Þjóðviljinn - 24.11.1968, Side 6

Þjóðviljinn - 24.11.1968, Side 6
0 SlÐA — E>JÖÐVILJINN — Surmudagur 24. nóvember 1968. Lamlvarnaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon. Bandarlski rlfhöfundurlnn Narman Mailer hefur skrifoð bók um mótmœlaaSgerS gegn sfríSinu i Viefnam Hisrun 21. október í fyrra söfm- uðust um sjötíu þúsund manns við minnismerki Linc- olns í Washingfon og héldu þaðan í kröfugönigu yfir Arl- ington Memorial brú að Pentag- on til að mótmæla hinu siðlausa og óverjandi stríði Bandaríkj- amna gegn þjóðinni í Vietnam. Markmiðið var að komast inn í sjálfa byggmguna og sýna þar æðstu embættismömmum rikis- stjórnar og hers þunga almenn- ingsálitsins gegn stríðimu. En mótmælendur voru stöðvað- ir utan við Pentagon. Voru þar fyrir hermenn, herlögregla og fallhlífalið í stórum stíl, og þús- und manms voru bandteknir. Kröfugangan hafði verið leyfð, en var síðan opinberlega for- dæmd og harðlega gagnrýnd í blöðunum. Rithöfundurinn Norman Madl- er var einn af forystumönnum gömgummar og hann var einnig handtekimn. Nú hefur hann Skrifað bók um þemnam atburð: Armies of the night: History as a Novel, the Novel as Hist- ory. Skilgreining á bandarísku samfélagi og veikleikum þess sem leitt hafa til stríðsins í Vi- etmam er bæði skörp og djúp- tæk varðandi eðli kapítalisma og tækni og um þá mammgerð, sem þróaðasta ríki veraldar mótar, iðnjöfra, skriffinna og hermenn sem dýrka gróða, ár- amgur og sigurvinnimga á sið- spillandi hátt. Forystumenn í Bandaríkjun- um nú á dögum eru af mann- gerð þeirri sem nefnd er „the corporate man“, menn sem lifa algerlega fyrir þá „corporati- on“ eða fyrirtæki sem þeir starfa við. Bandaríkin eru nú algarlega í höndum hinma stóru iðn- og fjáirm'áilafyrirtækja, sem hafa útibú um allar trissur og valda- kerfi ríkisstjómarinn'ar er ekk- ert mótvægi, heldur þvert á móti sérstök „corporation“. Vamarmálaráðuneytið, Pent- agon, er í beinum tengslum við tæikniiðnaðinn, sem nærist að mitklu leyti á vænum siamning- um við hinar .ýmsu deildir hers- ins og árangurinn er gríðarleg samtök, hinn svonefndi „milit- ary industrial complex" (hem- aðar- og iðnaðarsamsteypan). sem Eisenhower sjálfur varaði við, er hann lét af embætti forseta. Hér er um volduga valdasam- steypu að ræða og gróðahags- muni, sem eru yfirþyrmandi og komnir eru undir stöðuigri her- væðingu og stríðsrekstri. Hemaðariðnaðurinn og at- vinnulífið hafa engan tilgang annan en gróðasöfnun og ár- angurinn er það sem Maáler kallar „technology land“, sið- menningarform, sem er andlega og líkamlega skaðvænlegt fyrir manneskjuna. Á hinu andlega sviði er markmiðið stöðlun og einstefma og á þessu sviði er sjónvarpið bezta vopnið. Hin innantómu skemmtiatriði hafa áhrif í ætt við eiturOyf og eru sijóvgandi, j afnframt því sem vel gerðar og endalausar auglýsingar hafa smárn saman þau áhrif að full- vissa fólk um og festa í því kreddur velferðarheimspekinn- ar og neyzlu. Skollaeyrum er gersamlega skellt við því, að þær standast ekki í raunveruleikanum og vandamálin og taugabilanir fara vaxandi með hverjum deginum. Líffræðilega kemur eyðilegg- ingin vel í ljós í hinum stór- felldu mengunarvandamálum: flest stærri fljót í Bandaríkj- unum má nú þegar telja skolp- leiðslur vegna memgumar frá iðjuverum, og andrúmsioftið sjálft verður stöðugt memgaðra af eitruðum lofttegundum. Jafn- framt er sérstökum efnum, sem auka vaxtarhraðann, sprautað í plömtur og tré. Matvöirur á markaðnum eru einnig gervi- framleiðsia, pakkaðar í öskj- ur eða plastumbúðir og fullar af alls konar gerviefnum. að er þessi siðmenning og ríkisvaldið sem hún leiðir af sér, sem Mailer ræðst gegn og rök hans eiru að bandarískt samfélag stefni óhjákvæmilega til einræðis, þó einstefmam líði fram óbeint og löturhægt. Nýtízkufyrirtæki krefj ast þess að allt sé straumlínulagað og í góðu lagi, líka menmimir, og þess