Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. janúar 1968. kj arna málsins. Ef til vill skildi Ashton það ekki einu sinni sjálf- ur. Þótt faðir hans héldi fram( sakleysi sínu í þessu morðmáli, þá bar hann á herðum sér þunga sektarbyrði vegna annars af- brots, sem hann hafði framið, — að hafa annan kvenmann í takinu. Það var ekki eins og hann hefði andúð á eiginkonu sinni og hefði þess vegna leitað í annan elskandi faðm, fyrir greiðslu eða ókeypis. Ashton hafði ekki andúð á Lutetiu; hann elskaði hana. Það var eins og að elska styttu úr brothættu postulíni, sem gæti brotnað við minnsta átak. Hann hafði sett brest í þessa fíngerðu mynd og hann hlaut að finna til sams konar sektar og smánar eins og hann hefði í raun og veru fyr- irlitið hana. Dane fór að heimsækja föð- ttr sinn. McKell eldri var eins og skuggi af sjálfum sér, eins og öllu lofti hefði verið dælt úr honum. Dane átti bágt með að horfa á hann. Ashton spurði með mildari röddu en Dane hafði nokkum tíma átt að venjast: — Sonur minn, hvemig líður þér? Hvern- ig líður móður þinni? — Okkur líður ágætlega. En aðalatriðið er hvemig þér líð- ur, Pabbi? — Þetta' er allt eins og draum- ttr og ég vona að ég vakni bráðurn. En svo veit ég, að ég er vakandi — að Hið liðna var HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtlstoís Steinu og Dódó Laagav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SIMI 33-968 A ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á allt draumur. Þannig er mér innanbrjósts, sonur sæll. Þeir röbbuðu saman stundar- kom, einkum um Lutetiu, hvem- ig hún brást við þessum um- snúningi á tilverunni. Loks sneri Dane sér að erindinu. — Pafobi, mig langax til að þú segir mér allt um þetta kvöld — hvað þú gerðir, hvert þú fórst. 1 smáatriðum. Rétt eins og þú sagðir lögreglunni. —. Ef þú endilega vilt, Dane. Roskni maðurinn hugsaði sigum stundarkom og andvarpaði. — Ég kom upp í topphúsið rétt fyrir klukkan tíu — bíllinn tafðist végna slyss á þjóðveg- inum, annars hefði ég verið fyrr á ferðinni. Það er ekki mikil umferð hjá flugvellinum um þetta leyti sólarhrings. Um tíuleytið. Aðeins fáeinum mínútum eftir að hann sjálfur hafði skilið við hana á lífi í íbúð hennar. — Ég stóð ekkert við. Hún var í miklu uþpnámi. Hún vildi ekki segja mér hvers vegna. •' Dane laut yflr blofckina sem hann var að skrifa á til að leyna svipbrigðum sínum. — Hve lengi varstu þar, pabbi? Svona nokkum veginn? — Hún bað mig að fara næst- um undir eins, svo að ég gerði það. Ég hef varla getað verið þar lengur en örfáar mínútur. Ég myndi álíta að ég hefði far- ið svona þrjár mínútur yfir tíu í síðasta lagi. • — Hvert fórstu svo þaðan? Ashton sagði hljóðlega; — Ég var sjálfur í dálitlu uppnámi. Ég gefck. — Hvert? Hve lengi? Og af hverju spurði ég hann efcki af hverju hann hafði verið í upp- námi? hugsaði Dane. Vegna þess að ég veit það, það er skýring- in.... — Ég man það. ekki. Það hefur varla verið mjög lengi. Ég man að ég kom inn í Þar — — Hvaða Þar? — Ég veit það ekki. Ég fékk mér drykk og talaði við Þar- þjóninn, það man ég. — Ertu viss um að þú vitir efcki hvar barinn er? — Ég hef ekki hugmynd um það, þótt Fyrsta Avenue komi alltaf upp f hug mér af ein- hverjum ástæðum. En ég geet alls ekki fullyrt að hann hafi verið þar. Einhvers staðar milli sextugustu og sjötugustu götu held ég. Hliðargata finnst mér. Ég veiti því einfaldlega enga athygli. Það vottaði fyrir brosi á steinrunnu andlitinu. — Nú vildi ég ósfca að ég hefði gert það. — Og þú tófcst efcki eftir nafninu á bamum? — Eða þá að ég hef gleymt því. Þu veizt að margir af þess- um smástöðum hafa ekkertnafn. Þar stendur aðeins BAR. — Hefurðu nokfcra hugmynd um hve lengi þú vanst þar? — Góða stund. Lengur en fá- einar mínútur. Ég man að ég fór þaðan og gekk enn nokkra stund. Lofcs tók ég leigubíl — — Þú manst auðvitað efcfci eftir nafninu á bílstjóranum eða númerinu- — Hamingjan góða, nei. Og ég man ekki heldur hvenær eða hvar eða í hvaða götu ég stanz- aði. Ég fór út nokkru áður en ég kom heim, vegna þess að mér fannst ég allt í einu þurfa fers-kt loft. Ég gefck það sem eftir var. — Og þú manst ekki einu sinni hvað klukkan var þegar þú komst heim? — Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það, Dane. Dane vissi, að móðir hans vissi þaj) ekki, því að 'hún hafði sagt við hann: — Ég vissi ekki að pabbi þinn var kominn heim fyrr en snemma um morguninn þegar ég vakn- aði. — fjg er hræddur um aðþess- ar upplýsingar séu lítils virði, sonur sæll. Dane langaði til að minnast á sígarettuverkið við föður sinn; hann hafði meira að segja hugs- að sér að færa samband sitt við Sheilu Grey i tal; en ein- 18 mitt í sömu sviflum kom fanga- vörðurinn og batt enda á heim- sóknina. Götumar voru mettað- ar af benzínstybbu og eitur- gufum, en samt virtist loftið hreint og