Þjóðviljinn - 06.02.1968, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1968, Síða 3
Þsdöjaidagiur 6. febrúar 1068 — ÞJÓÐVELJINN — SlÐA J FLUTTIR ÁRMÚLA Framkvæmdanefnd hægri umferðar og Upplýs- inga- og fræðslumiðstöð hægri umferðar hafa flutt aðsetur sitt í Ármúla 3, aðra hæð til hægri. (Hús véladeildar SÍS og Samvinnutrygginga) Símarnir eru óbreyttir: 1-4465 og 1-7030 Framkvæmdanefnd hægri umferðar Stjórnarherinn veldur mikilli eyðileggingu í sjálfri Saigon Arás gerð á Khe Sanh herstöðina og enn barizt í mörgum borgum Hanoistjórnin tilbú- in ai hefja samninga HANOI 5/2 — Máigagn konimúnistaflokksins í Norður- Vietnam, Nhan Dan, lét að því liggja í dag, að N-Vietnam byggist ekki við jákvæðu svari frá Washington á næstunni við tilboði sínu um friðarsamninga. SAIGON 5/2 — Stórskotalið stjórnarhersins hélt uppi harðri skothríð 1 höfuðborginni í dag, þar sem enginn veit með vissu hvar þjóðfrelsishermenn hafast við, né hvenær þeir muni aftur láta til sín taka. Þó þjóiðfrelsisherinn hafi ekki á sínu valdi nema nokkur íbúðahverfi, eru stór hverfi í Saigon á milli víglína, þar sem lítið sem ekkert ber á stjórnarhermönnum á auðum götunum, sem eru fullar af rústum. í dag gerðu ,,norður-vietnamsk- ir“ hermenn árás á virkið Khe Sanh, sem hófst með mikilli skothríð, en var hrundið eftir blóðuga bardaga. Iðnríkin munu takmarka þróun- araðstoð í bráð NÝJC DELMI 5/2 — 2500 full- trúar 131 ríkis hlýddu í dag á fyrstu pólitísku yfirlýsingarnar sem gerðar eru á alþjóðaráð- stefnunni um verzlun og þróun- armál i Nýju Delhi. Eftir ræður sem fluttar voru í dag virðist það greinilegt að iðnríkin munu veita takmarkaða fjárhagsaðstoð, en munu veita meiri aðstoð sem ckki er bein fjárútlát. Michael Debre fjármálaráð- herra Frakka færði þinghéimi tilboð frá de Gaulle um að frönsk þróunarhjálp verði ef til vill aukin og efnahagsmálaráð- herra Vestur-Þýzkalands Karl Schiiler sagði að rfkisstjórnin í Bonn væri að undirbúa 11 pró- sent aukningu á þróunarhjálp V-Þjóðverja. Eugene Rostow varautanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hélt langa ræðu um fjárhagsvand- ræði Bandaríkjanna sem vektu ekki miklar vonir um aukna þróunarhjálp Bandaríkjann á næstunni. Flestir ræðumenn í dag lögðu til að alþjóðaverzlunarsamning- ar verði auknir og á þann hátt verði bæði framleiðsla og verð hennar fastákveðin. Fréttamaður Reuthers í Saigon skýrir frá því að miðbærinn í höfuðborginni hafi nötrað er stórskotalið stjórnarinnar hafi byrjað geysimikla skothríð á Cholon hverfið rétt fyrir myrk- ur í kvöld. 1 kvöld drógu stjórnarher- menn sig til baka úr sjöunda hverfi borgarinnar, þar sem þúsundir flóttamanna höfðu safn- azt saman á sjúkrahúsinu og í skólum eftir að heimiili þeirra höfðu verið lögð í rúst. í nágrenni An Quang pagóð- unnar, þar sem suður-viet- namskar orustuflugvélar sprengdu nokkur íbúðarhverfi í loft upp fvrir skömmu er fólk dapurt og hrætt, en ásakar engan hvorki Bandaríkjamenn, ríkisstjómina né þjóðfrelsisherinn, segja frétta- menn. Nú er fyrst möguleiki á að gera sér grein fyrir því hvað hefur gerst í S-Vietnam eftir vikulanga bardaga. Talið er víst að þúsundir ó- breyttra borgara hafi látið líf- ið. Bandaríkjamenn halda því' fram að ekki færri en 17.000 hermenn þjóðfrelsishersins og frá N-Vietnam hafi látið lífið, en þessi tala er mjög dregin í efa í Saigon. Að minnsta kosti 4000 manns hafa verið handteknir grunaðir um að hafa aðstoðað þjóðfrels- isherinn í árásunum og þeirra meðal er fjöldi kvenna og barna. Fyrr í dag sagði varaforsætis- ráðherra S-Vietnam Nguyen Caó Ky, að búizt væri við nýrri