Þjóðviljinn - 16.06.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1968, Blaðsíða 4
/ 4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Suintraudagur 16. júna' 1968. \ Otgefandl: áameimngárflokkuj alþýðu Sósialistaflokkurlnn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson. (áb.) Magnús Kjartansson. Sigurðux Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T Sigurðsson Framkvstj.: Eiðux Bergmann Ritstjóm, afgreiðsla auglýsingai prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simi 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr 120.00 6 mánuði — Lausasöluverð krónur 7.00 r Akall djaríar æska JJvert vor og suimar á norðurslóðum blossar upp bjartsýni og lífstrú, sigrazt hefur verið á einum vetri enn, þjóðin lifir.í vornæturveröld, og hana dreymir ekki annan vetur um sumarnótt. Hvem 17. júní minnist fólkið sem lifði og starfaði 17. júní 1944 þeirra fögru daga, minnist fagnaðar- ins vegna þess' að íslendingar höfðu borið gæfu' til að stofna lýðveldi á íslandi í miðri heimsstyrj- öld. Stórsigur var unninn í aldalangri baráttu. gn sjálfstæðisbaráttan hélt áfram, þó stefna henn- ar breyttist. Hvem 17. júní hlýtur ný kynslóð að strengja þess heit að láta aldrei falla merki íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu;- að leggja fram afl sitt og æskuþor, menntun sína og vinnuþrek til að hefja lýðveldið ísland til vegs sem sjálfstætt land, forgönguland félagslegs réttlætis, þar sem útrýmt verði fátæktarkjömm og misrétti til menntunar og menningarlífs. Um alla jörð heyrist einmitt nú skýrar en nokkru sinni fyrr rödd æsku- fólksins, samstillt rödd hins síýaxandi fjölda skólafólks og 'ungs fólks sem komið er * út í at- vinnulífið. Og það er alstaðar uppreisnarrödd, sem lcrefst breytinga á úreltum og stöðnuðum þjóðfé- lagsháttum, og fylkingar stúdenta og annarra námsmanna leita sér halds og trausts hjá verka- lýðshreyfingu landa sinna. Þegar sú samstilling tekst, nötrar þjóðfélagsbygging apðvalds og gróða- græðgi, rifin; fúin og ramskekkt ‘ undir áferðar- snotru yfirborði. Stefnuskrá unga fólksins, sem lyftir kyndlum nýs tíma svo hátt að við himin ber, er ekki í ætt við gagnhugsað kerfi, stundum kannski lrtið anílað en krafa um þjóðfélag þar sem maður er manni góður, en lifir ekki sem hjálparvana leiksoppur í vargsveröld, vinum firrt- ur og einmana. En er þá til áhrifaríkari krafa? Jslendingar eiga nú þróttmeiri æsku en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Og hún er ekki ósnortin af kalli og kröfum samtímans, einnig henni rennur blóðið til skyldunnar eins og æsku annarra landa, einnig henni finnst för þjóðariftn- ar til framtíðarlandsins ganga grátlega seint, og vill ekki una því. íslenzk æska,.sem finnur í dag til þreks síns og manndóms vill ekki láta það verða ævarandi ástand að erlent herveldi hreiðri um sig á íslenzku landi; þróttug og menntuð íslenzk æska skilur hvað við liggur í lífi hennar og komandi kynslóða, ef erlent auðmagn nær að hreiðra um sig í atvinnurekstri á íslandi og kaupa þar allt sem fyrir peninga er falt. íslen^kir stúdentar, finna til þess 17. júní, að þurfa að bera