vegna er reynt að eyða öllum ótryggum þáttum, öllu sérstæðu skaplyndi og fjöl- breyttu tilfimningalífi. En með því að berjaist gegn slíkum hlutum er ráðizt að manminum sjálfum. mennimir í fyrirtækjunum eru ailtaf með orð svo sem „frelsi", „einstak- lingshyggja" og „örygigi“ á vör- um, þegar rætt er um markmið þeirra, en í Ijósi raunverulegra aðstæðma eru þetta orðin tóm. Ágóðasóknin og krafam um góð- an árangur vinrna gegn mö'gu- leikum í frjálsu vali, bví að aðr- ir kostir eru að hverfa. Það öryggi, sem byggt er á stöðu.gt vaxandi hervæðingu, getur ekki verið annan en tál- sýn. Og lýðræðið sem enn er haft fyrir hugsjón er orðið þýð- ingarlaust í kerfi þar sem val- ið stendur á milli Nixons og Humphreys, tveggja tækja „corporation land“. fyrirtækja- lamds. Mailer litur á sjálfan sig sem málsvara hinnar sönnu barnda- rísku einstaklingshyggju og frelsis, og það er eðlilegt að hann lýsi yfir að hans eigið svar við stríðinu í Vietmam birtist fyrst og fremst í ritstörfum hans. Þess vegna var hann í upphafi heldur ófús til að taka þátt í kröfugöngunni í Washing- ton, þar sem það mundi draiga úr vinnu hans, en hann lét und- an. Armies of the night lýsir ferðinmi til höíuðborgairinnar, samkvæmunum og fundum fyrir kröfu’gömiguna, sérstaklega stór- um fundi í Ambassodar Theat- er, og sjálfum átökunum við yfirvöldin. Hér sýnir Mailer frábæra hæfileika sin'a í lýs- ingum á stöðum og mömnum og glöggri skilgreiningu á fólki og atburðum. í bók hans eru for- göngumenn kröfuigönigunniar eins og lif andi og hugtækar per- sónur úr skáldsögum. Meðal þessara manna finnum við fjöldann allan af fremstu listamönnum og menmtamönnum Bandaríkj- anna. Hér hitum við hið al- þekkta skáld Robert Lowell af hinni gömlu og frægu Lowell- ætt í Boston, prestinn við bá- skólann í Yale. William Slo- ane Coffin, sem nú hefur ver- ið dæmdur fyrir að hvetja til virkrar andstöðu gegn her- skyldu, og hinn heimsfræga bamalækni dr. Benjamin Spock, sem var dæmdur ásamt Sloane. Hinn þekkti félagsfræðinigur og kennari Paul Goodmam var með, hann er einm þeirra sem hafa hvað greimarbezt sannað hvað bandarískir háskólar eiga mikið undir iðnaðinum, land- varnaráðuneytinu og CIA, og hefur hann beitt sér fyrir rót- tækum endurbótum á háskóla- kerfinu, sem stefna að því að veita þeim aftur frelsið, sem þeir hafa tapað. Goodman hef- ur haldið ræðu í The National Security Industrial Association. samtökum hemaðariðniaðarins. þar sem hamn kallaði meðlim- ina „hættulegustu menn ó vor- um dögurn". Hinn heimsþekkti málvísinda- heimspekinigur Noam Chomsky tók þátt í göngunni og hafnaði ásamt Mailer í fangelsi. Að'alskipuleggjendur göng- unmar voru David Dellinger, rit- stjóri tímaritsins Liberation. sem túlkar skoðanir friðar- sinna, og Jerry Rubin, einn leið- toga hiims svonefnda „New Left“, sem eru heldur skipulags- lítil róttæk samtök í tengslum við stúdentahreyfinguna Stud- ents for a Democratic Society. róttækar hreyfingar blökku- manna og ýmsar hreyfingar sem hallast meira eða minna að hippíum. Mailer gerir greinarmum á „Old Left“ og New Left“ (gömlu og nýju vinstrihreyf- ingunmi) og sýnir fram á að mikið djúp hefur myndazt milli hinna gömlu bandarísku frjáls- lyndismannia og ungra vimstri- manna. Hinir görnlu voru fyrst og frernst undir áhrifum banda- ríska kommúnistaflokksims og unnu að áþreifanlegum endur- bótum innan kerfisins. Frá því á fjórða óratugnum hefur verið gengið að mörg- um kröfum þeirra og ný mót- mælahreyfing er sprottin upp og hún vísar gjörsamlega og afdráttarlaust á bu-g bamdarísku samfélagi og stjómarstefnu. „New Left“ er skyldara stjómleysisstefnu en kommún- isma og talsmenn nýju vimstri- hreyfingairinnar skírskota til eldri stjórnleysis- og byltimga- hefða Bandaríkjamamnia. Hetj- ur þeirra eru bandarískir ein- staklingshyggjumenn, sem frægir eru í sögumni, imdíánar og frumbyggjar, já meira