Þjóðviljinn - 20.12.1967, Page 4
i
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTXJXIsTN — Miðvtfaudagur 20. desember 18ÖZ.
Otgefandi:
Ritstjórar:
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ivax H. Jónsson, (áb.), Magnás Kjartansson,
Sigurdar Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. i
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg IB
Sími 17500 (5 Iínur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Stjórnin þakknr sjómönnum
^amkvæmt löggjöf sem stjórnarflokkamir eru
búnir að hraðsjóða á Alþingi ætlar ríkisstjóm-
in að taka 400 miljónir króna af andvirði sjávar-
afurða á sérstakan reikning í Seðlabankanum og
nefna „gengishagnað“ sjávarútvegsins. Seðla-
bankastjóri eða stjórar rubbuðu upp frumvarps-
nefnu um ráðstöfun þessa fjár, og sjávarútvegs-
málaráðherra var sagt að flytja það á Alþingi.
Þegar við 1. umræðu málsins í efri deild færði Gils
Guðmundsson og fleiri þingmenn stjómarands'töð-
unnar rök að því, að frumvarp þetta var hin mesta
hrákasmíði, svo ekki var viðlit að samþykkja það
óbreytt. Sýnt var að ríkisstjómin ætlaði að skófla
stórum fúlgum af gengishagnaði sjávarútvegsins
beint í ríkissjóð auk þess að verulegur hluti hans
skyldi renna til ýmissa fjárfestingarsjóða. Það
óvenjulega gerðist að þingnefnd í efri deild lét
ekki bjóða sér samsull Seðlabankastjóranna held-
ur breytti frumvarpinu allmjög. Þegar til neðri-
deildar kom gagnrýndu stjórnarandstæðingar enn
frumvarpið og þá tilhneigingu ríkisstjómar og
Seðlabanka að láta gengishagnað sjávamtvegsins
ekki renna beint til að létta undir rekstri sjávar-
útvegsins, heldur taka að ráðstafa hagnaðinum til
fjársterkra stofnlánasjóða. Væri engu líkara en
stjómin hefði snögglega gleymt öllu talinu um hin
stórfelldu vandræði sjávarútvegsins, enda þótt þau
hafi verið talin meginorsök gengisfellingarinnar.
Þingmenn úr Alþýðubandalaginu og Framsóknar-
flokknum fluttu tillögur um gerbreytingu fmm-
varpsins, og voru meginatriðin 1 tillögum þeirra
að hinum 400 miljónum króna verði varið til sjáv-
arútvegsfyrirtækja og hlutarsjómanna, en ekki í
ýmsa sjóði. Stjórnarliðið felldi þær tillögur.
jjhn tillagan var, að 40 miljónum af 400 skyldi var-
ið til sérstakrar hækkunar á kaupi sjómanna
á fiskiskipum, og yrði hækkuninni fyrst og fremst
varið til að greiða opinber gjöld sjómanna á þessu
ári. Þegar Lúðvík Jósepsson mælti fyrir tillög-
unni, gat hann þess að talið væri að tekjutap sjó-
manna á þessu ári miðað við sl. ár næmi 300-350
miljónum. En tillagan var felld í neðri deild Al-
þingis með eins atkvæðis mun, og þéir sem felldu
hana voru ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, Pét-
ur Sigurðsson, formaður LÍÚ, Sverrir Júlíusson,
allir þingmenn Alþýðuflokksins í deildinni og all-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nema einn sem
var fjarverandi. Því var ekki mótmælt, enda ekki
hægt, að hlutarsjpmenn eiga hlut af hinum svo-
nefnda „gengishagnaði“. Samt neita þingmenn
stjórnarflokkanna sjómönnum fiskiskipanna um
þennan litla hluta heildarfjárhæðarinnar, misnota
meirihlutavald sitt á Alþingi. til að hafa af sjó-
mönnum sjálfsagðan hlut af „gengishagnaðinum“.
Alþýðuflokkurinn og íhaldið virðast telja að flest
sé sjómönnum bjóðandi, og væri þarft verk að
lækna flokkana af þeirri villu. — s.
Fáeinar athugasemdir um
lestur á gömlum tímaritum
Hér var ég áðan að blaiða
í Ársriti Fræðafélagsins, svo
gömlu, að það er orðið spegill
löngu liðins tíma, og eru þó
ýmsir á lífi, sem frumvaxta
voru þá, eða eldri, en árgangar
þessir eru frá 1916-1924.
Kennir þarna margra grasa,
og er sumt æði skrýtið að
lesa, en framsetning hinna
latinuskólalærðu manna ætíð
góð og ágæt hjá sumum.
