Þjóðviljinn - 13.09.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.09.1968, Blaðsíða 7
Fö&tudagiur 13. september 1963 — ÞJÓÐVTLJINN. — SlÐA 'J H Dagana 24. og 25. ágúst sl. ■efndu Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband ísl. stúdenta erlendis til stúd- entaþings hér í Reykjavík. Var þetta annað þingið, ' sem nefnd samtök efna til í sameiningu, en hugmynd- in er að slík þing verði haldin að minnsita kosti einu sinni á ári í fram- tíðinni. fl Aðalumræðuefnið á þessu þingí voru menntamál. Hefur Þjóðviljinn áður getið lítillega einstakra samþykkta um þessi mál, en hér fara á eftir álvktan- ir þingsins í heild sinni: Ályktanir stúdentaþingsins um Háskóla íslands oa háskólanám Þátttaka stíklenta í stjórn' H. í. Stúdentaþing 1968 ályktar, pA þegar beri að auka til muna á- byrga þátttöku stúdenta í stjóm H.í. Telur þingið að í háskóla- ráði skuli sitja 2 fulltrúar stúd- enta tilnefndir af SHÍ, og á deildarráðsfundum skulu einn- ig sitja 2 íulllrúar Stúdenta til- nefndir af deildarfólögum. Hafi þeir fullan atkvæðisrétt og til- lögurctt um oll mál. Ennfrerii- ur telur þingið, að við hverja deild skuli starfa 4—6 manna ráðgjafanefnd um kennslumál, sem skipuð sé jafnmörgum íull- trúum stúdenta og kennara. Deildarráð tilnefni kennara, en deildarfélög stúdenta. Nefnd- irnar taki til meðferðar öll mál, er varða námsfyrirkomulag eða kemnsluhætti, og verði deildar- ráðum til ráðuneytis. Meira um stjóm Háskóla Islands Stúdentaþing 1968 telur, að öll mál, er varða stjórnun og starfsemi Háskóla íslands skulr vera opinber. í því sambandi skorar þingið á háskólaráð, að það hlutist til um, að þagnar- skylda háskólaráðsmanna verði afnumin. ITm veitingu kennaraem- bætta við Iláskóla íslands Sfúdetiiaþing 1968 skorar á háskólaráð, að það htutist ’.til um, að deildarráð birti opin- berlega álitsgerð sína um þann umsækjanda um kennaraem- bætti við háskólann, sem það tel- ur hæfastan hverju sinni. Verði álitsgerðin birt, áður en til embættisveitingar kemur. Stúdentaþing 1968 bendir á, að nauðsynlegt sc, að gera meiri kröfur til kennsluhæfni um- sækjenda um kennarastöður við Háskóla íslands. Einnig væri æskilegt, að kennurum við há- skólann væri gefinn kostur á að sækja einhvers konar nám- skeið í kennslufræðum. — Skor- að er á yfirvöld háskólans að hlutast t.il um, að námskeið í kennslufræðum verði haldin . fyrir kennara háskóians. Um samhand slúdenta og kennara o.fi. 1) Stúdentaþing hvelur ein- dregið alla íslenzka stúdent.a við nám að íylgjast vel með öllum breyt.ingum og fram- förum i námsgrcinum sín- um, erlcndis og hérlendis, og veita einslökum háskóla- kennurum hæíilcgt aðhald daglega með gaignrýni, til- lögum, umræðum og spum- ingum, bæði um fræðin og kennsluhætti. Þingið telur, að áhrif stúd- enta á kennsluhætti háskóla- deilda gætu á þann hátt orð- ið langtum meiri en nú er. Sókn stúdenta fram á þess- um vetlvangi er nauðsynleg- ur undanfari aukinna áhrifa og ábyrgðar ]>oirrn á stjórn háskóladeildann a. 2) Stndentaþing beinir þeirri ósk til háskólakennara, að þeir haidi reglulegar kennslu- stundir í umræðuformi, gjama með aðstoð