Þjóðviljinn - 20.12.1967, Side 3
Miðvikudagur 20. desemtoer 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 3
Um 2000 umsóknir óafgreiddar
EldfjalUrannsóknsrstöð á Islandi
Framhald af 1. síðu.
nefndarinnar um neyð ungs fólks
og annairra sem verst eru settir.
Breiðhol tsframk væmd i r
Um húsnseöismálin og fbúða-
lánin sagði Magnús m.a-:
Almennar lánagreiðslur úr
Byggingarsjóði ríkisiris verða á
næstajári um 200 miljónir króna,
en þær hafa áður' numið um 400
miljónum króna- Ástæðan fyrir
þessum stórfellda samdrætti er
sú að nær 200 miljónir eru tekn-
ar frá vegna byggingafram-
kvæmdanna í Breiðhoíti. Þær
framkvæmdir eru sem kunnugt c-r
árangur af kjarasamningum sem
verklýðsfélögin gerðu 1965. Til
þess að stuðla að lausn á mjög
umfangsmiklu verkfalli sem þá
var hafið hér í borginni lofuðu
ríkisstjóm og Reykjavíkurbær að
byggðar skyldu í þágu meðlima
verklýðsfélaganna 1250 íbúðir á
árabilinu 1966-1970. Ibúðir þéssar
skyldu seldar með miklu betri
kjörum en hér hafa tíðkazt <—
þótt slík kjör þyki sjálfsögð og
almenn regla í nágrannalöndum
okkar. Ákveðið var að 80n/n af
andvirði fbúðanna skyldi láno.ð
til 33ja ára og greiðast með jöfn-
um afborgunum, en 20% greiðast
í fjórum áföngum á timabilinu
frá því úth.Iutun færi fram og
þar til tveimur árum eftir að
flutt væri í íbúðina.
Hér var um að ræða mjög
stórfellda aðgerð til þess að leysa
húsnæðisvándamál láglaunafólks,
og verklýðsfélögin tóku tillit til
þessa fyrirheits í kjarasamning-
tffli sínum 1965 samkvæmt þeirri
meginreglu alþýðusamtakanna að
meta hverskyns félagslegar um-
bætur til jafns við kauphækkán-
fr. Verkafólk sætti sig semsé við
lægra kaup £ trausti þess að rík-
isstjómin legði fram fjórmagn til
þess að tryggja umbætur í hús-
næðismálum. En hverjar hafa
efndir hæstvirtrar rfkisstjómar
orðið á þessu sviði? Ríkisstjómin
hefur ékki aflað neins nýs fjár-
magns til þessara framkvæmda.
Reykjávfkurborg hefur lagt fram
sinn hlut, aflað hefur verið lána
úr atvinnuleysistryggingasjóði, en
frá ríkisstjóminni hefur ekki
komið neitt nýtt fjármagn — hún
hefur aðeins velt verkefninu yfir
á Byggingarsjóð ríkisins án þess
að tryggja hnnum nýjar tekjur
á móti. Það fjármagn sem notað
hefur verið til framkvæmda í
Breiðholti hefur hannig verið
klipið af almennum lánveiting-
um Byggingarsjóðs, ríkisins með
þeim afleiðingum sem ég var að
Iýsa áðan — almennar lánveit-
ingar úr Byggingarsjóði ríkisins
verða á næsta ári helmingi Iæg?-i
en þær hefðu ella orðð. Hér er
um að ræða alvarlegar og ótví-
ræðar vanefndir af hálfu hæst-
virtrar ríkisstjórnar, vanefndir
sem jafngilda samningsrofi. Og
þessar vanefndir bitna á þúsund-
um fjölskyldna; ekki sízt hefur
fólk útan Reykjavíkur ástæðu
til að benda á að hlutur þess
líefur verið skertur mjög' tilfinn-
anlega- Þessi staðreynd ásámt
þeim örlögum júnísamkomulass-
ips, sem mönnum eru nú í fersku
thinni, mætti vera verklýðshreyf-
ingunni sönnun þess liversU'
tryggilega þarf að ganga frá öll-
um málum í samskiptum við rík-
isstjómina — fögur orð hrökkva
skammt, jafnvel þótt þeim fyígi
landsföðurlegt fas hæstvirts for-
sætisráðherra.
