Þjóðviljinn - 25.08.1968, Blaðsíða 4
\ ||
^ SÍÐA — í>JÓÐVŒLJINN — Sunnudagua: 25. ágúst 1968
Otgefandi: Sameininganflokkur alþýðu — SósíalistafTlokkurinin,
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guömundsson. k
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. , .
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
FramkvÆtjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 Hn/uir). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuðd. —
Lausasöluverð knónur 7,00.
‘ r------------------------------------1----------------------
Hfíðstæðamar
JJemaðarbandalögin tvö, Atlanzhafsbandalagið,
sem m.a. íslendingar eru aðilar að, og Varsjár-
bandalagið, sem m.a. Tékkóslóvakar.eru aðilar að,
hafa æ betur staðfest þá skoðun, sem íslenzkir sósí-
alistar hafa haldið fram, að þau beri að leggja nið-
ur, af aðild að þeim stafi smáþjóðum einungis hætta
en engin vöm. íslendingar hafa sopið seyðið af að-
ild sinni að hernaðarbandalagi hvað áþreifanlegast,
er þeir ákváðu að færa út landhelgina í tólf mílur.
Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu gegn
þessari útfærslu vegna þess að Atlanzhafsbanda-
lagið skarst í leikinn og aðildarríki þess mótimæltu.
Hins vegar var mótmælum Morgunblaðsins í engu
hlýtt, landhelgin var stækkuð úr fjórum mílum í
tólf. En þegar Bretar neituðu að sætta sig við út-
færsluna og beindu vopnum sínum að íslenzkum
fiskimönnum, tók Morgunblaðið enn svari her-
veldisins gegn íslendingum. Þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn komst í ríkisstjórn 1960 var fyrsta verk
hinnar nýju stjómar að beygja sig fyrir herveldinu.
Hún samdi um skerðingu á sjálfsforræði landsins
og réttindum landsmanna til þess að nýta auð-
•lindir sínar.
gögu síðustu atburða í Tékkóslóvakítt svipar raun-
ar til atburðanna á íslandi fyrir 8-10 áruim.
Tékkar og Slóvakar ákváðu að stíga inri á braut
lýðræðislegri stjórnarhátta. Sovétríkin voru mót-
fallin þessum breytingum og reyndu í fyrstu samn-
ingaleið, en enginn íbúi Tékkóslóvakíu laut svo
lágt að slá af hinni nýju stefnu í því skyni að þókn-
ast erlendu herveldi eins og Morgunblaðið gerði
á íslandi á sínum tíma. Sovétríkin gripu þá til
vopna í því skyni að neyða sínum hugmyndum um
framkvæmd sósíalismans upp á Tékkóslóvaka.
Enginn í þvi landi hefur enn séð ástæðu til þess að
verja framkomu árásaraflanna eins og Morgunblað-
ið gerði þegar Bretar réðust að íslenzkum fiski-
mönnum. Og enn hefur herveldinu ekki tekizt að
finna neitt „Morgunblað“, neinn „Sjálfstæðisflokk“
í Tékkóslóvakíu, engan lepp til að verja ofbeldið.
Tékkóslóvakar hafa sýnt þá einurð að standa allir
sem einn gegn yfirgangi hinna erlendu herja.
jþennan samjöfnuð skilur íslenzka þjóðin og ef til
vill Morgunblaðið líka. Það reynir hins vegar
að snúa út úr röksemdafærslu íslenzkra sósíalista
á grófari hátt en sézt hefur í íslenzkri blaða-
mennsku. Og eins og að líkum lætur svipar Morg-
unblaðinu enn til vinnubragða þeirra ^em ástund-
uð eru í Sovétríkjunum; að birta tilvitnanir og
greinar úr samhengi í trausti þess að lesendur sjái
ekki önnur skrif. En þó að sovétstjómin geti leyft
sór slíkar falsanir í fréttaflutningi er. það hæpinn
ávinningur fyrir Morgunblaðið. íslendingar eiga
aðgang að skoðunum sem skýra frá kjarna hvers
máls undanbragðalaust. Þess vegna er ekki efi ?
að innrásin í Tékkóslóvakíu verður til þess að opna
augu enn fleiri íslendinga fyrir andstyggð s’tór-
veldastefnunnar, sem birtist í fari hemaðarbanda
laganna tveggja. — sv.
