Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 10
Mjög róleg og slysalaus áramóta- hátíðahöld hvarvetna úti um land □ arðu óvirkir 1 fyrrinótt kviknaði í gömlu slökkvistöðinni að Tjarnar- götu 12.- Kviknaði i rafmagns- töflu og urðu svo miklar skemmdir á rafkerfi að aJllir brunaboðar í Iteykjavík voru óvirkir á tímabili í gærmorg- un. Rafkerfið er nú komið í gang aftur en fólk er hvatt til að nota frckar síma ef tilkynna þarf bruna. Vaktmaður varð eldsins var klukkan rúmlega eitt í fyrri- nótt og hringdi hann á úýju slökkvistöðina og bað um liðs- auka. Eins og fyrr segir kviknaði í rafmagnstöflu sem er í her- bergi á fyrstu hæð og var fljótlega mikill eldur í her- berginu. Komst eldurinn upp í loftið inn á milli þilja og eftir rörastokkum, svo að erf- itt var um vik við slökkvi- starfið. Var nauðsynlegt að rifa gólfið á annarri hæð til þess að komast fyrir eldinn og tók slökkvistarfið um hálfa klukkustund. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu en aðalskemmdimar voru á rafkerfinu svt> að brunaboðamir voru óvirkir urA tíma. Er spurt var að því hvort brunaboðamir vferu mikið notaðir svaraði varaslökkvi- liðsstjóri Gunnar Sigurðsson. til að þeir væm aðallega not- aðir til að narra slökkviliðið. | Árið 1964 banst ein kvaðn- , ing með bmnaboða, án þess að sími væri ednnig notaður, árið 1965 vom kvaðningamar sex og þrjár árið 1966, en á síðasta ári vom brunahoðam- ir aldrei notaðir án þess að einnlg væri hringt í síma. Hinsvegar var slökkvihðið narrað 46 sinnum 1964 með kvaðningu úr bmnaboða, 53 sinnum 1965, 51 sinni 1956 og 50 sinnum 1967. Öll útköll á árinu 1967 vom 408 en árið 1966 vom útköll- in 486 eða 78 fleiri en núna á síðasta ári. Útköllin í desembermánuði s.l. urðu 34 en til að finna færri útköll í desember þarf að fara aftur til ársins 1951 þá vom þau 26." O □ Þjóðviljinn hafði samband við nokkra staði úti á lands- ^ byggðinni í gærdag og innti eftir tíðindum í sambandi við áramótafasnaði á viðkomandi stöðum. Fór það allt blessunarleea fram en sumstaðar bamlaði veður nokk- uð áramótaglensi. Á Suðvesturlandi virðist það hafa verið furðu almennt að menn sátu heima yfir sjónvarnsdagskránni. í ná- grannabæjum við Revkiavík var fátt við brennur og kínveriasnrenoinoar v’rðast hafa lagzt niður að mestu. Hér fer á eftir frásögn af áramótum á sjö stöðum á landinu. Þrjú Innbroi Brotizt var inn á þrem stöð- um um áramótahelgina, en yf- irleitt litlu stolið. í heildsölu á Vatnsstíg 3 var þó stolið m.a. sex úmm og einhverju fleiru. Þá var aðfaranótt nýárs- dags brotizt inn í Hreyfilsbúð- ina við Kalkofnsveg og stolið þaðan nokkrum pökkum af sæl- gæti og tveim rakettum og sömu nótt var brotizt inn í mjólkur- búðina í Mávahlíð 25, þar sem tekið var lítið eitt af skiptimynt. *Nesl<aupstaður Veður hér í Neskaupstað hefur verið mjög rysjótt yfir hátíð- irnar. Fyrst var útlit fyrir rauð jól, en þau hvítnuðu á seytjándu stundu rofangadags. Ekki hefur mikið snjóað síðan fyrr eh þá helzt í gær, á nýársdag, en oft verið mjög hvasst og oftast blásið úr norðri. Fært