Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 3
MiðviJcudagur 3. janúar 1963 — ÞJÓÐVXLJIISrN — SÍÐA J Aukinn spamaður á ai verja dollarann Johnson boðar minnkun f járfestingar erlendis, hemaðarútgjalda og lánveitinga til útlanda WASHINGTON 2/1 — Johnson Bandaríkjaforseti kunn- gerði í nýársboðskap sínum margvíslegar ráðstafanir til þess- að draga úr hinum mikla greiðsluhalla Bandaríkjanna sem að verulegu leyti stafar af stríðinu í Vietnam. Þær ráðstáfanir sem Johnson nefndi í boðskap sínum eru þess- ar: Takmörkuð verður fjárfest- ing bandarískra fyrirtækja er- lendis og dregið úr láfíveitingum til útlanda, minnkuð verða út- gjöld í erlendum gjaldeyri vegna vígbúnaðar og dregið úr kostn- aði við utanríkisþjónustuna, jafnframt því sem lagt verður að bandamönnum Bandaríkjanna að auka vopnakaup sín hjá þeim. Þá verður lagt mikið kapp á að draga úr þeim gjaldeyris- kostnaði sem stafar af ferðalög- um Bandaríkjamanna til útlanda, jafnframt þvi sem reynt verður að auka ferðamannastrauminn til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn verða hvatt- ir til að dveljast heima í orlofi sínu, en einnig er búizt við að lagt verði fyrir þingið frum- varp sem gerir ráð fyrir að lagð- ur verði sérstakur skattur á alla Bandaríkjaþegna sem ferðast til útlanda. Kemur til mála að þeir verði látnir borga „'dagsektir", eríska meginlandsins. Ætlunin er að spara á þennan hátt um 500 miljónir dollara i erlendum gjaldeyri. Ný hjartagræðsla tókst í Höfðaborg Hjarta grætt í 58 ára gamlan mann úr 24 ára gömlum blökkumanni. Aðgerðin tók 5 stundir HÖFÐABORG 2/1 — Læknum við Groote Schuur-sjúkra- húsið í Höfðaborg tókst aftur í dag að græða hjarta úr ný- látnum manni í sjúkling sem skammt átti ólifað vegna hjartabilunar. Aðgerðin tók fimm klukkustundir og gekk allt að óskum. Jolmson áhyggjufullur Þessi boðskapur Johnsons hef- r fengið misjafnar undirtektir þ.e. ákveðna upphæð fyrir hvern baeði í Bandaríkjunum og er- dag sem þeir dveljast utan am- Aramót Framhald af 10. síðu. Siglufjörður Áramótagleði fór vél fram hér í Siglufirði. yoru haldnir tveir 1 áramótadansléikir, fyrir eldri- kynslóðina að Hótel Höfn og fyrir hina siglfirzku bítla í Al- þýðuhúsinu og var lítil ölvun .á þessum dansleikjum sagði Vil- berg Þorláksson í gærdag. Þrjár brennur loguðu glatt á gamlárskvöld. Tvær uppi í hlíð- inni fyrir ofan kaupstaðinn og ein á uppfyllingargarði. Mi'kið erfiði er að flyt.ia allan efnivið í bálkestina upp snarbratta fjallshlíðina, en sigl'firzkir dreng- ir eru knáir og duglegir við þessa framkvæmd á ári hverju. Sérstök helgi hvílir alltaf yfir Fvanneyrarskál og er brúnin frá norðri til suðurs skreytt ljósa- röð — að þessu sinni sextíu og átta ljósum — og fjölgar þessum ljósum eftir þvi sem iíður á öld- ina. Fyrir neðan í hlíðinni logar svo á ártalsskreytingu — að þessu sinni 1967—1968. Sáust þessar skreytingar illa er leið á nýársnótt vegna éljagangs af norðri. Frá ári til ára eru per- urnar og annað tilheyrandi geymt í skýlí upp í Hvanneyrar- skál, en þetta smáhýsi er í eigu pósts og síma. Akureyrl