I
I
Reisa íþróttahöll í sjálfboðavinnia
Þeir sem hafa átt Ieið mn
götur „vestast í Vesturbæn-
um“ munu hafa tekið eftir J>ví
að mikil „höll“ er að rísa á
íþróttasvæði KR við Frosta-
skjól.
Þama eru hinir hairðsnúnu
KR-ingar að byggja stárt og
glæsdlegt íþróttahús til viðfoót-
ar við húsið sem félagið hefiur
notað undanfarin ár, en er
nú orðið of lítið fyrir hina
umfanigsmiklu íforóttastarf-
semi KR. Þetta nýja hús er
tengt hinu eldra, sem bæði er
íþróttahús pg félagsheiimiM, á
alfar smekMegan hátt, en nýja
húsið varður eingöngu aefimga-
salur, búningsherbergi og böð.
Ég hafði spumir af bví ftiá
nágrönnium foeirra KR-iniga,
sem fylgzt hafa með byigging-
arframkvEÐmduim þessa húss,
að einn maður öðrum frem-
ur sœist þar við vinnu, en
tekið skal fram að öM vinna-
frá hendi félagsmanna er að
sjálfsögðu sjálfflboðavinna.
Þessi maður er hinn harðdug-
legi varaformaður KR, Sveinn
Bjömsson, sem segia má að
sé þama allar sínar fristund-
ir, seint og snemma og um
helgar.
Mér fannst því sjálfsagt að
tala við hann, er mig langaðd
til að fræðast nánar um þefcta
myndarlega afrek þeirra KR-
inga. Eins og vasnta mátti
þuirfti ág aðeins að fara vesfc-
ur í ,,KR-heimiii“ eins og
saigt er, eitt kvöldið fyrir
slkömmu og Sveinn var þar að
vinna við húsið meðan meist-
araflokikur félagsins var að
ætfingu á knattspymuvelh'n-
um við hliðina.
„Þetta er srvo sem ekiki mik-
ið að sjá ennþá“, sagði Sveinn,
er ég. hafði orð á því hversu
mikið mannvirfci þetta væri,
en nú er nœstum lokið við að
slá upp fyrir veggjum á þessu
7 metra háa húsi. Sveinn sagði
að næstum öll vinna við húsdð
hefði verið sjálfboðavinna fé-
lagsmanna, öðruvísi vseri þefcta
tæpast framkvæmanlegt, enda
húsið enigin smásmiði.
Þetta nýja íþrófctahús er 900
fermetrar að flatarmáli og til
samanburðar má geta þess að
eldra húsið er „aðeihs“ 400
fermetrar. Eins og áðiur sagði,
verður húsið 7 mebra háfct og
verða veggir þer~s steinsteypfc-
ir en í loftínu verða þurðar-
bitar úr strengjasteypu. Gólf-
ið verður úr gúmmíasfalti,
sem mikið er farið að nota
nú í íþrófcfcahús, þar sem
knafctleikir eru stundaðir og
þykir betra en viðargólfin sem
hingað til hafa verið notuð.
Sveinn sagði að þörfin fyrir
nýtt íþrótfcahús hjá KR væri
orðin mjög brýn, þar sem
gamla húsið væri haett að anna
starfseminnd og hefðu KR-ing-
ar orðið að fá æfingatíma ann-
arsstaðar fyrir sumar íþrótta-
greinar sínar. Deildir félagsins
eru orðnar níu og mun KR
Á.Á.
Húsið verður eitt stærsta íþróttahús á landinu. — Ljósm. Þjóðv.
nýbyggingunni.
Strákar í knattspyrnu á vellinum við hliðina á
vera eina félagið á landinu
sem hefur svo margar íþrótta-
greinar á stefnuskrá sinni, svo
að það skyldi engian undra þó
að þrömgt væri orðið um starf-
semdna í einu 400 fermetra
húsi.
