P

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.