Þjóðviljinn - 17.04.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1968, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miöviikudaigur 17. april 1968. ið eitt, eins og þær vaeru að sárbæna stuttu og digru kon- una að koma f leik. — Jæja, getið þið ekki ákveðið ykkur, sagði hún. Þær gerðu það og hún ruddist út, en það mátti engu muna og önnur hattaskjan varð næstum etftir. Hneyksluðu hjónin vildu komast á sjöttu hæð, en lyftan kaus heldur bá sjöundu, svt> að þau flýttu sér út og ætluðu að ganga til baka. Síðan fengu hurðimar aftur dynti. Unglingurinn ýtti á fleiri hnappa. Til allrar hamingju kom annar ungverskur lífvörður og dymar urðu að lokast til að reyna að klemma hann á milli. Lyftan færðist upp á við og virtist stanza á tfundu hæð. en hurðimar voru ekki sam- vinnufúsar. Salt læknir var orð- inn þreyttur á þeim og sparkaði í aðra þeirra. f>að dugði. Á leiðinni að herbergi 1012 tók pilturinn eftir gömlu, svörtu töskunni sem Salt læknir hafði viljað bera sjálfur. — Þér lækn- ir? spurði hann. — Já, reyndar. En ég er ekki hér sem slíkur. — Kamnski ekki, sagði piltur- inn þumgbúinm. — En það er kvenmaður á næstu hæð sem þarf bráðum á lækni að halda. Hér er það — 1012. Setustofan var svo nýleg, að VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyTtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 hún hefði getað verið f búðar- glugga. Og glugiginn var ekki sérlega stór. Herbergið var lítið og sjónvarp og útvarp kornust fyrir vegna þess eins að arm- stólamir tveir og sófinn virtust gerðir fyrir puta. Þetta var eins og setustofa f geimvísindaskáld- sögu — frá árinu 2250, f íbúðar- blokk sem var tvær mílur á hæð og íbúatala jarðar komdn upp í — segjum 32.000.000.000. Salt læknir fék'k samstundis 6- geð á stofunni. Svefnherbergið og baðið vt>ru skárri og hann gaf piltinum sem stjanaði við hann eins og smátaskan væri þrjú risakoffort tvo og hálfan shillinig í sitað shillingsins sem hann hafði áður hugsað sér. Þepar hann var orðinn einn, eigraði hann um eins og dýr í nýju búri. Ot um gluggann blasti við hið „óviðjafnanlega útsýni" yfir Birkden, en hann hafði reyndar séð annað eins og þegar hann horfði út og niður, sá hann ekkert sem var þess virði að horft væri á það. Á svefnher- bergisveggnum var léleg vatns- litamynd af Founteins klaustrinu og f setusitofunni var gítar- flösku-dagblaðs druillumall, mál- að af einhverjum sem hafði einu sinni séð póstkort af gömlum Braauemálverkum. Hann kveikti á sjónvarpinu t>g það gaf frá sér hávær andmæli og sýndi honum síðan fjölmargar iðandi línur á hraðri ferð upp og nið- ur feldinn. Hann slökkti á því, tók upp úr ferðatösku sinni, fór með pokann með rakdótinu fram í baðherbergið. Þar var enginn salemispappír. Hann leitaði bæði í svefnher- berginu og setustofunni að bjöllu til að kalla á þemuna. En fram- farir og kröfur tímans og atóm- gestrisni höfðu alveg hlaupið yf- ir slíkar bjöllur. I stað þeima var kominn sími, sem reyndist hafa geysilega fullkomið hring- ingakerfi og gerði hannaðsíma- verði; og þjónustan bauð upp á alla skapaða hluti nema þemur og salemispappír. Hann hringdi f herbergisþjónustu og fékk þjónana í sölunum niðri, reyndi aftur og fékk vélritun og hrað- ritun, náði toks í herhergisþjón- ustuna og sagði að sig vantaði salemispappír. Þeman sagðist ætla að gefa honuim samband við ráðskonuna og eftir nokkra bið meðan hann heyrði reiðan mann hrópa: — Sagði Chariie á þriðju- dag? Hann segir það alltaf, þá fékk hann að tala við fjarlæga hefðarkonu sem gaf óljós fyrir- heit um salemispappír. Hann kom fimmtíu