Hér set ég klausu úr grein
um Rússland, sem heitir Mikil
og viðbjóðsleg hætta. á ferð-
um- Er þessi klausa valin með
tilliti tij nýafstaðinnar gengis-
fellingar hér, en umtalið um
þá hina grimmu bolsévfka látið
eiga sig.
„Fyrir ófriðinn var ein rúbla
jafnmikils virði sem 1 kr. 92
aurar. Nú er ein miljón rúbTur
í rússneskum seðlum tæplega
einnar krónu virði. Það er með
öðrum orðum, að allir menn
í Rússlandi. bæði sparsemdar-
menn og aðrir, sem áttu pen-
inga á vöxtumv hafa misst þá.
Svo illa hefur fjárhag lands-
ins verið stjómað. Á þennan
hátt fer fyrir hverri þjóð, ef
hún, eða réttara sagt stjóm-
endur. hennar gefa út ógrynni
af seðlum. Gengi þeirra fellur
og allir verða öreigar, sem
eiga peninga og hafa verið svp
duglegir að spara saman til
framtíðarinriar og elliáranna.
Svona færi líka fyrir íslenzku
krónunni, ef gefin væru út ó-
grynni af íslenzkum seðlum. Is-
lenska krónan hefur lfka fallið
f verði, af því að gefið var út
of mikið af seðium og af því
að landið safnaði skuldum. Ef
haldið er lengra á þeim vegi.
fellur íslenska krónan ennþá
meira. öll þjóðin verður að
súpa seyðið af slíku, og borga
jkuldir. eyðglusegrianna og
fjárglæframannanna."
Af greinum um læknisfræði-
leg efni er þama ein um syfi-
lis, skrifuð af lækni en sýnist
vera skrifuð af presti, því höf.
vandar mjög um við fólkið,
vill hræða það, segir sjúkdóm-
inn stafa af drykkjuskap (?),
ósiðsemi (óskilgreinilegt hugtak
eins og hugtakið synd), og vera
sjálfskaparvíti, og þessi prest-
Ur í læknislíki, eða læknir í
prestlfki, virðist æstur á skaps-
murium, útmálar þetta hót-
fyndna pydningatæki náttúr-
unnar sem hroðalegast, birtir
hroðalegar myndir, pg er • mér
sagt að ungir menn hafi fyllzt
ofboði og ærzt við að lesa þetta,
hlaupið upp á hæstu kletta og
ætlað að steypa sér fram af,
en aðrir ætt út fyrir kolin,
uppfullir emjana og kveins, og
það þó þeir vissu ekki neitt,
— líklega hafa samt flestir
snúið við. — En svo afklæðist
greinarhöf. prestshempunni og
umvöndunarseminni og hvetur
fólkið til að leita sér lækninga
í tfma, eins og góðum lækni
sæmir.
Bjami frá Vogi var einn
hinna mestu stórmenna íslenzku
þjóðarinnar á þessum árum pg
áður, og þýddi hann Faust
Goethes, og hafði til þess ríf-
legan styrk úr landsjóði um
árabil. (Raunar heyrðist enginn
taka sér f munn nafnið „fs-
lenzku þjóðárinnar“ þá, við
vorum ekki orðnir miklir af
neinu, íslendingar, og raunar
rétt nýsloppnir undan því að
heita nýlenduþjóð). Svo er sagt
að hinir fremstu - af; andans-
mönnum vomm og meisturum
hafi ekki átt sér heitari ósk
en þá, að höfuðið á Bjarna frá
Vogi væri skroþpið á bana-
kringlu þeirra, þegar mikið lá
við, eins og þá er svara skyldi
virðulegum skólastjóra, sem
annt var um guðsótta rig góða
siðu. I lofkvæði um Bjarna,
sem Þorsteinn úr Bæ orti,
stendur • þetta:
„Þótt stór ci sé, þá stendur
hann upp úr Reykjavíkur-
reyknum,
og reynast mun hann fremstur
allra hér þá slítur leiknum",
Og fleiri voru þeir sem mátu
hann að verðleikum.
Svo þýddi hann Faust.
I ársritinu (1923) er ritdómur
um þýðinguna, prentaður með
svo smáu letri, að ég mundi
vara alla við að rýna í þettá,
sem ekki hafa hraust augu.
Höfundur ritdómsins var Jón
Helgason, maður nýsloppinn
frá prófi, og ætla ég að fáir
muni þá hafa heyrt hans getið.