Það voru sömu læknarnir sem framkvæmdu aðgerðina i dag cg fyrir einum mánuði græddu hjarta i Louis Washkansky, en einnig sú aðgerð heppnaðist að nokkru, þótt sjúklingurinn létist 18 dögum síðar úr lungnabólgu, og aðgerðinni stjórnaði nú sem þá prófessor Chris Barnard. í dag var hjartað tekið úr 24 ára gömlum blökkumanni, Clive Haupt. sem í morgun lézt úr heilablæðingu. Það var grætt í 58 ára gamlan tannlækni. Phil- ip Blaiberg að nafni. í stuttorðri tilkynningu frá sjúkrahúsinu um aðgerðina var sagt að hjarta- græðslan hefði gengið að óskum og líðan sjúklingsins væri eftir vonum. Blaibe'rg hafði fengið meðvit- und aftur eftir eina tvo tíma og seint í kvöld var frá því skýrt að aðkomuhjartað ynni alveg Fjórir áramótadansleikir voru haldnir á Akureyri og fóru hið bezta fram, sagði lögreglan á staðnum- Þeir voru háldnir að Hótel KEA, Sj álfstæðishúsinu, Alþýðuhúsinu og dunuðu þar til klukkan fjögur um nóttina — þá var nemendadansleikur í Gagn- fræðaskólanum' og stóð hann til klukkan þrjú um nóttina- Éljagangur fór vaxandi á ný- ársnótt og var fremur ill færð heim um nóttina og undir morg- un. Allt gekk þó vel fyrir sig um nóttina. Á Akureyri loguðu sextán brennur á gamlárskvöld og flug- eldaskothríð í góðu gengi og snrengjulæti að venju. Ártala- skreyting var ekki sett upp í Vaðlaiheiði að þessu sinni og hefði enda varla sézt fyrir élja- gangi. 1 gær var sextán stíga frost á Akureyri og snjðkoma fór vax- ajidi. Ill.færð var komin á veg- um úti í sveitinni. lendis,. Einkum hafa þeir sem starfa að ferðamálum látið í ljós mikil vonbrigði. í Bandaríkjun- um er sagt að fremur ætti að stuðla að því að fá útlendinga þangað en meina landsmönnum að fara til útlanda. Ef þessi fyrirætlun nær tilætluðum ár- angri má búast við að það hafi aukna erfiðleika í för með sér fyrir Breta, sem öðrum fremur hafa haft dollaratejcjur af banda- rískum ferðamönnum. Mimii herstöðvaútgjöld Þá er ætlunin að spara einar 500 miljónir dollara með hag- kvæmari rekstri herstöðva Bandarikjanna erlendis, en nú eru um 1.5 miljón bandarískir hermenn utanlands. Mestur hluti þeirra er í Vietnam, en ekki er þess getið að neinar fyrirætl- anir séú um að draga úr her- kostnaðinum þar, sefn nú mun vera hátt i 30 miljarða dollara á ári. Tekið er fram að ekki sé ætlunin að fækka í banda- ríska hernum erlendis umfram það sem þegar hefur verið á- kveðið. f Reutersfrétt segir að i New York séu fésýslumenn mjög and- vígir þessum fyrirætlunum Johnsons. Með þeim sé farið algerlega rangt að því að leysa vandamálið. Fréttaritarar Reut- ers í Vestur-Evrópu segja hins vegar að þar sé þessum ráðstöf- ununi vel tekið meðal fjármála- manna, en annað hljóð sé í þeifn sem starfa að ferðamálum. Ár- ið 1966 kom meira en hálf önn- ur miljón ^bandarískra ferða- manna til Vestur-Evrópu og skildu þeir þar eftir um 920 miljónir dollara. Einn helzti ráðgjafi de Gaulle forseta í fjármálum, Jacques Rueff, taldi hæpið að þessar ráð- stafanir myndu bera tilætlaðan árangur. Minnkun gjaldeyris- notkunar Bandaríkjanna erlend- is myndi hafa í för með sér að