var öðm hvom yfir Oddsskarð milli há- tíðanna. Bærinn var allvel skreyttur. Tvö s-tór jólatré reist við fé- lagsheimilið o,g kirkjuna og ýms- ir einstaklingar prýddu hús sín smekklega- Á gamlársdag viðraði vonum betur miðað við illspár veður- stofunnar. Nokkmm brennum var hrófað upp af skyndingu og nlíufélögin sýndu betri hliðina. Fjölsóttur dansleikur var hald- inn í Egilsbúð. Náðu allir nýju ári stórslysalaust. Nýársdagur sýndi janúarandlit að minnsta kosti í veðráttunni. — Ótalið er hve margir hlustuðu á ræðu forsetans. Þar virtist tala áhyygjulítill , öldungur, jafnt varðandi efnalegan og andlegan hag þeirrar þjóðar, sem honum lýtur. Væri vel, að bjartsýni hans reyndist réttmæt, en þeir sem hlustuðu á forsætisráðherr- ann kvöldinu áður, hljóta að ala þar um nokkum ugg í brjósti, og boðuð húsbsendaiskipti á Bessastöðum fá þar vart breytt miklu um. — Hj. G. Vestmannaeyjar 1 Vestmannaeyjum vom haldn- ir þrír áramótadansöeikir í Sa mkomuhús’' r u, Alþýðvhúrimi og Akóges. Fóru þeir vel fram og var ekki áberandi ölvun, sagði lögreglan í Eyjum í gærdag. Fimmtán brennur vom í kaup- "^ðnum og flestar utan í Helga- felli og ein brennan var upp á Helgafelli á vegum fþróttafélags- ins Þórs- Var hún jafnframt skreytt með nafninu Þór í ljós- stöfum. Þá vom tvær brennur austan til í bænum í svokölluð- um Urðum. Á* gamlárskvöld var nokkuð hvasst að austan o.g slydda um kvöldið — gott veður var á ný- áfsnótt í Evjum. Varla hevrðist hvellur af kínverja hér á gamlárskvöld. Akranes sagði lögreglan í gær. Salaákín- verjum var stöðvuð hér og var lítið um slíkar sprengingar. Ein brenna var við íþróttavöllinn, tvær í Stillholti o,g ein'við Esju- braut. Var ekki mannmargt , í kringum þær brennur enda hef- ur orðið hér mikil breyting á síðan sjónvarpið kom til sögunn- ar. Hér áður fyrr fjölmenntu menn við brennur upp úr klukk- an átta á kvöldin — sést nú varla maður úti við á gamlárs- kvöld. Klukkan tólf á miðnætti hófst áramótadansleikur á Hótel Akra- nes og stóð til klukkan fjögut um nóttina — var yngri kynslóð- in þar aðallega að skemmta sér og fór allt vél fram. Á nýjársdagskvöld var svo hjónadansleikur á sama stað og var þar mikið fjölmenni og fjör í tuiskunum. 1 kvöld eru svo bamaskemmtanir á Hótel Akra- nes að venju. Selfoss Hér á Akranesi varð allt ó- happalaust um áramótin og urðu engin slys á mönnum hvorki í umferðinini eða annarsstaðar, Hér var snjókoma og leiðinda- veður á gamlárskvöld, sagði lög- reglan á Selfossi, og var fátt manna við brennumar. Þær urðu sjö að tölu og var steersta brennan við íþróttavöllinn en hinar utanvert f kaupstaðnum. Áramótadansleikur var hér í Selfossbíó og voru marffir hýrir af víni, en allt fór friðsamlega fram og með prýði. Á þrettándanum verður haldið grímuball á vegum Ungmenna- fólagsins Vöku. ísafjörður I Isafjarðarkaupstað var norð- austán éljagangur á nýársnótt með fimm stiga firosti. Voru haldnir þrír áramótadansleikir í Alþýðúhúsinu, Sjál&tæðishús- inu óg Góðtemplarahúsinu og fóru allir dansleikimir vel fram en nokkur ölvun var fram eftir