Þýðingin hafði hlotið frá-
bærlega góða dóma hér heima,
og muna það enn ýmsir gaml-
ir menn hve ynjög henni var
hrósað, enda gizka ég á að
þýðandínn sjálfur hafi verið
stoltur. Hann hefði ekki látið
verkið frá sér fara annars. Ég
minnist þess núna, rótt íþessu,
að ég las bókina Og komst
yfir hana alla að kalla, en
höfuðvertourinn, sem þetta
örðuga starf olli, held ég aldrei
hafa batnað að fuflu.
Þá er að minnast á ritdóm-
inn,
Svo, er að sjá sem greinar-
höf- hafi leiðzt þessi þýðing
ákaflega, og. þótt hún ótæk, en
samt nennir hann að gera henni
ýtarleg skil í greininni, menn
voru ósporlatir í þá daga. Er
þessi grein öll hin skilmerki-
legasta, en engan hef ég hitt,
sem hafi lesið hana, enda ekki
aðgengilegt nema með stækk-
unargleri. Raunar hitti ég eng-
anjheldur, sem segi mér að hann
hafi lesið hinn íslenzka Faust,
en' þó minnir mig að hann
hafi verið tekinn fram í til-
efni af einhverju afmæli og
dustað af honum rýkið, 'síðan
settur upp á svið með tilheyr-
andi tilburðum og átt að gera
lukku. Við skulum vona að svc
hafi reynzt.
Og enn hrósa þeir bókum,
þýddum sem frumsömdum . . .
Svo get ég þess til gamans,
að þama em ljósmyndir af
tveimur systmm, góðra manna
og komnum af prestum í all-
ar ættir t>g ótal liðu. Þær
'heita Kristrún og Hildur, og er
hin fyrmefnda nokkuð grát-
konuleg á svipinn, ef svo ó-
virðulega mætti tala um jafn
ágæta konu, en hin svo hýr og
spotzk, eins og sé hún að narr-
ast að grátkonunni, systur sinni.
En það olli gráti hennar, að
sagt er, að hún missti Baldvin
Einarsson fyrir handvömm
hans, en hann fékk aðra fyrir
sömu handvömm, og tengda-
móður í kaupbæti, en Island
missti Baldvin, því lfklega hefði
hann ekki brennzt, ef önnur at-
vik hefðu legið fram að þeirri
stund, og sannast hér, að ekki
er ein bára stök.
Ekki má láta ógetið Finns
Jónssonar, en á hann hvarflaði
ég auga rétt sem snöggvast, og
það er mér eiður sær, að birti
fyrir því á meðan. Var hann þá
páfi? Það mun hann verið hafa.
M.E.
Dæmisögur Esóps íljóðum
Dæmisögur Esóps í ljóð-
um eftir Guðmund Er-
lendsson prest á Felli í
Sléttuhlíð — Fyrri hluti.
Grímur M. Hclgason bjó
til prentunar — Barna-
blaðið Æskan, Reykjavík
1967.
Dæfnisögur Esóps em flest-
um að nokkm kunnar, bæði
börnum og fullorðnum. Þýðing-
ar Steingríms Thorsteinssonar,
skálds, og Freysteins Gunnars- '
sonar skólastjóra á sögunum
vom gefnar út á Akureyri i
tveim bindum árið 1942 og eru
þær bækur enn í ýmsra hönd-
um. Fleiri munu. þó þekkja tií
sagnanna af léstri einstákra
þeirra, sem birzt hafa í blöðum
og tímaritum, t.d. hafa í Öska-
stundinni í Þjóðviljanum birzt
nokkrar af dæmisögum Esóps.
Helzt er talið, að Esóp sá,
sem sögurnar era við. kenndar,
hafi verið uppi á 6. öld fyrir
i Krist, líklega þræli á eynni
Samos. Alitið er, að hann hafi
sagt sögurnar og aðrir síðan
fært þær í letur, og vafalaust
em ekki allar þær sögur, sem
við hann em kenndar, frá hon-
um mnnar. Það skiptir engu
höfuðmáli,, hvort allar sögum-
ar em rétt feðraðar eða ekki.
aðalatriðið er, að þær hafa
iafnan að geyma lífsspeki, sem
enn er í fullu gildi 2500 ámm
eftir að Esóp tjáði samtíma-
mönnum sínum þessi sannindi
í einföldu og ljósu formidæmi-
sögunnar, þar sem mönnum er
gjaman kennt að draga lær-
dóm af dæmi dýranna.
