Þjóðviljinn - 23.02.1968, Page 3

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Page 3
Föstudagur 23. febrúar 1968 — ÞJÓÐVTLJTNN — SlÐA 3 Hátíðafundur tékkneska kommunistaf lokksins Dubeck hvetur til lýðræðis- legri stjórnarhátta í landinu PRAG 22/2 — Hinn nýkjörni leiðtogi tékkóslóvakiska kommúnistaflokksins, Alexander Dubcek, lofaði því í dag, að öllum löndum hans sem urðu fyrir ranglæti á síðustu árum stalínstíma yrði veitt uppreisn æru. Flokksmálgagn- ið, Rude Pravo, hvetur til „miskunnarlausrar skilgreining- ar“, sem leiði til óttalausrar umræðu um hvert vandamál. Þótt langt sé um liðið síðan Krústjoff hélt fræga ræðu sína um Stalín hefur „uppreisn æru“ fram til þessa verið viðkvæmt vandamál í Tékkóslóvakíu. Um- imæli Dubceks, sem ásamt öðrum yngri endurnýjunarmönnum viku Novotní forseta úr aðstöðu flokksforingja í fyrra mánuði, komu fram í ræðu, sem hann hélt í tilefni þess, að 20 ár eru liðin síðan kommúnistar og bandamenn þeirra tóku völd í Tékkóslóvakíu. Dubcek sagði, að flokksforingjar hefðu gert sig seka um margar yfirsjónir um og eftir 1950 og hefðu bæði kommúnistar og aðrir orðið fyr- ir afskrænningu á sósíalísku rétt- arfari. Fyrir þetta verður að bæta skilyrðislaust bæði á veg- um flokks og ríkis, sagði hann. Dufocek sagði og að á næsta þingi kommúnistaflokksins yrði lögð fram starfsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir hinu nýja hlutverki flokksins. Hér eftir á flokkurinn aðeins að leggja meg- únlínur í stjómmálum og láta ríkisstjómina að öllu leyti um framkvæmdavaldið. Prófessor Ota Sik, sem hefur unnið að mjög róttækum hag- fræðilegum umbótum, sagði í viðtali við Pragútvarpið, að „stei,ngervíngar“ í flokknum hefðu í mörg ár þjarmað að honum og bannað honum að ræða um efnahagsmál á flokksfund- um. Hann sagði það hlyti nú að vera hlutverk „okkar, að ryðja burt röngum starfsaðferðum og efla lýðræðislega kappræðu“. f leiðara í flokksblaðinu er hvatt til „tillitslausrar skilgrein- ingar“ i þeim tilgangi að skapa aðstæður þar sem menp láti í Ijós skoðanir sinar á hverju vandamáli fullkomlega óttalaust. Fulltrúar sex erlendra komm- únistaflokka voru viðstaddir há- tíðafund þann sem Dubcekflutti ræðu sína fyrir. Meðal þeirra var Brézjnéf, formaður sovézka kommúnistaflokksins, sem' flutti kveðjur flokks síns og hvatti til einingar kommúnistaflokka. Fagerholm aftur forsætisráðhcrra 4 Finnlands? HELSINKI 22/2 — Allt bendir tit þess að Karl August Fager- holm fyrrum forsætisráðherra, taki við því embætti aftur, í nýrri finnskri samsteypustjórn, Sem að líkindum verður mynd- uð eftir nokkrar vikur. Núverandi forsætisráðherra, Rafael Paasio, hefur færzt und- an því að sitja áfram og -ber fyrir önnum sinum sem formanns Sósíaldemókrataflokksins. Edokks- stjórn sósíaldemókrata hefurþeg- ar gefið Fagerholm umboð til starfans. Hann hefur setið þing síðan 1930 og tvisvar verið for- sætisráðherra. Stjómina mynda Miðflokkurinn og vinstriflokk- amir þrír. Fagerholm, sem nú er í leyfi, hefur sagt að hann sæktist ekki eftir þeim starfa sem honum nú er boðinn. Danir búa til nýtt fæðuefni úr síld KAUPMANNAHÖFN 22/2 Rann- sóknarstofnun danska fiskiðnað- arins hefur tekizt að búa til eggjahvíturíkt fljótandi efni úr síld, sem talið er að geti komið að góðu haldi við að sjá Jiróun- arlöndunum fyrir eggjahvíturíkvi fæðu. Málgagn danskra verkfræðinga segir að þessi nýja vara hafi sama næringargildi og fiskimjöl en marga kosti framyfir það, og bendir á að fiskimjöl hafi tak- Ný sókn hafin að Saigon: Aldrei meira mann- faii Bandaríkjahers SAIGON 22/2 — Enn er barizt af