gjaldeyristekjur þeirra minnk- uðu einnig, og ástandið myndi því ekkert batna, öllu fremur versna. Annar franskur tals- maður sagði að það fyrsta sem Bandaríkin ættu að gera til að leysa fjárhagsvandræði sín væri að binda sem fyrst enda á stríðið í Vietnam. Johnson hefur gert út sér- staka sendiboða til að skýra fyr- ir vinveittum ríkisstjórnum þess- ar ráðstafanir. Katzenbaeh að- stoðarutanríkisráðherra kom í dag til London og hélt þaðan eftir skamma viðdvöl til Bonn. Hann mun leggja að vesturþýzku stjórninni að auka enn vopna- kaup sín í Bandaríkjunum. Læknar gera sér allgóðar von- ir um að Blaiberg muni geta lifað aðgerðina af. Bent er á að hann sé að sumu leyti betur undir aðgerðina búinn en öðru leyti verr en Washkansky var. Washkansky var sykursjúkur og það olli því að líkami hans var síður fær um að hrinda frá sér aðkomuvef, en hins vegar var hann fársjúkur maður og verr farinn en Blaiberg. W§ hsfsií *iP2ar 212ÖQQ Chris Barnard óaðfinnanlega og ekkert benti til þess að aukakvillar myndu gera vart við sig. Aðgerðin hófst í morgun kl. 8 að ísl. tíma, aðeins örskömmu eftir að Haupt hafði látizt og hún gekk öllu fljótar fyrir sig en sú fyrir mánuði. Áður hafði með góðum fyrirvara verið geng- ið úr skugga um að blóðflokkur og vefjaflokkur þeirra Haupts og Blaibergs voru þeir sömu svotil og munurinn a.m.k. ekki svo mikill að það útilokaðj líffæra- flutning á milli þeirra. KHÖFN 2/1 — Vinstrisósíalist- arnir í Danmörku hafa nú tryggt sér að þeir geti boðið fram við þingkosningarnar sem fram fara 23. janúar — og vel það. Þeir hafa þegar safnað 21.000 undir- skriftum meðmælenda með fram- boði þeirra, en tæplega 16.000 hefðu nægt. Undirskriftasöfnun- inni er lokið en ókomnir eru enn listar frá ýmsum flokksdeild- um og að þeim meðtöl,dum munu undirskriftimar sennilega verða um 25.000. Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Stefnu- skrá hans verður birt að lokn- um fundi sem haldinn verður 7. janúar. Framboðslistar flokksins verða auðkenndir með bókstafn- um. Y, en hafnað var beiðni hans um bókstafinn V, sem Vinstri- flokkurinn hefur einu sinni not- að í Kaupmannahöfn. J ó I a gIeði Framhald af 10. síðu. skáldinu til mikils sóma og flutt á frumlegan hátt. Um leið og flutningur fór fram á sviöinu voru sýndar beggja megin sviðs skuggamjmdir í samræmi við efnið. Jóhannes úr Kötlum var gest- ur á jólagleðinni og tók hann til máls að dagskrá lokinni og þakkaði þann heiður er honum hafði verið sýndur. Viðstaddur var einnig Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og frú. BLAÐ- DREIFING Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtal- in hverfi: Hverfisgötu neðri, Ilverfisgötu efri, Múlahverfi, Miklubraut, Yoga I., Óðinsgötu, Laufásveg, Háskólahverfi, Tjarnargötu, Rauðalæk. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. Z Tilboð óskast ura sölu á ^fni og vinnu við gerð ytri þaka á nýbyggingu Tollstöðvar í Reykjavík. Útboðslýsing. er afhent á skrifstofu vorri gegn skilatryggingu kr. 500.