Þjóðviljinn - 13.12.1967, Page 12

Þjóðviljinn - 13.12.1967, Page 12
Stjórnarflokkarnir senda sjómönnum kaldar kveðjur: FELLDU TILLÖGU UM I MIUÓN I SJÓMANNASTOFUR, MEÐ 30:27 ■ Meðal tillagna þeirra sem stjórnarflokkarnir felldu við fjárlagaafgreiðsluna í gær var tillaga Lúðvíks Jósepssonar og Jonasar Árnasonar um einnar miljón króna framlag til byggingar sjómannaheimila. Allir bingmenn stjómar- flökkanna nema einn felldu þá tillögu, líka menn sem oft bera sjómenn í munn sér, svo sem Sverrir Júlíusson, Pétur Sigurðsson og Eggert G. Þorsteinsson. Tillagan var felld með 30:27 atkvæðum. Þegar Lúðvík mælti fyrir til- lögunni sagði hann m.a.: Ég flutti á síðasta bingi til- lögu um sama efni, og ég varð þess þá var, að allmargir þing- menn höfðu veitt því athygli, að hér var um sanngimismál að raeða, og í rauninni mikið nauð- synjamál. Enda kom það síðar fram að menn úr stjómarliðina, þeir, sem ekki höfðu fengið að- stöðu til þess, eða leyfi til þess skulum við segja, að fylgja til- lögunni, stóðu að þvi að flytja þingsályktunartillögu um sama málefni og beina þar með á- skorun til ríkisstjórnarinnar um framkvæmdir í þessum efnum. Og á síðasta þingi var sem sagt samþykkt þingsályktunartillaga svohljóðandi: „Alþingi' ályktar að fela rík- isstjórninni að vinna að því í samráði við samtök sjómanna og útvegsmanna og viðkomandi sveitarfélög að stofnsettar verði og starfræktar sjómannastofur á sildveiðihöfnum á Austurlandi og á stærri fiskihöfnum annars staðar, þar sem þörfin er mest, vegna aðkomusjómannanna“. Ég veit að allir alþingismenn þekkja það, að mikill fjöldi sjó- manna verður að dveljast jm langan tíma fjarri heimilum sínum við síldveiðar, t.d. að haustlagi til, á Austurlandi. Þar er á flestum höfnum lítil að- staða tiil afdreps fyrir sjómenn, þegar þeir verða að bíða þar í landlegum, og oft er það svo. að á tímabilinu frá okt. til ára- móta, eru staddir við síldveiðar á Austurlandi um 2000 sjómenn og mikill meirihluti þeirra er annars staðar frá en frá Aust- urlandi. , Það er alveg ósæmileg aðbúð, sem þessum sjómönnum er ætl- uð, að verða að hírast þar í flesf- um tilfellum i löngum landleg- um í fiskibátum, því að þaðggj- ur vitanlega ekki heitið að þar sé að neinu að hverfa, þó þessir menn geti kannski gengið, þegar sæmiiega viðrar, upp úr bát- unum og um götur þorpanna. Það er aðeins á einum stað á Austurlandi, sem komið hefur verið upp slíkri sjómannastofu, og það kostaði hlutaðeigandi bæjarfélag; það er í Neskaun- stað. Mikið fjármagn þurfti t'l að koma upp þeirri stofu, og hún hefur áhyggilega komið ad mjög miklu gagni. Af hálfu ríkisins hefur verið veittur ':>r- lítill styrkur til reksturs stofunn- ar, nú 50 þúsund kr. á yfirstaná- andi ári, en 25 þúsund kr. éður. Hér er auðvitað um sáralítinn styrk að ræða til reksturs á þessari sjómannastofu, en rekst- ur hennar kostar æði mikið fé á hverju ári. Þar sem það liggur nú fyrir, að Alþingi hefur beinlínis gert samþykkt um það, að ráðizt skuli í framkvæmdir í þessum efnum, og menn viðurkenna það, að það er í rauninni eiiginn annar að- ili til, sem getur haft forgöngu um það að leysa þetta vandamál, en ríkisvaldið sjálft, þykir mér einsýnt, að • Alþingi á nú að samþykkja nokkra fjárveitingu í þessu skyni. Og ég held, aðfjár- veitingin geti ekki orðið minni en 1 milj. kr. og framkvæmdin yrði þá eflaust sú, að sá ráð- herra, sem með þessi mál hefði að gera, myndi leita eftirsamn- ingum við sveitarfélög, t.d. á Austunlandi, að þau kæmu upp sjómannastofum, með tilteknuín stuðningi frá ríkinu. Lúðvík hét á þingmenn að fylgja þessu réttlætismáli og skoraði á fjármálaráðherra að gefa því gaum fyrir næstu um- ræðu, ef tillagan yrði felld. — En svo fóraðeini stjómarflokka- þingmaðurinn sem atkvaxii greiddi með tillögunni var Jón Ármann Hcðinsson. Myndina tók ljósmyndari Þjóðviljans, Airi Kárason, í einni kennslustofu Austurbæjarskólans. — Bömin hlusta á skólaútvarpið. Tilraun