Þjóðviljinn - 18.05.1969, Page 7

Þjóðviljinn - 18.05.1969, Page 7
Sunniudaigiur 18. mai 19® — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA J E Hver á að selja ropvatn þegar við getum bætt gáfnafar treggáfaðra? ^ nda þótt vangaveltur hof- unda vísindaskáldsagna um breyt- ingar á starfsemi heilans séu ekki raunveruleiki enn, verða þær orðinn raunveruleiki innan skamms að mínu áliti. Og þegar sá tími kemur munum við mæta vandamálum, sem eru skelfilegri en þau sem upp koma eftir að atómvísindamenn sýndu okkur hvers þeir eru megnugir. Eins og aðrir vísindamenn get ég látið uppi hinar hæpnustu get- gátur í hópi kuningja, en mér er skylt að vera varkár, þegar ég tala á opinberum vettvangi. Samt mun ég nú láta sem ég gleymi þessum hegðunarreglum og leyfa n>r á grundvelli þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið með dýr að tala um hugsanlegar afleiðing- ar slíkra tilrauna á menn. Ég er sannfærður um og lýsi því yfir með fullri ábyrgð, að eft- ir 5—10 ár verður það mögulegt að auka að miklum mun andlega hæfileika mannsins með sálræn- um og efnafræðilegum áhrifum. Nú þegar er til heill flokkur efna, sem geta bætt minni dýra og einnig hæfileika þeirra til að leysa verkefni, sem fyrir þau eru lögð. Þessar endurbætur á minni er hægt að gera við misgreinda einstaklinga. Auk þess hafa hin ýmsu efni mismunandi áhrif á hinar ýmsu dýrategundir. Eitt efni hefur áhrif .á ógreinda teg- und, en Iítil á greindari. Efna- sambönd geta ekki aðeins bætt hæfileika dýra til að muna, held- ur gert þau jöfn að greind — þótt guð eða erfðalögmálin hafi veitt þeim mismunandi gáfur. Þessi uppgötvun er sérlega þýð- ingarmikil að því er manninn varðar, og vekur hún með mér í senn vonir og illan grun. Þ egar við kynnum okkur, hvernig eitt efni eða annað verk- ar á srarf heilans, gemm við byrj- að markvissa Ieit að þeim efna- samböndum sem draga úr þján- ingum þeirra sem þjást af geð- klofningu, bætt úr minnisskorti aldraðra, bætt upp hjálparleysi andlega vanþroska barna — í smttu máli sagt létt hlutskipti allra þeirra, sem þjást af tak- markaðri heilastarfsemi. Þegar til er orðið mikið úrval efna sem á- hrif hafa á heilann, verður hægt að stjórna einstaklingum og stórum hópum manna, og það er hægt að gera það svo leynt fari, án þess að safna væntanlegum fórnardýmm saman á einn stað. Nokkur dæmi til skýringar: Notkun sumra fúkkalyfja hef- nr í för með sér tímabundið minnistap, — hefur þetta verið sannað á gullfiskum. Það væri mjög jákvætt að gefa smáskammt af slíku lyfi manni sem verður að skera upp án deyfingar eða gefa spraum manni, sem hefur orðið vitni að hræðilegum atburði. Slíkt lyf mundi þurrka út að fullu sárs- aukafullar endurminningar. En þessa sömu aðferð geta menn not- að í eigingjörnum tilgangi á menn sem eru t.d. grunaðir um glæpi eða á pólitíska fanga. Hægt verður að neyða menn til játninga eða til að gefa upplýsingar með óleyfilegum aðferðum og síðan er með því að gefa honum inn lyf unnt að „þurrka" fullkomlega út minningar um það við hvaða að- stæður hann talaði af sér. En að líkindum er þar með ekki öll sagan sögð. Efnasamsetn- ipgar sem látnar eru í neyzlu- vatn, í mat eða dreift er yfir jörð- ina. ceta hafa áhrif á allan fiöld- □ Bandaríski vísind amaðurinn David Kerch er einn þeirra sem unnið hafa að rannsóknum á starfi heiians, sér- staklega með tilliti til áhrifa ýmissa efna á starf hans. Hon- um hefur t.d. tekizt að sprauta nokkru af minni og hæfni þjá'lfaðrar rottu í fávísa rottu. í þessari grein ræðir hann ýmsar hættur sem korna upp þegar unnt verður að stjórna mannsheilanum með efnagjöf, að líkindum verður bæði hægt að bæta greind vangefinna og að þurrka út minni manna að einhverju eða öllu leyti, bæta minni gamals fólks og halda vissum hópum manna á lágu greindarstigi... leið komið ringulreið á líf þús- unda ófæddra manneskja. Nú reyna vangefnir menn ekki að giftast og eiga afkvæmi. Með þessu móti eru hinir gölluðu erfðastofnar þeirra teknir út úr mannlegum erfðum. En nú er efnafræðileg lækning fær mn innan skamms að koma þessu fólki til eðlilegs lífs, og þar með í hjónaband og barneignir — en án þess að breyta á neinn hátt hinum gölluðu erfðastofnum beirra. Af bessum sökum munu Berkeley sýna