mínútum seinna. Heldur en gera ekkert fór hamn f bað. Baðkerið sjálft var lanigt, breitt og fremur lágt, ó- hentugt til að lesa í, svo að hann hætti við að glugga f bækumar sem hann hafði tekið með sér, sápaði sig og þvoði og for öld- ungis að ástæðuiausu að hugsa um mann sem hét Hibbenson og hann hafði ekki séð í tíu ár. Þá var kominn tími til að fara uppúr. Og hann sá strax að það wat verið vandkvæðum bundið. Hann var þreklegur maður — þreknari en hann sýndist vera — e>g baðið var héllt. Hann gait ekki tekið í nedtt með hægri hendinni og það var ógerlegit að halda með þedrri vinstri í hála baðkarsbrúnina. En svo sem hálfum metra ofan við kerið var útbúnaður i veggnum sem hafði að geyma sápuskál og handfang fyrir ofan. Og hann ýtti á eftir með vinstri hendi og teygði sdg í handlfanigið með þeirri hægri og hann var kominn hálflur upp úr baðkarinu þegar allar græj- umar losnuðu úr veggnum og skriða af gipssalla á eftir. Hann hélt að hann væri hálsbrotinn, en reyndist þó aðeins hafa meitt sig í öðru hnénu. Hann fleygði handfanginu og þvi sem fylgdi með þvert yfir herbergið og ein- hvern veginn tókst honum að brölta upp úr baðkarinu, sfðan vafði hann um sig handklæði og stikaði fram, blaufrjr og bálreið- ur, að símanum að kalla í hótel- stjórann. Harm fékk Ferðaskrif- stofuna. Þegar hótelstjómin sendi loks fulltrúa sinn, reyndist hann vera ungur maður með langt, losara- legt andlit í alltof stórum, svört- um jakka. — Ég er aðstoðar- hótelstjórinn, herra minn. Herra Mallini er ekki viðlátinn sem stendur Hvað get ég gert fyrir yður? — Komið og lítið á hetta, sagði Salt læknir, sem nú var orðinn þurr og í slopp sem hann hafði keypt í Kowloon fyrir tíu árum og mundi sinn fífil fegri. Hann benti á holuna í baðher- bergisveggnum. Hann benti á handfangið og skálina og á gips- hrúgumar í baðkerinu t>g utan þess. Ungi maðurinn var hræðslu- legur á svip og skellti f góm nokkrum sinnum. — Hvemig vildi þetta til, herra minn? —Það losnaði úr veggiium um leið og ég reyndi að nota það. Ég meiddi mig meira að segia í hnénu. Lítið á! Ungi maðurinn skellti aftur í s-óm. — Ef þér viljið að ég kailli á lækni, herra minn — byrjaði hann. — Ég er læknir. Hver byggði þetta hótel? Eitthvert kvenna- blað? Atómgestrisni, ekki nema það þó. — Afsakið, en — — Það skiptir' engu. — Mér bykir mjög leitt, að þetta skyldi koma fyrir. Ef það er eittihvað sem við getum gert — Hann engdist innaní svarta jakkanum, sem gaf honum nóg svigrúm til þess, og hann minnti svo mjög á sikelkaða rollu, að Salt læknir hafði ekki hrjóst í sér til að vera reðvondur lengur. — Nei — þetta er alTt í lagi. Og þér skuluð bara fara. Það er tími til kominn að ég klæði mig. Þegar hann kom niðuir á götu- hæðina var enn of snemmt að fara á stefnumótið við Alice Mai-ton í kokkteilbamum, en honum fannst hann hafa þörf fyrir drykk. Á leiðinni á bar- inn tók hann eftir hávöxnum mögrum manni við afgreiðslu- borðið. Það var Herbert X. Cole- man, bersýnilega á kafi í einka- rannisóknum. 4. Hann sá hana nálgast og gekk til móts við hana. — Sæl, Alice. Þú ert hraustleg, rfkmannleg og reglulegt augnayndi. — Þakka ér fyrir, góði. Ég myndi endurgjalda gullhamrana, en ég get ómögulega séð hvemig þú lítur út. Er ekíki ósköp dimmt héma? — Það eru irúlega kröfur hinna ungu tfma. Það er laust borð hér úti í homi. Drekikurðu enn gin og Campari? Þegar hann var búinn að pamta handa þeim, sagði hún: — Við skulum fyrst ræða viðekiptin. Salt minn. Hvaða stúlka er þetta sem þú ert að reyna að troða inn á mig? Vonandi eikki nein sykursæt dúfa, sem þú hefur verið