Þjóðviljinn - 19.01.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1969, Blaðsíða 1
Vinnings- númerin 23. desenmber sl. var dreg- ið hjá borgarfógetaembætt- inu í Reykjavík í • Happ- drætti Þjóðviljans 1968. . Elfitirtalin númer hjutu vinning: Nr. 5250: Bifreið, Skoda MB 1000. Nr. 7988: Húsgögn eftir vali fyrir kr. 25 búsund frá Hús- gagnaverzlun Helga Eyjólfsson- ar. Nr. 6849: Húsgögn eftir vali fyrir kr. 20 þús- und frá Hús- gagnaverzlun Ax- els Eyjólfssonar. Nr. 3421: Sama. Nr. 9995: Sama. Nr. 7606: Málverk ei'tir Jó- hannes Jóhann- esson að verð- mæti kr. 20 þús. Vinningshafar eru vin- samlega beðnir að vitja vinninganna ann8ð hvort til skrifstofu happdrættis ins í Tjamargötu 20, sími 17512, eða til skrifstoíu Þjóðviljans að Skólavörðu- stíg 19„ sími 17500. Þjóðviljinp bakkar öllum þeim mörgu sem stutt hafa blaðið með bví að kaupa rriiða í happdrættinu og óskar hinum heppnu vinn- ingshöfum til hamingju. VERKFALL SJÓMANNA Á BÁTA- FLOTANUM HEFST Á MIÐNÆTTI □ Á miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudagsins 20. janúar, hefst verkfall, sem öll sjómannafélögin í Sjómannasambandi íslands og: fleiri félög, sem með þeim hafa samflot, höfðu boðað, ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Nær verkfallið til alls bátaflotans suðvestanlands, á Snæfells- nesi og við Eyjafjörð. Q Verkfallsboðun sjómannafélaganna er gerð til að I v knýja á með sanngjarnar og sjálfsagðar kröfur sjómanna, en aðalkröfur þeirra eru sem kunn- ugt er frítt fæði um borð í bátunum og aðild að lífeyrissjóði jtogaramanna og farmanna. Kröfur þessar eru svo sjálfsagðar, ekki sízt ef haft er í huga að sjómenn á togurunum, o£ farskipunum hafa alllengi haft 'frítt fæði um borð og átt sér lífeyrissjóð, að sjómenn telja það óhæfu mikla ef þeir verða neyddir til þess að fara í verkfall á bátaflotanum í byrjun vertíðar til þess að knýja þær fram. □ Samningafundir um farmannasamningana eru þegar kafnir og var ann'ar samningafundurinn milli fulltrúa sjómannafélaganna og skipafélag- anna um þá samninga árdegis í gær í húsakynn- um Vinnuveitendasambandsins. Hafa farmenn fengið skell af gengislækkuninni vegna þess að þeir fá hluta af kaupi sínu í erlendum gjaldeyri. / * Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna Q Á miðnætti í nótt bætast við í verkfall auk sjó- / mannafélaganna þrjú félög skipstjórnarmanna Bókmenntaverðlaunum dagblaðanna úthlutað í gær, Kalldór Laxness hlaut Silfurhestinn í gær fór fram afhending hinna árlegu bók- menntaverðlauna dagblaðanna, Silfurhestsins, en þau eru veitt af bókmepntagagnrýnendum blað- anna fyrir „beztu bók ársins“- Að þessu sinni hlaut verðlaunin Halldór Laxness fyrir skáldsögu sína Kristnihald undir Jökli. Næst að atkvæðum var ljóðabók Hannesar Péturssonar, Innlönd. innan Farmanna- og fiskimannasambandsins, á Akureyri, Vestmannaeyjum og Akranesi. Q Þjóðviljinn hafði í gær saiAband við verkfalls- stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins, og taldi hún frám- kvæmd verkfalls vél- stjóra og skipstjóm- Frarahald á 2. síðu Halldor Laxne&s Krátnihald umdir Jökli hefur verið mikið lesin og rædd síðan þessi nýjasta sikáldsaga . Laxness kom út og hefiur hún selzt í stærra upplagi en dæmi enu til um ísienzk skáldverk þau er alvarlega verða tekin. Þetta var í þriðja.sinn að Silí* urhestinum er útihlutað, og gerði Jólhannes Jóiiannesson gripinn sem og i fyrri tilvikum. Hand- hafi hans er þannig fundinn, að hver fimm gagnrýnenda dag- blaðanna greiðir þrem bókum atkvæöi þeim , er hann telur ágætastar að bókmenntalegu gildi, hinni fyrstu 100 atkv., næstu 75 og þriðju 50. AMjs hluibu sex hækur alikvæði m " ■ Sojús 5. lauk för sinni í gærmorgun heilu og höldnu ■ MOSKVU 18/1 — Sovézka geimfarið „Sojús 5.“ lenti í morgun mjúkri lendingu í norðurhluta Kazakstan í Sovétríkjuinum og var stjómahdi geimflarsins, Boris Voljnof, við beztu heilsu. Lenti geimfarið um kl. 8 að íslenzkum Lendingin gekk í öllu sam- kvæmt áætliun og var Voljnof fagnað af visinda- mönnum, fréttamönnum og vinium, er hann steig út úr geimfarirau. Með þessari velíhesppnuðu geimför og tenginigu geim- skipanna úti í geimnum hafa sovézkir vísindamenn og geimfarar unnið mik- inn vísindalegan sigur og náð mikilsverðum áfanga að því marki að koma upp mannaðri geimstöð á brauf urhhverfis jörðu. Frannhaild á 2. síðu Sunnudagur 19. janúar 1969 — 34. árgangur — 15. tölublað. Almennur fundur á Selfossi í dag Æskulýðsfylkingin efnir til almenns fundar í dag kl. 3 sd. að Hótel Selfossi (veitingasalnum) og er um- ræðuefnið: Hvers vegna verður að fella rikisstjórn- ina? Ræðumenn: Hagnar Stef- ánsson og Vernharður Einrv- et. * F'undarst.ióri: Birna Þórð- ardóttir. Á fundinuim verður svar- að spumingum um starf- semi Ægkulýðsfylkingar- .. innai'. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Æskulýðsfylkingin. Krafa almennings er: Tafarlqusa samnlnga v7ð sjómennina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.