á- rás Vietkong á Saigon. Ky, sem tal'aði á blaðamanna- fundi í skotheldum jakkasagði að ás'tand í höfuðborginni væri eðlilegt í fjórum af níu borg- arhverfúm. Einstakur póli- tískur stórsigur Brezka útvarpið skýrði frá því í dag að Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður, sem er bróðir Kennedys heitins forscta hafi sagt, að eitthvað kynni að vera til í því að Viet- kong hafi beðið hernaðar- legan ósigur, en það væri skynsamlegra að gera sér grcin fyrir því aðþeirhefðu jafnframt unnið cinstakan pólitískan sigíir. Hann skoraði á Johnson forseta að snúa sér alvar- lega að leiðtogunum í S- Vietnam. Það ætti að segja .Thieu forseta að Ky vara- forseta að þeir gætu ekki vænzt þess að Bandaríkin haldi áfram að sýna fóm- arlund, nema þeir gætu komið iöndum sínum tilað sýna sama áhuga og fóm- arlund. Edward Kenncdy Hann sagði að Bandarík- in yrðu að ráðast á „hið drepandi afskiptaleysi‘‘ Vi- etnambúa gagnvart ríkis- stjórn sinni. I hinum fimm, sagði hann að um „tákmarkaðar aðgerðir skæruliða væri að ræða. Ho Chi Minh Ho Chi Minh forseti N-Kóreu sendi persónulegar heillaóskir í dag til þjóðfrelsishersins og í- búa «S-Vietnam í tilefni sigurs þeirra yfir Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. I boðskap til Nguyen Huu Tho sem er forseti Þjóðfrelsisfylking- arinnar, segir forsetinn: Við munum vinna algjöran sigur. Réttlætið er okkar megin. Barizt í borgum AFP skýrir frá því að enn geysi mikil omsta í Hue, þar sem bandarískir landgönguliðar em að reyna að hrekja þjóðfrels- ishermenn úr borginni. I óshólmum Mekong reyna Bandaríkjamenn enn að taka aftur Ving Long, sem var stærsta herstöð Bandaríkjamanna til eft- irlits á fljótum og skurðum í þessu héraði. My Tho Samtals eru 2000 íbúanna falln,- ir og 5.000 hús hafa verið jöfnuð við jörðu í fiskimannaborginni My Tho í S-Vietnam. Fjórði hluti borgarinnar er gjörsamlega eyðilagður og emb- ættismenn skýra frá því að mest- um skaða hafi bandarískar flug- Framhald á 7. síðu. Um leið og blaðið birti um- mæli Johnsons forseta á blaða- mannafundi á föstudaginn Eýsir blaðið því yfir, að Bandaríkin kæri sig augljóslega ekki um að snúa á þann veg sem- gæti leitt til friðsamlegra lykta stríðsins i Vietnam, þvert á móti vilja Bandaríkjamenn halda stríðinu áfram. Af því leiðir að stríðinu verð- ur haldið áfram og hinir 31 milj- ón Vietnamar í báðum hlutum Vietnams munu verða 31 miljón óttalausra baráttumanna sem munu gjöreyða hinum banda- rísku árásarseggjum, segir blað- ið. Utanríkisráðherra N-Vietnams Nguen Duy Trinh sagði í yfir- Játar USA ai Pueblo hafi verii innan landhelgi N-K? Talsmaður utanríkisráðuneytisins neitar því, en í dag var rannsóknar þingsins krafizt vegna fyrri neitana Gerald Ford talsmaður repu- blikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hafi sagt, að Johnson forseti virtist vera að búa sig undir það að játa að Pueblo hafi verið innan landhelgi í N- Kóreu. WASHINGTON, SEOUL 5/2 — í dag var haldinn nýr fundur fulltrúa Bandaríkjanna og N-Kóreu í Panmunjom á landamærum Suður- og Norður-Kóreu til að ræða um bandaríska njósnaskipið Pueblo og afhendingu 83 manna áhafnar þess. Opinberlega er því harðneitað í Bandaríkj- unum, að nokkur samningur hafi verið gerður, en talsmað- ur republikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Gerald Ford hélt því fram j dag, að Johnson forseti virtist vera að búa sig undir að játa að Pueblo hefði siglt inn í land- helgi N-Kóreu. Þetta var þriðji fundurinn um Pueblo málið, en ekki ér vitað hvort nokkuð samkomulag hef- ur náðst. