Þjóðviljinn - 27.01.1968, Qupperneq 5
-4<-
Laugardagur 27. janúai' 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA JjJ
Meiríhluti þjóðarínnar á að ráða
hvort hægri umferð hefst í vor
Herra íorseti.
Ég leyfi mér að flytja ás®mt
hæstvirtum alþmgismörmum
Þórami Þórarinssyni, Jónasi
Ámasyni, Ágústi Þorvaldssyni
og Stefáni Valgeirssyni, frtun-
varp til laga, á þingskjali 192,
um breytingu á lögum nr. 6S
frá 13. maí 1966, um hægri
bandar umferð.
1. grein:
2. málsgrein 17. gr. lagamna
orðist þannig: Ákvæði 1. gr.
koma þó eigi til framkvæmda
fyrr en á þeim degi apríl,
maí eða júnímánaðar 1969,
sem dómsmálaráðherra á-
kveður, að fenginni tillögu
framkvæmdanefndar, enda
hafi þá áður verið samþykkt
við þjóðaratkvæðagreiðslu
að taka upp hægri handar
umferð.
2. grein:
Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Almenn mótmæli
Mikið hefur verið rætt og
ritað um hægri handar um-
ferð og málið oft verið til um-
ræðu á háttvirtu Alþingi. Árið
1940 var ákveðið í nýjum bif-
reiðalögum og fyrstu umferð-
arlögum, að taka upp hægri
handar umferð hér á landi.
Þau lög komu þó ekki til fram-
kvæmda, vegna hemáms Breta.
Samkvæmt tillögu til þings-
ályktunar, sem samþykkt var
13. mai 1964, var hafinn und-
irbúningur, að upp yrði tekin
hægri handar umferð, og með
lögum frá 13. maí 1966, var
ákveðið, að tekin skyldi upp-
hægri handar umferð, og nú
síðast hefur verið ákveðið að
umferðarbreytingin taki gildi
26. maí 1968. Eins og kunn-
ugt er, þá hefur undirbúning-
ur, meðferð og ákvarðanir í
sambandi við þetta mál sætt
mikilli og margvíslegri gagn-
rýni fjölda manna, og hefur
komið æ betur í ljós, eftir því
sem það hefur lengur verið á
döfinni, að stór hluti kjósenda
er þessari lagasetningu and-
vígur. — Um þetta vitna þús-
undir undirritaðra mótmæla,
sem fram komu, meðan málið
var til meðferðar á Alþingi, og
einnig síðar, bæði frá einstak-
lingum og félagssamtökum. Er
vafamál að nokkurt ópólitiskt
mál hafi um áratuga skeið
valdið svo almennri og harðri
andstöðu.
Nú er viðhorfið til málsins
breytt, því vegna erfiðleika
þjóðarinnar í efnahagsmálum,
er fyrirsjáanlegur samdráttur
á flestum sviðum þjóðlífsins,
og það hefur komið betur i
ljós, að áföllin i íslenzkum
þjóðarbúskap eru því miður
meiri en álitið var í upphafi
og hér er að skapast ástand
sem ekki hefur þekkzt í nærri
tvo áratugi, en það er atvinnu-
leysið, og allt bendir til þess.
að nú verði að skera niður
margar aðkallandi framkvæmd-
ir. Breytingin í hægri handar
umferð á íslandi er ekki að-
kallandi, og þess vegna sjálf-
sagt að fresta henni, þvi að
samfara umferðarbreytingunni
yrði mikill og ófyrirsjáanlegur
kostnaður bæði hjá ríkissjóði
og einstaklingum.
Með þessu frumvarpi er lagt
til að fresta framkvæmd hægri
handar umferðar í eitt ár, enda'
hafi þá áður farið fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla um málið.
Það er athyglisvert að þetta
stórmál, sem varðar alla lands-
menn, hefur frá upphafi verið
ópólitískt og enginn stjórnmála-
flokkur gerði hægri umferð að
stefnumáli sínu í síðustu Al-
þingiskosnJn gum, það er vitað,
að allólíkar skoðanir eru uppi
irman allra stjómmálaflokka
um málið.
Hægri eóa vinstri
umferð
Þegar taka skal afstöðu til
þess, hvort hafa skuli vinstri
eða hægri handar umferð,
vaknar fyrst sú spurning,
hverjir séu kostir og gallar
hvorrar reglunnar um sig. Tal-
ið er að í sjálfu sér hafi hvor-
ug reglan kosti umfram hina.
I>etta var sú höfuðreglan sem
kom frá umferðarlagánefnd,
þ.e.a.s. að báðar reglumar séu
í sjálfu sér alveg jafngóðar.
