Þjóðviljinn - 12.10.1968, Blaðsíða 4
4 SlDA — ÞJÖB-VímiimM' — Xjatnsandasur Í2. ofctóber 1S68.
Útgeíandi: Sameindngariloktour alþýðu — Sósíalistaflokktmnn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðiþjótfissan.
Auglýsinigastj.: Ólafurx Jónsson.
Framtov.stjóri: . Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarvarð ter. 130,00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 8,00.
Verðbólgan
J^ýrmætasti bandamaður valdhafanna ©r gleymsk-
an. Það sem menn segja og gera fyrnist á nokkr-
um mánuðum; sjóndeildarhringur manna markast
af nútímanum og næstu viðfangsefnum. Samt hlýt-
ur marga að reka iminni til þess að fyrir þingkosn-
mgamar í fyrra héldu stjómarflokkarnir því fram
að þeim hefði nú tekizt að vinna bug á verðbólg-
unni, nú væri hafið nýtt tímabil sem einkenndis’t
af verðstöðvun og yrði þeirri stefnu haldið áftam
ef stjómarflokkarnir héldu meirihluta sínum á
þingi. Enginn vafi er á því að kenningin um verð-
stöðvun í stað verðbólgu aflaði stjómarflokkunum
mikils fylgis; íslendingar em velviljaðir menn sem
vilja trúa orðum leiðtoga sinna, og því ypptu marg-
ir öxlum þegar á það var bent að hin, svokallaða
verðstöðvun væri sýndarleikur, einvörðungu fram-
kvæmd með auknuim niðurgreiðslum úr ríklssjóði.
\
j^ú hefur reynslan hins vegar sannað hver heilindi
fólust í yfirlýsingum stjórnarflokkanna um
verðstoðvun. Um eins árs skeið hefur verðbólga ver-
ið örari á íslandi en nokkru sinni fyrr í sögu þjóð-
arinnar, og hvergi í heimi er um hliðstæðu að ræða
nema í nokkrum þjóðfélögum rómönsku Ameríku,
þar sem stjómarfar er talið einna hraklegast. Frá
þvi í fyrrahaust hefur framfærslukostnaður auk-
izt um meira en 13%, og augljóst er að sú þróun mun
halda áfram með vaxandi hraða næstu mánuði. Á-
hrif gjaldeyrisskattsins em ekki komin fram nema
að takmörkuðu leyti, og vitað er að næstu mán-
uðina verður gripið til nýrra ráðstafana sem magna
verðbólguna um allan helming, g'engislækkunar
eða söluskattshækkunar nema hvorttveggja verði.
Astæða er til að gera ráð fyrir að himnaflug verð-
bólgunnar verði æ brattara á næstu mánuðum.
Þessi verðbólga hefur þegar skert kjör launamanna
til mikilla muna, svo að ekki sé minnzt á þær ósæimi-
legu byrðar sem stöðugt er verið að leggja á aldrað
fólk og aðra viðskiptamenn almannatrygginga. í
síðustu kjarasamningum var samið um eftirgjöf á
nokkmm vísitölubótum og vemlega skerðingu á
visitölukerfinu, og eins og sakir standa em vísi-
tölubætur á kaup aðeins rúm 5% á móti meira en
13% hækkun á framfærslukostnaði. Þannig hefur
verðbólgan þegar gerzt mjög nærgöngul við af-
komu manna, og full ástæða er til að óttast að stjóm-
arvöldin ætli sér enn að skerða þá tryggingu sem
felst í samningunum um vísitölubætt kaup.
gtjómarvöldin segja að heljarstökkið frá svokall-
aðri verðstöðvun til verðbólgu sé afleiðing af ó-
viðráðanlegum ástæðum, minni afla og lægra verði
á erlendum mörkuðum. Ástæða er til þess að hvetja
fólk til þess að beita heilbrigðri dómgreind and-
spænis slíkum staðhæfingum. Hvers vegna. ætti
verð á mjólk og kjöti og öðruim hversdagslegum
nauðsynjum að þurfa að hækka þótt minna magn
af síld berist á land? Hvers vegna.ættu íslendingar
að þurfa að greiða hærra verð fyrir neyzluvörur
sínar, þegar þeir fá lægra verð fyrir útflutninginn?
Hér er auðvitað ekki um að ræða neitf eðlilegt or
sakasamband; verðbólgan er nú sem fyrr aðeins
sönnunargagn um herfilegt stjómarfar. — m.
Kvikmyndaklúbbur MR sýnir m.a. í vetur:
Þrúgur reiðinnar
Kvikmyndaklúbbur Listafélags
Menntaskólans í Reykjavík hóf
í fgær starfsemi sína með sýn-
ingu a kvikmyndinni fvani
grimma, fyrri hluta.