hörku í Hue en bandaríska herliðið þar hefur fengið skipun um að taka þessa fomu höfuðborg Vietnams hvað sem það kosti. Mannfall í Bandaríkjaher hefur aldrei verið meira en síðustu daga og talið er að um 20 þúsund hermenn þjóðfrelsishersins stefni nú að Saigon til nýrra áhlaupa. ý Samkvæmt upplýsingum yfir- herstjómar Bandaríkjahers. féllu 543 Bandaríkjamenn í síðustu iviku og þar með hafa 18.239 bandarískir hermenn fallið í S- Vietnam síðan í ársbyrjun 1961. Í552 hafa fallið síðan Þjóðfrels- isherinn hóf sókn sína í janúar- lok og 7616 hafa særzt. Sömu heimildir segja 37.515 þjóðfrels- ishermenn fallna á þessum tíma. En í síðasta .hefti af bandaríska vikuritinu Newsweek segir, að endurskoða beri tölur um mann- fall hjá andstæðingunum — 7000 væri nærri réttu en 30 þúsund vegna þess, að með væri talið fólk sem hefur á einhvern hátt aðstoðað skæruliða. Bandaríkjamenn telja sig hafa fregnir um að 20 þús. hermenn Þjóðfrelsishreyfingarinnar sæki að Saigon og búa þeir nú til varnarhring um borgina og vona að sér takist að láta þetta lið ekki sleppa óséð til höfuðborgar- innar. Barizt var af hörku í Hue í dag, og segjast Bandaríkjamenn hafa tekið tum einn í suðaust- urhluta virkis þess sem þjóð- dögum eftir að þeir náðu veru- legum hluta borgarinnar Bandarískar flugvélar gerðu í dag loftárás á, útvarpsstöðina í Hanoi en vita ekki hvort sprengj- ur þeirra hæfðu vegna slæms skyggnis. Hitt er víst að útvarp- að var til bandarískra hermanna frá Hanoi í kvöld sem ekkert hefði í skorizt. í gær átti Ú Þant, aðalritari S.Þ., viðræður við Johnson for- seta um íriðarviðleitni sína í Vietnam. Ú Þant telur f þessar viðræður hafa verið nytsamleg- ar, en margt þykir benda til jjess, að hann hafi orðið íyrir vonbrigðum með ósveigjanlega afstöðu Johnsons, sem setti íram enn einu sinni svonefnda „San Antonio-formúlu" fyrir viðræð- um við stjórn Norður-Vietnams. Aðrir benda á að Johnson hafi til þessa sýnt Ú Þant kulda, gott ef ekki fjandskap, en nú tekið miklu betur málflutningi háns en áður, og sé þarna að kom- ast á þýðingarmikið samband milli Washington og Hanoi, en Ú Þant' hefúr rætt við fulltrúa Hanoistjórnar.innar í Frakklandi Pólitískl sam- særi í Alsír ALSÍR 22/2 — Alsírsk yfirvöld hafa afhjúpað samsæri um að myrða Kaih Ahmed, leiðtoga stjómarflokksins PNL. Fjórir menn voru handteknir og hafa þeir að sögn játað að hafa unn- ið fyrir erlent hagsmunafé og fyrir Belkacem Krim, sem var framarlega í sjálfstæðishreyf- ingu Alsírs á sínum tíma, en býr nú í Frakklandi og stjórnar hópi manna sem andvigur er stjóm Boumedienne forseta. Sprengjukast á scndiráð Rússa í Washington WASHINGTON 22/2 — í gær var sprengju kastað að sovézku sendiráðsbyggingunni í Wash- ington og kom stórt gat á fram- hlið hennar en enginn slasaðist. Talsmaður sendiráðsins sagði í dag, að eftir tilræðið hefði verið hringt hvað eftir annað í sendi- ráðið og hótað nýju sprengju- kasti. Þetta er i fyrsta sinn að sprengju er varpað að sendiráð- inu og segir Tass-fréttastofan, að þessi atburður sé eftir öllu að dæma árangur af sívaxandi and- kommúnískri móðursýki, sem viss öfl í Bandaríkjunum hvetja íil. markað notagildi af þeim sök- um að ekki er hægt að leysa það upp í vatni. Yfirmaður ramnsóknarstofnun- arinnar, Poul Hansen, segir, að til að hægt verði að hefja fram- leiðslu á þessu efni í stórum stíl verði að meðhöndla hráefnið betur en til þessa um borð í fiskiskipunum. Venjulega erekki hægt að nota svonefhdan vininslu- fisk til framleiðslu á afurðum sem ætlaðar eru til 'manneldis. Iþróttamenii í heiSirsfylkingi PÁRÍS .21/2 — De