Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 2
I 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifcudagur 3. jamúar 1968. Vangaveltur um ævisögur o.fl. Enn líður eitt árið í aldanna skaut. Skálað verður fyrir nýja árinu í dýrum veigum og menn munu í gleðivímu augnabliks- ins strengja þess heit að gera nú betur á nýja árinu en því gamla. Margir munu gráta glötuðu tækifærin, brostnu von- irnar og týndu vinina á þess- um síðasta degi ársins, en flestir, jafnt syndugir sem sak- lausir, munu líta framtíðina björtum vonaraugum. Sumir munu sennilega reyna að glejona sem fyrst vitleysunum. sem þeír gerðu á liðna árinu. en reyna heldur að forðast sömu vitleysumar í framtíð- inni, þó að, eíns og allir vita, Veðrið árið 1967: Meðalhiti en meira Þjóðviljinn hefur fengið frá i Veðurstofu tslands eftirfarandi1 yfirlit um veðráttuna hér á landi á árinu sem nú er að kveðja: , Meðalhiti ársins 1967 var 4.2* í Keykjavík, en 2.6° á Akureyri. i Er það 0.8° neðan við meðallag áranna 1931—60 í Reykjavík, en 1,3° kaldara en i meðallagi á Akureyri. Árið 1966 var meðal- hitinn í Reykjavík sá sami og í ár, en á Akureyri var meðal- hitinn 2.3° árið 1966, og er.i þessi tvö ár þau köldustu frá árinu 1951, en þá var hitinn í | Reykjavík 4.1°. en 2.8° á Ak- j ureyri. Til samanburðar má | geta þess, að frá aldamótum hafa 11 ár verið kaldari í Rvík en síðastliðin tvö ár, þar af aðeins 3 eftir 1920 (árin 1921, 1949 og 1951) Á Akureyri hafa einnig 11 ár verið kaldari en 1967 á þessari öld. en þar af aðeins 1 ár eftir 1920 (árið 1966). Fyrstu tveir mánuðir ársins það takist nú með misjófnum árangri. Aðrir munu engu gleyma og, eins og gengur, ekkert læra. ★ Á hinu nýliðna ári hefur gengið á ýmsu, en hæst ber þó í augum hins venjulega launþiggjandi borgara kosn- ingamar til Alþingis, hinar tíðu verðhækkanir, gengisfellingin og siðast en ekki sízt kjara- dómurinn í launamálum opin- berra starfsmanna, eins og kennara og fleiri. í sambandi við kosningamar til Alþingis er stórfurðulegt og reyndar lægri — sólskin voru hlýrri en venja er, en allir aðrir mánuðir kaldari en í með- alári, sérstaklega marz, en hann mun hafa verið kaldasti marz- mánuður frá 1919 ásamt marz 1947. Úrkoma í Reykjavík mældist 807 mm, en á Akureyri 467 mm og er hann í réttu meðallagi á báðum stöðvunum. Sólskin mældist mun meira en venja er á báðum þessum stöðvum. í Reykjavík mældist sólskin í 1518 stundir og er það 270 stundum meira en í meðal- ári, og á Akureyri voru sól- skinsstundirnar 1073 eða íll stundum umfram meðallag. Þetta er annað árið. sem veð- urathuganastöðin á Hveravöllum er rekin, og reyndist meðalhit- inn þar vera -4-1.5° og úrkom- an 750 mm, en samsvarandi töl- ur í fyrra voru -4- 1.8° og 433 mm/ Sólskin mældíst þar árið' 1967 í 1311 stundir, en 1270 ^ klst. árið 1966. verðugt rannsóknarefni fyrir t. d. félagsfræðinga, sagnfræðinga eða aðra fræðinga. hvemig stjómarflokkunum tveimúr tókst að halda meirihlutanum á Alþingi, eftir allt sem á und- an er gengið. öll þessi ár hækk- andi verðs á lífsnauðsynjum. hækkandi verðs á húsnæði. hækkandi verðs á allri þjón- ustu og síhækkandi opinberra gjalda, svo að nú er svo kom- ið, reyndar orðið æfagamalt fyrirbæri, að