Þjóðviljinn - 28.01.1968, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 28. janúar 1968.
tJtgefandi: • SameiningarflokKui alþýðu - Sósialistaflokkurlnn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson
Framkvstj.: Eiður Bergmann
Ritstjórn. aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Fram á nöfína
•
jgnn er vopnabraki Bandaríkjastjórnar ætlað að
sanna mannkyninu að valdamenn herveldisins
séu þess albúnir að fara fram á fremstu nöf ef
ekki fram af — og hefja nýja styrjöld. Sennilega
treysta engir menn í heiminum nema ritstjórar
Morgunblaðsins því að rétt sé skýrt frá í tilkynn-
ingum Bandaríkjastjórnar um Pueblo-atburðinn,
töku njósnaskipsins við strönd Norður-Kóreu. Svo
rækilega hafa stjómarvöld Bandaríkjanna merkt
sig sem ósannindamenn um atburði í alþjóðannál-
um,.að það eru löngu orðnar sögulegar staðreynd-
ir. Þannig er nú fjallað um íhlutun Bandaríkja-
manna og njósnakerfa þeirra í innanlandsmál
annarra ríkja, þegar nokkuð líður frá. Frjáls-
lyndum, löglegum ríkisstjórnum hefur verið steypt
með samspili Bandaríkjamanna og keyptra leppa
í herklíkum og afturhaldsherbúðum margra landa.
Því er ekki lengur neitað um stjórn Mossadeghs í
íran eða íhlutun Bandaríkjanna í Guatemala. í
byrjun innrásarinnar á Kúbu var einn virðuleg-
asti stjómmálamaður Bandaríkjanna látinn standa
ljúgandi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um
málið, enda þótt vitneskjan um hlutdeild og sam-
sekt bandarískra stjómarvalda yrði öllum heimi
Ijós nokkrum dögum síðar. Komið hefur í Ijós að
atburðurinn í Tonkin-flóa sem réttlæta átti stór-
aukna þátttöku Bandaríkjanna í Víe'tnamstríðinu
er vægast sagt gmggugt tilefni, sem illa þolir nán-
ari athugun. Og þessa dagana koma Bandaríkin og
önnur ríki Atlanzhafsbandalagsins með viðurkenn-
ingu á silfurdiski til fasistastjómarinnar grískn
sem hrifsaði völdin til að afstýra kosningasigri
frjálslyndra afla Grikklands. Við skulum bíða
nokkur ár, hver veit nema það verði þá líka orðin
söguleg staðreynd að bandarísk stjórnarvöld og
Atlanzhafsbandalagið hafi raunar ekki einungi"
vitað fyrir valdarán grísku fasistanna, heldur hafi
líka lagt á ráðin. v
Me« fortíð Bandaríkjastjómar, yfirgangsstefnu
og ofbeldisaðgerðir, í huga hljóta allar yfirlýs-
ingar hennar um Pueblo-atburðinn að vekja tor-
tryggni, enda hefur það komið glöggt fram í
heimsblöðunum undanfarna daga. Margir virðast
reikna með að Bandaríkjastjórn segi það eitt í mál-
inu sem hún telji sér henta. Enda er tilhugsunin
um hinar geysivíðtæku njósnir, sem Pueblo-at-
burðurinn minnir á, og þá ekki síður flugvéla-
flota Bandaríkjanna með kjamorkusprengjur á sí-
felldu flugi yfir höf og lönd óhugnanlegt umhugs-
unarefni. Ljóst virðist af fregnum danskra blaða
að Bandaríkjastjórn hafi haft að engu samninga
við ríkisstjóm Danmerkur um að fljúga ekki með
kjamavopn yfir dönsku (grænlenzku)/ landi eða
landhelgi. Hver þjóð, sem er svo ólánssöm og and-
varalaus að hafa leyft bandarískar herstöðvar í
landi sínu, getur átt á hættu nauðlending eða aðr-
ar lendingar bandarískra flugvéla með kjamavopn
eða „heimsóknir“ kjarnavopnakafbáta í hafnir
sínar. Og enginn getur um það sagt hvort af slík-
um óheillaheimsóknum geti ekki verið hætta á
stórfelldri geislavirkni eða jafnvel kjamorku-
sprengipgu, ef slys yrði. — s.
Ólafur Björnsson
ln memoriam —
>að er ekki á neinn rýrð
kastað, þegar nú er svo mælt,
að íslenzk læknastétt sér í dag
á bak einum sinna beztu
manna
Ólafur Björnsson var góður
maður. Hann var göfugur mað-
ur. Hann var framsýnn, íhug-
ull, úrræðagóður, vinur vina
sinna, læknir sjúklinga sinna.
Margir verða til þess að rita
minningu hans. Hér er aðeins
stutt, persónuleg kveðja.
Þegar Ólafur Björnsson hóf,
læknisstörf sín að Hellu 1956.
gerði hann það með þeim hætti,
að nýstárlegt mátti teljast hér
á landi, þótt ekki sé lengra
um liðið. Hann kom þar upp
rannsókna- og lækningastöð
með nýjum hætti; ég má segja
frummynd þess, sem 'nú vakir
fyrir þeim, lærðum og leik-
um, sém vilja koma upp lækna-
stöðvum í dreifbýli og þéttbýli.
Þar lýsir sér framsýni Ólafs,
dugur og samvizkusemi, að
þessa stöð sína rak hann einn
saman um meira en áratug
með því sniði, sem nú er loks
að verða ljóst, að sé úrræðið
til lausnar heilbrigðjsþjónustu
dreifbýlisins. Nú skilja þó all-
ir, að slík starfsemi verður að
vera margra manna.
