Þjóðviljinn - 06.02.1968, Page 8
0 SÍÐA — ÞJÖDVHjJINN — Þrrðjiidagur 6. februar 1968.
Sakamálasaga Lœknir
JL . .
U v
Eftir J. B. PRIESTLEY ílpB
leit á Maggie. Hringdi einhver
til hans í búðina?
— Ég var ekki inni. En frú
Chapman sagðj að hann hefði
talað í símann.
— Þá veit ég hvað hefur kom-
ið fyrir. Þessi vesaeli mágur
hans, maðurinn hennar Mary,
er kominn í vandræði rétt einu
sinni, og hún hefur beðið hahn
að koma til Luton undir eins.
Hann gaf enga skýringu, vegna
þess að hann vildi bað ekki.
Hann veit að mér finnst hann
vera búinn að gera nóg fyrir
þau, og hann 'var búinn að lofa
að segj a NEI næst. En auðvitað
er hann veiklundaður gagnvart
þeim. Hann hefur alltaf verið
það. Og ég er margbúin að
segja honum að hún sé litlu
betri en þessi maður hennar.
Hún segir að hann drekki, en
það mætti segja mér að hún
gerði það líka. Alan, hringdu
til þeirra — númerið er í litlu
bókinni hjá símanum — og ef
pabbi þinn er þar ennbá, þá
segðu að ég vilji tala við hann.
Hún tók við diskaburrkunni af
Alan. — Svona, flýttu þér nú.
Það er ekki að vita hvað þau
eru búin að ota honum út í.
Síminn var í setustofunni og
Alan var ekki einn þeirra sem
hrópa í landssimann. svo að það
heyrðist ekki orð sem harin
sagði. Maggie og móðir henn-
ar höfðu taumhald á forvitni
sinni og héldu áfram að þvo
upp dálítið viðutan og virðuleg-
EFNI
SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Smurt brauð
Snittur
brauð bœr
VIÐ OÐINSXORG
Sími 20-4-90
Hárgreiðslan
Hárgrelðslu- og snyrtlstofs
Steinu og Dódó
Laagav 18. III. hæð (lyfta)
Simi 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Sarðsenda 21. SlMl 33-968
ar, eins og þær kæmu fram á
sýningu á uppþvottaefnum. Frú
Culworth hafði haft fyrirlitn-
ingu á mágkonu sinni í næstum
þrjátíu og fimm ár. og hún
bætti við fáeinum eitruðum at-
hugasemdum um whiský-lífernið
í Lutan, en Maggie beitti burst-
anum af óþarfa afli og sagði
„Já ég veit það“ þegar það átti
við. Hún var furðulega niður-
dregin og miður sín.
— Jæja, byrjaði Alan hressi-
lega. — Hann er ekki þar. Og
May frænka hringdi ekki til
hans í búðina. Og þeim líður
ágætlega. þökk fyrir, og Albert
gerir það gott í bílabransanum.
Og eins og til að sýna að hann
hefði engar áhyggjur af þessu
öllu. þá fór hann að kveikja í
,pípu sinni.
— Ég vissi það, sagði Maggie.
— Jæj-a — allt saman? sagði
Alan.
— Nei, auðvitað ekki. En ein-
hvern veginn vissi ég að hann
var þar ekki.
— Nú jæja, byrjaði móðir
hennar reiðilega. — Fyrst þú
veizt svona mikið, segðu mér
þá hvar hann er, fyrst hann er
ekki þar? Hún sneri sér að
1 Alan. — Hver svaraði? Aúð-
vitað Mary?
— Já, hann var ekki heima.
Sennilega einhvers staðar að
hressa sig. AÍ hverju spyrðu að
því. mamma?
— Hún hefði getað verið að
ljúga. Kannski bað pabbi þinn
hana að segja að hann værj þar
ekki —
— Nei, lafði mín, ég gleypi
ekkj við þessu, sagði Alan og
bar sig til eins og fíani. — Hún
er ekki nógu góður leikari til
þess. Undrun hennar var öld-
ungis ósvikin.
— Enda myndi pabbi aldrei
biðja hana að Ijúga fyrir sig.
Maggie var stórhneyksluð. —
Hann er ekki þess konar maður.
— Satt segirðu, systir.
— Æ, þegið þið, bæði tvö. Ég
er að reyna að gerai mér í hug-
arlund hvert hann hefur farið
til að gista- Getur það verið
nokkurt bjálfalegt bókauppboð
langt í burtu? Hún leit á Maggie.
