Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 1
s
Fimmtudagur 1- íebrúar 1968 — 33. árgangur — 26. tölublað.
Vatnslaust var í Kópavogi í altan gcerdag
Um hádegi í gær fór allt vatn
af húsum í Kópavogi og hluta
af Bústaðahverfi og Smáíbúða-
hverfi. Orsökin var sú. að aðal-
vatnsæð í Fossvogsdal sem orð-
in er mjög gömul hafði bilað
rétt einu sinni en á síðast liðnu
ári kbm það hvað eftir annað
fyrir að hún bilaði og voru
Kópavogur og fyrrtalin hverfi
vatnslaus hálfa og heilu dagana
af þeim sökum.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk í gær hjá vatns-
veitunni bilaði að þe-'su sinni
blýsamtenging á 17 tommu röri.
Tók sjö klukkutíma að komast
fyrir bilunina og gera við hana.
Þá fékk blaðið þær upplýs-
ingar hjá vatnsveitunni í gær,
að næsta sumar ætti að endur-
nýja vatnsæðina þarna í Foss-
vogsdalnum þar sem bilanirnar
hafa verið tíðastar að undan-
förnu. Mun íbúum á þessu svæði
þykja mál til komið að vatns-
veitan fari að gera eitthvað
raunhæft til þess að koma í veg
fyrir að þessar hvimleiðu bil-
anir endurtaki sig æ ofan í æ.
/ •
Þingsályktunortillaga lögS fram i báSum deildum um ViefnammáliS:
Ríkisstjórn Bandaríkjanna stöðvi nú
þegar loftárásir á N-Víetnam
ÞJóSfrelslshreyfingin i S-Vietnam verÓi viÓurk^nndur samningsaÓili
Arni Bjömsson
Arsbálíð Al-
þýðubandalags-
ins i Reykjavík
Árshátíð og þorrablót Al-
þýðubandalagsins í Reykja-
vík verður að Hótel Borg
á morgun föstudaginn 2.
febrúar.
Húsið opnar kl. 19.00 fyr-
ir þá er snæða vilja þorra-
mat. — Skemmtiatriði hefj-
ast um klukkan 21.30.
Til skemmtunar:
Árni Björnsson spjallar um
karlinn Þorra og það
hyski.
Sigurður Jónsson hljóð-
færaleikari leikur ein-
leik á sítar.
Þrír háir tónar (Rím-tríó)
syngja þjóðlög og mót-
mælasöngva.
Stuttur upplcstur úr verk-
um Guðbergs Bergs-
sonar.
Hljómsveit Hauks Mortens
leikur fyrir dansi.
Verð aðgöngumiða kr. 350
fyrir matargesti en kr. 150
fyrir aðra gesti.
Pöntun og sala aðgöngu-
miða á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins, Miklubraut
34, sími 18081. — Opið frá
kl. 3-6 e.h. — Tryggið ykk-
ur miða í. tíma. /
Skemmtinefndin.
Eftirfarandi tillaga til þingsályktunar
var lögð fram samtímis í báðum deild-
um alþingis í gær:
„Deildin ályktar að lýsa þeirri skoð-
un sinni, að deiluefni styrjaldaraðila í
Víetnam verði einungis leyst með frið-
samlegum hætti.
Stór hætta er á því, að styrjöld þessi
geti hvenær sem er breiðzt út og orðið
upphaf nýrrar heimsstyrjaldar, auk þess
sem áframhaldandi styrjaldarrekstur
eykur sífellt á langvarandi hörmungar
víetnömsku þjóðarinnar. ^
Deildin telur, að vopnahlésviðræðum
og síðar friðarsaimningum verði nú helzt
fram komið með því:
J að ríkisstjóm Bandaríkjanna stöðvi
þegar loftárásir á Norður-Víe’tnam.
2 að Þjóðfrelsishreyfingin í Suður-Ví-
etnam verði viðurkennd sjálfstæður
aðili við samningsgerðir,
^ að stjóm Norður-Víetnams og Þjóð-
frelsishreyfingin í Suður-Víetnam
sýni ótvíræðan vilja af sinni hálfu,
þegar loftárásum linnir, að ganga til
samninga og draga svo úr hernaðar-
aðgerðum, að leiða megi til vopna-
hlés.
Felur deildin ríkisstjórninni að fram-
fylgja þessari ályktun á alþjóðavett-
vangi.‘‘
Eins og áður segir er þings-
ályktunartillagan lögð fram sam-
tímis í báðum deildum, það er
fjórir þingmenn í hvorri deild
flytja samhljóða þingsályktun-
artillögur um styrjöldina í ,Víet-
nam. Er þetta form á flutningi
þingsályktunartillagna nýtt í
þingsögunni.
Flutningsmenn þingsályktunar-
tillögunnar í hvorri deild um sig
eru tveir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins óg tveir þíngmenn
Framsóknarflokksins. 1 efri deild
Karl Guðjónsson, Björn Fr.
Björnsson, Einar Ágústsson og
Hjalti Haraldsson t>g í neðri
Ingvar Gíslason, Jónas Ámason,
Jón Skaftason og Magnús Kjart-
ansson.