að segja bandarískir hermenm sem börðust gegn ensku nýlendu- stefnunni í sjálfstæðisbarátt- unrni. Eitt sinn er Jeiry Robins mætti sem oftar í yfirheyrsi- um hjá óamerísku nefndinni var hann klæddur einkenmis- búningi bamdarískra hermanna frá því í lok átjándu aldar. Ein afleiðing þess að ekki er hægt að heimfæra sovézkan eða kínverskan kommúnisma upp á bandarísk vinstriöfl nú á dög- um er sú að FBI lendir í nýjum aðstæðum er taka skal afstöðu til þessarar hreyfingar. J- Edgar Hoover og flokkur hans eru læstir fasfir í hug- tökum svo sem njósnir og neð- anjarðarstarfsemi, og vita því ekki sitt rjúkandi ráð er þeir stamda frammi fyrir siíkum fyrirbrigðum eins og Jerry Robims, sem mætti við aðra yf- irheyrslu nakinn að ofian, með sk’Otbelti með ekta kúlum og leikfamgabyssu. Stalín og Krústjoff voru eitt, en Robim og Che Guevara eru annað. Það er staðreynd að ekki var hægt að sýna fram á að eim- stök pólitísk siamtök stæðu að baki Pentagonigöm-gunmar. Það voru mjö'g m'argvísleg samtök sem stóðu að göngummi og eiga þau mörg ekkert sérstakt sam- Róbert McNamara, þáverandi landvarnaráðherra í glugga Pentagon, er gangan nálgaðist. eiginlegt anmað en fullvissun'a um að Vietnamstríðið er sið- laust. Til að mynda- voru þarna full- trúar margra safmaða og kvennasamtökin Women Strike for Peace undir stjóm Dagmar Wilsom. En allur fjöldi þátt- takenda voru löghlýðmir borg- arar og fólk sem ekki verður kennt um öfga, þó fjölmiðlun- airtækin sæju fyrir þvi, að all- ur fjöldinn fengi aðeins að kynnast þeim viðburðum göng- unnar sem drógu að sér mesta áithygli. M ailer er hugf aniginn af því hvernig hippíar taka á vandamálinu. Leiðtogi þeirra, Abie Hoffman, fór fram á leyfi stjómiarvaldanna til að mynda lifamdi krans 1200 manna um- hverfis Pemtagon, og áttu þeir með bæn að skapa guðdómlegt afilsvið sem væri nógu sterkt til að lyfta byggingunni í 300 metra hæð og reka á brott illa anda úr henni. En það fékkst ekki leyfi til að hefja bygging- una hærra en svo sem hálfi- an metra. Síðan var mikil vakningar- samkoma haldin fyrir frarwan Pentagom. Hljómsveitin Fugs sá um tónlistina og góðir guðir flestra trúarbragða í heimi voru á- kallaðir þ.á.m. Allah, Jesú og Búdda í þeim tilgangi að reka út „hi-na algeru vél og bam henmar vetnissprengjuna". Einnig var þess beðið að vald ríki’Sstjóm'arinniar þjónaði hin- um eiginlega guði og sköpun hans og mynd, manminum. Boð- skapurinn var bæði kristimn og algildur, leitazt var við að end- umýja þá trú að maðurinn beri guð i sér og geti orðið fullkom- inn eins og Jesús sagði. Það er djúpstæð og ógnvekj- andi kaldhæðni í því, að það eru blómabömin, hinir ungu, sem samfélag okkar vísar á bu-g, sem taka að sér hlutverk spámannia á vorum tímum og vara við yfirvofandi reiði, þar sem hin opinbera kirkja aftur á móti leggur blessun sína yfir þjóðarmorðið í Vietniam. Nokkrir prestar hafa þó skor- ið sig úr og þeirra á meðal er hinn kaþólski faðir Hayes, sem sagði um tilgamg Pentagon- gömgunmar: „Við munum mynda mótmælasamfélag, sem tjáir gleði og trú á manninm og læt- ur hana í ljós á stað (Pemtagon) þar sem aðeins er umnið að fÍöldiamorðum“. Hæfileikj Mailers til að end- urskapa söguleg andartök þannig að mismunandi persón- ur stamda uPPi afhjúpaðar kem- Framhald á 9. síðu. Frá átökxxm utan við Pentagon í lok göngunnar. Nýjasta bók bandaríska rithöf- undarins Normans Mailer fjallar uim mikla kröfugöngu sem hann tók þátt í gegn stríðinu í Vietnam. Helge Normann Nilsen lektor í Oslo dregur í eftirfarandi grein upp pólitískt baksvið kröfugöng- unnar, skýrir frá reynslu Mailers og viðhorfi hans við stríðinu í Vietnam. Nortnan Mailer (þriðji frá vinstri) með vinum sínxun í Pentagongöng- unni. Robert Loweli er fjórði frá vinstri, Dagmar Wilson fjórða frá hægri óg dr. Benjamin Spock annar frá hægri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.