Gaulle for- seti veitti í dag þrem frönskum íþróttamönnum æðstu heiðurs- merki landsins, Heiðursfylking- arorðuna, fyrir frammistöðu þeirra á ólympíuléikjunum í Grenoble. Þau eru: Jean-Claude Killy, sem hlaut þrenn gullverð- l^un, Marielle Goitschel sem hlaut gullverðlaun í svigi kvenna og Annie Famose, sem hlaut silf- urverðlaun í stórsvigi og brons í svigi. VESTUR-BERLÍN 22/2 — Ó- þekktur maður brauzt inn í barnaheimili í Vestur-Berlín í nótt og myrti með hnífi fimm ára gamlan dreng og roskna fóstru og særði tvær fimmtán ára gamlar stúlkur. Maðurinn hafði brotizt inn um glugga. Morðingi tefiir skrýtna skák með 10 gíslum við fögreglu frelsishermegn verjast nú í, 23 og Nýju Dehli nýlega. TOKÍÓ 22/2 — Kóreumaður einn, Kim Hui Hyo.að nafni, hefurnú í tvo dagia teflt einkennilega skák við lögregluna í litlumjap- önslkum sveitabæ. Eftir að hann skaut tvo menn til bana í næt- urklúbb í bænum Shimuzubjóst hann, til varnar í veitingahúsi einu og heldur þar 10 gíslum föngnum, en kona veitinga- mannsins og þrjú böm hafa sloppið. Kóreumaðurinn er vél vopn- aður. Hann hefur riffil meðkíki og 1200 skot, 130 dínamithleðsl- ur og blásýrutúpu. Hann hélt blaðamannafund í dag og til- kynnti að hann mundi drepa sjálfan sig og alla gislana eflög- rcglan bæði hann ekki afsökun- ar á illri meðferð sem húnhefði beitt hann frá barnsaldri fyrir að harnn er Kóreumaður og ját- aði að hann hefði haft rétt til að drepa mennina tvo í nætur- klúbbnum af því að ,,hann fékk ekki peninga sína aftur“. Um 200 lögreglumenn umkringja húsið. Kim hefur á sér miklar birgð- ir af benzdrintöflum, sem hann étur til að halda sér vakandi- Neyddi flugvé! til að lenda á Kúbu HAVANA 22/2 — 29 ára gam- all Bandaríkjamaður, Lawrence Rhodes, neyddi í gær flugmenn stórrar bandarískrar þarþegaflug- vélar til að breyta um stefnu og lenda á Kúbu. Hann hefur nú beðið um hæli þar sem póli- tískur flóttamaður. Flugvélin var á leið frá Chic- ago til Florida, þegar maðurinn neyddi flugmennina til að breyta um stefnu með skammbyssu. Farþegamir fengu aukreitis þriggja tíma dvöl á Kúbu og virtust hinir ánægðustu yfir til- breytingunni. í vélinni voru 101 farþegi og 7 manna áhöfn. Flug- vélin flaug- síðan til Miami en Rhodes varð eftir. Númsstöður I Landspítalanum eru lausar 2 stöður fyrir hjúkr- unarkonur, ■ sem hafa áhuga á framhaldsnámi í svæfingum. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- kona Landspítalans. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrif- stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. marz næstkomandi. Reyk'javík, 22. febrúar 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. Verkakvenncfékgið Framsékn Aðalfundur félagsins verður sunnudaginn 25. febrú- ar í Tjámarbæ kl. 2.30 e.h. FUND AREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atvinnu- og kjaramál. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjómin. ' Tilkynning frá Stofn- lánadeild landbánaðarins \ Umsóknir um lán úr Stofnlánadeild land- búnaðarins til kaupa á dráttarvélum á yfir- standandi ári skulu hafa borizt bankanum fyrir 1. apríl næstkomandi. Umsókn skal fylgja innkaupareikningur svo og veðbókarvottorð. Umsóknir frá síðastliðnu ári, sem ekki fengu afgreiðslu, ber að endurnýja fyrir 1. apríl næstkomandi. Reykjavík, 22. febrúar 1968 Stofnlánadeild landbúnaðarins. Búnaðarbanki íslands. AUSTURBORG Opnum í dag vörumarkað að BÚÐAGERÐI 10 ☆ ☆ ☆ # „ Úrval af Niðursuðuvörum — Pakkavörum Leikföngum og fleiru við ótrúlega lágu verði. AUSTURBORG Búðagerði 10. 4 k.r.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.