Margar merkar myndir verða
sýndar í klúbbnum í vetur en
sýningamar eru eingöngu ætlað-
ar nemendum í æðri skólum.
Sýningar klúbbsins verða í
Gaimla bíói á föstudögum og
laugardöguan. Á fyrra misseri
verða sýndar eftirtaldar kvik-
myndir: Judex, gerð 1963 af Ge-
orges Framju. Aðalledkendur eru
Channing Pollock og Edith Scob.
Eitt mesta snilldarverk Jean
Renoir: Lögmál lciksins veirðtur
sýnd í desember, en sú mynd er
gerð í Frafcfclandi 1938. Þrúgur^
reiðinnar, bandarísfc fcvitomynd
gerð af John Ford 1940 verður
sýnd í nóvember. Leikenduir em
m.a. Henry Fonda og Jane Dar-
well. Um þessa fcvilfcmynd segir
m.a. í sýninigamsfcránni: „Þegar
Þrúgur reiðinnar er endursýnd er
hún uppöirvandi fyrir evrópskan
áhorfanda, ámdnning um að USA
á sér margar hliðar. Gregg To-
land hefur varia notókum tíma
l.iósmyndað eins „dófcumentar-
ískt“ og listrænt og í henni ....
Ferðin til sólarinnar, 19 mdn-
útna kvifcmynd gerð af Georges
Méliés 1904 verður sýnd sem
aufcamynd 29. og 30. nóvemiber.
Aðalmyndin þessa daga er Metro-
polis, gerð í Þýzkalandi 1926 af
Fritz Lang. Hitlor og Göbbéls
urðu stórlhrifnir alf Metropolis og
Hitler sagði um Gyðingiinin Lang:
„Þessi maðuir skal gera kvi'k-
myndir nazismans" og bauð hon-
um forstjórastöðu þýzka kvik-
myndaiðnaðarins. En Lang hafði
vit á að flýja úr landi. Metropol-
is var síðasta expressjónistamynd
hans.
Citizen ''Cane, eða Stóri maður-
inn verður sýnd í nóvember.
Bandarísk mynd gerð 1941 undir
stjóm Orson Welles. Þetba
fyrsta kvikmynd sem Welles
gerði, tuttugu og fimm ára gam-
all og leikur hann sjálfur í
myndinni.
Síðast er að nefna Bláa engil-
inh með Mariene Dietrich í aðal-
hlutverki. Kvikmyndin var gerð
1930 og er leikstjóri Josef van
Stemberg. Þá er í ráði, að fá
nokkrar júgóslavneskar teikni-
myndir sem sýndar yrðu sem
aukamyndir.
I stjórm Kvikmyndaklúbbs MR
í vetur eru Viðar Víkingsson,
fbrmaður, * Baldur Andrésson og
Þorvaldur Gunnlaugsison.
Orson Welles í hlutverki sínu í Citizen Kane, eða Stóra manninum,
sem Kvikmyndaklúbbur MR sýnir í vetur.
Ásmundur Jóhannson bóndi
Minningarorð
Þann 7. október sl. lézt í
Stykkishólmssþítala Ásmundur
Jóhannsson bóndi á Kvemá í
Eyrarsveit, eftir langvarandi
veikindi, nærri 84 ára að aldri.
Hann var fæddur 27. septem-
ber 1884 á Kvíabryggju í Eyrar-
sveit, sonur hjónanna Höllu
Jónatansdóttur yfirsetukonu og
Jóhanns Dagssonar, er siðar
bjuggu á Kvemá.
Þótt hlutskipti bóndans yrðu
að miklu leyti örlöig Ásmundar,
mun hugur hans hafa snemrna
hneigzt til sjómennsifcu, því þeg-
ar undirritaður í þemsfcu var
allhandgenginn honum og bans
nánustu, fór efcki milli mála að
þessi maður, þá ungur,.og glæsd-
Leiðrétting við biaðafrétt
• Hema ritsjóri.
Hinn 5. þ.m. þirtist á fonsaðu
í Þjóðviljanum frétt með fyrir-
sögninni „Þrettán manns sagt
upp hjá Áfengis- og töbatos-
verzlun". Siðan segir omðrétt í
blaðinu: „Um þrettán manns
hefur veorið sagit upp störfum
hjá Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins. Fékk tfólkið skriflega
uppsögn um síðustu mánaða-
mót með þriiggja mánaða fyrir-
vara, og er. þessu fólki þannig
ætlað að hætta um næsitu ára-
mót. Allt þetta fóttk er yfir
sextíu ára gamált, en hetfur
ekki náð sextíu bg fimm ára
áldri nýtur sumt a/f þessu fólki
ekki lífeyrissjóðs frá rikinu“.