að gamna þér við. Ég treysti aldrei dómgreind karl- manna — ekki einu sinni þinni — ef kynferðismál koma þar eittihvað við sögu. — Ekkert í þá átt, Alice. Ég hef aidrei verið einn með stúlk- unni. Og ég get ekki betur séð en hún sé nýlega orðin ofsalega ástfanigin af ungum manni sem ég kannast við, Alan Culwortih, sem kennir eðlisfræði við há- skólann. Og það er mergurinn málsins. Hún er búin að missa — eða missdr bráðurn núverandi atvinnu, og það er að nókkru leyti mér að kenna. Þau vilja áreiðanlega ganga í hjónabamd hið bráðasta — og ég býst ekiki við að hann sé, á sérlega háum laumum enniþá — og það væri alveg kjörið starf fyrir hana að reka útibú frá þér í Hemton. — Tja, reyndar er ég að svipast um eftir einhverri. Bn gleymdu því ekki vinur, að ég er enginn brjóstgóður læknir — og þú veizt vel að þú ert ekkert annað en gæðin þama innst inni — heldur er ég gall- hörð þegar viðskiptin eru annars vegar. Og hættu nú að tala um hvað þetta væri gott og indælt fyrir hana og vininn hennar. Hvað hefur hún til brunns að bera í þetta starf? — Töluvert, mætti segja mér. En þú hefur trúlega hitt hana einhvem tíma. Kannskí í verk- smiðjuklúbbnum — ef þú ferð einhvem tíma þangað. Hún heitir Jill Frinton — — Bíddu nú hæglur. Há, dökk- hærð stúlka, smekklega klædd — er það ekki? En einhver sagði mér að hún væri vinkona eins af forstjórunum — — Hún var það, en er það ekki lengur. Góða Alice, verð ég að útskýra þetta aillt upp á nýtt — — Nei — þegiðu. Ég þarf að hu.2sa. ' Salt sat þegjandi og dreypti á whiský og vatni og á meðan fór hann að hlusta eftir rödd sem honum fannst hann hafa heyrt áður. Hún ktwn úr hinu homi salarins, þvi sem nær var dyrunum, en hún var há, tauga- spennt, dálítið skerandi og ekki erfitt að greina hana gegnum daufan raddakliðinn og hálfvita- tónlistina sem dælt var inn í salarkynnin. Hann reis upp til hálfs til að rýna í áttina þang- að, sá ungan mann og stulku sem sátu við borðið, og beindi síðan athyrfi sinni að stulkunni. Og um leið og hann lét sig siga niður í sætið aftur, lét hann eftir sér að kinka kolli. — Þegar þú ert hættur þessu brambolti, Salt minn sagði Alice, — þá skal ég segja þér hvað ég er að hugsa um. Nema auð- vitað, ef þú ert búinn að missa áhugann og vilt heldur fara til þessara vina þinna þama fyrir handan. — Þaiu eru ekki vinir mfnir, ég er ekki búinn að missa áhug- ann, og slepptu þessari kald- hæðni — hún fer þér illa og þú þarft að hafa of mikið fyrir henni. Jæja, hvað segirðu um Jill Frinton? Skíðahuxur og ú/pur á konur og karla — Vestur-þýzk gæðavara. Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 .r>. Sími 20141. Látið ekkl skemmdar kartöflur koma yður í vont skap. Xotið COLMAIVS-kartöflnduft — Ég þarf að sýma pabba einhvemtíman í bennan búðarglugga og láta hajnn svo líta á garmana mína! FÍFA auglýsir Ódýrar gallabuxur, molskinnsbuxur, terylene- buxur, stretc.ibuxur, úlpur og peysur. — Regn- fatnaður á börn og fullorðna. Verzlunin FÍFA LAUGAVEGI 99 — (inngangur frá Snorrabraut). Skolphreinsun inni og úti Sótthreinsum að verki loknu. — Vakt all- an. sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smá viðgerðir. Góð tæki og þjónusta. RÖRVERK — Sími 81617. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. B í L AÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi — Simi 40145. Látið stilla bílinn U* Önnumst hjóla- ljósa- og mótorslillingu Skiptum um kerti. platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STTLLING Skúlagötu 32. simi 13100 Hemlaviðgerðir j • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.