kinnroða fyrir afglöp íslenzkra ráðherra, sem einmitt þessa daga eru að afhenda stríðsbandalagi til afnota Há- skóla íslands, tengdan nafni og aninningu Jóns Sigurðssonar, en heimaimenn þar, íslenzkir stúd- entar, háskólakennarar, vísindamenn, hraktir burt úr honum. Valdamennimir sem þannig misnota vald sitt og traust þjóðarinnar eiga ekki samleið með ungu fólki á íslandi þennan þjóðhátíðardag né framvegis. — s. JASMIN SNORRABRAUT 22. INDVERSK UNDRAVERÖLD. Fjölbreytt úrvial sérstæðra mtma. Ný sending af indverskum listmunum. — Nýtt úrval af reykelsum, indverskar trommur (tabia). yeggskildir. vegghillur, reykborð, útskorin borð og margt fléira fá- gsetra muma frá Áusturlöndum. Takið ecftir að verzlunin er flutt að SNORRABRAUT 22 Simi 11625. Varmárlaug Mosfellssveit verðiir opin í sumar á eftirfarandi tímum: Sunnudaga Mánudaga Þriðjudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga kl. 10 — 12 og kl. 2 7. kl. kl. kl. kl. kl. LOKAÐ á miðvikudögum. Gufubað fyrir karla. 2 — 7 og kl. 8 — 10. 2 — 7 og kl. 8 — 10. 2 — 7 og (kl. 8 — 10. Sértími kvenna og gufubað). 2 — 7 og kl. 8 — 10. 2 — 7. Gufubað fyrir karla. VARMÁRLAUG. ÓDÝRT-ÓDÝRT Terylenebuxur * Peysur * Galla- buxur * Skyrtur frá kr. 110,00. Úlpur frá kr. 395 — kr. 495 í stærð- unum ,3-16. Siggabúð Skólavörðustíg 20. jr LAUGARASBIO óskar landsmönnum öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní. Samvinnuverzlun tryggir yður sanngjamt vérð. — Verzlum með flestar innlendar og erlendar vörutegundir. Kaupfélag Stöðvfirðinga Stöðvarfirðt AKUREYRI Þjóðviljann vantar umboðsmann á Akuréyri. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins í Reykjavík. — Sími 17500. Samvinnumenn Verzlið við eigin samtök, það tryggir yður sannvirði. Samvinnufélag Fljótamanna Haganesvík. Auglýslng um umferð í Reykjavík 17. jjúní 1968 I. Leiðir að hátíðarsvæði í Laugardal. Ökumönnum er bent á .að aka einhverja af þremur eftirtöldum leiðum aið hátíðar- svæðinu: 1. Frá Suðurlandsbraut norður Reykjaveg. 2. Frá Sundlaugavegi um Gullteig, Sig- tún og inn á Reykjaveg. 3h Frá Laugarnesvegi um Sigtún inn á Reykjaveg. II. Bifreiðastæði. -4 Ökuimönnum er bent á eftirtalin bifreiða- stæði: 1. Bifreiðastæði milli íþróttaleikvangsins í Laugardal og nýju sundlaugarinnar. Ekið um stæðið frá Reykjavegi við Austurhlíð. 2. Bifreiðastæði við nýju sundlaugina. Ekið inn frá Sundlaugavegi. 3. Bifreiðastæði við Laugamesskóla. Ekið inn ,frá Gullteig. 4. Bifréiðastæðí við Laugalækjarskóla. - Ekið inn frá Sundlaugavegi. Er skorað á ökumenn að leggja bifreiðum vel og skipulega og gæta þess, að þær valdi ekki hættu eða óþægindum.. III. Einstefnuakstursgötur, meðan hátíðarhöld í Laugardal standa yfir: 1. Reykjavegur til norðurs, frá Sigtúni að Sundlaugavegi. 2. Gullteigur til suðurs. 3. Hrauniteigur; Kirkjutéigur, Hofteigur og Laugateigur til vesturs frá Reykja- vegi. IV. Vinstri beygja er bönnuð af Reykjavegi inn á Suðurlandsbraut. V. Götum, er liggja að hátíðarsvæði í miðborginni verður lokað frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. júní 1968 SIGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.