Aðspurður, hvort þetfca nýja
hús muni duga um langa fram-
tíð, sagði Sveinn, að! um það
væri ekki gott að segj-a, en
alla vega væri gert ráð fyrir
einu húsá til viðbótar í heild-
arskipulagi á KR-svæðinu því
að allur væri varinn góður.
Sveinn sagði að það væri
ætlun þeiiTa KR-inga að gera
nýja húsið fökhelt fyrir 70 ára
afmæli félagsins, sem er 21.
marz 1969, meira væri ékki
ákveðið ennþá, enda allar
framkvæmdir mjög dýrar og
íslenzk þróttafélög fáfcækust
allra félaga.
Eins og húsið stendur núna
eru allar likuir á að þesisi á-
æfclun þeirra KR-inga sfcandist,
og í fokheldu ástandi mætti
auðveldlega æfa knattspyrnu
í því og myndi það rýma mik-
ið til í eldra húsinu.
Þegar ég kvaddi var Sveinn
og þeir tveir menn sem með
honum voru að vdnna þetfca
kvöld, að losa um heljar mik-
ið „Grettistak“ til að koma
fyrir afrennslisröri vdð eifct '
horn hússins og var greinilegt
að þama voru enigir viðván-
ingar á ferð og væri betrá að
fleiri íslenzk íþróttafélög ættu'
menn á borð við Svein Bjöms-
scm, sem ber hag félaigé' síné'
svo fyrir brjósti að hann éyð-' ’
ir öllum sínum frístundum- f
að búa þannig í haginn fyrir*
félag sitt að það megi ' efiast"
óg dafna á sem fleStúm svið-"
um. Það eru einmitt svbná
menn sem íþróttahreyfirtgúna''
vantar, enda sést árangúfifin'-'
hjá surnum af elztu félð.qrufiuW
í Reykjavík. r *?•&*! srr*
S'dóG
fcl*
Alger stöðvun blasir nú við í útgerð
og hjá vinnslustöðvum á
©
e e
Á fundi í Félaigi fiskvinnslu-
iðva á Vestfjörðum sem hald-
n var 20. ágúst s.l. var svo-
jóðandi ályktun saimþykkt:
„Fundur í Félagi fískvinnslu-
stöðva á Vestfjörðum haldinn á
Þingeyri þann 20. ágúst 1968
ræddi vandamál fiskiðnaðar og
útvegs á félagssvæðinu, og var
samdóma álit fundarmaúna, að
sá starfsgrundvöWnr sem fyrir-
tækjunum var búinn í ársbyrj-
nn hafí reynzt algerlega ófull-
nægjandi og hafl nú þegar Ieitt
til greiðsluþrota hjá fíestum. I
Fyrirtækin geta nú þegar ekki
staðið í skilum með greiðslur á
hráefni og vinnulaunum til
verkafólks og sjómanna. XJm
lengri tíma hefur ekki verið unnt
að greiða vexti og afborganir af
áhvílandi lánúm.
Þetta ástand hefur nú skapazt
þrátt fyrir að verðfails erlendis
á þcssu ári er enn ekki farið að
gæta, nema að litlu leyti í rekstri
fiskvinnustöðvanna, en á árinu
hafa þær tekið á slg verulegar
verðlagshækkanir innanlands.
At 13 starfandi frystihúsum á
félagssvæðinu hafa 6 þeirra
stöðvað rekstur eða eru í þann
mund að hætta rekstri, auk þess
liggja fjölmargir b„tar, vegna
fjárhagsörðugleika. Ríkjandi á-
stand Ieiðir því til algerrar stöðv-
unar útgeíðar og fiskvinnslu á
félagssvæðinu innan fárra vikna,
en það mun valda mjög alvarleg-
legu atvinnuleysi. Fyrir því skor-
ar félagið á ríkisvaldið að tryggja
nú þcgar rckstursgrundvöl'l sjáv-
arútvegsins í heild.“
Þann 22. þ. m. afhentu fulltrú-
ar Útvegsmannafélags Vestfjarða
og Félags fiskvinnslustöðivá á
Vestfjörðum forsætisráðherra
samþykktina og ræddu við hann
um vandamál útvégs og fisk-
vinnislu á Vestfjörðum.
úr og slsa**tferipir
XGKOÖS
JÚNSSON
skólavöráustig 8