Þjóðviljinn - 03.04.1969, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1969, Blaðsíða 7
t'imimtudagur 3. apríl 1969 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J Sjónvarps'hlustandi, sem ekki vill láta nafns sins getið, skrif- ar athyglisvert bréf í „Velvak- anda“ Morgunblaðsins 14. marz 1969 — uim sjónvarpsþátt þeirra Más Péturssonar og Halldórs Blöndals. Spurningu, sem Haill- dór lagði fram, fannst honum ekki glöggleiga svarað. Spurn- ingin var hvort ekki mundi teljast sanngjarnt að Islending- ar létu sér ekiki nægja að standa aðgerðarlausir og styðja sig við betlistaf, heldur sýndu að minnsta kosti þann vott af manndómi að lána Bandaríkja- mönnum eða Atlanzhafsbanda- laginu nokkra hektara af einsk- is nýtu hrauni á útskaga til þess að auðvelda vörn landsins. Þessi sjónvarpshlustandi hef- ur gerhugsað framtíð íslenzku þjóðarinnar eða öllu heldur út- slökkvun lífs á Islandi ef her- inn fer og enginn her er hér til átaka við skæðan óvin sem þessi hugvitsmaður hefur séð í draumsýn steypa sér yfir ís- land. Hann segir orðrétt í bréfinu: „Færi- nú svo, sem aílir ssemi- legir menn vona að ekiki verði. að Rússar teldu sér nauðsynlegt að ná vaidi á Skammbyssunni í Norður-Atlanzhafi og þar vseri engri vörn að rnæta gegm her- námi. eftir að Bandaríkjamenn hefðu verið látnir fara burt af landinu, hvað gerðist þá? Rúss- ar eru gáfuð þjóð og hernað- artækni þeirra vafalaust á háu stigi. Þedr létu sér því ekki yf- irsjást að færa. sér í nyt stað- setningu fiskveiðiflota síns við ísland ef þsir hyggðu á innrás. Til viðbótar væru svo hundruð ka.fbáta og hundruð stórra flug- véla. Líkt og Þjtó'ðverjar notuðu Quislinga sína í Noreigi gætu Rússar látið fimimtu herdeild sína á hnitmiðuðu augnabliki taka radar, útvarp og síma í sínar hendur og hernumið allar strendur landsins á fáeinum klukkutimuim. Næsta skrefið yrði svo væntanlega að taika a.m.k. annað hvert hús í bæjum og þorpum handa hernum í trausti þess að þá yrði síður varpað á hau atómsprengjum. Teknar yrðu a. »r op’ r. uerar byggingar og sjúkra-hús rýmd. Fliest fullhraust fólk, konur karlar, yrði tekið í nauðungai*- vinnu en lasburða fóSk, böm og gamailmenni flutt bui*t eitthvað austur á bóginn i hinum tómu skipum, kafbátum og flugvél- um. Þetta yrði augljó'Slegia gert til að spara vistir sem fyrir væru í landinu, en aðflutning- ar erfiðir eftir að innrásin væri hafin og Rússar sennilega ekki úr hófi viðkvæmir varðahdi að- búð fólksins. Barizt yrði í land- inu sennilega af fullri heift, Rússar berðust til síðasta manns eins og það er venjulega orðað, heldur en að sileppa Skamm- byssunni. En hætt er við að lítið líf yrði eftir í síðasta Islendingn- um að þeim leik loknum. Þjóð1- in þurrkuð út og landið eyði- sker, líkt og Svalbarði er nú.’ Þetta er orðréttur kafli úr bréfí þessa nianns og bið ég les- endur að afsaka að ég hef skrif- að niður hér þetta sóðálega plagg þetta er þó birt í má'lgagm ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og maður þykist þekkja stflsimát- ann og innrætið. Um tilgan g þessa bréfs mun flestuim kunnuigt, en marga landsmrenn mun undra það að íslenzkur maður, utan Kilepps, skuli setja þetta huigarfóstur sitt til ræktunar í blað stjórnar sem situr hnípin í vanda, ofursield skuldaibyrði sem gæti orðið þjóðar- eða þjóiðemisitortímiing ef ek'ki teksit bráðlega að leysa Isdand úr þeim herfjötrum sem það er klemmt í. Ekki er lanigit síðan ad einn mikill. hernaðarsérfræðingur varaði við því í opinberri ræðu að staðsetja herstöðvar nærri þéttbýli eða stórborgum, taldi hann stafa af því mikla hættu. En er ekki herstöð og her staðsett nokkuð nærri þéttbýli suðvesturlands? Það liggur vísx ítairleg skýrsla í fórurn ríkis- stjórnar Islands sem samin var á sínum tfma af hemaðarsér- fræðingum, og mun þar vera greint frá því sem almenningur á Islandi auðvitað veit, að ef styrjöld brytist út þá eru her- stöðvar fyrstu skotmörkin og þá þyrftum við ekki að hinda um skeinu, því að hér á suðvestur- landi yrði eyðing, en ef við bærum gæfu til að losa okkur við her og herstöðvar og þetta heimsfræga hryðjuverkabanda- lag sem land okkar er fjötrað við þá þyrftum við ekki að ótt- ast árás. Við vorurn stórlega særð þeg- ar okkar fagra frjálsa land var tekið að okikur óvörum og ó- spurðum ný vígt til ævarandi frelsis og látið gerast hlekkur í keðju fyrir stríðsvagni þeirra þjóða sem stunda rán og mann- dráp og stuðla að hungursneyð, ráðast á þær þióðir sern ekki hafa nægan auð, mennitun og tækni til að hagnýta auðlindir landa sinna; þessar þjóðir miega sjá börn sín hunig.ruð, limlest og sundurtætt. Við Islendingár megum ekki vera svo sljó og grimm að við unum í þessum félaigss'kap leng- ur, við verðurn að losa landið okkar við allt siem að mann- drápuim lýtur. Það þarf ekki sérlega næmam ski'lming til að sjá í hvern háska íslenzk þióð hefur verið leidd með þátttöku í hernaðarbandalagi, þar voru stórlega brotin lög og svikin lof- orð um vinsamleg viðskipti við allar þj'óðir. Það má heita ó- trúleg siðblinda að styðja við bakið á þeim stórþjóðum sem eru að kvelja lífið og þróttinn úr hverri beirri þjóð sem þeir þora til við. Daglegar fréttir og mytndir bera til okkar óm af kvaila- stunum meðbræðra okkar, svo sárar að við hljótum að finna sárt til. — Þessvegna verðum við Islendingar að krefjast þess að þeir menn íslenzkir, sem iiétu ginrna sig í þessa sóðalegu her- kómiga-fllatsæn,g, segi skilið við spillinguna og noti rétt þann siern í þessum þokkalega samn- ingi var er þeir sikrífuðoi undir. þ.e. að Mendingiar gætu sagt honum upp þegair þeim sýndist og sent herinm burt og dráps- tækin, og við Nató er óhætt að segja með fullum rétti nú þetta ár: — Ber þú sjáilfur fjamda þinn, það hefur hvergi samið frið, vegur þess félagsskapar er varðaður sviknum loforðum og famtabrögðum eins . og aililur heimurinm veit, eða hver hefur frétt um verndun- smáþjóða? Það er sórt fyrir vopnlausa, frjálsa þjóð að vera svikin i slíkt spil’Iingar samstarf. Við verðutn að krefjast þess, að þeir sem leyfðu Bandaríkja- mönnum að vaða yfir Island með herstöðvar, her og dráps- tæki, sýni nú að minnsta