Þjóðviljinn - 03.03.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1968, Blaðsíða 3
Sunmidiagiur S. marz 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 kvlkmyndlp HÆÐIN - Sidney Lumet HÆÐIN. — Sean Connery. Myndin gerist í brezku her- fangelsi í Norður-Afríku. Þar dveljast nokkur hundruð her- menn undir afar ströngum aga, sem á að mlða að því að gera þá að hlýðnum og dugandi hermönnum. f miðjum fanga- búðunum rís hæðin sem gerð er úr sandi, grjóti og svita fanganna. í steikjandi sólar- hitanum eru þeir reknir klyfj- aðir á brattann þar til þeir eru að örmagnast. Yfirmenn fangelsisins stjóma eftir göml- um og úreltum reglum, þeir eru flestir ofstækisfullir og ýmist haldnir kvalalosta ellegar kyn- ferðislega truflaðir og er með- ferðin á föngunum ef-tir þvi. Ekki skal efnið rakið nánar en myndin er afburðavel gerð á flestan hátt og grípur áhorf- andann sterkum tökum, þótt stundum eigi maður bágt með að trúa að hermenn séu látn- ir sæta slikri meðferð i her- fangelsum síns eigin lands. Sean Connery leikur fyrrver- andi undirforingja sem hafði neitað að láta hermenn sína berjast og var því sendur í fangelsi. Hann hefur þar árang- urslausa baráttu fyrir bættum aðbúnaði fanganna. Harry Andrews leikur fangelsisstjór- ann, Sir Michael Redgrave fangelsislækninn. en í öðrum hlutverkum eru m.a. Ian Bann- en, Alfred Lynch og blökku- maðurinn Ossie Davis en leik- ur hans er með því albezta í myndinni. Þegar hann rífur hermannabúning sinn í tætlur. neitar að hlýðnast skipunum. segist vera hættur í hemum. gengur á fund yfirfangabúða- stjóra á nærbuxum einum klæða, leggst þar útaf og lætur fara vel um sig reykjandi vindla yfirmannsins, þá fer svo að áhorfendur gráta af hlátri enda þótt þetta sé á einni mestu alvörustund myndarinn- ar, svo meistaralega var hér að farið. Eins og nærri má geta vakti myndin, sem tekin var á Spáni, mikinn úlfaþyt í Bretlandi. Þótti sumum það algjört hneyksli er hún var valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes ásamt tveim öðrum brezkum myndum, The Knack og The Ipcress File. En á há- tíðinni fékk The Hill verðlaun fyrir bezta kvikmyndahandrit- ið. Sýningum myndarinnar fer nú að fækka í Gamla Bíói og vil ég eindregið minna menn á að láta hana ekki fram hjá sér fara. Sidney Lumet Leíkstjórinn Sidney Lumct er einkum þekktur hérlendis fyrir mynd sína The Pawnbrok- er (Veðlánarinn) sem Laugar- ásbíó sýndi, en þó hafa flestar myndir hans verið sýndar hér. Sidney Lumet er Bandarikja- maður fæddur 1925. Á bams- aldri lék hann í mörgum leik- ritum á Broadway en gerðist síðan leikstjóri. Þá réðst hann til sjónvarpsins og starfaði þar fjölda ára m.a. með John Frankenheímer. Fyrstu kvik- mynd sína Twelve Angry Men gerir Lumet 1957. Hún fjallar um kviðdómanda sem trúir á sakleysi drengs sem ákærður er fyrir föðurmorð. Hann reyn- ir að sannfæra 'hina meðlimi kviðdómsins um sakleysi drengsins. Strax með þessari mynd tók hann upp þá aðferð sem ham% hefur haldið æ síð- an: að æfa leikarana í hlut- verkunum eins og um leikrit væri að ræða a.m.k. tvær vik- ur áður en myndatakan hefst. Merkur ferill 1958 gerir hann Stage Struck um stúlkuna sem reyn- ir að komast á sviðið á Broad- way sannfærð um leiklistar- hæfileíka sína. 1959: That Kind of Woman með Sophiu Loren í hlutverki auðugrar frúar sem verður áslfangin af ungum her- manni. 1960 kemur myndin The Fugitive Kind byggð á leikriti Tennessee Williams, Orpheus Descending, með Marlon Brando og Önnu Magnani. 1961: A View From the Bridge (Horft af brúnni) eftir leikriti Arthurs Miller. 1962 gerir Lumet enn kvikmynd eftir leikriti, Long Day’s Journey Into Night eftir O’Neill, með Katharine Hep- bum og Ralph Richardson i aðalhlutverkunum. Lumet hef- ur sagt að þetta sé eina mynd- in sem hann er ánægður með. 1963: Fail-Safe fjallar um kjaimorkustríð sem fer af stað vegna tæknilegra mistaka, 1964 kemur Veðlánarinn sem flest- ir telja hans beztu mynd til þessa. 