á vegum H-nefndar: tr i Skólaútvarp reynt í gær barna- oggagnfræðaskólum ■ í gær tók svonefnt skólaútvarp til starfa á vegum H- nefndarinnar. Umferðarfræðsluþætti var útvarpað og voru útvarpstæki í flestum ef ekki öllu kennslustofum í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur, og víða úti á landi. ■ Þjóðviijinn spurðist fyrir um álit skólastjóra á skólaút- varpinu og ræddi við skólafulltrúa H-nefndarinnar um tiltækið. Skólastjóri Miðþæjarskólans sagði að hlustað hefði verið á skólaútvarpið í öllum bekkjum skólans fyrir og eftir hádegi í Fssrið að sjatna í vötnunum og ástand veganna batnandi Ástand veganna um allt land fer nú batnandi, var í gær farið að sjatna í vötnum víðast hvair og unnið að viðgerðum á vegum, samkvæmt upplýsingum Vega- málaskrifstofunnar. Opnuðust ýmsir vegir í gær, sem ófærir urðu af flóðum, þó er enn ill- fært eða ófært um Skagaf jörð og víða um Rangárvallasýslu. Ástand veganna í Ámessýslu var orðið sæmilegt í gær og aft- ur orðið fært fyrir ofan Stóru- Laxá í Hrunamannahreppi þar sém vegurinn lokaðist í fyrra- kvöld. Hins vegar er enn mjög illt yfirferðar um Rángárvalla- sýslu og rennur vatn víða vfir vegina þar. Var í gær unnið við vegagerð á Þykkvabæjarvegi, en ékki vitað hvork hún tækist fyr- ir kvöldið. Um Borgarfjörð var ’ víðast orðið fært í gær, en mikið vatn var enn á veginum við Hvítá, þótt um hann hafi verið farið á stórum bílum og jafnvel jepp- um af kunnugum. Vegurinn um Dragháils var lokaður ,þar sem brú á Geitabergsá tók af, en Leirársveitarvegur var oþnaður aftur í gær. Þá var ennfremur orðið fært um Kollafjörð og fyrir Hvalfjörð og fært var orð- ið um Norðurárdal- Láglendi Skagafjarðar var enn í gær eins og hafsjór yfir að líta, en þá var veður kólnandi fyrir norðan og byrjað að sjatna í vötnum. Vegir voru þó enn víða ófærir, t.d. var vegurinn í Vallhólma framundan Varmahlíð lokaður, en þar var 10 metra skarð í veginum eftir að ræsi fór. Framundan ökrum var farið að sjatna og orðið fært stórum bílum og enn var hægt að kom- Framhald á 9. síðu. gær. Kennarar, og í sumum cil- fellum nemendur, hefðu komið með útvarpstæki í kennslustof- urnar. — Nemendur hlustuðu vel, en efnið var að mínurn dómi of fjarlægt fyri’r yngstu nemend- urna. 1 þættinum fluttu Helgi Elíasson, Jónas B. Jónsson og Ólafur Þ. Kristjánsson ávörp og kynnir var Stefán Ólafur Jóns- son. Ræddu þeir um umferð al- mennt, en ékki sérstaklega um hægri umferð. Lögð var á hað sérstök áherzla að brýna fyrir hlustendum hversu mikla þýð- ingu það hefur að sikólanemend- ur kunni að haga sér rétt í um- ferðinni. Það var einnig mikiU átougi á skólaútvarpinu í Kópavogsskóia, að sögn skólastjóra. — Krakk- arnir voru að reyna að hlusta og voru sæmilega ónægðir. Böm- in höfðu hlakkað til og sýnt mikinn áhuga. í sumum stofnun- um voru t.d. 3—4 útvarpstæki sem ‘ þau komu með sjálf, og hvergi vantaði tæki. En satt að segja held ég að yngstu nem- endumir hafi orðið fyrir von- brigðum, sagði skólastjóri. Efn- ið var um of miðað við éldri •nemenduma, en það beraðhafa f huga að þetta var fyrsta til- raunin. Og alltaf þykir nernend- um gaman að tilbreytingu í kennslustundum. Að lokum ræddi blaðamaður Þjóðviljans við Guðmund Þor- steinsson, skólafulltrúa H-nefnd- ar og spurði hann hvernig tek- izt hefði til með skólaútvarpið og fara svör hans hér á eftir: — Að okkar áliti hefur þetta tekizt vel, en við eigum eftir að fá svör við því frá skólastjór- unum. Þættirnir eru fyrst og fremst miðaðir við barna- og gagnfræðastig því að nemendur í framhaldsskótlum fá ^ f ræðslu eftir öðrum leiðum, m.a. áróðri fjölmiðlunartækjanna. Ég veit að þátttaka var almenn 1 skól- Framhald á 9. síðu. Ný bók fyrir íslenzka skákmenn Markar þáttaskil í skákbókmenntum BLAÐ- DREIFING Þjóðviljann vantar blað- bera 1 eftirtalin hverfi: Óðmsgötu Laufásveg, Tjamargötu, Háskólahverfi Voga 1, Skipholt. Þióðvilílnn Sími 17-500. Út er komin bók sem Iiklegt