Þjóðviljinn - 09.02.1969, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.02.1969, Síða 8
g SfBA — ÞJÓÐVTLJINN — Suwrvudagur 9. Éebrúar 1969. Gilbert Phelps Astin allrafyrsta 23 legt; það undirstrikaði sýningar- gripina eins og þeir væru högg- myndir á listasafni og tróðst inn í hvem krók og kima eins og engisprettuflokkur. Það dansaði t>g flögi-aði yfir landbúnaðai’vél- unum, svo að áhonfendur urðu að bera hönd fyrir augu. Það setti gyllta díla á skorpurnar á stóru, kringlóttu brauðunum, ný- bökuðum kökum, hunangskrukk- unum og smjörkökuimitn. Rauðir Herefordnautgripir og jarpir á- burðarhestar glóðu í sólinni. Yf- ir geiturnar lágu langir. glitr- andi gullþræðir. Bleikgulur lit- urinn á slegnu ökrunum endur- speglaðist í hálmbingjunum, silkimjúkum hófskeggjum hest- anna, sauðunum sem voru svo vandlega þvegnir að ullin minnti á sápufroðu og í ljósum bringum fjárhundanna. , Ef þau héldu áfram að ganga, hugsaði - Alan meðan þau gengu um sýni.ngarsvæðið, myndu þau þramma beint út í þennan bláa og gullna óendanieik. Hann hugsaði um heystakkaguðsþjón- ustuna sem stóð fyrir dyrum. Sýningarsvæðið minnti á altari. Landbúnaðarverkfærin og skepn- urnar, borðin með ávöxtum og grænmeti og búvörum og allt fóikið sem geklt fram pg aftur um þetta mikla svæði, sem náði vfir megnið af sléttunpi ofaná Denton hæð, lyftist í átt til him- inhvolfsins eins og risafóm. ■ Amma Alans vildi fá tebolla. Riddarahöfuðsmaðurinn fór með þsnj„.í rauðröndótt tjald sem var á stærð við dómkirkju. Hann | skildi við þau hjá^in.nganginum ] til að athuga hvernig gengi með’ | Ernest frænda og Eldflugu. Þeg- ar hann tók hönd sína úr hendi Alans var hún enn jafn svöl og þurr. Inni í tjaidinu komu þau HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsiustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Sími 42240 Hárgreiðsla. Snyrtingar Snyrtivörur. Fegrunarsérfræðingur á staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III hæð (lyfta) V Simi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsehda 21 SÍMI 33-968 auga á Blounthjónin. Frú Blount veifaði til þeirra og þau settust hjá henni við eitt af bráðabirgðaborðunum. Kjóllinn hennar hafði orðið læpulegur í hitanum og á hálsinum á henni voru rauðir dílar. Herra Blount sat alveg upp við boröbrúnina eins og hann yrði að styðja sig við hana. Charlie ömmubróðir, faðir Alans og frændinn frá Kanada — sem sagðist hafa gleymt að taka með sér peninga — fór í röðina til að sækja veitingar. Hin sigu feginsamlega niður á bekkina. Þau voru löm- uð af hitanum og hávaðanum. Gustur af enn heitara lofti barst öðru hverju til þeirra frá stóm kopartekötlunum. Borðin vom tfiull aí tómum bollum, disk- Um og pappír. Gufustrókar stóðu upp 4 loftið hér og þar, þar sem einhver hafði hellt niður tei. Á borðun'^m vom flekkir af bráðnu smjöri. Brauðmoiar urðu grjót- harðir næstum um leið og þeir duttu niður. Æstar vespur suð- uðu yfir matarleifunum. 