Það er ekki nema eðlilegt að
lönd, sem hafa sameiginleg
landamæri, samræmi sínar öku-
reglur, og það hafa þau gert
á undanförnum árum á megin-
landi Evrópu, og nú siðast í
Svíþjóð, og þar með voru öll
lönd á meginlandinu búin að
taka upp hægri handar akstur.
Hinsvegar gildir allt öðru máli
með eylönd, sem hafa öll
vinstri handar umferð, svo sem
fsland, Bretland, írland, Jap-
an og Ástralía', og í þessum
eylöndum búa hundruð milj-
ónir manna. Með þessari vænt-
anjegu ... hreytmgti , hér, á ís-
landi, yrðum við sennilega
fyrsta éyland í Evrópu til að
breyta í hægri handar um-
ferð. Því hefur verið haldið
fram sem aðalrökum að öll um-
ferð í lofti og á sjó sé hægra
megin, og þess vegna sé á-
stæða til að taka upp hægri
umferð á landi, því þetta ó-
samræmi geti villt fyrir, t.d.
flugmönnum og sjómönnum
okkar, en ef þetta ætti að villa
fyrir þeim, hvað mætti þá
segja um Breta. Japani og
Ástralíumenn, þeir eiga stóra
skipa- og flugvélaflota, og þess
vegna ætti þetta að vera þeirra
stóra vandamál, en engar frétt-
ir hafa borizt um slíkt. Þá var
því haldið fram, að íslending-
ar íerðuðust meira og meira
til útlanda og færu með sínar
bifreiðar, og hættulegt væri
fyrir þá að aka þar í hægri
umferð, þar sem þeir væru
vanir vinstri umferð hér, —
þessu er til að svara, að þeir
íslendingar sem aka erlendis,
eru aðeins örlítið brot af þjóð-
inni, og vandi þeirra er ekki
að aka hægra megin, heldur
að þekkja öll þau ógrynni af
umferðarmerkjum, sem á vegi
þeirra verða. Með sama rétti
mætti segja að það væri auð-
velt fyrir fslendinga að aka
í Bretlandi eða frlandi í vinstri
umferð. en ég hygg að svo
sé ekki, vegna þess að það er
sérstök umferðarmenning í
sérhverju landi, og umferðar-
menning batnar ekki, þó skipt
sé frá vinstri til hægri. Til
þess að skapa örugga umferð
er nauðsynlegt að hafa sí-
fellda fræðslu- og upplýsinga-
þjónustu um umferðina, enda
er talið að óaðgæzla eða van-
þekking sé meginorsök umferð-
arslysanna.
Slysahættan
Hvergi hefur komið fram i
skýrslum að meiri slysahætta
sé af vinstrj en hægri uqjferð,
heldur hið gagnstæða, því í
norska blaðinu MOTOR, sem
bílstjórasamtök Noregs gefa
út, og er í samstarfi við norsk-
ar bifreiðatryggingar, birtist
grein í febrúarhefti 1967. Þar
segir méðal annars á þessa
leið: í Sviss eru starfandi sam-
tök, sem rannsaka vísindalega
allt sem snertir umferð á veg-
um yfirleitt. Svissneska nefnd-
in lýsir því yfir samkvæmt
rannsókn sinni, að Svíþjóð,
sem er bílflesta landið í Evr-
ópu með vinstri handar umferð
hefur, að tiltölu á bifreið, að-
eins þriðja hluta látinna og
slasaðra í umferðarslysum, á
við meðaltal slysa í öðrum
löndum Evrópu. Með saman-
burði við Sviss eru slysin í
umferð Svíþjóðar aðeins einn
á móti þremur slasaðra og lát-
inna í umferðarslysum. í Sviss
er hægri handar umíerð, en
Svíar breyttu yfir í hægri
handar umferð 3. sept. 1967.
En það er annað sem er at-
hyglisvert í þessu sama norska
blaði — Motor. — Þessi starf-
andi samtök í Sviss, vinna
ákaft að því, að stýri bílsins
sé haft hægra megin í bif-
reiðinni í hægri liandar um-
ferð. Rök fyrir þessu eru þau,
að þá fær bifreiðastjórinn miklu
betri aðstöðu gagnvart vog-
jaðri, ennfremur segir þessi
rannsóknarnefnd. Sé bifreiða-
stjórinn nær vegmiðju í bif-
reið sinni, eins og nú tíðkast í
hægri handar umferð, heldur
hann sig ósjálfrátt of nærri
vegmiðju. til að íorðast útaf-
akstur, — eða honum hættir
til að ofmeta fjarlægðina milli
ytri hjóla og vegarjaðars og
ekur þá útaf. Sama nefnd vitn-
ar í ummæli ítalsks kappakst-
ursmanns, en hann segir: „Ef
við færum stýri biíreiða til
hægri, það er nær vegjaðri í
öllum bílum í umferðinni, þá
gildir það sama og að vegur-
inn sé breikkaður um heilan
metra, öllum að kostnaðarlausu.