lengra kominna stúdenta, og verði stúdentum gert skylt að taka virkan þátt i slíkum umræð- um. 3) Stúdentaþing hvetu'r prófess- ora einstakra háskóladeilda til meira samstarfs og'sam- ráðs um hei ld arn ámsefn i hverrar deildar og tímasetn- ingu yfirferða. Þingið telur mikilvægt, að prófessorar kynni sér náið unaii'búningsmenntun nem- enda sinna. Gott og rökrétt samhengi í kennslu og hámi (integration) eykur skilning og námsárangur stúdenta og spárar tima. 4) Sfúdenta]>in.g álítur æskilegt að sá háttur verði tekinn upp, þar sem mannafli gefst, að prófessorar kenni ekki lenguir sömu grein en t.d. þrjú ár í senn og hefðu þá starfsskipti. Gætu þeir þá unnið að grein sinni við há- skólastofnanir, aukið þekk- ingu sína eða kennt aðrar hliðstæðar greinar. . Ættu þeir þess kost að hverfa aft- ur að fyrra starfi eftir.nokk- ur misseri. Kæmi þetta í veg fyrir starfsleiða og stöðnun til haigsbóta fyrir prófessora. stúdenta óg vísindagreinam- ar. TTm aukastiirf prófessora Stúdentaþing - leggur áherzlu á mikilvægi þess. að st.arfandi prófgssorar við Háskóla íslands helgj tíma sinn og starfsorku nær eingöngu kennslu- og vís- indastörfum. Aukastörf, svo sem ýmis nefnda- og stjómar- störf. taka nú of mikinn tíma háskólakennara, — og kemur það niður á háskólastarfinu. Þingið skorar á sfjómarvöld að gera embætti háskólakenn- ara lífvænleigra án aukágetu og efla með því háskólastarfið. ITm próf við háskóla I. Stúdentaþing 1968 álítur að próffyrirkomulag við H.í. sé ó- viðunandi í ]>eirri mynd, sem það nú er. 1) Allt of langur tími líður á milli prófa. Koma verður á haU'Sfprófum, t.d. á tímnbil- inu 15.—30. sept,, auk prófa í lok missera. 2) Stefna ber að meiri í.iöl- breytni í gerð skriflegra prófa. Koma }>á ýmsnr leið- ir iil greina, t.d. krossapróf (multiple choiee examinati- ons), þar sem það á við. Einnig er próflími í skrif- legum prófum óhóflega )nng. ur.\Hámarkspróftimi ætti að vera 4 klst. og próf þá jnfn- frnmt tíðari. 3) Til þess að tryggja fullkom- legn hlullægt mat á prófúr- láusnum, er nnuðsynlegt. nð nemendur taki skrifleg próf undir númerum í stnð nafnn. 4) Einkunnngjnfir, sem nú tíðkast í H.í. cru nllt of smá- smugulegar. Prófverkefni gefa ekki tilefni til mciri nákvæmni í einkunnnm en sem svnrar 4—5 einknnna- bilum. II. Stúdentaþing telur nauðsyn- legt að hafa hugfast við breyt- ingar á skipulagi prófa’og próf- aðferðum. að hlut.vierk prófa er að auðveldn stijdontum nám, — auk ]>ess að tryggja lámarks- greði sérmenntunar. Þau eiga nð hvotjn }>á til nð leggjn sig nlla frnm á hverjum riáms- áfnngn. og skipulag prófa á að stuðln nð sem beztri nýtingu á námstíma. Próf eiga nð veita stúdentum gott tækifæri til nð skipuleggja l>ekkingu til frnm- setnimgair og reyna á getu }>eirra til að nota þekkinguna. m. Stúdentaþing skorar á há- skólakennara að taka til at- hugunar og reyna nýjar aðferðl ir við kennslu og próf. Telur þingið hugsanlegt, að prófun á þekkingu stúdenta verði háttað aðaliega á þrennan veg: 1) Aðalpróf í hverri meirihátt- ar námsgrein fljót.lega eftir að kennslu í henni lýkur. í þessu sambandi er húgsan- leg sérst.