-------------------------------------4>
Verð ákveðið á
Suðurlandssíld
A fundi Verðlagsráðs sjávamit-
vegsins. 8. þ.m. varð samkomulag
um eftirfarandi lágmarksverð á
síld veiddri sunnan- og vestan-
lands frá 1. september til 31. des-
ember 1968.
Síld í n i ðursu ðuvexksmi ðj ur,
hvert kg. 1,87. Verð þetta miðast
við nýtanlega síld. Síld ísvarin
til útflutnings í skip, hvert tog.
1.87. Verð þetta miðast viö kaup
á sildinni upp til hópa.
FLOKKURINN
Félagar, munið að skrifstofá
félagsins er opin kl. 10-12 f.h. og
kl. 5-7 e.h. — Sími 17510.
SÓSÍALISTAFÉLAG
REYKJAVÍKUR.
Þar sem hér er mjög hallað
réttu máli, viljum vér fara þess
á leit að blað yðar birti á for-
síðu leiðréttingu við umrædda
frétt, svo að hið rétta metgi
koma í ljós.
Um síðustu miánaðamót var 15
manns (ekki 13 einis og Þjóð-
viljinn segir) sagt upp starfi
hjá Áfengis- og tóbaksverzlun
ri'kisins frá næstu áaiamótum
að telja. >
Enginn af þessum mönnum er
undir 70 ára aldri, meðalaldur
73 ár.
A yfirsitandandi ári hafaver-
ið gerðar ýmsar breytinpar á
áfengisdeildinni til hagræðing-
ar og spamaðar í refcsitri fyrir-
tækisins. M.a. má nefna aðhætt
hefur verið við verðmeikinigar
margra tegundia sterkra dirykkja,
svo og merkingu margra teg-
unda með nafni fyrirtækisins.
Fer sú merfcims nú fmam hjá
seljendum, Á.T.V.R. að kostn-
aðarlausu. Við þetta sparast
margra \ manna vinna.
A næsita ári verða einnig
teknar í notkun vélar, sem þeg-
ar eru komnar til landisins, til
áfyllingar og þvbtta, einnig það
hefur í för með sér spamað á
vinnuaifli.
Þar sem sýnt var að meö
hinu nýja fyrirkomulagi yrði
ekki þörf fyrir sama fjölda
starfsmann.a sem áður, þótti
eðlilegast að segia upp þeim
starfsmönnum, sem komnirvoru
yfir sjötugt, þótt það sé engan-
veginn siársautoallaust.
Að sjálfsögðu verður eitthvað
af mönnum ráðið í stað þedrra,
er láta af störfum um n.k. ára-
mót, þó þelr verði nokkru
fæm en fyrir voru.
JVTeð þöfck fyrir biirtinguna.
Jón Kjartansson. i
legur, gat valið á milli skiprúimia,
sakir ágætis síns sem liðsmaður
á sjó. — Það átti og fyrir hon-
um að liggja að hafa skipstjóm
á hendi um árabil bæði á segl-
skipum og vélskipum.
Umgur kvæntist hann Stein-
unni Þorsteinsdóttur frá Gröf í
Eyrarsveit mestu ágætiskonu. í
löngu og farsælu hjón-abandi
varð þeim 9 bama auðið, og eru
6 þeirra á lífi. — Konu sína
missti Ásmundur fyrir tæpum
fjórum árum Það var mikið
áfall fyrir bónda og bamings-
mann með áttatíu ár á baki.
Sá sem þetta ritar á margiar
og hugþeikkar minningar frá
kynnum sínum af þessum hjón-
um, þegar nðeins stutt bæjarleið
var á tmlldi okkar, óg man góð-
leik þeirra og glaðværð gagn-
vart óhörðnuðu uugviði og síðar
gestrisnl þeirra og tryggð, þeg-
ar mig bar að garði þeirra sem
gest, á ferð um fomax slóðir,
en framhjá Kverná var sjaldan
farið án þess að staldra þar við,
á meðan þau voru þar bæði.
Vart mun ég stilla mig um að
korna við á Kvemá, hversu ‘oft
sem auðnan leyfir mér enn að
eiga leið um bemskustöðvar
mínar þar vesiur, því enn á ég
þax vissulega vinum að mæta.
— Þó piun ekfci þessi staður
verða samur sem áður í vitund
minni og tílfinningu, eftir að
þau hjónin Stein-unn og Ás-
mundur eru bæði horfin.
Jón Rafnsson.
RAZN0IMP0RT, M0SKVA
RUSSNESKI HJOLBARÐINN ENDIST
Hafa enzt 70.000 km akstui* samkvamt
vottoröl atvlnnubllstíöra _
Fæst h)á tlestum hjölbarðasölum á landinu
Hverai laagra verfi ^
A/é&Æif
SÍMI 1-7373
TRADING
CO.
HF.