Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 1
□ Þjóðviljinn fregnaði í gær að allmargir strætisvagnar hefðu verið dregnir á viðgerðar- verkstæði SVR á Kirkjusandi vegna þess að fros- ið hefði í leiðslum og hefði þetta valdið nokkr- um töfum á strætisvagnaferðum. Jón Magnússon fréttastjórí rikisútvarpsins lézt í gær Jón Magnússon fréttastjóri út- varpsins varð bráðkvaddur á heimili sínu í gær. Jón hafði verið fréttastjóri rík- isútvarpsins síðan 1941, en auk þess starfað við kennslu og áð- ur hjá Menntamálaráði. Hann var fæddur að Sveinsstöðum í Þingi, A-Hún., 1. janúar 1910 og lauk fil. kand. prófi í tungu- málum og bókmenntasögu frá Stokkhólmsháskóla 1937. Jón hef- ur oftsinnis átt sæti í stjóm Blaðamannafélags íslands og ver- ið formaður þess. Hann var kvæntur Ragnhefði E. Möller frá Akureyri. Er hringt var í starfsmann verkstæðisins sagði hann að komið hefði verið með á að gizka 12—13 strætisvagna þanna dag- inn. Safnazt hafði saggi í loftkúta og leiðslur og þurfti að þíða þetta upp, eins truflaðist hrá- olíurennsli til vélarinnar vegná ísingar. Greinilega em strætis- vagnamir ekki gerðir fyrir svo mikið frost. Ekki sagðist viðgerðarmaður- inn vita til þess að ferðir stræt- isvagnanna hefðu tafizt beinlín- is af þessum sökum, því að margir aukavagnar væru til. Hinsvegar hefði verið mjög eein- legt að fara með alla þessa vagna á verkstæðið í þessari færð. Þá sagði viðgerðarmaðurinn að mjög erfitt væri að sinna verkefnunum á verkstæðinu vegna lélegra húsakynna. Neðra verkstæðið svonefhda væri gam- alt fiskvinnsluhús, sem ekki hefði þótt brúklegt til fiskvinnslu lengur um aldamótin! — Hitt verkstæðið er gamalt pakkhús frá stríðsárunum og eru aðstæð- ur allar lélegar í báðum hús- n ÁRAMÓTIN voru með edndsem- ® um róleg hér í Reykjavók, að þvi er Bjarká Eliasson yfirlög- regluþjónn sagði Þjóðviljanum í gær, og kvaðst hann ekki minnast annars eins. Allt fór mjög vel fram og engin telj- andi siys eða óhöpp urðu í samlbandi við hátíðalhöidin. Varia sóst maður á ferH í mið- bænum og fremur fátt fólk var við brennumar að bessu sinni og mun þar bæði hafia valdið kuldinn, slæm færð og svo sjónvarpsdagsteráin, sem fólk vildi eícki missa af. ÞETTA FER BATNANDI ár frá ári, sagði Bjarki og kvað áikaf- lega ánægjulegt hve fólk hefði tekið vél í leiðbeiningar lög- reglunnar i sambandi við um- ferð og annað um hátíðamar. I Ai veria hver síiastur ai gera skil t □ Nú eru að verða síðustu forvöð að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans 1967, því vinningsnúmerin verða birt einhvem næstu daga eða strax og fullnaðarupp- gjör liggur fyrir. ^ □ Þeir sem enn eiga eftir að gera skil eru vinsamlega beðnir að draga það ekki lengur. Tekið verður á móti skilum á afgreiðslu Þjóðviljans að Skólavörðu- stíg 19 til kl. 6 í dag, sími 17500, og á skrifstofunni í Tjamargötu 20, sími 17512, til kl. 7 í kvöld. □ Úti um land snúi menn sér til næsta umboðsmanns happdrættisins, sjá skrá yfir þá inni í blaðinu. Úthlutun úr Rithöfundasjóði til Björns Biöndais og Helga Hálfdanars. □ Á gamlársdag var í tólfta sinn úthlutað styrk úr Rithöfundasjóði Rákisútvarpsins og hlutu hann að þessu sinni þeir Bjöm Blöndal og Helgi Hálfdánarson. Veitti Bjöm styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn^ Þjóðminja- safninu, en Helgi mæltist undan því að veita honum við- töku. Bjöm Blöndal heflur getið sér gott orð fyrir Ijóðrænar bækur sínar um samvistir manns og náttúru, einatt með þjóðsagnaí- vafi, og Hélgi Hálfdánarson er einhver ágætasti þýðandi er- lendra ljóðbókmennta sem ís- ttendingar hafa edgnazt, og eink- um þekiktur fyrir þýðingar sínar á verfcum Shakespeares. Othlutunin nam í ár um tiO þús, krónum. Formaður sjóðs- stjórnar, próf. Steingrímur J Þorsteinsson, lét þess getið að styrkþegar væru nú orðnir 21 alls. Hefði stundum verið höfð sú regla að viðurkenna ljóðlist eitt árið en öbundið mál annað, ennfremur hefði verið reynt að sýna fúlltrúum rithöiundafélag- anna beggja sem mestan jöfnuð — en að þessu sinni væru allar Framhald á 3. síðu. Alhrímað hross á kafi í skurði Um kl. 3 í gær fannst hestur á kafi uppá miðj^an þrygg í vatni og leðju í skurði i Kópa- vogi, orðinn alhrimaður. Tókst að ná honum upp stundu síðar og taldi eigandinn að skepnan mundi hafa fallið í skurðinn í gærmorgun. Hesturinn var' þó furðu lítið þrekaður og var fluttur í heitt hús og gefin sprauta til vamar lungnabólgu. Óvenju friðsæl áramót □ Segja má að norðanbál hafi verið á öllu land- inu í gærdag. Mest var frostið á Hveravöllum, 30,4 stig, en á láglendi var frostið 9—21 stig. □ Á síðasta sólarhring var kaldast kl. 2 í gærdag. Þá var 30,4 stiga frost á Hveravöllum, á láglendi var frostið minnst á Loftsölum í Mýrdal, 9 stig, en mest á Nautabúi í Skagafirði, 21. stig. Á þessum tíma var 15 stiga frost í Reykjavik og 14 t ‘f stig á Akureyri. □ Éljagangur var um norðauvert landið, sérstaklega á annesj- um. Bjart var á suðvesturlandi en hins vegar talsverður skaf- renningur. □ Páll Bergþórsson, veðurfræðingui, sagði i gær að spáð væri vaxandi frosti um nóttina en heldur mildara yrði í dag og benti í því sambandi á að dregið hefði úr frosti á Jan Mayen. 9 Norðanáttin mun haldast eitthvað áfram. Draga varð vagnana á verkstæði til að þíða í leiðslum Ekki aftur í forsetakjöri 1 áramótaávarpi þvi œm forseti ísiands, herra Ás- geir Ásgeirsson, flutti á ný- ársdag og útvarpað \far og sjónvarpað, lýsti hann því yfir, að hann myndi ekki verða aftur í kjöri til for- setaembættis við kosning- ar þær er fram eiga að fara í sumar, en hann hef- ur nú gegnt forsetaembætt- inu í fjögur kjörtímabill, eða frá 1. agúst 1952. DHnVHJHM Miðvikudagur 3. janúar 1968 —, 33. árgangur — 1. tölublað. 30 stiga frost á Hveravöllum í gær I gærdag fraus í lei&slum margra strætisvagna SVR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.