Dæmisögur Esóps hafa víða
farið á löngum ferli. Hingað ti.l
Islands hafa þær borizt ekki
síðar en á 16. öld, því að séra
Einar Sigurðsson í Heydölum
(1538—1626) snýr nokkmm
þeirra í ljóð, bindur einadæmi-
sögu í eitt erindi. Sfðar. snúa
þeir Stefán Ólafsson í Valla-
nesi og Páll Vfdalín lögmaður
nokkmm sögum hvor á íslenzku ^
með sama hætti og Einar.
Enn eitt skáld ísienzkt, er
uppi var á 17. öld, heillaðist
svo af anda og. efni dæmi-
sagna Esóps, að það settistvið
að snúa þeim í Ijóð á íslenzka
tungu. Þessi maður var séra
Guðmundur Erlendsson (1595 —
1670), jafnan kenndur við Fell
i Sléttuhlíð, þar sem hann sjálf-
ur, faðir hans og sonur vora
allir prestar. Hafði séra Guð-
mundur annan hátt á við sín-
ar þýðingar en hinir þrír, er
áður vom nefndir, því að han">
dregur ekki efni hverrardæm'-
sögu saman í eitt erindi he’-* 1 '
ur endursegir söguna alla 1
heilu kvæði. Auk þess varhann t
þeirra langafkastamestur, sneri
alils 118 sögum Esóps í ljóð, og
ofan i kaupið orti hann rímur
af Esóp. Má af þessu marika, <
að nokkurs hefur honum þótt
um Esóp og verk hans.
Séra Guðmundur Erlendsson
var eitt af helztu skáldum á
sinni tíð, þó íiú sé hann fáum
kunnur lengur, og liggur eftdr
hann í handritum í Landsbóka-
safni skáldskapur allmikill að
vöxtum, mest sálmar ogkvæði
andlegs efnis svo og rímur.
Má nefna bað sem dæmi um
mat samtíðarinnar á honum,
að 1666 vom prentaðir eftir
hann 7 sálmar um píningu
Krists og þeim skipað í eina
bók með Passíusálmum séra
Hallgríms Péturasonar, sem pá
vom prentaðir í fyrsta sinni—■
aftan við sálma séra Guðmund-
ar.
Skáldskapur séra Guðmund-
ar ber mjög merki þeirrar tíð-
ar, sem hann lifði á, Guðmund-
ur er ekki stórskáld, sem rís
upp yfir samtfmann eins og
Hallgrímur Pétursson, þvert ú
móti mun. mega líta á hann
sem dæmigert 17. aldar skáld.
En í ljóðunum af dæmisögum
Esóps koma ýmsir beztu kostir
hans í ljós, yfirbragð þeirra er
léttara en andlega kveðskapar-
ins, góðlátleg gamansemi höf-
undarins nýtur sín þar betur.
Sem dæmi um kveðskapséra
Guðmundar skulum við taka
fyrsta kvæðið í bókinni.
UM HANANN OG
pErluna
Dygða nenning
dauf er nú að líta;
holla kenning
heimskir fyrirlíta.
Haninn fann í haug fyrir sér
hreina perlu og þaninn tér:
Þú kannt ekki að þéna mér,
þig vil ég ekki nýta;
holla kenning heimskir
fyrirlíta.
Trað hann hana í sorpið svart,
en sér upp tíndi annað margt,
ógeðslegt og öngvum þarft,
er hann vildi býta;
holla kenning heimskir
fyrirlíta.
Haninn ofan í hauginn gróf,
úr honum þó draf og maðkinn
skóf;
féll honum betur þetta þóf
þar en perlan hvíta;
holla kenning heimskir
fyrirlíta.
Þetta dæmi þeim er gert,
sem þykir hið bezta einskis vert,
eðla menntir ei fá snert,
til annars meir sér flýta;
holla kenning heimskir
fyrirlíta.
Vísdóminn þeir vilja sízt,
á veröldina þeim betur lízt,
menntir fá ei margar hýst,
mannvitið so grýta;
holla kenning heimskir
fyrirlíta.
Vellysting þeim virðist ein
vera að sönnu perlan hrein,
en skynsemin sem skorpið bein;
skaðanum má það flýta;
holla kenning heimskir
fyririíta.
Heimurinn stundar heimsku
draf,
hann er í því sem farinn á kaf;
kænn mun hann, sem kann
sig af
krókum hans að slíta;
holla kenning heimskir
fyrirlita.
Þótt sumum kunni að finn-
ast fátt um þennan skáldskap
á bítlaöld, á Bamablaöið Æsk-
an þakkir skyldar fyrir útgáfu
bókarinnar. Enn liggur megn-
ið af skáldskap 17. aldarinnar í
handritum á söfnum og hefur
aldrei verið neinn sómi sýndur.
Vissulega á hann ekki allur er-
Framhald á 9. síðu.
4