Neyðairástand
Reynsla sú sem þegar hefur
fengizt af úthlutun íbúða í Breið-
holtshverfi er raunar sönnun
þess hversu alvarlegt ástandið
er í húsnæðismálum. I haust var
úthlutað 283 íbúðum í þessu nýja
hverfi. Umsóknarrétturinn var
sem kunnugt er mjög þröngur,
bundinn við þá sem erfiðasta að-
stöðu hafa. Samt bárust 1440 um-
sóknir um þessar 283 fbúðir, um
fimm fjölskýldur sóttu þannig
um hverja íbúð. Úthlutunar-
nefndin greindi síðar frá því að
það hefði í rauninni verið óvinn-
andi vcrk..,-að velja úr þessum
umsækjendahópi, á sjötta hundr-
að umsækjenda bjuggu við
hreint neyðarástand og á fjórða
hundrað að auki þurfti á tafar-
lausri úrlausn að halda.
Þessar tölur eru til marks um
það hversu óhjákvæmilegar
byggingarframkvæmdir í Breið-
holti eru, hversu brýn nauðsyn
það er að gera sérstákar ráðstaf-
anir í þágu þess fólks sem alls
ekki getur hagnýtt sér hið al-
menna húsnæðismálakerfi —
jafnvel þótt það kerfi gæti veitt
þá úrlausn sem því er ætlað lög-
um samkvæmt, en .því fer mjög
fjarri. Það er því ákáflega al-
varlegur áfellisdómur yfir haest-
virtri ríkisstjórn að hún skuli
hafa brugðizt gersamlega þeirri
skyldu sinni að tryggja nýtt fjár-
magn til þessara framkvæmda
— að afskipti hennar skuli hafa
orðið þau ein að ganga stórlega
á lánsfjármöguleika hinna al-
mennu íbúðabyggjenda.
Gengislækkun og íbúða-
byggingar
Þetta stórfellda vandamál ætti
að vera okkur þingm'önnum ofar-
lega í huga einmitt nú vegna
þess að nýbúið er að framkvæma
stórfellda gengislaekkun, sem
mun hækka byggingarkostnað
mjög verulega. Reynslan af geng-
islækkununum 1960 og 1961 sann-
aði hversu alvarleg áhrif slíkar
kollsteypur hafa á íbúðarhúsa-
bygeingar.
Framkvæmdir við fbúðarbygg-
ingar minnkaði um 15% frá ár-
inu áður á landinu öllu og árið
1961 var samdrátturinn f íbúða-
byggingum frá árinu 1959 orðinn
43%. I Reykjavík varð þó þessi
þróun enn alvarlegri. Samdrátt-
urinn 1960 varð 20% frá árinu
áður, og árið 1961 höfðu bygg-
ingaframkvæmdir í Rpykjavík
minnkað að verðmæti um hvorki
meira né minna en 48% — í-
búðanhúsabyggingar £ höfuðborg-
inni höfðu dregizt saman um þvi
sem næst helming af völdum
gengislækkananna. Siðan fóru
byggingarframkvæmdir smátt og
smátt vaxandi á nýjan leik eftir
að samtökum launafólks tókst að
bæta kjörin, og einkanlega eftir
að vísitölugreiðslur á kaup voru
samningsbundnar á nýjan leik.
Samt hafa íbúðarhúsabyggihgar
ekki náð beirri tölu sem nauðsyn-
leg er talin vegna fólksfjölgunar
og nauðsynleerar endurnýjunar.
Talið er að byggja þurfi 17-1800
íbúðir á ári um allt land t,il þess
að fullnægja eðlilegum þörfum,
en síðustu árin hafa fbúðarhúsa-
byggingar yfirleitt ekki náð
nema 14-1500 fbúðum.