1 gras- inu höfðu myndazt stígar, sem líktust fiárgötum. Þeir sem lágu’ að afgreiðsluborðunum voru nið- urtraðkaðir, en stígarnir milli borðanna voru mýkri. Meðfram tjaldveggjunum var grasið enn hátt, en það lyppaðist niður í hitanum og lyktin af því var eins og af ofþufrkuðu heyi. Tjaldveggirnir voru heitir við- komu og bunguðu Inn, íþyngdir af sólinni. Loksins komu karlmennimir aftur og brátt var ský yfir borð- inu frá teinu sem var dökkt eins og síróp og frarm-eitt- í bollum, sem voru svo þykkir að það hefði mátt halda aö þeir kæmii úr grjótnámi. Smurða brauðið vatt upp á sig og smjörið sökk inn í brauðið eins og olífuolía. Jafn-vel formköku.sneiðarnar urðu harðar í jaðrana áður en þau gátu komið þeim niður. Molly og Viktor komu að borðinu. Þau vom setzt áður en Glad frænka myndi etti r ó- hlýðni Móllyar. Hún setti boll- ana frá sér svo að glumdi í. — Hvernig vogarðu þér að ó- hlýðnast mér? — Mér þykir það leitt, mamma. — Leitt, sei, sei! Að laumast aftur inn í húsið um leið og ég var búin að snúa í þig bakinu! — En mamima, ég verð þó að fá að nota kjólinn fyret ég var búin að kaupa hann! — Að fara svona á bak við mig! —- Það var mér að kenna, greip Viktor fram í. Hann hörf- aði undan þegar Glad frænka hvessti á hann augun. — Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við! En hún sendi honum viðurkenningar- augnaráð. — Ég skal aldrei gera það oft- ar, mamma, sagði Molly í bæn- arrómi. — Bkki nema það þó! Og að sjá útganginn á þér! Molly ók sér til í kjólnum svo að hann virtist síðari. Alan tók eftir því að það voru rákir þvers og kmss á öðru hnénu, þar sem hún hafði kropið í grasinu. — Heyrðu mig nú, mamma, sagði hún. — Við skul- um vera vinir. — Þú sk-alt ekki halda að þú getið snúið mér um litla fingur- inn á þér, sagði Glad frænka, tók veskið sitt og stikaði í átt- ina að útganginum; vespa sem hafði verið að kanna nefið á henni, suðaði illilega og elti. Þau risu á fætur og gengu út úr tjaldinu. Glad frænka gekk á undan þeim að afgirta nvæðinu þar sem hrossaveðhlaupið átti að fara frarn. Umihverfis svæðið vom segldúksveggir. Sólin tróðst gegnum saumana, gerði alls staðar dálitlar gullsprengingar og breytti striganum í gulldúk. Stengurnar. sem hann var fest- ur í og .áhorfendapallamir vom úr nýjum, ómáluðum viði á lit- inn eins og smjör. Glad frænka sýndi hreykin miðana sem veitti . þeim aðgang að pallinum sem I var frátekinn fyrir vini og ættf j ingja þátttakenda í hlaupinu. j Þau horfðu á fyretu atriðin: I hljómleika riddaraliðshljómsveit- arinnar; sýningu á áburðar- hestum með blómsveiga um enn- ið og rauða hvíta og bláa borða fléttaða í taglið; ^hópsýningu á reiðhrossum; keppni um titiiinn „glæsilegasta reiðkonan"; keppni um verðlaun fyrir bezt hirta fol- ann og fallegasta vagninn; og loks ,,sögu§ýningu“ með gömlum búningum. Á undan fór risastór grár hestur með dóttur eigand- ans á bakinu — öll fjölskyldan hefði komizt þar fyrir. Hún var klædd í herklæði úr pappa og átti að tákma Jóhönnu af örk. Loks var tilkynnt keppnin um Denton bikarinn. Undanfar- in ár höfðu Alan og Meg ekki skilið neitt af því sem fram fór. .Meg hafði misst áhugann þegar hún uppgötvaði að valns- gi-yfjan var biekking. Hún hafði séð einn reiðmanninn lenda í miðri gryfjunni og brölta uppúr aftur. Hún hafði - veriö sannfærð um að hestur og knapi myndu hverfa og koma aldrei upp aftur, en hið éina sem gerðist var smá- j