allri nóttu. Ein brenná logaðl glatt hjá íþróttavellinum og tvær uppi í hlíðinni fyrir ofan kaupstaðinn. Er alltaf erfitt að flytja efnivið í bálkestina þangað upp, en ísafjörður á alltaf nóg af dug- legum og hraustum strákum, sem láta ekki sitt eftir liggja við þessa ílutninga. Þá var einnig mikil brenna í Hauga- nesi hinum megin við pollinn. Þá var hér mikil flugeldaskot- hríð á gamlárskvöld og á þrett- ándanum er ætlunin að halda álfadáns á vegum fþróttafélag- anna, sagði lögreglan á staðnum í víðtali við Þjóðviljann í gær. Framhald á 3. síðu. Hér að ofan eru svipmyndir frá jólagleði menntaskólanema í íþróttahöllinni í Laugardal. Sjást á þeirri neðri nokkrir nemenda og í baksýn málverk á veggjum, en á þeirri efri atriði úr Skngga- Sveini, sem þarna var flutt í nokkuð breyttri mynd, — það er sá til vinstri sem er Skugga-Sveinn, hitt er Ketill skrækur. — Myndirnar tók Jón Steindór Ingason, nemandi í MR. LaugardaEshöllin ágætlega fallin til dansleikjahalds □ Þrír dansleiácir voru haldrúr í LaugardalshöllÍTihi kringum áramótin og heppnuðust aliir með ágaetum. Fyrst héldu nemendur Mermtaskó'lans í ReykfavSk jólagleði sína í höl'linni 30. desemíber og höfðu helgað gleðina Jóhannesi skáldi úr Kötlum og skreytt húsið sambvœmt því. Voru skreytingiamar síðanmotaðar áfram á áttadagsgleði háskóla- stúdenta á gamláirskvöld og uniglingadansleiik á nýáisdags- kvöld. Eþróttaihúsið í Haugardal virð- ist ágætlega fallið til dansleikja ekki síður en knattleikja, þar er húsrýmið nóg og mikill miun- ur hve loft er þar betra en í öðrum samkomuhúsum borgar- innar. Að sjálfsögðu verður þar nokkuð annar bragur á veitimga- sölu en í venjulegum samkomu- húsum og hljómburði eða rreagn- arakeríi er nokkuð á’fiátt og heyrðist ekki söngiur eða önnur atriði flutt af sviði hússins nema fram í miðjan salinn. Virtist hljóðið drtrkkna í hinni miklu hvelifingu, en vitasfeuld ætti að vera unnt að kippa siífeu í lag. Allir dainsleikimir fóru hið bezta fram þrátt fyrir mikið fjölmermi og voru samkomugest- tr yfirleitt ánasgðir með staðinn. Vöpduð dagskrá um Jóhannes úr Kötlum Jólagieði menntaskólans var helgiuð Jóhannesi skáldi úr Kötlum og ivar hiúsið skreytt myndum sem nemendur höfðu málað og valið sér fyrirmýndir úr ljóðum skáldsins. Mörg skemmtiatriði voru á dagskrá, söngur, leikrit og fleira, en dag- skrónni lauk með mjög vandaðri kynningu á Jóhapnesi úr Kötl- um, þar sem skýrt var frá ævi hans og skáldferli og lesin og sungin Ijóð eftir hann. Sáu nokkrir nemendur um þessa kynningu, sem var þeim og Framhald á 3. síðu. ' ísinn fyrir Norðurlandi Á gamlársdag fór flugvél Landhelgisgæzlunnar í ís- könnunarflug og barst Þjóð- viljanum í gær meðfylgjandi teikning er sýnir legu ísrand- arinnar fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Tölurnar á kort- inu tákna þéttleika ísslns. Meginísröndin, að þéttleika 7/10 til 10/10, liggur fjær landinu en íshrafl frá 1/10 til 3/10 að þéttleika nær allt upp undir land við Melrakka- sléttn og Tjörnes. 9-10/1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.