kosti þann vott af manndómi að opna augun fyrir staðreyndum sem hvert 14 ára skólabarn veit: að herstöðvar og her í landinu kallar tortímingu yfir þjóðdna, ef ekki er unnið að því bráð- lega að fjarlægja hann. Ekki þarf að efa það að gengi stjórnar ísilenzka ríkisins mundi hækka ef hún kæmi nú þessu í framkvæmd, þó margir líti hana i'Wu auga fyrir að lækka nú í ár giengi íslenzku krónunnar og leyfa hækkandi verð á vörurn, en banna hækkun á kaupi þeirra sem vinma að framleiðsl- unni til gjaldeyrisöiflunar. At- vinna hefur dregizt saman vegna sveltu í ríkisfjárhirzlunni og ríkisfjárhirzlan er meðfram tóm vegna skattsvika stórgróða- manina og lélegi-ar sjósóknar í vetur, þar eð útgerðarmönnum reyndist gengisfellinigin svo klén að þeir sögðust vart koma fleytum sdnum á sjó vegna fjárskorts, svo þeim varð geng- isiföllingin til ilils, eins og flest- um landsmönnum. Og atvinnu- rekendur hafa ekki fyrir tóbaki. vegna kaupkröfuhörku þeirra Hannibals og Dagstorúnarmanna, þar af leiðandi langar fundar- setur og gigtarverki, sem auka útgjöld: nudd og pillur. Svo eru margir heimilisfeður sem lifa af vinnulausir og aðr- ir sem hafa þungar áhyggjur vegna minnikandi atvinnu en vaxamdi dýrtíðar. Hækkandi út- gjöld, staðnað kaup og minnk- andi atvinna er staðreynd á yf- irstandandi ári. öll þessi stjórn- arafg'löp yrðu fyrirgefin, ef nú þegar yrði tekin upp meiri fyr- irhyggja en verið hefur. Þeiir sem stýra þjóðarbúinu verða að leggja niður þann sið að níðast á því fólki sem vinnur að fram- leiðslummi. Þeim ber líka skylda til að sjá um að allir ha-fi nóg að starfa, ekki sízt æs'kufölk, þá blessast hagur heimila og fjárhirzla ríkisins losnar við tómaihljóðið sem ölliuim er svo hvimleitt og lætur illa. í eyr- um. Hygginn stjórnandi sóar ekiki fjármunuim velgengnisára í einskisverða hluti í trausti þess að þegmarnir geri sér það að góðu að fjárglæframénn fari með fjárrouni þá sem hlóðust upp í góðærum til kaupa á einskisnýtum eða beinlínis skaðleguim varningi — svo kemur eitt eða tvö erfið ár og þá er allt athaifnalíf að stöðv- ast. Stjómsamur ráðsmaður geymir arð góðu áranma sem varasjóð, því að oftast eru þau fleiri en þau erfiðu, og taaknin léttir undir. Islendingar hafa unnið mákið á undamförnum góðærum og þjóðarauður hefur hlaðizt upp, en það er eins og arðúr af auk- inni framleiðslu, iðnaðd og allri tekjuöflun hafi dreifzt svo ein- kennilega, eins og hvirfílvindur naxi Keyrt aiat t.iarma;gn l Fnamhald á 13. síðu. ALLRA VAL VBKUR VELKLÆDDUR Viktoría Halldórsdóttir: Er ísland nú talið einskis nýtt hraun og Skammbyssa? GÉFJUN KIRKJUSTRÆTI VERIÐ VELKOMIN ■ 108 gestaherbergi öll útbúin nýtizku þœgindum. ■ Glœsileg innisundlaug og finnsk gufubaSstofa til afnota fyrir hótelgesti ón endurgjalds. ■ Þrír veitingasalir, Blómasalur, Víkingasalur og Caféteria meS veitingum viS allra hcefi. ■ UmboSsmenn LoftleiSa og ferSaskrifstofur um allt lapd taka ó móti herbergja- og farmiSapöntunum. _________________________________________________________)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.