— Það er hugsanlegt, sagði
Maggie varlega. — En ég efast
urp það. Ég orðaði það við
Berthu Chapman og hún sagði
að hann færi ekki mikið á bóka-
uppboð lengur, enda hefði hann
verið öðru vísá á svipinn — á-
hyggjufullur —
— Mér er alveg sama hvað frú
Chapman hugsar, sagði móðir
hennar hvöss í rómnum. — Mér
hefur alltaf fundist hún heimsk
og kjánalég. Þegið þið nú og
leyfið mér að hugsa.
Næsta klukkutímann hugsaði
hún upphátt um ýmis skyldmenni
og nokkra vafasama gamla
kunningja, en Alan þvemeitaði
að hafa símasamband við nokk-
urn þeirra og sagði kvenfólk-
inu að þær væru að gera veður
út af engui Móðir hans lét loks
eins og hún tryði honum. Maggie
gerði það ekki og hún fór í rúm-
ið með vaxandi áhygg^ur.
3
Næsta morgun, þriðjudag, var
veðrið fagurt, updarleg blanda
af daufu sólskini og miistri í
lofti eins og stundum í haust-
byrjun. Maggie var rólegri en
hún hafði verið kvöldið áður,
sólsk/inið og morgunloftið gaf
öllu traustari og raunsærri svip.
En á leiðinni í búðina ákvað hún
samt að spyrjast fyrir um föður
sinn á endastöð strætisvagnanna.
Það var ekki lengur járnbraut-
arsamband milli Hemton og
Birkden, næstu borgar, og fyrir
bragðið varð vegurinn á milli
þeirra enn troðfyllri af strætis-
vögnum og bílum, Maggie til
sárrar gremju, vegná þess að hún
kunni vel við járnbrautáriestir og
hataði strætisvagna og hafði ekki
efni á að eiga eigin bíl. (Enni
Culworthbíllinn var bíll Alans,
gamall sportbíll, eiginlega of lít-
ill handa honum og næstum of
lítill handa nokkrum öðrum.
Auk þess var hann hávær og
átti það til að gefa frá sér ó-
heillavænlegar sprengingar). Þótt
pemton sé höfuðstaður Hemton-
skíris er það lítill bær, tíu sinn-
um minni en 'Birkden, en þar
mætast strætisvagnaleiðir í allar
átti.
Og Maggie ráfaði að endastöð-
inni og fannst hún vera eins og
glópur. Bílstjórarnir sem hún
talaði við höfðu ekki vott af á-
huga á manni á sextugsaldri í
gráum fötum og með litla brúna
tösku. Hún vair í þann veginn
að gefast upp, þegar hún varð
dálítið heppin eins og stundum
kemur fyrir. Roskinn maður, eins
konar eftirlitsmaður, spurði
hvort hún væri ekkj ungfrú Cul-
worth í bókabúðinni. Og þegar
hún útskýrði veru sína þarna,
sagði hann: — És kannast aiuð-
vitað við hann föður yðar og ég
spjallaði við hann þegar hann
kom hingað í gær. Já, hann var
með tösku. Og hann fór með
1.35 VEigninum til Birkden. Já,
— ég er alveg.viss um það, ung-
frú Culworfh.
Jæja, hún var nokkru nær,
en ekki miklu. Hann hefði get-
að farið til Birkden sem áfanga
á~ lengri le’ð. Svo var eins og
hálfur dagurinn‘-hjá henni færi
í að ráfa fram og aftur um að-
ailbúðina og aftur inn í litlu
skríf.stofúna til að athuga hvort
fað;r hennar væri kominn aftur.
Hún minntist ekki á neitt við
Sheilu og Reg litla, en hvenær
sem Bertha Chapman var á laus-
um kili spurðii hún tilgangs-
lausra spurninga eða gaf til-
gangslaus svör. Það voru ekki
maágar símhringingar — bað
voru aldrei maráar — en fólkið
sem hringdi fékk fremur hrana-
leg svör hjá Culworth, vegna
þess eins að það var ekki faðir
hennar. Heima hafði ekkert
frétzt um hádegið, og nú . var
móðir hennar orðin mjög kvíðin.
Maggte hringdi til hennar síð-
degis og fékk aðein.s þau svör að
ekki hefði komið skeyti, bréf eða
neitt annað.