1965: The Hill og 1966 The Group sem gerð er eftir hinni frægu sögu Mary Mc Carthy sem komið hefur út á íslenzku og nefndist Klikan. Hún fjallar um átta bandarísk- ar stúlkur og andstætt The Hill þar sem eingöngu koma fram karlmenn er nú kvenfólkið hér í miklum meiriihluta. Nýjasta UL YSSES - ULYSSES (1967) Leikstjóri: Josepli Strick. — Fáar kvikmyndir síð- ari ára hafa valdið jafnmiklum dcilum og 'UIysses, sem gerð er eftir samnefndri siigu Jamcs Joyce. Meistaraverk sögðu sumir, gnðlast og klám sögðu aðrir. Margir telja ókleift að kvikmynda söguna, aðrir telja það hafa tekizt með ágætum. Eftir miklar deilur var leyft að sýna hana óklippta í Bretlandi, en allt fjaðra- fokið magnaði aðsóknina svo, að hún hefur verið sýnd 4 8 mán. í sama kvikmyndahúsinu í London. Á Nýja-Sjálandi var myndin bönnuð yngra fólki en 18 ára og það skilyrði sett, að kvikmynda- hús þar sem starfsmenn væru allir karlkyns sýndi fyrii karlmenn eingöngu, og annað kvikmyndahús þar sem aðeins væru ikonur við störf sýndi konum myndina. Eitt hefur óneitanlega unnizt með myndinni, en það er stóraukinn áhugi fyrir lestri hlnnar frægu bókar Joyce. DR. FA USTUS DR. FAUSTUS. — Richard Burton 1 aðalhlutverkinu. mestu tekin í London og þykir Lumet takast vel að ná hinu sanna Lundúnarandrúmslofti með mjög vandaðri litkvik- myndtm. | í New York Lumet hefur aldrei starfað í Hollywood utan einu sinni er hann vann þar að Horft af brúnni. Hann hefur gert flest- ar myndir sínar í New York eins og annar merkur bandarísk- u,r leikstjóri, Elia Kazan, Sg um tíma unnu þar ekki aðrir at- vinnukvikmyndastjórar en þeir tveir þótt fjöldi áhugamanna væri gífurlegur. Þetta er nú að breytast og á allra síðustu árum hafa komið þax fram mjög athyglisverðir kvikmynda- höfundar sem gera myndir eft- ir sínum eigin listrænu kröf- um, en eru ekki bundnir á klafa miljónafyrirtækja skemmtana- iðnaðarins. Þ. S. mynd Lumet The Deadly Af- fair (1967) fékk yfirleitt mjög góða dóma erlendra gagnrýn- enda. Þetta er njósnamynd gerð eftir sögunni Call for the Dead eftir John Le Carre höfund „Njósnarans, sem kom inn úr kuldanum”. Myndin er að HÆÐIN. — Sean Connery og Harry Andrews Nýlega var lokið við gerð myndarinnar Dr. Faustus. Hún er gerð eftir leikriti enska skáldsins Christopher Marlowe (1564—1593), en það mun vera elzta leikritsgerð á sögunni um Faust. Af öllum þeim fjölda leikrita sem skrifuð hafa ver- ið um Faust er þó leikrit Goethe langmerkast. Richard Burton leikur Faust, en hann stjómar einnig mynd- inni ásamt Oxford-prófessom- um Nevill Coghill. Árið 1966 léku Burtons-hjónin i þessu leikriti með leiklistarfélagi Ox- ford-háskóla, og öfluðu þannig 17.000 sterlingspunda í sjóð háskólaleikhússins. Þau ákváðu að kvikmynda leikritið og Burt- on lagði fram byrjumarfjár- magn. Kvikmyndað var í kvik- myndaveri í Róm. Burton og Taylor þáðu engin laun fyrir, aðrir leikarar eru 48 Oxford- stúdentar, en hagnaður af myndinni mun renna til há- skólaleikhússins. Eitt aðalvanda- mál Burtons var, að meirihluti leikaranna hafði aldrei áður . lei'kið í kvikmynd og þjáðust sumir af „myndavcla-skrekk“. Eitt sinn er tveir stúdemtar voru að lefba erfitt atriði með Burton tóku þeir að skjálfa þegiar myndavélin fór að snú- ast. Þá sagði Burton: „Þið hald- ið ef til vill að ég sé alltaf ró- legur þegar ég er að leika. En þótt ég sýnist rór þá slít ég þrennum sokkum á dag með því að núa tánum ósjálfrátt saman. Þegar Ivor bróðir minn sá mig í fyrsta sinn leika i Old Vic leikhúsinu hélt ég að hann myndi hrósa mér fyrir góða frammistöðu. í stað þess sagði hann „Drengur, ætlarðu aldrei að stilla á þér tæmar“. Síðan hef ég aldrei leikið í bandaskóm". Og Burton hefur kennt þeim hin mörgu frávik sem eru á kvikmyndaleik og sviðsleik. „Þetta hefur ekki verið erfitt þótt þau séu byrjendur, reynd- ar þvert á móti“, saigði Burton. „Þau eru svo áhugasöm og svo vel gáfum gædd, að ég er mjög ánægður með allt“. í byrjun myndarinnar er Faust sextugur og tók það larng- an tima að skapa Burton þetta gervi (sjá mynd), en hann hef- ur ekki oft leikið svo gamlan mann. En Faust gerir samning Elizabcth Taylor í Dr. Faustus við Djöfulinn og verður brátt 24 ára og það þóttá Burton ekki erfitt hlutskipti. (Endursagt úr tímaritinu Films and Filming.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.