hálfan metra til hægri, hálfan
til vinstri.“ Samkvæmt áliti
þessarar nefndar erum við fs-
lendingar með rétt stýri miðað
við vinstri handar umferð; og
nefndki segir ennfremur:
Ef bifreiðarstjóri situr nær
vegmiðju, er hætta á blindun
af ljósum miklu meiri — einn-
ig þess vegna er betra að færa
stýri bílsins nær vegjaðri „og
samkvæmt vísindalegum at-
hugunum vorum þorum við að
fullyrða að með almennri
breytingu á bílstýri nær veg-
jaðri myndi bílslysum fækka
allt að helmingi".
Þjóðaratkvæða-
greiðsla
Þegar við ræðum um hægri
umferð er fróðlegt fyrir ókkur
að rifja nokkuð upp sögu Svía,
hvernig málið þróaðist hjá
þeim. Svíþjóð var eina megin-
landið í Evrópu sem hafði
vinstri handar umferð. Sagan
segir að tillögur um hægri
handar umferð hafi verið born-
ar fram í sænska þinginu á
árunum 1934, 1939, 1941, 1943,
1945 og 1953 og árið 1954 mælti
nefnd með því að breytt yrði
í hægri handar umferð í vega-
og gatnaumferð, en ekki í járn-
brautakerfinu, og í október-
mánuði 1955 fór fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um málið, —
sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór
þannig að meirihluti þeirra sem
atkvæði greiddu óskuðu að
halda vinstri handar umferð á-
fram, og sænska þingið tók á-
kvörðun í samræmi við þá ósk
meirihlutans. — En þar sem
umferðin yfir landamærin jókst
hröðum skrefum, gerði það að
verkum, að enn á ný varð að
taka afstöðu til málsins, og ár-
ið 1960 var ennþá rannsakað
hve mikill kostnaður yrði af
breytingunni í hægri handar
umferð og á tímabilinu 1961
til 1963 var spurningin um
hægri handar umferð rædd ít-
arlega innan stjórnmálaflokk-
anna og ríkisstjómarinnar í
Svíþjóð og í frumvarpi á þingi
1963 var tekin grundvallará-
kvörðun um að breyta yfir í
hægri handar umferð — og
þann 10. maí 1963 tók sænska
þingið ákvörðun um að taka
upp hægri handar umferð á
árimu 1967.
Af þessari sögu Svía sjáum
við að þeir höfðu þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið, árið
1955, og þjóðin vildi áfram
vinstri handar umferð, en
vegna þess að umferðin yfir
landamærin óx svo hröðum
skrefum, urðu þeir að sam-
ræma umferðarreglur sínar, og
þá aðallega vegna sameigin-
legra landamæra.
í þessari sögu Svíþjóðar um
hægri handar umferð er einn-
ig athyglisvert að tíminn milli
ákvörðunar sænska þingsins og
framkvæmdar á umferðarbreyt-
ingunni var ákveðinn rúmlega
fjögur ár, en þeir töldu þenn-
gera tæknilegar breytingarráð-
stafanir og skipuleggja upp-
lýsinga- og áróðursstarfsemi,
þannig, að árangurinn yrði sem
mestur fyrir umferðaröryggið,
en hér á íslandi höfum við að-
eins haft tveggja ára aðlögun-
artíma. Fjármagns vegna breyt-
ingarinnar i Svíþjóð var afl-
að með aukaskatti af skráð-
an tíma nauðsynlegan til að
um vélknúnum ökutækjum á
árunum 1964, 1965, 1966 og
1967, eða þegar breýtingin átti
sér stað í Svíþjóð, þá voru
þeir búnir að innheimta allan
þennan aukaskatt, en hér á ís-
landi á að innheimta þennan
aukaskatt á árunum 1967, 1968,
1969 og 1979, eða búið er að
innheimta þennan aukaskatt í
eitt ár þegar breytingin kem-
ur til framkvæmda, en þá eiga
bifreiðaeigendur eftir að greiða
aukaskattinn vegna hægri um-
ferðar í jsrjú ár, það má því
segj.a að ólíkt höfumst við að
frændurnir, og þá vaknar sú
spuming, ef framkvæmdin á að
kosta samkvæmt lögunum kr.
