Þjóðviljinn - 15.02.1968, Side 10

Þjóðviljinn - 15.02.1968, Side 10
tð stÐA —mCx&mmmm SAKAMALASAGA Eftir i. B. PRiESTLEY 10 Hann kinkaði kolji, drakk síð- an dálítið te í viðbót og kveikti aftur í pípu sinni og notaði geysi- stóran gaskveikjara. Hann reykti og þagði góða stund og Maggie reyndi að hafa taumhald á ó- þolinmæði sinni. Loks: — Hverjir eru heima hjá yður? — Móðir mín. Og ég segi henni ekkert um þetta. Alan bróðir minn, sem er nokkrum árum eldri en ég, ókvæntur og kennir eðlisfræði við háskólann — í Hemtonshire á ég við. — Aha — snjall náungi? — Mjög snjall að mörgu leyti. Mesti auli að öðru leyti. Er eiginlega ekki orðinn fullorðinn. En auðvitað segi ég honum allt. Hann gæti orðið að miklu liði. — Vilduð þér kannski láta hainn um þetta? — Ég held nú síður. Hún var hneyksluð- — Auk þess hef ég meiri tíma aflögu. Hamn beið andartak. — Þótt faðir yðar sé einhvern veginn flæktur í þetta Noreenar Wilks mál, þá er ekki þar með sagt að þér þurfið að verða það — Nei, hlustið nú á mig, Maggie. Þér eigið enn kost á að velja. Annaðhvort farið þér heim og reynið að gleyma öllu um Nor- een — og mig. Eða — þér hjálp- ið mér s<ð komast að því hvað órðið hefur um hana — í þeirri von að við komumst að því hvar faðir yðar er niðurkominn og hvað hann er að gera. Þótt bwgsamar stktas, þwf að tbaam satnr. Bzzz- Hsmn íert á Salt lækni. m M EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Smurt brauð Snittur VIÐ ÓÐINSTORG Sími 20-4-90. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA i Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. ég geti ekki sannað það, þá er ég sannfærður um að þama er samband á_ milli. Og mér veitir sannarlega ekki af hjálp, bæði frá yður og bróður yðar. — Þá er það ákveðið, sagði hún óþolinmóðlega. — Ekki alveg. Við ,þurfum ef til vill að taka lokið af Birkdenborg. Og það sem við finnum, kanif að vera miður geðslegt. Það gæti jafnvel verið hættulegt. — Salt læknir, ég er vonsvik- in- Ég hélt ekk'i að þér væruð maður sem gerir úlfalda úr mý- flugu — — Það var alveg rétt hjá yð- ur. — Við erum í Birkden, ekki í Chicago eða New York — — Þér eruð langt á eftir tím- anum, Maggie. Nú eruð þér í fjarlægri útborg New York og Chipago. Og ég er alls ekki að vkja. Ég geri það aldrei. Ég hef verið he<milislæknir í sjö ár hér í Birkden. Ég veit hvað gengur fyrir sig hér. En ég veit ekki allt. Ekki nóg. Og nú brýndi hann raustina svt> mjög að Maggie hrökk við og hún sagði enn einu sinni við sjálfa sig, að þetta væri kyndugur mað- ur. — Og nú þarf ég að hitta mann, og ef þér ætlið'að hjálpa mér, þá gæti verið fróðlegt fyr- ir yður að koma með mér. Ég ætla að hringia og ganga úr skugsa urn að ég nái í hann. — Ég skal taka fram s*f borð- inu á meðan. Og þegar hún kom fram í eldhúsið, varð hún undr- andi enn á ný. 1 stað þess að vera ein benda af óhreinum diskum og hnífapörum, mygl- uðum og súrum matarleifum, va<r eldhúsið hreinna og, snyrtilegra en eldhúsið þeirra heima. Hún flýtti sér að þvo upp og þurrka teáhöld’n. — Hann er við. Við skulum koma. Hann var svo stuttur f spuna, að henni flau^ í hug að hönum væri lítið um að hún væri að þvælast í eldhúsinu. Skyldu karlmenn hugsa þannig? Hún gekk út og braut heilann um þetfa. Hann var svo sem ósköp mikill læknir, en þó'var hann ólíkur öllum þeim lækn- um sem hún hafði nokkurn tíma hitt. Meðan hún beið eftir því að hann læsti, tók hún eftJ ir spjaldinu, sem hann hafði fest á hurðina: L. H. Salt. — Hvað merkja stáfirnir L og H? spurði hún þegar þau gengu að bílnum. — Lionel Humphrey, sagði hann