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðviku- dagihn 31. janúar 1968 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Yfirlýsing Hanoistjórnarinnar: Viiræiur geta orðii ef árásunum linnir Nýja árið hófst með hörðum bardaga og miklu manntjóni skammt frá landamærum Kambodju HANOI og SAIGON 2/1 — Utanríkisráðherra Norður-Viet- nams, Nguyen Duy Trinh, hefur í útvarpsávarpi sagt að þegar Bandaríkjamenn hafi skilyrðislaust hætt loftárásum og öðrum hemaðaraðgerðum ge,gn- Norður-Vietnam muni stjóm þess fús að ræða við Bandaríkjastjóm um þau mál sem báðar varðar um. Talsmaður bandariska utanrfk- isráðuneytisins sagði í Washing- ton í dag að Bandaríkjastjóm reyndi nú að komast að þvi hvaða skilning ætti að leggja í bessi ummæli utanríkisráðheira Norður-Víetnams. Virðist það benda til þess að Bandaríkja- stjórn ætli enn að virða að vett- ugi þessa margítrekuðu yfirlýs- in,gu stjómar Norður-Víetnams um að samningaviðræður geti hafizt þegar Bandaríkin hafi skilyrðislaust hætt öllum hemað- araðgerðum gegn landinu. Harður bardagi Bandaríska herstjómin í Sai- gon sagði í dag að einn harðasti bardagi stríðsins hefði verið Ceaoseseu ræSir við Tító í dag VÍN 2/1 — Þeir Ceausescu, for- seti Rúmem'u, og Titó, forseti Júgóslaviu, munu hittast á morg- un, miðvikudag, sennilaga í veiðimannakofa við landamæri ríkjanna. Líklegt er talið að þeir muni á fundinum samræma af- stöðu sina til þeirrar ráðstefnu kommúriistaflokka sem boðað hefur verið að haldin verði í Búdapest í febrúar. háður í dag snemma skammt frá landamærum Kambodju. Hefði verið barizt í tíu klukku- stimdir eftir að þjóðfrelsiisher- menn gerðu árás á bandarískt virki. Að orustunni lokinni hefðu 358 árásarmenn legið eft- ir í valnum, en Bandarikjamenn hefðu misst 23 fallna en 153 særða. Sagt er í Saigon að marg- ar viðureignir hafi orðið meðan á vopnahléinu um áramótin stóð og hafi samtals 380 þjóðfrelsis- hermenn fallið. en 27 Banda- ríkjamenn. Verðlam Framhald af 1. síðu. slfkar forsendur látnar lönd og leið, og hvorugur þeima sem nú væri sómi sýndur meðlimur í rit- höfundaféflagi. 1 rithöfundasjóðn- um eru nú um 400 þúsund krón- ur. Styrkurinn er veittur án skilmála, en er einkum ætlað að auðvelda mönnum u,ndirbúning ritstarfa, einkum ef hann er samfara utanför. 1 stjórn sjóðsins eru þeir Vil- hjálmur Þ. Gíslason og Andrés Bjömsson frá ríkisútvarpinu, Stefán Hörður Grímsson og Helgi Sæmundsson fyrir rithöfundafé- lögin og próf. Steingrímur, skip- aður af menntamálaráðherra. ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ HUGMYNDA- SAMKEPPNI Athygli skal vakin á, að 'frest- ur til að skila tillögum að merki sýningarinnar „ÍSLENDINGAR * OG HAFIГ rennur út 10. jan- úar. ’ FRAMLEIÐENDUR - INNFL YTJFNDUR Einnig er framleiðendum og innflytjendum, er hafa í hyggju að taka þátt í sýningunni, bent á, að þeir verða að hafa til- kynnt um þátttöku sína fyrir 10. janúar. — Upplýsingar um kostnað og annað fsest í síma 10655 næstu daga. Tillögum að merki og tilkynn- ingum um þátttöku ber að skila til skrifstofu Sjómannadags- ráðs, Hrafnistu. Sýningarstjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.