í félagsmálum lækna var Ól-
afur á Hellu jafnan sá, sem
leitað var til. er vandi var á
ferðum. Þaðan fór enginn bón-
leiður. en allir bættir. Starf
Ólafs náði alþjóðavettvangi.
þótt fáum sé kunnugt, og var
hann einn af virtustu starfs-
mönnum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar á sínu sviði.
Siðustu stórverk Ólafs voru
tillög hans til Læknaráðstefn-
unnar í nóvember s.l., umfangs-
mikið starf og skýrsla fyrir Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunina
og loks það, sem við læknar
munum ávallt minnast hans
sérstaklega fyrir: Endursamn-
ing siðareglna lækna.
Megi sem flestir bera gæfu
til að þekkja starf Ólafs
Björnssonar og láta sér það
að leiðsögn verða: þá er eigi
örvænt-
Ásmundur Brekkan. 1
Kínverjar sagðir selja físta-
verk úr landi í stórum stíl
Sovézka fréttastofan APN
skýrir frá því að ein af afleið-
ingum nienningarbyltingarinn-
ar kínversku hafi verið sú að
tekið sé að selja úr landi í stór-
um stíl gömui kínversk Iista-
verk og handrit.
Fréttastofan hefur þetta eft-
ir japönskum blöðum. Segja þau
að eftir að menningarbyltingin
hófst hafi um 35 þúsupd safn-
gripir sem hafi mikið sögulegt
og listrænt gildi verið seldir frá
Kína til Japan. Þá hafi Japamr
og keypt handrit kínversk sem
ekki verði metin til fjár.
Þannig segir blaðið Mainiti
frá japönskum listaverkasala,
Harada að nafni, serri hafi
heimsótt söfn í Kanton. sem
hafa verið lokuð vegna mfenn-
ingarbyltingarinnar, og fengið
' af kaupa þar mjög dýrmæta
hluti fyrir lítið fé. Hafi Harada
gert samning um kaup á þús-
undum gripa til viðbótar þeim
sem þegar eru komnir til Jap-
ans.
Fréttastofan tengir þessar söl-
ur við barátfu Rauðra varðliða
gegn gömlum siðum og gamalli
menningu — en áður hafi for-
ystulið Kínverska allþýðulýð-
veldisins lagt mikið kapp á að
varðveita hinn forna menning-
ararf.
Næsti hiartatnegi Norfrnaður?
OSLO 26/1 — Allt er nú reiðu-
búið fyrir hjartaflutning í Nor-
egi ef með þarf. Slík aðgerð
mun væntanlega fara fram
undir leiðsögn próf. Leifs
Efskinds við Ríkissjúkrahúsið
og mun stór hópur norskra
lækna og sérfræðinga verða
honum til aðstoðar.
Próf. Efskind segir í blaða-
viðtali að ef ljóst verði, að
aðeins nýtt hjarta geti bjarg-
að sjúklingi og hægt verði að
fá slíkt hjarta þá muni verða
lagt í aðgerðina. Við höfum,
sagði prófessorinn, þegar gert
tilraunir með að græða ný
hjörtu í hunda og við fáumst
nú við víðtækar rannsóknir á
ónæmi í sambandi við slíkár
aðgerðir.
..... " - -- — - —- - -v- , . . ... .J
KOMMÓÐUR
— teak og eik
Húsgagnaverzluit Axels Cyfólfssonar
Félag
j ámiðnaðarmanna
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsher jarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjómar og trúnaðar-
mannaráðs Félags jámiðnaðarmanna fyrir næsta
starfsár.
Freátur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00
þriðjudaginn 30. janúar n.k.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í st'jórn félags-
ins og auk þess um 8 menn til viðbótar í trún-
aðarmannaráð og 4 varamenn þeirra.
Tillögum skal skila til kjörstjómar í skrifstofu
félagsins Skólavörðustíg 16 3. hæð, ásamt með-
mælum a.m.k. 51 fullgilds félagsmanns.
Stjóm
Félags jámiðnaðarmanna.
VERKSTJÓRI
helzt tæknimenntaður eða með reynslu í
jámalögnum, getur fengið stöðu hjá okkur,
ef um semst. — Sími: 4-24-80.
STÁLBORG H.F.
Nýbýlavegi 203, Kópavogi.
Byggingavörur
Nýkomið brennt og sandblásið GRENI.
P.B. veggklæðning — Teak og Eik.
TRYSIL-þiljur, þykkt 12 mm.
VIROPAN-þiljur, óvenjulágt verð.
HÚSGAGNASPÓNN i glagsilegu úrvali, svo sem
Teak, Eik. Oregon Pine. Mahogni, Padouk.
Palisander og Biholo. ■
Trétex, hvít áferð. —Gaboon-plötur.
Hamp-plötur 8-30 mm þykkt væntanlegar mjög
fljótlega.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F.
Vöruafgreiðsla Skeifunni 8.
Fjölbreytt og skemmtilegt
tungumálanám
'i i
$£» Skóli fyrir fullorðna.
* Enskuskóli barnanna.
Hjálparflokkar fyrir nemendur
1 framhaldsskólum.
Málaskólinn MÍMIR
Brautarholti 4 — Sími 1 000 4 (kl. 1—7 e.h.).
Hafnarstræti 15 — Sími 2 16 55.
FRÍMERKI- FRÍMFRKI
innlend og erlend í úrvali.
Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og
margt fleira. — Verðið hvergi lægra.
Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.
UTSAIAN byrjuS
MIKIL VERÐLÆKKUN.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
f