ök prófstofnun. 2) Minniháttar próf í afmörk- uðu efni að loknutn nám- .skeiðum, fyrirlestrum eða fyrirlestraflokkum eða eftir umræðufundi. Ekkí ætti að vera unnt að fella stúdenta á slíkum prófum. 3) Prófun þekkingar í daglegu starfi (current -examining). Kennari spyr spurninga í fyrirlestratímum, ræðir við stúdentahópinn á umræðu- fundum, fylgist með þeim og aðstoðar þá á verklegum námskeiðum. Slík síprófun auðveldar stúdentum að meta kupmáttu sína jiafnóð- um. IV. Stúdentaþing telur majuðsyn- legt, að sem fullkomnast sam- þengi riki millj kennslu og prófa og að breytingar og endurbæt- ur á hvoru tveggja fyligist að. ITm ranns<Vknarhlutverk Háskóla íslands Samkvæmt reglugerð Há- skóla fslands er hlutverk há- skólans tvíþætt; að stunda rann- sóknir og kennslu. Ljóst er að Háskóli íslands hefur hrugðizt rannsóknarhlut- verki sími, bví að við háskólann eru stundnðar litlar sem engar rannsóknir. Á síðari árum hefur verið stofnaður fjöldi sjálfstæðra rannsókmairstofnana. sem þó hafa' lítilsháttar tengsl við há- ' skólann. Stúdentaþing telur nauðsyn- logt: — að saman fari rannsókn og kennsla til að tryggja gæði kennslunnar. — að komið sé upp rannsókn- arstofnunum við sérhverja deild i viðkomandi greinum. Stúdentaþing þerrdir á að flestar hinar sjálfstæðu rann- sókn a rsi ofn an i r eru vel til þess fallnar að mynda kjama að rannsóknum háskóladeilda. Stúdentaþing telur eðlilegt, að nær öll rannsókn arstarfsemi í laadinu íari fram á vegum Há- skóla íslands. Þingið bendir á, að ekki er nauðsymlegt, að við- komandi rannsóknargrein sé konnslugrein við háskólann. Stúdentaþing hvetur yfirvöld - til nð breytn frq fvrri stefnu um stofnun sjálfstæðra rannsókn- nrstofnnnn og stefnia í þess stað a.ð þvi, að rannsóknarstofnanir verði háskólastofnanir. Myndir frá Frakka mæru vengi Sá sem kemur til Paxísar hlýtur að vera blindur og heyrn- arlaus, ef hann kemur ekki auga á afleiðingar þess sem þar gerð- ist fyrir þrem mánuðum. Það er meira um lögreglu en venju- lega, lögreglumenn á vappi með labbrabbtæki, lögreglubílar á homum, fullir með lið, sem spilar á spil og er við öllu búið. Brotnar rúður sem límt hefur verið yfir, tré sem sagað hefur vepið af, sætislausir bekkir, áletranir og skopteikn- ingar. Og það er mikið gefið út af bókum og blöðum um bylting- una í maí, sem margir líkja við atburði áranna 1789, 1830, 1848 og 1871.- Aðedne þrem mánuð- um síðar eru komnar út 50—60 bækur um byltinguna, fyrir ut- an sérhefti af blöðum og tím-a- ritum. Hér við bætast skýrslur, heimildakvikmyndir, hæggeng- ar plötur með frásögnum sjón- arvotta og margt fleira — eng- in byltinig hefur verið jafn rækilega skrástett, segja menn. Mikið fer fyrir fordæmingu á fantaskap lögreglunnar í á- tökunum í sumar og yfirleitt á því ríki í ríkinu sem lögreglan er. Atferli lögreglunnar er sér- stakur gaumur gefinn í nýlega útkominni bók, injöig mynd- skreyttri sem nefnist Les barri- caöes de mai, en þaðan eru þess- ar tvær myndir teknar. MaBBaaBDBiBaaBMaaBBaBaaMBaBaaBaBaBaaaBBaBaBaaBaHBiaaaBaBaBBBBaBaaBaaaaHBaaaaHaBaBBaBiaaBBBaaMi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.