venjuleg mánað- arlaun Iaunþega með 12—15 þúsund króna mánaðarlaun og meðalstóra fjölskyldu, 4—6 manna, gera lítið betur en greiða húsaleigu 6—8 þúsund krónur á mánuði, ásamt ýms- um gjöldum, og framfleyta fjöl- skyldunni í svo sem viku, ef vel er á haldið. Óþarft er að tína til verð á lífsnauðsynjum, eða matvælum, ef menn vilja heldur nota það orð, því að síhækkandi verðsveiflur angra' menn dagsdaglega. Útilokað er fyrir venjulega, meðalstóra fjölskyldu að framfleyta sér á launum mannsins eða fyrirvinn- unnar einum saman. eins og tíðkaðist í gamla daga. Nú verður fyrirvinnan, hvort sem það nú er karlmaður eða kven- maður, að afkasta einu eða, ef hann er heppinn, tveimur auka- störfum. auðvitað með mikilli yfirvinnu í aðalstarfinu. Vinni bæði hjónin úti. og selji krakkamir blöð, eða reyti á einhvern hátt í búið. ná end- arnir kannski saman, ef hjón- in eru heppin með yfirvinnu og aukavinnu. ★ Eftirsóttasta starf, eða rétt- ara sagt aukastarf, húsmæðra ku nú vera alls konar þvottar og skúringar. Þykir sú frú nú ekki lengur frú með frúm. sem skúrar ekki eina til tvær skrif- stofur eða verzlanir. Sú stétt skúringarkvenna. sem menn þekkja úr gömlum sögum, sem skúruðu sem aðalstarf og fram- fleyttu sér á skúringum, oft- ast ekkjur eða einstæðingskon- ur, þekkist nú ekki lengur nema þá í gömlum rómönum. Þær, sem nú hokra bognar yf- Full- trúi Islands 12ta desember í fyrra birti Vísir viðtal sem vakti tals- verða athygli. Sá sém við var rætt nefndist Hilmar A. Krist- jánsson og gerði fyrir nokkrum árum tilraun til þess að verða blaðakóngur Islands, þótt það konungsríki yrði að vísu með hundadagasniði.' Þá tók Hilmar að sögn Vísis ákvörð- un um að fylgja því foma dæmi „að ungir menn og efni- legir legðust í víking og lúskr. uðu umkomulausum smá- bændum við sjávarsíðuna, rækju búsmala þeirra á skip og hefðu það af kvenþjóðinni sem beir vildu.“ Varð Suður- Afríka fyrir valinu og þar rættist a.m.k. síðasti liður upptalningarinnar, að því er Hilmar greindi Visi frá: „Ég hef á mínum vegum um 130 hjúkrunarkonur sem ég „leigi“ síðan til siúkrahiisa og heimila:“ Virðist nútíma- þrælahald af þessu tagi vera arðvænlegt, því Hilmar kveð- ur ársveltu sína vera um 15 miljónir króna. En hitt er ekki minna um vert að andrúms- loftið í Suður-Afríku er eink- ar viðfelldið að sögn leigusal- ans og aðskilnaðarstefna stjómarvaldanna alveg sjálf- sögð: „Stjómin rniðar ekki að aðskilnaði fólks af mismun- andi hörundslit, heldur að- skilnaði fólks á mismunandi þroskastigi .... Negramir eru svo frumstæðir að furðu sætir. Þegar þeir byrja ag vinna t.d. í gullnámum verður að byrja á því að kenna þeim að ganga í skóm .... Það þarf jafnvel að kenna svertingjunum að halda á skóflu, og svo er notað mjög einfalt greindarpróf til að ganga úr skugga um, hvort hægt er að láta þá fást við nokkuð annað en mokstur. Þeim eru fengnir tíu skrúf- boltar og tíu rær og ef þeir geta komið þessu saman á tíu mínútum em þeir taldir í greindara lagi, það getur sann- arlega verið grátbroslegt að sjá tilburðina." Maðirr sem hlotið hefur í vöggugjöf réttan höruodslit og þar með greind til að ganga í skóm, halda á skóflu og skrúfa rær á bolta, nýtur að sjálfsögðu yfirburða sinna í