hrjúfri röddu. — Og gleym- ið því á stundinni. Kallið mig Salt þegar þér verðið leiðar á læknistitlinum. — Alit í <lagi, Salt, sagði hún, dálítið of innilegai til að leyna taugaóstyrk sínum. Hann brosti ekki en^ virtist ekkert móðgaður heldur. Senni- lega stóð honum alveg á sama hvað hún — eða nokkur annar — kallaði hann. Hann virtist undarleg blanda — aðra stund- ina syfjulegur, óbrotinn og ósköp indæll — hina harður og tillits- laus- Annaðhvort var hann of nfðursokkinn í aksturinn eða þegjandi, svo aið hún hafði næg- an tíma til að brjóta heilann um hann, meðan þau óku eftir ótal hliðargötum, fóru framhjá miðborginni og komu loks í borgarhluta sem var henni fram- andi. Það var ótólegt og rytju- legt hvérfi; það var eins og flest húsin biðu þess að verða rifin. Fjórði kafli. Salt læknir stöðvaði bílinn rétt hjá lokuðum inngangi með neonljósi yfir, sem ekki var búið að kveikja á og á stóð Buzzy. Þegar þau komu út fann hann mjóar dyr skammt frá aðalinn- ganginum og hann gekk á und- an upp hrörlegan timburstiga. Efst uppi var eins konar skrif- stofa, ekki stærri en veggskáp- ur. 1 henni sat magur unglingur með' gleraugu en ábúðarfullur á svip, eins konar eldri útgáfa af Reg Morgan. — Að hittai herra Duffield? spurði hann kurteis- lega. — Á hann von á yður? — Já, ég er Salt lækmr. — Auðvitað — þér hringduð. Þessa leið, gerið þér svo vel. Herbergið fyrir innan var ögr\ stærra, en svo miótt að það var eins og gangur. Á .því var eng- inn gluggi sem vissi út — þrjár st’erkar pefur með grænum ljós- hlífum héngu niður úr loftinu — en eftir endilöngum vinstri veggnum var glerrúða, og við vegeinn á móti stóð mjög langt borð, hlaðið vindlakössum, glös- um, diskum, risastóru svínslæri og osti, tveim vösum með ryk- ugum gerviblómum, grænum síma og rauðum síma og hlaða af síma- skrám. Maggie sá þetta allt sam- an, vegna þess að þau burftu að bíða stundarkorn eftir herra Duffield, sem kom síðan inn og var að þurrka sér um andlit og bendur á stóru bleiku hand- klagði og hann kom inn um dvr í hmum enda herbergfsins. j Hann var feitur. og sver og sköllóttur með geysistórt and- lit með helztu andlitsdráttum í bendu í miðjunni. — Hæ. Buzzy, sagði Salt lækn- ir. — Ungfrú Maggie Culworth — herra Buzzy Duff’eld. — Gleður mig að kýnnast yð- ur, ungfrú Culworth. Duffield var búinn að losa sig við hand- klæðið t>g nú tók hann í hönd hennar: henni fannst eins og hún væri með hönd’'na innaní kjötstykki. — Gleður mig. Mik- ill heiður. Bzzz. Og ef hann lagði í vana sinn að gefa frá sér þetta býflugnasuð án afláts, bá var ekki að undra þótt hann væri kallaður Buzzy. Nú var hann s<ð taka i höndina á Salt l.ækni. — Læknir, það er stór- kosílegt að sjá þig. Dýrlegt — dýrlegt. Hann sneri sér að Maggie. — Þori að veðja að hann hefur ekki sagt yður hvað hann gerði fyrir bróður minn- Bjargaði lífi hans þegar ha<nn var á grafarbakkanum. Er nú í Ástralíu — stálsleginn og sprækur — en hundleiðist. Aldrei ánægður, — svona er Arthur. Bzzz. Hann Salt hérna gæti skor- ið þá alla niðrjr við trog ef honum sýndist svo, ungfrú Cul- worth — Ég kalla yður ungfrú Culworth, skiljið þér — þér eruð dálítil dama — en þér skuluð kalla mig Buzzy — lofið mér því — — Allt í lagi, Buzzy. — En það eru svo sem eng- in forrétt’ndi. Þessi bær er full- ur af lúsablesum sem ég gef skít fyrir sem kalla mig Buzzy — þegar ég er ekki viðstadd- — Fyrst þú ert hingatð kominn, læknir, þá ætla ég að segja þér dálítið. Þegar ég bauð þér í stóran og fínan franskan mið- degisverð á Queen — hvað sem þú vildir — þú Veizt, rétt áður