Þjóðviljinn - 08.02.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.02.1969, Blaðsíða 1
SUÐURNESJABLAÐ □ Á morgun, sunnudag kemur út með Þjóð- viljanuan sérstakt aiukablað um Suður- nes, sextán síðuir að stærð. □ Af efni blaðsms má riefna heyrt og séð í Keflavík á vetrardegi, viðtal við grind- vískan smið, heimsóknir i skipasmíða- stöð í Njarðvík, og álverið í Straumsvík, smásöigu eftir Ulfair Þormóðsson, rifjað- air eru upp þjóðsögur og kveðskapur. Blaðið er ríkulega myndskxeytt. <$>------------------------ Mörg þúsund Reykvikingar á úfifundi i gœr: Hef ja sókn gegn neyðinni, ranglætinu og fjandsamlegri stefnu stjórnarinnar □ Fleiri þúsund Reykvíkingar komu saman á úti- fund á Austurvelli í gærdag þrátt fyrir brunagadd og mótmæltu eindregið kjar^skerðingu og atvinnu- leysi, jafnframt því sem fundurinn krafðist þess að stjórnin segi af sér, efni til nýrra kosninga og veiti þjóðinni rétt til þess að velja sér nýja forystu. □ Á fundinum sýndi reykvísk alþýða ríkisstjórn- inni hug sinn, þegar um sex þúsund íslendingar ganga atvinnulausir, sviptir lágmarksmannréttind- ! um. Ekki er minnsti vafi á því að voldug mótmæli reykvísks verkafólks í gær munu á næstu dögum og vikum bergmála um allt land,'þar sem fólk á í höggi við afleiðingar fjandsamlegrar stefnu ríkis- stjórnarinnár í efnahagsmálum. ■ Útifundurinn hófst stundarfjórðungi áður en alþingi kom saman í fyrsta sinn eftir jólaleyfi og var ályktun fundarins afhent formönnum þingflokkanna að útifundi loknum, en Eðvarð Sigurðsson kynnti ályktunina utan dagskrár á þing- inu svo sem frá er greint annars staðar á síðunni. Fondurínn á Auisturvelli hótfst í gær kl- 1.45 og þá þegar voru þúsundir Reykvíkinga kominir til fúndarins þrátt fyrir hörkufrost, en 12 stiga frost var í Reykja- vik klukkan þrjú í gær. Á fund- inum var launafólk úr öllum starfsgreinum og skólafólk í stórum hópum, Enda haifði fólk verið kvatt til þess að fjöl- menna á fundinn með dreifi- miðum í skólum og á vinnu- stöðum. Ræðumenn og fundarstjóri fluttu ræður sínar aif vörubíls- palli er stóð við norðvesturhom vallarins. Á borðum beggja vegna stóðu kjörorð fundarins: „Burt með atvinnuleysi“ og „Gegn Ujaraskerðingu“. Eðvarð Sígurðsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar setti fundinn fyrir hönd Æund- arboðenda, Dagsbrúnar og Tré- srriiðafélagsinis, en mörg önniur verkalýðsfélög höfðu hvatt félaga sína til þess að fjölmenna á úti- fundinn. Tveir ræðumenn voru á fund- inum, þeir Jón Snorri Þorleifs- son, fonmaður Trésimiðaiféilags Reykjavíkur, og Guðmundur J- Guðmundsson, varaiformaður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar. Ræða Jóns Snorra Jón Snorri Þorleifssom flutti fyrri framsöguræðuna t>g benti hann á í ræðu sinmi að Bygg- ingarsjóður ríkisins heifði á síð- asta ári haft 200 miljónir króna minni ráðstöfunartekjur heldur en áður og nú ætlaði ríkisstjóm- in að fá húrraihróp fyrir loforð um 100 miljónir króna! Á sama tíma em 20—25% byggingariðn- Framhald á 3. siðu -----------------------------------<$> :;í;ó:':í;0::S;sí:í iivíS-5: mmw':ooo •. ,•> * t: j MikiU mannfjöldi var samankominn á útifundinum á Austurvelli í gaer, Lúðvík Jósepsson kváddi sér liljóðs utan dag;skrár á Alþingi í gær. Þingmönnum flutt ályktun verka- mannafundarins á Austurvelli ■ Á fyrsta fundi Alþingis eftir þinghlé, sem haldinn var í gær samtímis því að mörg þúsund verkamenn mót- mæltiu á Austurvelli atvinnuleysi og kjaraskerðingu, kröfðust Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson þess að almennar umræður yrðu hafðar tafarlaust á Alþingi um atvinnuleysismálin og úrræði í þeim; að sjómanna- deilan yrði leyst og ríkisstjórnin stofnaði ekki á næst- unni til nýrra stórfelldra launadeilna um verðtrygg- ingu kaupsins. ■ Síðar á fundinum flutti Eðvarð Sigurðsson Alþingi álykt- un verkamannafundarins á Austurvelli, og varaði ríkis- stjórnina við áfrtamhaldandi seinagangi í atvinnuleysis- máJunum. Á dagskrá fyrsta fiundar Al- þingis eftir „jólaleyfi" var ein- tmgis edtt máll, nannsókn sam- einaðs þings á kjörbréfi Jónasar Jónssonar, varaimanns Fram- sóknarf.lokk.sins í Norðu Hands- kjördætmi eystra, en Gísli Guð- mundsson hafði boðað veikinda- funflöOiL Það mál vair fHjótlega I afgreitt að vanda og kosningin J tekin gild og k.iörbréfið sam- þykikt með samhljóða atkvæðum. □ Alvarlégt ástand. Funduririn hefði \ekki orðið lengxi esE I.úðvik Jósepsson for- | niaðui- þingflokks Álþýðubanda- 1 Framihald á 3. sdðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.