Þjóðviljinn - 04.01.1968, Side 10

Þjóðviljinn - 04.01.1968, Side 10
Clifford Jordan leikur hjá MR f kvöld mun hinn þekkti tenórsaxófónleikari Clifford Jor- dan Ieika í Menntaskólanum í Reykjavík á vegum listafélags skólans. Jordan sem er 36 ána gamall, hefur leikið með ýmsum fræg- ustu jazzleikurum eftirstríðsár- anna svo sem Max Roach, Hor- ace Silver og J. Johnson. Jordan er meðal hinna betri tónlistar- manna af Sonny Rollins skól- anum. I kvöld leikur hann með þeim Þórami Ölafssyni, píanó, Sigur- birni Ingþórssyni, bassa Pg Pétri östlund, sem leikur á trommur. Stérðukin umferð um KeflavíkurviM r ■ ari { Flugtök og lendingar á Kefla- víkurflugvelli voru á sl. ári sam- tals 66.168 en voru á árinu 1966 alls 58.069 að því er flugvallar- stjórinn á Keflavíkurflugvelli skýrði Þjó'ðviljanum frá í gær. Lendingar farþegaflugvéla voru 2654 á móti 2480 árið áður. Um völílinn fóru 269.442 far- þegar en 213.179 árið 1966. Vörufiutningar um flugvöllinn jukust úr 1.156.438 kg. árið 1966 í 1.601.507 kg. árið 1967. Póst- fiutningar jukust sömuleiðis úr 339.083 kg. árið 1966 í 507.841 kg. árið 1967. Fimmtudagun 4. janúar 1968 — 33. árgangur — 2. tölublað. Lögreglufélag Reykjavíkur: Vítír harðlega frá- vísun Kjaradómsins Kalt og hörkulegt veður þessa dagana um land allt. Mikil norðanátt hefur verið frá áramótum að kallla og sjaldgæfar frost- hörkur. Fyrir norðan hefur víða verið hríð en bjart um sunnanvert landið en hins vegar nokkur snjór eins og meðfylgjandi mynd sýnir en hún er tekin framan við stjórnarráðið við Lækjargötu , nú cftir nýárið. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Ætíar ríkisstjórnin að svíkja fyrir- heit um starfsstyrki tii iistamanna? Íhaldið og Alþýðuflokkurinn felldu tillögu Gils Guðmundssonar og Magnúsar Kjartanssonar um hækkun listamannafjár í 7-8 milj. kr. A fjölmennum fundi í Lög- reglufél. Rvíkur sem haldinn var 28. des. 1967, voru geröar eftir- farandi samþykktir: „Fundurinn vítir harðlega frá- vísun Kjaradóms i kjaradóms- málinu nr. 4/1967, Lögreglufélag Reykjavíkur gegn borgarstjóran- um í Reykjavík, fyrir hönd Borg- arsjóðs. Fundurinn telur, að Kjaradóm- ur hafi notað hæpin rök um mis- tök á málsmeðferð, sem ljóst er að enga þýðingu höfðu, til að skjóta sér undan að Ieggja dóm á ágreiningsatriði málsins, sem báðir málsaðilar óskuðu þó eftir að gert yrði. Vegna þessarar. frávísunar Kjaradóms telur fundurinn, að kjaradeilan sé óleyst, og beri því að halda samningum áfram. Fundurinn bendir á, að það gæti haft alvarlegar afleiðingar, ef ekki tckst að leysa deilu þessa á viðunandi hátt nú á næstunní. Þvi telur fundurinn, að samn- ingaviðræður milli Lögreglufé- Iagsins og Reykjavíkurborgar eigi að taka upp að nýju, og reyna til þrautar að ná samkomulagi.“ . „Pundur Lögreglufélags Rvík- ur, haldinn 28./12. 1967 samþykk- ir að fela stjórA L.R. að kanna möguleika á að losna undan Kjaradómi, og verði talinn mögu- leiki á því, skal hún láta fara ■ 1,1 1 I ; ... ' 1- • -í. 1 Vk íþ: vv. fram allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um það mál, og í siðasta lagi um leið og næst fara fram kosningar til stjómar L.R.“ □ Þegar lögin um listamannalaun voru sett á sl. ári var gefið um það fyrirheit af stjórnarinnar hálfu að hrund- ið yrði í framkvæmd einu helzta áhugamáli listamanna- samtakanna á því sviði, starfsstyrkjum til listamanna. sem gerði þeim kleift að vinna tvö-þrjú ár að tilteknu verk- efni eða verkefnum. Við afgreiðslu fjárlaganna rétt fyrir jólin átaldi Gils Gúðmundsson að ekkert hefði orðið úr framkvæmdum þessa loforðs. □ Jafnframt mælti hann fyrir breytingartillögum sem hann og Magnús Kjartansson fluttu um hækkun lista- mannafjárins. Lögðu þeir til að það yrði hækkað úr rösk- um fjórum miljónum í átta. Sú tillaga var felld við 2. um- ræðu. Einnig var felld tillaga sömu þingmanna við þriðju umræðu fjárlaga að hækka listamannaféð í sjö miljónir króna, og voru það þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflo'kksins sem felldu tillögurnar. í umræðunum sagði Gils m.a.: Þriðja breytingartillaga okkar er við Hðinn listamannalaun. Ég skal ekki að þessu sinni fara um það mál ýkjamörgum orðum, ég hef gert það alloft, og raunar flest þau ár sem ég hef setið hér Jólatrés- skemmtm í Tjarnarfötu 28 ★ Jólatrésskemmtim fyrir börn verður haldin á vegum Sósíalistafélags Roykjavíkur og Kvenféllags sósíaUsta að Tjamargötu 20 næstkomandi sunnudag. Skcmmtunin hefst klukkan þrjú og vrerða að- tröngumiðar seldir vift inn- ganginn á kr. 50 stk. ★ Tll skemmtumar verftur: I Leikir sem Vilborg Dagbjarts- dóttir stjómar, einnig segir hún bömunnm sögu. Gengift verftnr í kringum jólatré og jólasveinn kemur í heimsókn. Sigursveinn D. Kristínsson leikur jólalög og sýnd verft- 1 ur kvikmynd. á þingi, og reynt, eftir minni getu, að færa rök að því, að Al- þingi beri að styrkja listamenn bæði myndarlegar heldur en það hefur gert, og þó sérstaklega á þann veg, að það koimi bæði listamönnunum sjálfum og þjóð- félaginu að þetri og meiri not- um, en þær fjárveitingar hafa oft og tíðum komið sem hafa þó verið veittar og jafnan af mjög skomum skammti. A síðasta AJþingi voru loksins sett lög um útihlutun Hstamanna- launa, en slík úthlutun hafði þá farið fram árum saman, án þess að þar um gilti löggjöf. Ég gerði í fyrra ýmsar athugasemdir við þessa löggjöf og tell hana engan veginn fullnægjandi, en lít þó svo á, að svö framarlega, sem heildarupphæðin til listamanna yrði hækkuð allverulega, mætti að sinni una við þessa löggjöf og þá væri hún ef til vill betri held- ur en ekki neitt. Aðalatriðið er að sjálfsögðu, að um sé að ræða það stóra heMdarupphæð, að hún kornii að einhverju gagni. Ég get ekki látið hjá lfða að minnast á eitt atriði, sem fram kom í greinargerð ríkisstjórnár- innar fyrir frumvarpinu um lista- tmannalaun í fyrra og ég hygg, að einnig hafi komið fram 4 rasðu menntamálaráðherra fyrir því frumvarpi. Þar var að því vikið að ætlunin væri auk hinna al- i mennu iistamannalauna, sem þá voru mjög lítið hækkuð, stóðu hér um bil í stað, væri ætlun ríkisstjórnarinnar að verða við þeim óskum og kröfum, sem fram höfðu komið að veita fljót- lega nokkurt fé til svo nefndra starfsstyrkja listamönnum til handa. En á það hafði verið bent af ýmsum, að nokkurt fjármagn til slíkra starfsstyrkja, sem út- hlutað væri ekki ósvipað eins og á sér stað um styrki úr vísinda- sjóði, ætti að geta komið að verulegum notufn. Þá er við það átt, að Hstamenn, sem þegar hafa sýnt getu sína eða a.m.k. sýnt að þeir eru listamannsefni, fái j tækifæri til þess aft vinna til- tckinn tíma, 2-3 ár, skyldi mað- ur scgja, aft ákveftnum vcrkefn- nm og styrkir til þeirra miðist vift þaft, að þeir geti skilað til- tcknum verkefnum á tilteknum tíma. Ég kannast ekki við að þetta fyrirheit, sem ég vil kalla svo i greinargerð frumvarpsins um BLAÐ- DREIFING Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtal- in hverfi: Hverfisgötu neðri, Hverfisgötu efri, Múlahverfi, Miklubraut, Voga I., Óðinsgötu, Laufásveg, Háskólahverfi, Tjaraargötu, Rauðalæk. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. listamannalaun og í rasðu menntamálaráðherra hafi verið efnt eða nokkrir tilburðir séu uppi enn sem komið er af hálfu ríkisstjórnarinnar að verða við þessu. Við Ðutningsmenn teljum m.a. með tilliti til þessa, að eðlilegt væri, að Alþingi hækk- aði nú allmyndarlega þessa upp- hæð til listamanna, og að hluti af þeirri hækkun geti þá farift til þeirra starfsstyrkja, sem rík- isstjórnin er í rauninni búin að gefa fyrirheit um, en ekki hefur enn orðið annað en fyrirheitið. Við leggjum til, að upphæðin verði nokkurn vegin tvöföilduð eða í staðinn fyrir 4 miljónir og 80 þús. kr. komi 8 miljónir kr. Fél! á hálku Það slys varð í gærdag að 67 ára gömul kona féll á hálku í Bankastræti. Kvartaði hún um þrautir í mjöðm og var flutt á Slysavarðstofuna. Um 350 manns biðu í gær