en ég sendi Arthur af stað til Ástralíu — og þú afþakkaður það — þá sárnaði mér — svei mér þá, mér sárnaði óskaplega. Bzzz. — Ég hafði svo mikið að gera, Buzzy. Var í sjúkravitjun- um alla daga og hálfar næturn- ar. Mig langaði bara til að hvíla m;g þegar ég átti frí. — Það má geta nærri, geta nærri. Jæja — hvað eigum við að drekka? Ungfrú Culworth? / — Er það ekki fullsnemmt? Jæja annars — gin og tonic, þakka yður fjAir, Buzzy. — Ef það á að vera eitthvað meira spennandi, þá er ekki ann- að ,en nefna það. Ég á allt. Læknir? — ögn af skota, þakk, Buzzy. Sæmilega útilátinn ef hann er góður. — Bezta sort — tvítugur. Eins og móðurmjólk — ef þú ert iæddur tígrisdýr. Heyrðu, Doxi, af hverju færðu þé ekki sjálf- ur, meðan ég blanda handa ung- frú Culworth? Hérna megin, ef þú v;lt gera svt> vel. Þú getur gefið mér annan um leið. Bzzz. Svo að þú ert að yfirgefa stað- inn, Doxi. Það þykir mörgum súrt, í broti. — Ekki mörgum. Fáeinum, að- e;ns fáeinum, Buzzy. ’ — Satt segirðu. Auðvitað að- 'eins fáeinum. Satt er orðið. Flest- ir tækju ekki eftir því þótt spýtukarl mældi í þeim hitann. Þeir eru sjálfir ekki annað en bölvaðir spýtukarlar. Bzzz. Hér kemur ginið yður, ungfrú Cul- worth, og þér verið að fyrirgefa þótt orðbragð!ð h.iá mérséstund- um dálftið safaríkt — — Buzzy, ég vann í fimm ár hjá verðbréfasala í City. Þar var nú tekið upp í sig. En segið mér — hvers vegna er þessi undarlegi inmgluggi, héma á veggnum? — Til þess að ég geti séð hvað er að gerast í klúbbnum mínum. Dansgólfið er hérna fyrir neðan- Ef eitthvað fer úr skorð- um — þá get ég " fylgzt með því. Bzzz. Lítið inn emhvern tíma að kvöldlagi — hvaða kvöld serr er nema sunnudagskvöld — þegar allt er uppljómað þarna inni og þá er hægt að horfa gegnum gluggann á bullandi hringiðu. Hef annan sál hinum megin — sex einarma þrjótar — ein Ýúlletta og pronpon borð. Engin fínheit hér, þér skiljið. Fólkið ekki nógu múrað í borg af þessari stærð. Ekki einu sinni vínveitingaleyfi, þótt sítrónusaf- inn okkar hafi stundum sömu áhrif og einhver hefði hellt gini saman við hann. En spyrjið mig ekki hvernig á því stendur. Ég er bara Buzzy gamli, sem fékk ekkert vínveitingaleyfi. , Allt í lagi, Winston litli, hvað vilt þú? Snyrtilegi ungi maðurinn með gleraugun var kominn í gættina. — Þar er Charlie, herra Duf- field. 1 símanum — frú Nort- hampton. Hann var líka snyrti- legur í röddinni. — Á ég að gefa honum sambahd? — Nei, hvað vill hann? — Hann er með áttatíu og fimm transistora. Japanska. Hann segist láta þá á fjórtán stykkið. — Ekki handa mér, Winston litli. Það er víst auðvelt að brenna sig á þeim. Segðu Charlie að hafa sig hægan. Bzzz. — Já, herra Duffield. Dyrnar lokuðust. SKOTTA Umboðssa/a Tökum í umboðssölu notaðan kven- og herrafatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. CHERRY BLOSSOM-skó áburðnr: Glansar betnr« endist betnr ) King Feature. SynJie.le, Inc.. 1966. World righU te.ctv, — Þú átt greinflega eftir að læra ýrnislegt Donni. T. d. það að þú ert ekki lengur sjálfs þíns herra þegar þú ert trúlofaður.... ÚTSALA -- ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45 Útsa/a —Ki 'art vkaup 1 Úlpur —- Kuldajakkar — Hvítar fermingarskyrtur og margt fleira. Ó. L. Laugavegi 7' Sími 20171. Peysur — Buxur — Skyrtupeysur 1 4 BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145. i * Látið sfilla bílinn Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. —— ■■ I !■ Il ,111 ' ^ . Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límuni á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.