Svikin loforff
Það væri lítið raunsæi ef við
horfðumst ekki í augu við þá
staðreynd að við okkur blasir
nú hættan á sömu þróun, stór-
felldum samdrætti á byggingu í-
búðarhúsa. Þar hjálpast margt
að, stóraukinn byggingarkostnað-
ur af völdum gengislækkunarinn-
ar, tilfinnanleg skerðing á kjör-
um launþeganna sém nú er óðum
að koma til framkvæmda, og þar
að auki sú alvarlega staðreynd að
hið almenna lánakerfi er verr
undir það búið að rækja skyld-
ur sínar en það hefur verið ár-
um saman. Tillögur þær sem hér
eru fluttar af stjórnarandstöð-
unni hrökkva vissulega skammt
til að leysa þennan vanda; þær
eru miklu fre’kar ábending til
stjórnarvaldanna um að gefa
þessu vandamáli gaum. Hins
vegar hefur hæstvirt ríkisstjóm
bað á valdi sínu að greiða veru-
lega fyrir fbúðarhúsabyggingum
einnig með öðru móti, t.d. ef hún
hætti að gera fbúðabyggingar að
fébúfu fyrir ríkissjóð með óhæíi-
legri innheimtu á tollum og
söluskatti — og væri fróðlegt að
heyra hvort slík áform eru uppi
í samhandi við bá endurskoðun
á tollum sem nú er rætt um.
Einnig væri hægt að láta aðstoð
við íbúðarhúsabyggingar nýtast
mun betur með þvi að endur-
skoða sjálft lánakerfið í sam-
ræmj við félagsleg viðhorf. Því
var raunar einnig lofað í yfir-
lýsingu beirri um húsnæðismál
sem ríkisstiórnin sendi frá sér
9da júlí 1965 til lausnar á verk-
föllunum. en har var m.a. kom-
izt svo að orði: „Unnið verði að
bví af hálfu ríkisins og sveitar-
félága að tryggia láglaunafólki
húsnæði sem ekki kosti það
meira en hófleean hluta árstekna.
í hessu skyni verði nú hafin
endurskoðun laga um verka-
mannabústaði og gildandi laga-
ákvæði um opinbera aðstoð
vegna útrýminsar heilsuspillandi
húsnæðis með það fyrir augum
að sameina til frambúðar í ein-
um lagabálki og samræma öll á-
kvæði um opinbera aðstoð við
húsnæðisöflun láglaunafólks‘‘. —
Ekki bólar neitt á éfndnm bessa
loforðs frekar en fjármagni til
framkvæmdanna í Breiðholti-
Verðbólgan og íbúðaokur
Hæstvirt rikisstjóm réynir ",ú
mjög að halda því að launafó’ild
að hún vilji milda áhrif gengis-
lækkunarinnar sem mest. Hún
kveðst vera fús til samvinnu um
að takmarka verzlunarálagningu
a.m.k. um nokkurra vikna skeið,
hún segist vilja lækka tolla til
þess að takmarká ris hinnar
nýju vísitölu, hún segist vilja
rétta aftur að nokkru leyti hag
viðskiptavina almannatrygging-
anna. Á sama tima og hæstvirt
ríkisstjóm magnar verðbólguna
rétt einu sinni kveðst hún vilia
hafa hemil á henni. Menn geta
haft mismikla trú á góðúm vilja
ríkisstjórnarinnar á þessum svið-
um, og ég er í hópi hinna dauf-1
trúuðu — en á það vil ég benda
hæst.virtum ráðherrum að það
verður enginn hemill hafður á
vcrðbólguþróun á Islandi á með-
m ekki er nægilegt framboð á
'búðarhúsnæði á viðunandi kjör-
”m. Á meðan skortur er á þeirri
’'fsnauðsyn sem heitir fbúðarhús-
næði mun ein kollsteypan elta
oðra 1'. efnaihagsmálum oklcar.
. SKH>AinG€RB RIKISINS
M.S. HERÐUBREIÐ
fer austur um land til Seyðis-
fjarðar 27. þ.m. Vörumóttáka
miðvikudag og fimmtudag til Fá-
skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyð-
isfjarðar.
M.S. BALDUR
fer til Snæfellsness- og Breiða-
fjarðahafna í dag. Vörumóttaka
í dag.