fíugfars á Akureyri suður Flugsamgöngur innanlands hafa verið heldur stopnlar um ára- mótin vegna veðurs. Til dæmis biðu 350 manns eftir flugfari frá Akureyri til Reykjavíkur í gær og nær 100 manns biðu flugferðar norðnr. Þjóðviljinn aflaði sér í gær upplýsinga um innanlandsflug Flugfélags íslands undanfama daga. í gær hafði ekki verið flogið til Akureyrar síðan á gamlársdag. Lokað var hjá Flug- félaginu á nýársdag og ekki var hægt að fljúga í fyrradag til Akureyrar vegna veðurs. í gær kl. 4.30 var þó hægt að fljúga norður til Akureyrar og var á- ætlað að fljúga 5 ferðir þang- að í gærkvöld og flytja alla þá sem biðu fars. Ekkj hafði verið flogið til Vestmannaeyja síðan 28. des- ember og ekki flogið þangað í gær vegna veðurs. Flogið var til Egilsstaða i fyrradag og var það 'eina ferð Fí innanlands þann daginn. En í gær var ekki hægt að fljúga þangað. Áætlað var að fljúga tvisvar til ísafjarðar í gær en þangað var ekki flogið í fyrradag. í gær fór flugvél af stað til Homafjarðar en varð að snúa við og lenda á Fagurhólsmýri vegna slæmra veðurskilyrða. í Fmmhald á 7. sfðu. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður um 2.8 miljarða □ Þjóðviljamim barst í gær bráðabirgðayfirlit Hagstofu íslands -um vöruskiptajöfnuðinn í nóvember sl. svo og frá áramótum til nóvemberloka. Var vöruskiptajöfnuðurinn á þessum 11 mánuðum síðasta árs óhagstæður um 2,8 milj- arða króna en á sama tíma árið 1966 var hann óhagstæð- ur um 1 miljarð króna. 1 nóvember var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 411.7 milj. kr. en var í sama mán- uði í fyrra hagftæður um 2.4 milj. kr. Við þessar tölur er þó það að athuga, að með innflutn- ingnum í nóvemher 1967 er reikn- aður innflutningur á skipum og flugvélum á tímabilinu frá 1. júlí til 30. nóv. Er innflutning- ur skipa og flugvéla venjulega | aðeins tekinn á' skýrslur tvisv- 1 ar á éri, þ.e. í júní og desemher, en að þessu sinni var hann tek- inn með í nóvember, þar eð inn- og útflutningur er allur reikn- aður á gamla genginu til nóvem- berloka 1967, en eins og kunnugt er kom nýja gengisskráningin til framkvæmda 27. nóv. Frá 1. des- ember verða tölur um utanríkis- verzlunina hins vegar miðaðar við nýju gengisskráninguna. Frá 1. janúar til 30. nóv. 1967 voru alls fluttar inn vörur fyrir 6 miíjarða, 569,4 miljónir króna (6 miljarða, 111.1 milj. kr. 1966). Útflutningurinn á sama tímabili nam hins vegar aðeins 3 miljörð- um, 765.0 miljónum króna (5 miljörðum, 103.0 miljónum króna 1966). Sést af þessu að innflutn- ingurinn hefur aukizt frá árinu áður um 458 milj. króna, en út- flutningurinn hins vegar mink- að um 1 miljarð, 338 miljónir Til nóvemberloka 1967 höfðu verið flutt inn skip fyrir 433.4 miljónir króna (104.3 árið 19661. og flugvéHar fyrir 233.1 milj. kr. (284.4 milj. kr. 1966). Þá hafði á sama tíma verið flutt inn vegna Búrfellsvirkjunar fyrir 145.7 mili. kr. (124.2 milj. kr. 1966). Inn- flutningur vegna álbræðslunnar í Straumsvík hefur hins vegar ekki enn verið tekinn á skýrstu. Visfmenn á Grnnd og JUi 447 í árslok 1967 Þjóðviljanum hefur borizt yfir- lit frá Elli- og vistheimilinu Grund um vistmenn þar á liðnu ári. í ársbyrjun voru á stofnun- inni alls 370 vistmenn, 277 kon- ur og 93 karlar en í árslok voru vistmenn kins vegar 378 eða 8 fleiri en í ársbyrjun, 286 konur og 92 karlar. Á árinu komu 133 nýir vist- menn, 98 konur og 35 karlar, 54 fluttu af stofnuninni, 42 kon- ur og 12 karlar, og 17 vistmenn létust á árinu, 47 konur og 24 karlar. Á dvalaiheimilinu Ási í Hvera- gerði voru í ársbyrjun 46 vist- menn, 23 konur og 23 karlar en á árinu fjölgaði vistmönnum þar um 23 og voru þeir 69 í árslok, 36 konur og 33 karlar. 75 nýir vistmenn komu á árinu, 52 konur og 23 karlar, en 52 fóru af heim- ilinu, 39 konur og 13 karlar. 1 árslok 1967 voi*u vistmenn á báðum stofnununum því 447 tals- ins og hafði fjölgað um 31 á árinu. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.