vegis gusugangur. Hlaupið var I eitt af þessum háværu, ruglýigs- legu skemmtumum sem fullorðið fólk heifur geysilegt dálæti á og vill endilega draga börnin með á. En Alán uppgötvaði sér til undfunar að áhugi hans var tek- inn að vakna. Farið var að greið- ast úr enn einni flækju. Það var eins og glerrúða hefði verið settí hurð, þannig að hann gæti séð inm í herbergið hinum megin. Lengra burtu voru fleiri slík herbergi, vissi hann; umjhugsun- in fyilti hann í senn efitirvænt-' ingu og kvíða. Eldflpga hljóp marga hringi án þessl að gera nokfcra skyssu. Fullorðna fólkið klappaði ákaf- lega. Glad frænka fylgdist með hverri hreyfingu. 1 hvert sinn sem Ernest frændi nálgaðist hindrun, hnipraði hún sig sam- an á sætisbrúninni og þandi alla vöðva, á úrslitastundinni teygði hún úr sér og slengdi fram hendinni sem hélt á skemmti- skránni. Hún rakst í sífellu á fólk sem sat fyrir framan hana og hún hætti uppBrópunum sa'n- urn sem snöggvast til að láta í Ijós kurteislegar afsakanir. — Stattu þig, Emie. Jæja, ertu þá kominn. Viðbúinn. Tilbúinn!.... Svona! Upp!.... Æ, ég bið inmi- lega afsökunar... Varlega. Var- lega nú! Stilltu þig, asninn þinn. Það væri eftir þér að eyðileggja allt saman... Fyrirgefið... Öóó! Svona já! Yfir með þig! Upp!... Mér þykir þetta mjög leitt... Þegar æsingurinn var að bera Alan ofurliði, þá sneri hann til höfðinu og honfði á Glád frænku í staðinn. Eftir einn gallalausan hring, klöppuðu allir áhorfendur. Glad frænka rétti úr sér og leit í kringum sig með góðviljuðu brosi. — Lítið á hana. Er þetta ekki stónkostlegt hross? hrópaði einhver í giænndinni. — Og hvað um mannimn sem situr hanm? sagði Glad frænka upphátt. Og Eldfluga var líka stórkost- leg. Það var unun að sjá hana svífa yfir grindurnar með fram- fseturna dregna upp undir sig, aftuffæturna langt út í loftið og blaktandi tagl. Emest frændi var álútur á hestinum og það var eins og líkami hans væri, alveg þyngdarlaus: hann hófst og hneig í takt við hreyfingar hrossins eins og hánn væri hluti af skrokknum. En Alan sá að ekki var allt eins og það áfcti að vera. Milli hringjanna stóð Blaðdreifíng Vantar fólk til blaðdreifingar í Hjarðarhaga — Háskólahverfi — Hringbraut — Langholtsveg. ÞJÓÐVILJINN Sími 17500 Látið ckki skemvndar karLöflur koma vdur í vonf skap. \o:ii) ('Ol.AI A’VS- karlöl'liuliitf SKOTTA — Pínupilsin eru nú ágæt þegar maður er að veirða o£ seimn i skólann... RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzt 70.000 km akslur samkvamt vottorðl atvinnubllstjúra Faest hjá flestum hjðibarðasttlum 41 landinu Hvergi lægra verð ^ flft^J TRADINC CO. HF. Trésmíðaþjónustan veitir húseigendum fullkomna viðgerða- og við- haldsþjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra. ásamt breytingum og annarri smíðavinnu úti sem inni. — SÍMI: 41055. ÚTSALA - ÚTSALA Ulpur, peysur. skyrtupeysur, skyrtur, terylenebuxur, stretchbuxur, taubuxur. Úrval af bamafatnaði. Einnig vinnufatnaði herra og dömuregnkápum. Verzlunin FÍFA. Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorrabraut) -----------r----- ÚTSALA Utsala stendur yfir Ó.L Laugavegi 71 Sími 20141. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.