Skortur á þessari vöru býður
heim braski og okri jafnt á íbúð-
um sem fjármagni, og undan því
verður ekki komizt að Jaunafólk
mun gera þær kaupkröfur sem
ðhjákvæmilegar eru til að rísa
undiý íbúöárkostnaði á hverj-
um tima. Efnahagur þjóðarheild-
arinnar er nú slíkur að hver ný
kynslóð gerir réttilega kröfu til
þess að búa í sómasatnlegu hús-
næði, og ef sú lífsnauðsyn er
seld dýru verði mun engri ríkis-
stjóm og engu Vinnuveitenda-
sambandi takast nema skamma
stund að koma í veg fyrir þær
kauphækkanir sem þarf til að
rísa undir fbúðarkostnaðinum.
Hver ainasti maður sem eitthvað
hefur* hugsað um verðbólguþró-
unina á Islandi hlýtur að hafa
gefið þessari staðreynd gaum —
en samt verður þess ekki vart nð
rikisstjómin og sérfræðingar
hennar hafi neitt sinnt þessu við-
fangsefni í sambandi við nýjustu
gengislækkunina, þá þriðju á
sama áratugnum'— þrátt fyrir
reynsluna af tveim hinum fyrri.
Haldi rfkisstjómin áfram að
bérja höfðinu við steininn á
hessu sviði, t.d. með bvi að fella
þær afar takmörkuðu tillögur
sem hér liggja fyrir um aukin
framlög til fbúðabygginga, vr
hún sjálf að leggja til óhrekj-
anlegustu . röksemdimar fyr'r
næstu kauphækkunarkröfum.
Framhald af 12. síðu.
eldfjallarannsóknastöð undir is-
lenzkri forystu.
Norðnrstjarnan
Framhald af 1. síðu.
og opinberra lánastofnana ura
nauðsynlega fyrirgreiðslu til að
gera fyrirtækinu kleift að hefja
starfrækslu að nýju.
Fyrirgreiðsla hinna opinberu
aðila er þó háð því skilyrði að
Hafnarfjarðarbær veiti gjaldfrest
á greiðslum gjalda til bæjarsjóðs
og greiðslum fyrir veitta þjón-
ustu. Vill bæjarstjórn koma til
móts við aðra aðila sem vilja
stuðla að þvi að fyrirtækið hefji
starfrækslu á ný.
Fulltrúar í Norðurlandaráði
hafa Viú flutt tillögu um slíka
norræna eldfjallarannsóknar-
stöð á íslandi. Flutningsmenn
eru Georg Backlund, Julius
Bomholt, Sigurður Bjamason,
Trygve Bratteli, Poul Hartling,
Khud Hertling, Ólafur Jóhann*
esson, Hákon Johnsen, Kerttu
Saalasti, Sylvi Siltanen'^og Leif
Cassel, Flutningsmenn eru frá
öllum fimm aðildarríkjum Norð-
urlandaráðs. Þrír frá Danmörku,
þrír frá Finnlandi, tveir frá ís-
landi. tveir frá Noregi og einn
frá Svíþjóð.
Menntamálanefnd ráðsins hef-
ur þegar rætt málið og mun
það verða tekið fyrir á næsta
þingi Norðuxlandaráðs, sem hefst
í Osló 17. febrúar 1968.
SIGILLA
ISLANDICA
II
Ný bók frá Handritastofnun íslands.
Innsigli íslenzkra manna frá fyrri öldum.
Þetta bindi tekur einkum til manna
úr veraldlegri stétt.
Fæst hjá bóksölum. — AðalumboÖ: Bókaút*
gáfa Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21.
HANDRITASTOFNUN ÍSLANDS
NÝ BÓK EFTIR JÓN HELGASON
KVIÐUR AF
G0TUM OG HÚNUM
Bókin er gefin út með sama sniði og Tvær
kviður fornar, sem út komu 1962.
Ný útgáfa af Tveim kviðum fornum, með fáeinum
breytingum og viðaukum kemur á markaðinn um
leið og Kviður af Gotum og Húnum.
HEIMSKRINGL
HAMDISMÁL
GUÐRÚNAR-
HVÖT
1 HLÖÐSKVIÐA
U með skýringum.