Þjóðviljinn - 31.03.1968, Síða 10
ro StoA — KrÖíd'VjiisjJENTí —• Sunnudagor ffl. marrr. £968.
SAKAMÁLASAGA
36
Derek. Og við sleppum ölltom
þvættirigi um slys. Hann skaut
sig. I>ér vitið það, ég veit það,
aJlir vita það. Og haron flnamdi
sjálfsmorð snemma morguns hinn
13. sepember, eftir kvöld hins
12., þegar Noreen Wilks hvarf.
Hann þagnaði, leit í kringum
sig og bsetti síðan við: — Ég
held við hefðum öll gott af því
að fá okkur drykk. Yfirlögreg'lu-
þjónn, þetta er orðinn langur
dagur hjá yður og í rauninni
eruð þér ekki lengur á vakt,
fremur en þér viljiö, meðan þér
hlustið á mig gera úlfalda úr
mýflugu. Hvemig væri að fá sér
whiskýlögg? Stúlkur — sýnið
þegnskap og stjanið viðörþreytta
menn.
— Hamingjan góða — sá veit
hvað hann vill, sagði Jill þegar
hún og Maggie voru á leiðdnni
fram í eldhús.
— Ég er búin að láta hann
heyra það, sagði Maggie.
Alan taldist til örþreyttu karl-
mannanna sem átti að stjana
við, og nú ’ var eins og honum
fyndist hann hafa þagað of lengi
Pg hann ávarpaði yfirlögreglu-
þjóninn. — Mig langaði bara til
UMFERÐAR-
TAKMÖRKUN
KL. 0300-0700
EFNI
SMÁVORUR
VI TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. hæð (lyfta)
Símí 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
Eftir
J. B. PRIESTLEY
I að segja eitt. Ég hef verið að
hugsa — og oftar en einu sánni
; — að Salt læknir hlyti að fara
j með fleipur. En fram að þessu
I hefur hann alltaf haft rétt fyrir
sér. Mér er meinilla við að þurfa
: að viðurkenna þetta, því að ég
j v,:l gjarnan trúa þvi að ég sé
eins greindur og hann, en hann
er fljótari að hugsa en ég —
— Við erum bara hvor á sínu
sviði, Alan, sagði Salt læknir.
— En ég þakka þér fyrir vitnis-
burðinn.
— Ég skal játa að hann gerði
mig dálítið skömmustulegan í
kvöld, sagði Hurst. — Ég á við
í sambandi við þessa Comdon
Bridge históríu. En fyrr eðasíð-
ar, ef hann heldur áfram með
þetta Noreen Wilks mál, þá
verður hann að seilast inn á
mitt verksvið — þar sem hann
á ekki heima — þar sem byggt
er á raunverulegum sönnunar-
gögnum — og þá skulum við
sjá hver hefur rétt fyrir sér og
hver ekki. Með allri virðingu,
læknir.
— Já, en gleymið því ekki,
yfirlögregluþjónn, að ég er ekki
að reyna að koma neinum á
ákærendabekkinn — það er í yð-
ar verkaihring — ég er bara að
reyna að komast að þvi, sjálfs
mín vegna, áður en ég fer frá
Birkden, hvað kom í raun og
veru fyrir Noreen Wilks. Það
er allt og sumt.
— Hér kem ég að brynna
ykkur, letiblóðin ykkar, sagði
Jill um leið og hún kpm til
baka.
— Og sóið ekki allt of mikilli
orku í drykkjuna, sagði Maggie.
— Ég er hálfkvíðin, en ég
get varla beðið eftir að fá að
vita hvað kom fyrir Noreen
Wilfcs.
Þegar þau voru aftur búin að
koma sér fyrir, otaði Salt lækn-
ir pípu sinni að yfiriögregiu-
þjótvnum. — Noreen og Derek
Donnington voru ekki bara að
dandalast saman. Þau voru ást-
fangin. Ég er búinn að lesa nokk-
ur af bréfum hans til hennar..
— Er það nú ekki fuilllangt
gengið? Jill virtist hneyksluð.
— Hvað er athugavert við
það, fyrst þau eru bæði dáin?
Þetta var Maggie og ekki sein
á sér.