er að islenzkir skákmenn fagni mjög. að fá á íslenzka tungu. Er það bókin Fléttan, miðtaflið II. hluti, og undirtitill er „biblía sovézka skákmannsins". — Höf- undur bókarinnar er sovézki skákmeistarinn P. A. Roman- ovskí en þýðandi Helgi Jónsson. Útgefandi er Skák. í formálsorðum fyrir bókinni segir Friðrik Ólafsson stórmeist- afi svo um hana: „Bók þessi markar þáttaskil í sögu íslenzkra skákbókmennta, bví hér er í fyrsta skipti farið inn á þá braut að gefa út rit, sem fjallar um skák á fræðilegan hátt ein- göngu. Þau rit, sem fram að þessu hafa litið dagsins ljós, hafa fyrst og fremst verið við það miðuð að ná til fjöldans og afleiðingin hefur orðið sú, að hinir kunnáttusamari í hópi ís- lenzkra skákmanna hafa í æ ríkari mælj orðið að leita á náð- ir erlendra hjálpargagna eftir því sem þekking þeirra hefur staðið til. Þessi skortur á fræði- ritum á íslenzku hefur áreiðan- lega staðið skákmennt íslendinga mjög fyrir i-þrifum og hindrað eðlilegan þroska fjölmargra skákmanna. Með útgáfu bókar þessarar er gerð tilraun til að vinna bug á þessari menningar- legu einangrun og lyfta ís- lenzkri skákmennt í_ æðra veldi. Er það von min, að tilraunin gefist vel og verði vísir að enn umfangsmeiri útgáfustarfsemi í framtíðinni." Friðrik víkur því næst að nauðsyn þess að kunna góð skil á flækjum miðtaflsins, því oft- ast yelti úrslit skáka á því hvernig til tekst á því stigi skákarinnar. Lýkur hann lofsorði á meðferð höfundarins á þessu flókna og vandasama viðfangs- efni og segir að á rökvísan hátt leiði hann lesandanum fyrir sjónir hina ýmsu leyncfardóma miðtaflsins. Nýr sendiherra í Moskvu 1 gær skipaði forseti Islands eftir tillögu utanríkisráðherra, dr. Odd Guðjónsson, núverandi við- skiptaráðunaut rikisstjómarinn- ar, til þess að vera ambassadoi- Islands í Moskvu frá 1. janúar 1968 að telja. Dregið eftir 10 daga □ Nú eru aðeins 10 dagar eftir þar til dregið verð- ur í Happdrætti Þjóðvilj- ans 1967 um tvær fólks- bifreiðir, Moskwitch og Trabant de lux, og þrjá aðra vinninga. □ Skrifstofa happdrættisins er í Tjatnargötu 20, sími 17512, og einmg er tékið á móti skilum á afgreiðslu Þjóðviljans að Skóla- vörðustíg 19, sími 17500. □ Umboðsmenn happdrættis- ins úti á landi og inn- heimtumenn þess hér í Reykjavík eru hvattir til að nota vel þessafáudaga sem eftir eru. Hafið sam- band við skrifstofuna í Tjamargötu 20 og fáið upp hverjir eiga eftir að gera skil fyrir heimsend- um miðutm. ♦ GERIÐ SKIL! Efnismikið og fjölbreytt Jólablað Þjóðviljans 1967 JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1967 er komið út, 80 síður og flytur mikið og fjölbreytt efni, m.a. þetta: Ámi Bergmann segir frá háskólaárum sínum í Moskvu í grein sem hann nefnir „Sffldar- prins af Islandi“, Vilhorg Harð- ardóttir lýsir starfsháttum á samyrkjubúi í Austur-Þýzka- landi í greininni „Með lágþýzku bændafólki“, Þorvaldur Steina- son skrifar um Þjórsárdal og Benedikt Gíslason frá Hofteigi segir frá Jakobi söguskrifara, bónda einum sem bjó í Vopna- firði fyrir um það bil tveim-.ir öldum og var annálaður lista- skrifari og teiknari. Em birtar myndir af. nokkrom bókaskreyt- inguro hans, og er teikningin sem línum þessum fylgir, forsíðu- mynd jólablaðsins, hluti afeinni myndinni. Frásagnir em eftdr HansKirk, hinn kunna danska rithöfund, og Ilja Ehrenburg, sovézka höfund- inn sem lézt á liðnu sumri. Smá- sögur em eftir Selmu Lagerlöf (Grafskriftin), Edgar Alan Poe (Handrit sem fannst í flösku), G. B. Shaw (Knattspyrna í la-.isu lofti), J. D. Salinger ^Þúsund þakkir, Lee). Þá er birtur leilc- þátturinn „Hefurðu meitt þig?' eftir Martein frá Vogatungu, kafli úr Grímseyjarlýsingu séra Jóns Norðmanns, ljóð eftir Unnj Eiríksdóttur og Jón í sveitinni, þjóðsögur og sagnir, skopsögur og skrítlur og sitthvað fleira. Jólablað Þjóðviljans kostar 30 krónur í lausasölu. Það verður borið til áskrifenda næstu daga. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.