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið heldur því fram að þær fregn- ir í dagblöðum í S-Kóreu séu úr lausu lofti gripnar sem herma að samkomulag hafi náðst í megin- dráttum, eftir að Bandaríkin hefðu látið að því liggja við N- Kóreú að Bandaríkin myndu op- inberlega viðurkennsf, að Pueblo hefði verið innan landhelgi í N- Kóreu er það var tekið. , Utanríkisráðuneytið varaði við hvers konar bjartsýni um að við- ræðurnar leiði skjótlega til samninga. Talsmaður ráðuneytis- ins lét að því liggja að fleiri fundir yrðu haldnir, en gat ekk- ert um það sagt hvenær það yrði. Landhelgisbrot? Blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, McCloskey ítrekaði að ekki hefðu borizt neinar upplýs- in^ar til Washington sem bentu til þess. að Pueblo hefði verið innan 12 mílna landhelgi N- Kóreu er það var tekið. Fréttamenn telja þetta svar til nokkurra bandarískra rit- stjóra sem höfðu túlkað um- mæli Rusks utanríkisráðherra og McNamara varnarmálaráð- herra í sjónvarpinu í gær sem nokkurs konar afsökun á því að ef til vill hefði Pueblo verið innan landhelgi En þeir viðurkenndu báðir að þeir gætu ekki verið alveg viss- ir um það hvar Pueblo hefði verið, þvi N-Kóreumenn hefðu enn bæði skipið og áhöfnina í sinni vörzlu og loggbók Pueblo væri þvi ekki aðgengileg. Áfall Fréttaritari brezka útvarpsips í Washington segir í gær, að Ford sagði að þetta væri al- varlegt áfall fyrir þingmenn sem hefðu treyst fyrri afdráttarlaus- um neitunum æðstu rnanna. Hann krafðist þess að þingið tæki þetta mál til rannsóknar. Játning Maður sem sagður var leiðang- ursstjóri á bandaríska njósna- skipinu Pueblo sagði í útvarp í Pjongjang höfuðborg N-Kóreu á sunnudag, að upplýsingar þær sem skiþið hefði safnað hefði átt að nota i árás á N-Kóreu. í dag ásakaði Kim II Sung forsætisráðherra N-Kóreu Banda- ríkin um að auka óduldar árás- araðgerðir sínar gegn N-Kóreu. lýsingu sem hann flutti hinn 29. desember, að Hanoistjórnin mundi hefja friðarsamninga við Bandaríkin þegar Bandaríkja- menn hættu skilyrðislaust loft- árásum á N-Vietnam. I síðari opinberum yfirlýsing- um og viðtölum hefur þetta til- boð verið ítrekað og til að leggja áherzlu á möguleika þessarar friðarleiðar lét Hanoistjómin lausa í fyrra mánuði þrjá bandaríska flugmenn, sem höfðu verið teknir til fanga. Stjórnin í Hanoi telur að hún hafi gefið nógu greinileg merki um góðan vilja sinn, en Johnson forseti krefjist stöðugt betri merkja. Þau merki,- sem Johnson for- seti vill sjá er endii^ eðá a.m.k. að mikið verði dregið úr bar- dögum í S-Vietnam. Þetta er kallað San Antonio- skilmálar Johnsons forseta, en þó Clark Clifford, sá sem á að taka við embætti varnarmálaráðherra af McNamara, hafi nokkuð dreg- ið úr þessum skilmálum, getur stjómin í Hanoi ekki gengið að þeim, því í þeim felast gagnkröf- ur segir Nanh Dan. Hanoi-stjómin neitar að fall- ast á þetta. Hugsunin um gagn- kvæma tilslökun er ,,röksemd glæpamanna“ segir blaðið og bætir við að N-Vietnam hafi aldrei ráðist á Bandaríkin, en Bandarikin hefðu aftur á móti ráðist á N-Vietnam, þess vegna þyi#ti Hanoistjómin ekki að gjalda neitt fyrir það að árásinni verði linnt. Stjórnin í N-Vietnam vill þó alls ekki útiloka alla möguleika a friðsamlegri lausn. Fréttamenn segja að andinn í greininni . í Nanh Dan sé gjörsamlega í sam- ræmi við þau viðhorf sem heyra megi hjá stjórnmálamönnum í Hanoi, en þeir segja að þrátt fyrir neikvæða afstöðu Johnsons forseta til þeirra merkja um góðan vilja sem Hanoistjómin hefur sýnt, standi dyr enn opn- ar fyrir viðræður ög það hafi greinilega verið sýnt hvemig Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.