þessu ágæta landi, og kvennaleigan er vafalaust að- eins upphafið á afrekum hans. Að sama skapi rennur honum til rifja hið _ ömurlega ástand á íslandi: „ísland er góssen- land kommúnista .... ísland er gott land fyrir sósíalista en síðasti staður á jarðríki fyrir kapítalista. Hér verða allir að vera jafnlitlir og aumir, allt andrúmsloftið er á móti því hér að menn græði peninga. Ef einhver stækkar ðrt era ótal hendur á lofti við að draga hann niður í eymdina .. Kommúnistar hafa tekið völd- in úr höndum ríkisstjómar- innar, án þess að stjóma sjálf- ír .... Nei, f framtíðinni ætla ég að forðast ísland ems og heitan eldinn." Þetta viðtal Vísis er rifjað upp vegna þess að það var síð- asta verk íslenzkra stjómar- valda á árinu 1967 að gera Hilmar A. Kristjánsson að ræðismanni fslands í Jóhann- esarborg. Ástæðan fjrrir þeirri vegsemd er varla sú að Hilm- ar eigi að _ gæta viðskipta- hagsmuna íslands í þeirri borg — að því er hjúkrunar- konur varðar eram við naum- ast aflögufærir. Hér hljóta hugsjónimar sjálfar að ráða; ríkisstjórn íslands hefur séð sérstaka ástæðu til að lýsa vel- þóknun sinni á skoðunum Hilmars, jafnt á suðurafrískri aðskilnaðarstefnu sem eymd- inni á Islandi. Hitt hefur auð- vitað engin áhrif haft þótt Hilmar sé sonur Axels í Rafha; hjá því fólki er það þroskastigið sem ræður úrslit- um en ekki ættemið. — Austri. ir skúringafötunni í bönkum, verzlunum og skrifstofum að ógleymdum hinum vinsælu og eftirsóttu stigagöngum, eru frúr embættismanna og ann- arra launamanna, sem krækt hafa í þessa mjög svo eftir- sóttu aukavinnu. Oftast verð- ur konan einnig að vinna ein- hverja aðra vinnu utan heim- ilisins, sem yrði þá aðalstarfið utan heimilisins. Eiginmaður- inn reynir að verða sér úti um mikla aukavinnu í aðalstarfinu og svo auðvitað aukastarf með aðalstarfinu, < og lukkunnar pamfílar fá svo eftirvinnu í aukastarfinu. Börnin reyna líka að vinna eitthvað með skólan- um. Fjölskyldan ætti þvi auð- veldlega að geta verið saman um nætur. ★ Mikill kurr og óánægja er meðal ríkisstarfsmanna, eins og kennara, með kjaradóminn. Allir eru á einu rriáli um það, að verkfallsréttur til handa starfsmönnum ríkisins sé eina laijfenin. Einhver linka virðist í stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, eins og það t.d. að veita stjóminni frest á breyt- ingu á flokkaniðurröðuninni. Virðist liggja í augum uppi, að öll eftirgefni eða tilslökun við núverandi ríkisstjórn er ein- ungis skaðleg félögum laun- þega. Forsætisráðherrann skrif- ar í málgagn sitt skömmu áður en kjaradómur fellur að bæta beri kjör t.d. kennara óg meta störf þeirra að verðleikum. Auðsætt er, að ríkisstarfsmenn verða að afla sér verkfallsrétt- ar með verkfalli, eins og verkamenn gerðu forðum daga. ★ Óvinsælasta verk núverandi ríkisstjómár er án efa hið svarta atvinnuleysi sem nú herjar á launþega þessa lands. Við alþingiskosningamar í vor bar ekki mjög mikið á atvinnu- leysinu, og með loforðum og alls konar gamalkunnum blekkingum tókst stjómarflokk- unum að halda þingmeirihluta sínum. Eins og ég sagði áðan, væri sigur stjómarflokkanna verðugt rannsóknarefnj áhuga- samra vísindamanna. Ekki er alltaf hægt að kenna um bamaskap og áhugaleysi kjós- enda. Að