ferskt eftir fangelsið. Hann fór á Oögreglustöðina og náði tali af manninum sem hafði yfirumsjón með Grey- rannsókninni, litlum manni með grátt burstayfirskegg, fulltrúa að nafni Queen. . — Fáið yður sæti, herra Mc- Kell, sagði Queen fulltrúi og benti með höfðinu á svartan leðurstól, — og hlustið á guð- spjallið. Við verðum að fara eftir líkum og í þessu tilfelli beinast líkumar gegn föður yð- ar. Vopnasérfræðingar okkar segja að kúlan sem varð henni að bana hafi komið úr þyss- unni, sem faðir yðar viðurkenn- ir að hann eigi — ekki svo að skilja að það skipti máli, hvort hann viðurkennir það eða ekki; hann er skráður eigandi hennar. Hann viðurkennir að hafa verið á staðnum skömmu áður en skotinu var hleypt af, en lögregluþjónninn við símann skrifaði hjá sér tímann, þegar hann heyrði skothvellinn. Og þótt ákæruvaldið þurfi efcki að tilgreina ástæðu, þá kemur aldr- ei að söfc þegar hún er fyrir hendi, og tilefnið hjá föður yð- ar liggur beint við eins og ævin- lega þegar karlmaður á vingott við kvenmann sem er efcki eig- inkona hans — afsafcið þótt ég sé hreinskilinn, er^ þannig er málum háttað. Og svb býður hann ekki upp á annað en að hann hafi farið inn á einhvem bar. En á hvaða bar eðahvenær, það getur hann ekki sagt okkur. Dane velti fyrir sér h'vaðhessi litli, seiglulegi lögreglufulltrúi myndi segja, ef honum væri sagt frá dulargervinu og getu- leysinu í ástamálum. Sennilega myndi hann frábiðja sér lélega brandara svona snemma dagsy — Hafið þér reynt að sann- prófa sögu hans, fulltrúi? Fulltrúinn sagði með þjósti; — Fólk getur gert mig vitlausan- Ég fyrirgef yður, vegna þess að það er faðir yðar sem á í hhit, og fólk hugsar ekfci skýrt þegar það er í uppnámi. Góði Mc- -Kell, þér haldið þó ékki að við fáum verðlaun fyrir hvem sektardóm sem kveðinn er upp, eða hvað? Eins og fyrir minka- skott í hænsnaræktarhéruðum? Auðvitað höfum við sannprófað hana. Eða gert okkar bezta til þess. Vitið þér hve margir bar- ir eru á hverri fermílu á Manhattan? Ég hef hér hlaða af skýrslum og mig verkjar í fætuma þegar ég sé hana. — Við höfum spurzt fyrir í hverjum einasta bar á svæðdnu sem faðir yðar minntist á, og ekki aðeim þar heldur allt í kringum það. Enginn — hreint enginn — minnist þess að hafa séð hann þetta kvöld, og menn okkar&höfðu meðferðis Ijósmynd- ir. Ekki það kvöld né neitt ann- að kvöld, get ég bætt við. Og hverju stingið þér nú upp á? Mig tekur það 'sárt, herra Mc- Kell, en ég get aðeins ráðlagt yður að reyna að útvegá föður yðar bezta lögfræðing sem völ er á. Dane McKell vissi ekki hvað lögreglan gat gert eða gat ekki gert, en hann vissi hvað hann varð að gera. Hann varð að finna þennan bar. Hann fór aft- ur heim til foreldra sinna, rót- aði í fjölskyldualbúminu, fann þar mynd af föður sínum og með hana að vopni lagði hann af stað í bílnum sínum. Hann ók götu úr götu- Hann ætlaði að ganga út frá þvi, að lögreglan hefði skilið orðið ,,bar“ of bókstaflega; auk þess gat verið að faðir hans hefði ruglazt meira en lítið í staðar- ákvörðun sinni. Lögreglan hafði leitað í börum í miðhlutanum austanverðum og hann ætlaði að fara víðar yfir. Hann fór inn á bari, mat- söluhús, veitingastaði, sérrétta- hús, jafnvel hótel; dimm og björt, ný og gömul og aldurs- laus hús. — Hafið þér nokk- um tíma séð þennan mann? Eruð þér viss? Það er hugsan- legt að hann hafi fengið sér drykk héma að kvöldi 14. sept- embers milli klukkan tíu og mið- nættis. 1 einmi skuggakrá gerðist hið •óhjákvæmilega. — Já, já, sagði barþjónninn. Dane tók viðbragð. — Hann er staddur héma núna. Jerry? Það er náungi að leita að þér. Jerry var ekki ólíkur Ashton McKell ef AshiOn McKell hefði þjórað að staöaldri á fjórða flokksbúlu og rakað sig þriðja hvem dag. Dane fékk nýtt andsvar á stað f annarri Avenue. Barþjónninn RAFLAGNIR ■ Nýlagrnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Sængurfatnaður — Hvítur og mislltur - * ÆÐARDUNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALONSÆNGUR • ★ SÆNGURVEB LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. þríhyrningnum OOLDILOCES pan-eleaner pottasvampnr sem getur ekki ryðgað SKOTTA — Hvað hefiur orðið af pylsunni minni? Hafnarfjöriur Þjóðviljann vantar umboðsmann í Hafn- arfirði frá næstu áramótum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjórínn í síma 17500., ÞJÓÐVIUINN BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavopi — Sími 40145. 1 Láfið stilla blllnn Önnumsf hjóla-, ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BH.ASKOÐ/JN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun; bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilíing hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. Bifreiðaeigendur t * . Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum áðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.