— Mér þætti betra ef þið ung-
frúrnar létuð okkur Salt lækni
um þetta. Yfirlögregluþjónninn
var ekki mjög hörkulegur —
hann var reyndar að enda við
að þiggja whiský — en honurn
var sýnilega alvara. — Ég þarf
kannski að líta á þessi bréf —
þér hafið trúlega fengið þau hjá
húsmóður hennar — en haldið
áfram, læknir. Þau voru ást-
fangin.
— Þau voru ástfangin og voru
önnum kafin við ásfcarieókinn
eins og þér getið ímyndað yð-
uf —
— Ég gat það ekki einu sinni,
en nú er ekkert sem ég get
ekki gert mér í hugarfund í
þessum sökum. Beint í rúmið
nú á dögum.
— En þau þurftu einhvern
samstað, sagði Salt læknir.
Hurst greip aftur frarn í. —
Það er ebki rétt. Donnington
yngri áitti bíl. Og þau hittust
meðan neeturnBEr voru enn heit-
ar. Þau hefðu gefcað farið hvert
sem var.
— En það gátu þau ekki. Það
er auðséð af því sem hann skrif-
ar. Þau höfðu „stað“, alltaf þann
sama. Og Derek var peninga-
laus — ég veit það vegna þess
að Erica systir hans kom hing-
að að finna mig og ég pump-
aði hana dálítið — og hann
hafði ekki efni á að taka á
leigu herbergi —
— Hann hefði getað fengið
lánaða fbúð hjá kunningja sin-
um, sagði Hurst. — Það hefur
verið gert fyrr, — oft.
— En það er ekki alltaf auð-
velt, andmælti Salt lækiiir. —
Allra sízt þegar nota þarf hús-
næðið seint á kvöldnn — til að
mynda eftir samkvæmi í Verk-
smiðjuklúbbnum. En það var
einn staður sem þau gátu notað
hvenær sem var, rétt hjá klúbbn-
um — tóma Worsleyhúsið sem
Sir Arnold hafði svo miklar á-
hyggjur af. Og Noreen Wilks
sást aldrei eftir að hún fór úr
klúbbveizlunni með honum að
kvöldi hins 12. september. Það
e:na sem við vitum með vissu
er að Derek, sem var ástfang-
inn af henni, fór heim og framdi
sjálfsmorð snemma næsta morg-
un. Hvers vegna? Það veit eng-
inn. Og ef Noreen Wilks er
dáin, eins og ég held, er ekkii
fráleitt að ímynda sér að hún
hafi dáið þessa nótt í gamla
Worsleyhúsinu. Það er mjög
ósennilegt að hún hafi dáiðeðb'-
legum dauða. Hún kann að hafa
orðið fyrir einhvers konar slysi.
Það er hugsanlegt. En mérfinnst
samt trúlegra að hún hafi verið
drepin — já, myrt.
— Þér hafið engar raunveru-
legar sannanir, sagði yfiriög-
regluþjónninn hvössum rómi. —
Fyrir mér eru þetta ekkii ann-
að en sögusagnir, læknir.
— En allar staðreyndir í kring-
um þetta gætu virzt úr lyga-
sögu, ef ég vissi ekki að það
væru staðreyndiir. Síðan égbyrj-
aði að spyrjast fyrir um Nor-
een WiTks, hef ég fengið að
heyra vísvitandi lygar, mér hef-
ur verið hótað, saet að þegja og
hypja mig burt. Ég fór á fund
Aricsons — þér þekk:ð hann —
varðhund Sir Arnolds í Samein-
uðu verksmiðjunum — og hann
viðurkenndi næstum berum orð-
um að hann væri að reyna að
þagga niður í mér. Ekki af
því að hann v:ssi neitt um
Noreen Wilks — hann sagðist
ekkert vita um hana og ég trúði
honum — heldur vegna þess að
Sir Arnold var hræddur við
hneyksli sem sonur hans myndi
vera flæktur í —
— Nú, það get ég vel skilið,
sagðd Hurst. — Getið þér það
ekki?