Sámhijóða greinargerð ' fýlgir
tillögunni í báðum þingdeildum
og er hún birt á
<•>-
síðu Q
Ágúst Jósefsson
látinn
Einn af brautryðjendum ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar og
sósíalisma Ágúst Jósefsson lézt
í fyrradag 93 ára að aldri.
Hannibal Valdimarsson minnt-
ist hans á Alþýðusambandsþingi
í gær og vottuðu þingfulltrúar
minningu Ágústs virðingu sína
með því að rísa úr sætum.
Enn var barizt í Saigon í gærkvöld,
algert ráileysi ríkir í Washington
Þjóðfrelsisherinn er sagður hafa hersveitir rétt utan við Saigon,
reiðubúnar til nýrrar atlögu — Geysilegt tjón bandaríska hersins
SAIGON og WASHINGTON 31/1 —^Enn í kvöld
var barizt 1 Saigon, en allfjölmennar sveitir skæru-
liða Þjóðfrelsisfylkingrarinnar gerðu mikinn usla
í borginni í nótt og dag, brutust m.a. inn í banda-
ríska sendiráðið og vörðust þar í einar sex klukku-
stundir, gerðu árásir á margar aðrar byggingar,
m.a. forsetahöllina, og sóttu að flugvellinum við
borgina. Jafnframt hefur þjóðfrelsisherinn hald-
ið uppi árásum á borgir og bækistöðvar Banda-
ríkjamarina víðs vegar í landinu og valdið þeim
gífurlegu tjóni. Fréttaritarar í Washington segja
að fréttimar frá Saigon hafi komið eins og reiðar-
slag yfir ráðamenn þar.
Skæruliðar vörðust á ýmsum
stöðum í Saigon í kvöld (þá var
kominn fimmtudagsmorgunn í
Btmkakerfíð hagnaðist 236.5
miijénir kr. á gengistellingunni
n Lúðvík Jósepsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins
bar í gær fram svohljóðandi
fyrirspum til viðskiptamála-
ráðherra í sameinuðu þingi:
Hve miklu nemur gengis-
hagnaður Seðlabankans og
bankakerfisins af gengis-
lækkunúmi 24. nóvember sl.?
Viðskiptamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason svaraði fyrirspurn-
inni þannig að gengishagnaður
Seðlabankans og bankakerfisins
af gengislækkuninni sem komtil
framkvæmda 24. nóv. s.l. hefði
numið 236,5 miljónum króna.
Gat viðskiptamálaráðherra
þess einnig að af gengisbreyting-
unni sem gerð var 1961 hefði
einnig orðið afgangur sem num-
ið hefði 6,5 miljónum króna. Af
gengislækkuninni sem fram fór
1960 hefði hinsvegar orðið halli
sem numið hefði 190,4 miljónum
króna. Sá halli hefði verið
greiddur með sérstökum hætti af
Seðlabankanum á undanförnum
árum þannig að í nóvember hafi
hann staðið í 33 milljónum kr.
Því teljist að nettóhagnáðurinn
nú sé 210,0 miljónir króna.
Vietnam). Algert útgöngubann
er í borginni allar 24 stundir
sólarhringsins, en Bandaríkja-
menn hafa beitt skriðdrekum
og flugvélum í viðureigninni við
skæruliða. í Saigon er gert ráð
fyrir að einn herflokkur þjóð-
frelsishersins hafi staðið. fyrir
árásunum sem hófust í gær-
kvöld, en tveir aðrir bíði rétt
fyrir utan borgina og muni
þeir leggja til atlögu í kvöld,
þeim skæruliðum til aðstoðar
sem enn verjast ofurefli.
í kvöld (að morgni dags í
Saigon)' réðust skæruliðar á lög-
reglustöð í höfuðborginni. Sam-
kvæmt fréttum frá Hue, hinni
fornu höfuðborg nyrzt í Suður-
Vietnam, hafa þjóðfrelsisher-
menn gamla borgarhlutánn þar
á valdi sínu og eina flugbraut.
Bandarískur talsmaður sagði að
skæruliðar hefðu haldið brú
einni í miðbiki Hue í þrjá
...........
Flugrvélar brenna á flugvellinum við Danang
stundarfjórðunga, áður en þeir
hörfuðu.
í dag voru sett „herlög" í
í öllu Suður-Vietnam og þar
með er úr sögunni sá visir að
þingræðisstjóm sem Banda-
ríkjamenn hafa gumað hvað
mest af.
Auðar götur
Það er til dæmis um hve
harðar viðureignimar i Saigon
hafa verið að íbúar heilla borg-
anhverfa voru fluttir á brott
áður en Bandaríkjamenn lögðu
til atlögu við skæruliða. Allar
götur í miðbiki borgarinnar voru
auðar í kvöld, nema hvað her-
mönnum brá fyrir á stöku stað.
Það var einkum í úthverfunum
að bardagar stóðu enn.
Mikið tjón
Árásirnar sem hófust í gær-
kvöld voru gerðar um allt land-
Framhald á 3. síöu.
V
s