— En hvað «m þaö? Þetta
var Allan og rauf óljósar, kven-
legar bollaleggingar þeirra yfir
kvöldborðinu. — Þið rausið eins
og kjáriar. Þetta er fráleitt. Það
er rétt eins Dg þið væruð að tala
um hann Albert hennair May
frænku. Pabbi hefur ekki verið
að heiman nema eina nótt. Gott
og vel, við vMmm ekki hvar hann
er. En skiptir það máli? Hann
er einhver varfærnasti og gætn-
asti maðurinn í öllu Hemton-
skíri. Aðgætinn — tillitssamur
við sjálfan sig og alla aðra —
— Það er einmitt mergurinn
málsins, hrópaði Maggie. — Ein-
mitt af því hann er þannig gerð-
ur, hvers vegna hefur hapn þá
ekkii látið okkur vita hvar hann
er niður kominn? Það er svo
ólíkt honum- Auðvitað vill
mamms fá að vita hvar hann er,
og ég verð líka að fá að vita
bað út af búðinfii. Það bíður
ýmislegt eft;r honum sem hann
barf að skrifa upp á og hann
veit það. Nema — nema eitthvað
hsfi komið fyrir hann —
— Það er einmitt það sem
mér hefur dnttlð í hug. sagði frú
Culworih dálítið eymdarlega.
---En — í hamingju bænum
— hvað hefði getað komið fvrir
hann? Alan var enn gremjuleg-
ur.
— Hvernig ætti ég að vita það,
asninn þinn, byrjaði Mageie
reiðilega, en svo sliákkaði í henni.
— Eitthvað — hvað sem væri —
— Heyrðu — ef bú ert aó
hugsa um sivs. þá slenntu hvf.
Ff hann hefði lent í alvarlegu
slysi, bá værum vfð búin <að
frétta bað núna. Hann er með
vmislegt í veskinu sínu sem svn-
ir hver hann er. Bniöid og skil-
rfki með heimilisföngum og
símanúmerum. Þá fvrst er gert
veður út af manni, ef hann lend-
ir í slvsi. Nei, bsð kemur ekki
til mála.
— En ef veskinu hans hefði
verið stolið?
— Hvað þá? Og lent í slysii á
eftir? Það væri einum of mikið.
— Ef hann hefði misst minn-
áð? Mags;e fannst. þetta bjána-
legt um leið og hún var búin að
slepoa orðinu.
— Mér dettur enn betra í hug.
sagði Alan. — Ef hann hefur nú
tanEið glórunni og stendur nú á
götuhorni í Birkden eða Birm-
ingham og segist vera Jóhannes
skírari?
Maggie flissaði. Móðir beirra
sagði þeim að hætta bessari vH-
levsu. — Hlustaðu nú, Alan. Ef
við höfum ekkert heyrt frá hon-
um klukkan — segjum klukkan
tíu — bá verðurðu fð fara til
lögreglunnar. *
— Góða mamma, beir ségia
mér að ég sé að tefja þá. Ég
verð að athlægi.
— Jæia, mér stendur alveg á
sama bótt lögrealan hlæi að mér,
sagði Mc.iggi'e af meiri ákafa en
sannleiksást. — Ef bú vilt ekki
fara, bá geri ég það.
— Þeir taka meira mark á Al-
an, góða mín —
SKOTTA
Umboðssala
Tökum í umboðssölu notaðan kven-
herrafatnað.
og
Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.
Utsala — Kjarakaup
Úlpur — Kuldajakkar — Peysur — Buxur
Hvítar fermingarskyrtur — Skyrtupeysur
og margt fleira.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20171.
GOLDILOCKS pan-cleaner
pottasvampnr sem getur ekkl ryðgað
— Álmáttugur! Þetta er eins og að vera á hjólaskautum í
baðkeri!
IJTSALA - ÚTSALA
Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar-
innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið
fóð kaup.
AÐ SELJAST!
VERZLUN GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45.
Frá verkstjórnar-
námskeiðunum
9 1
Þriðja verkstjórnarnámskeiðið á þessum vetri
verður haldið sem hér segir:
Fyrri hluti 26. febr. — 9. marz
Síðari hluti 16. — 30. apríl.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá
Iðnaðarmálastofnun Islandg, Skipholti 37, sími
8-15-33 — 8-15-34.
Stjóm verkstjórnamámskeiðanna.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkor sjálf
Við sköpum. aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53 Kópavogi - Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla- ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32 sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun, bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf
Súðarvog) 14 - Sirm 30135