— Nei, það get ég ekki. Eins
og Aricson, sem er enginn asnii,
þá látið þér yður hneyksli lynda,
vegna þess að þér viljið ekki
rýna almennilega í það. Þið I
segáð ratmar báðir, ems og ég
sagði við Aricson, að í rauninni
sé ékkert að, en það megi samt
ekki berast úr. Ef Noreen stakk
einfaldlega aif þetta tovöld, ' þá
er ekki um neitt hneyksli að
ræða. Ef hún gerði það ekki,
þá er edtthvað alvarfegt á seyði
sem verður að upplýsa.
— Nei, nei, Sailt læknir, það
þarf ekki að vera. Segjum til
að mynda svo að Sir Amold
hafi uppgötvað hetta kvöld að
stúlkan væri barnshafandi og
gert ráðstafanir til að koma íhenni
burt í Skyndi —
— Ég var læknirinn ihennar, yfir-
lögregluþjónn og trúnaðarmað-
ur hennar, og ég hafði rann-
sakað hana þennan sama morg-
un. Þungun kemur ekki til
greina. En við getum ekki geng-
ið framhjá hinni annarlegu
geðshræringu Dpnnin'gtons á
hriðjudagsmorguninn. Og sömu-
leiðis öllum trlraunum á hans
vegum, með aðstoð Aricsons, til
að trufla eða stöðva fyrirspum-
ir mínar.
— Fyrirspumir einkaaðiia, sagði
Hurst þunffum rómi. — Munið
það, læknir. Ég efaist um að
þér gætuð borið fram eina ein-
ustu ákæm —
— Ég kæri mig ekki um að
koma með neina ákæru, hróp-
aði Salt læknir og var nú allt
í ein orðinn reiður. — Ég er
læknir, ekki lögregluþjónn. Nú
segi ég það enn — og í síð-
asta skipti vona ég, að Noreen
Wilks var sjúklingur minn, í
minni umsjá, og ég vil fá að
vita hvað kom fyrir hana. Og
nú skal ég koma með enn fleiri
getgátur úr lausu lofti handa
yður, yfiriögregluhjónn. Égheld
þvi fram að Noreen hafi dáið
í þessu húsi og að Sir Amold
Donnnngton viti allt um það.
— Læknir, þér farið of
geyst —
— Ef ég hægi á mér, þá
verður mér bolað burt úr Birk-
den áður en mér tekst að sanna
nokkurn skapaðan hlut. Ég held
hún hafi verið myrt.
— Þér yrðuð að sýna mér lfk-
ið áður en ég tryði því —
— Jæja, ég ætla að len'.ta, .sagði
Salt læknir sem nú var staðinn
upp. — Ég er ekki að biðja yður
að koma með mér —
— Ef ég gerðd það ekki, myndi
lögregluþjónninn þar út frá ekk’
hleypa yður nálægt húsinu. Auk
þess er þetta lögreriumál, kem-
ur yður ekkert við.
— Og — ?
— Þess vegna kem ég með
yður. Yfirlögregluþjónninn lauk
úr glasi sínu og mjakaði sér
út úr stólnum. — Góða nótt,
stúlfcur. Já, herra Culwortlh?
Alan horfði á eftir Salt lækni
á leiðinni út. — Haldið þér að
hann hafi rétt fyrir sér, yfir-
lögregluþjónn?
— Það held ég ekki. Ég held
þetta sé tóm tjara. En það skað-
ar aldrei að líta á vegsummerki.
SKOTTA
Cabinet
— Ég skal láta þig vita það að það þykir miklu smekklegra að
binda hárið saman að aftan, en láta það lafsast niður um axi-
irnar. >ú þarft ekki að glápa á hania þessvegna!
UG-RAUÐKÁL - IMHLA GOTT
Kaupi öll frímerki
íslenzk og erlend, ný og notuð á hæsta markaðs-
verði.
RICHARDT RYEL Mánagötu 20. Sími 19354.
Skíðabuxur og úlpur
a konur og karla — Vestur-þýzk gæðavara.
Póstsendum.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
Tækifærískaup
Höfum kven- og herrafatnað til sölu. Tökum kven-
og herrafatnað í umboðssölu. Móttaka fimmtudaga
klukkan 6 — 7.
VERZLUN GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — Rílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145.
Lótið stilla bílinn
Önnumst hjóla- Ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135.