50 miljónir hver á þá að borga
það fjármagn sem á vantar, er-
um við ekki að hraða okkur
um of í þessu umdeilda máli?
Umferðarmál verða alltaf of-
arlega á baugi hjá okkur, og
þegar ökutækjum fjölgar eins
ört og á undanfömum árum.
er brýn nanðsyn að auka þá
jafnframt fræðslu á umferðar-
reglum og umferðaröryggi. —
Til að undirstrika þetta mikil-
væga sjónarmið, vil ég leyfa
Framsöguræða Steingríms Pálssonar fyrir frumvarpi fjögurra þingmanna
um ársfrestun hægri umferðar og þjóðaratkvæðagreiðslu um málið
Auk kaupa á strætisvögnum og kostnaðar við breytingu á eldrl vögnum «r tilfærsla og uppsetning
nýrra umferftarmerkja einn stærsti kostnaðarlifturinn í sambandi vift skiptin yfir í hægri umferft.
Steingrímur Pálsson
mér að benda á, að í þing-
mannablaðinu „Nordisk Kont-
akt“ desember hefti, á bls. 956,
er sagt frá umferðaröryggi í
Noregi. Þar segir:
I Noregi eins og flestum öðr-
um löndum í Vestur-Evrópu,
aukast umferðarslysin mjög
ört. þess vegna var eðlilegt að
spurningin um meira umferð-
aröryggi hafi komið fram bæði
í nefndarálitum og í umræð-
um í norska þinginu, og lögð
sérstök áherzla á að gera meira
til að auka umferðaröryggið,
fjárveiting í þessu skyni var
hækkuð um 200 þúsund norsk-
ar krónur, eða í samtals 1.5
miljónir norskra króna, svo
unnt væri að framkvæma á-
kveðna 4ra ára áætlun. —
Við sjáum af þessu að þrátt
fyrir hægri handar umferð í
þessum löndum í Vestur-Evr-
ópu, þá aukast umferðarslysin
mjög ört, og þeir telja að
fræðsla um umferðarmál og
umferðaröryggi sé það atriði
sem mikilvægast er, og þetta
gildir vissulega einnig hjá
okkur, en ekki hvort við höfum
vinstri eða hægri handar um-
ferð.
Kostnaðarhfiðin
Þegar lög um hægri handar
umferð voru samþykkt, árið
1966, fylgdi þeim kostoaðará-
ætlun upp á rúmlega 50 milj-
ónir króna, sem bifreiðaeig-
endur eiga að greiða sem sér-
stakan skatt. Meginhluta þessa
fjár skal varið til breytinga á
almenningsvögnum, eða eftir
áætlun framkvæmdanefndar
mun eiga að verja 32 miljén-
um króna í breyttogar á áÞ
menntogsbifreiðum, lOö milj-
ónum í umferðarmannvirki og
8.4 miljónum í starfsemi Hægri
nefndar. Þrátt fyrir þessa
kostnaðaráætlun er fyrirsjáan-
legt að framkvæmdin verður
miklu dýrari, nægir í því
sambandi að vitoa til Svíþjóð-
ar, en þeir áætluðu að breyt-
ingin hjá þeim mtmdi kosta
rúmlega 500 miljónir sænsk-
ar, en vitað er að þegar bú-
ið var að framkvæma breyt-
inguna var hún komin yfir 800
miljónir sænskar, og ekki öH
kurl komin til grafar í því
sambandi.
í lögum um hægri handar
umferð segir, með leyfi for-
seta:
5. greim
Kostnaður, sem leiðir af
breytingu úr vinstri í hægri
handar umferð greiðist úr
ríkissjóði, samkvæmt því
sem nánar segir í lögum
þessum.
6. grein:
Bæta skal kostaað vegna
eftirtalinna framkvæmda:
1. — Kostnað við nauðsyn-
legar breyttogar á vega- og
gatnakerfi landsins, þar með
taldar breytingar á umferð-
arljósum og umferðarmerkj-
Uffl.
2. — Kostnað við nauðsyn-
legar breytingar á bifreiðum
og öðrum vélknúnum öku-
tækjum.
3. — Annan óhjákvæmileg-
an beinan kostnað, sem leið-
ir af breytingu umferðar-
reglnanna. Eigi skal bæta
annað en beinan kostnað.
Eigi skal heldur bæta fyrstu
kr. 1.000,00 af kostnaði við
breytingu á hverju ökutæki.
í 8. gr. laganna segir: Hver
Framhald á 7. sáöu.
)
)
i