vísu fengu allmörg ungmenni kosningarétt í fyrsta sinni. Það fólk hefði kannski mátt blekkja með alls konar félagsstarfsemi og trúðaskap, sem flokkamir reka í rikum mæli. Ánetjast ungmennin þá félagsskap hinna ýmsu flokka, án þess að gera sér grein fyrir íerli flokksins í stjómmálabar- áttunni og fylgja síðan flokkn- um upp frá því. Útlendur kunningi minn sagði að oft réði alls konar rígur milli manna og hreint snobb því,: hvaða flokki menn gæfu at- kvæði sín. Einkum taldi þessi kunningi minn margt kvenfólk kjósa fremur eftir einhverjum annarlegum ástæðum en mál- efnalegum. Sagði hann kven- fólk einkum ginnkeypt fyrir uppljómuðum og vel birgum verzlunargluggum. Ekki vill undirritaður fullyrða neitt um þátt kvenfólksins í sigri stjóm- arflokkanm, né þátt unga fólksins. En sigur stjómar- flokkanna í kosningunum í sumar er vissulega verðugt rannsóknarefni, með tilliti til aðgerða stjðrnarinnar á undan- förnum árum, sem stefnt hafa að því að gera hina ríku rík- ari og hina fátækú fátækari, og skapa hér auðstétt og ör- eigalýð, en allt bendir til, að stjóminni takist það, þar eð hún mun sennilega sitja við völd lengi enn. Eins og undanfarin jól kom mikill fjöldi nýrra bóka á markaðinn, og kenndi þar ýmsra grasa. Mest ber á ævi- sögum og frásögnum úr lífi Framhald á 7. síðu. 0RÐSEND/NG frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur i Þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skóla- vist á seinna dagnámskeiði skólans. mæti í skól- anum föstudaginn 5. janúar kl. 2. Skólastjóri. Húseign tí/ sö/a Til sölu er húseign á góðum stað í bænum. f hús- inu er kjallarafbúð, hæð og ris. Gólfflötur 115 ferm. — íbúðimar seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Tilboð merkt „20“ sendist til blaðsins fyrir 6. janúar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjómar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur. — Listum eða tillögum skal skila í skrif- stofu V.R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugar- daginn 6. janúar n.k. Kjörstjómin. Breyttur viðta/stími Framvegis mun ég einungis taka á móti sjúkling- um í. einkatímum. , , Auglýstur viðtalstími kl. 9.30 — 11.00 fellur því niður. — Tímapantanir í síma 2-38-85 á lækninga- stofu minni kl. 9—12 daglega. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON augnlæknir DOMUS MEDICA. Hjálpardeildlr gagnfræðaskóla verða starfræktar í vetur. Er unglingum hjálpað fyrir próf í ENSKU, DÖNSKU, STAFSETNINGU, STÆRÐFRÆÐI og „ÍSLENZKRI MÁLFRÆÐI“ Nemandinn velur sjálfur fag sitt. Tveir tímar í viku í hverri grein. Þeir unglingar sem þurfa á hjálp að halda em beðnir að koma á skrifstofuna í Brautarholti 4 á tímanum milli 4 og 7 og hafa með sér stundaskrá og bækur þær sem þeir nota í skólanum. Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 — (sími l-Oot)-4 kl. 1-7 e.h.) Hugheilar þakkir fyrlr auðsýnda samúð, vinsemd og virð- ingu við andlát og útför eiginmanns míns og sonar HARALDAR HJÁLMARSSONAR forstöðumanns Hafnarbúða. Sérstakar þakkir færum við bræðrum úr Oddfeillow- reglunni og Kiwanisklúbbnum H^klu. Fyrir hönd vandamanna Jóna Ólafsdóttir Margrét Halldórsdóttir Hjálmar Þorsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.