fram á, að ekki hef- ur efnafræðin einungis áhrif á hegðun dýra, heldur hefur sjálf hegðunin áhrif á efnasamsetn- ingu heilans. Mýs, sem alizt hafa upp við leiðinlegar aðstæður, án sérstakra þroskandi leikja og án þess að lögð séu fyrir þær verk- efni hafa „lakan" heila með til- tölulega létmm og þunnum heila- berki, minniháttar aðstreymi blóðs, taugafrumur þeirra eru smærri en í öðrum músum. Allt er betta óháð erfðaeieinleikum l>aí) vcröur hægt að ráöa að verulegu leyti hæfíleikum manna með því að skapa þeim ákveðið sál- fræðilegt umhverfi, einkttm ef það er gert négu snemma. ann, og þeir sem fyrir slíkri meðferð verða, hafa ekki minnstu hugmynd um það. Er þetta ólík- legt? Að nokkru leyti, já. Sústað- reynd vekur vonir, að mannkynið hefur ekki notað sýklavopn í styrjöldum hvort sem það nú er af siðrænum eða praktískum á- stæðum, og að eiturgas hefur ver- ið bannað frá því eftir heims- styrjöldina fyrri. Engu að síður finnst mér ekki óhugsandi að notuð verði í stórum stíl efni, sem hafa áhrif á heilann. ú skulum við líta á þetta vandamál frá öðrum sjónarhóli. Eins og ég hefi þegar sagt er mjög líklegt að á næsta áratug verði búin til lyf fyrir vangefið fólk. Við fyrstu sýn virðist þetta blessun fyrir mannkynið. En vandamálið er samt ekki eins ein- falt og það gæti Ktið út fyrir að vera. Við getum létt lífið því van- gefnu fólki sem nú fifir, en um arfgengir eiginleikar vangæfni ganga frá kynslóð til kynslóðar. Að sjálfsögðu er hægt að „halda við" afkvæmum slíks fólks með sömu lyfjum. En þetta mun leggj- ast á læknavísindi framtíðarinn- ar sem óþolandi byrði, sem verða roun æ þyngri með hverri nýrri kynslóð. Þessi adtwgasemd þýðir ekki, að við eigum ekki að nota öll hugsanleg ráð til að lækna fólk. Ég hvet heldur ekki til þess að menn hiki við að leita nýrra upp- lýsinga, sem gæm leitt bæði til góðs og ills. Ég lief nefnt þetta dæmi aðeins til þess að skýra þá fullyrðingu mína, að hver einasti sigurvinningur vísindanna getur haft í för með sér um leið og hann er hagnýttur í víðtækum mæli hættur, sem eru næstum því óyfirstíganlegar. T ilraunir þær sem gerðar hafa ■werið í tihraunastöð okkar í dýrsins og fseðu þeirri sem það tdcur til sín. Auðvkað er ekki hægt að yfir- færa á manninn afiar mðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á músum. En um leið væri það glæpur, að hugsa ekki um hliðstæðurnar. Því ef rannsóknir okkar sýna, að vitneskju okkar um dýr má yfirfæra á menn þá getur það komið á daginn, að við höfum uppgötvað þetta of seint. Og auk þess er sá timi er nú líður frá því að uppgötvun er gerð á rannsóknarstofu til þess að farið er að nota hana að vanhugsuðu máli í stórum stíl, er orðinn furðulega stuttur. Rannsó’ ' okkar, og svo rann- sóknir í öðrum vísindastofnunum, skýra frá því, að ef að mannin- um er snemma á ævinni skapað ákveðið sálrænt umhverfi getum við haft þau áhrif á heila hans að hann vex upp með þroskaðar gáf- lu. eða vanþroskaðar. Og þetta Getur að því komið að allur persónuleiki mannsins verði eins auðsveipið verkefni £ hönd- um vísindamanna eða valda- manna og þertta líkan? verður tengt þeim breytingum á lieilanum sem ekki verður snúið aftur með Eftir allt sem hér hefur verið sagt vaknar sú spuming, hvort við getum verið viss um að eng- inn muni reyna að stjóma þjóð- félaginu með því að taka undir sitt eftirlit uppvaxtarskilyrði ýmissa mannfélagshópa. Það er auðveL að ímynda sér, að með því móti er hægt að skapa hópa þroskaðra einstaklinga eða van- ,. oskaðra. í tækniþróuðu þjóðfé- iugi getur þetta haft í för með sér stöðugan og mjög greinilegan mun á þeim sem stjóma og þeim sem lúta stjóm, milfi ríkjandi þjóðar og þeirra sem henni lúta. Þegar allt kemur til afis verður hægt að „hanna" stjórn á þjóð- félagi framtíðarinnar á sérstökum leiksvæðum barna, sem ekki em komin á skólaaldur. H ver ber í þessu tilvrki fyrst og fremst ábyrgð á hagnýringu niðurstaðna rannsóknanna? Ég er sannfærður um að vandamál sið- fræði, mannlegra verðmæta, fé- lagslegs ávinnings, þetta séu ein- mitt þau vandamál sem vísinda- maður eigi alltaf að hafa áhyggjur af. Að vera „hreinræktaður" vís- indamaður táknar ekki að ein- angra sig frá mannkyninu, telja sig hafinn yfir það böl sem getur dunið yfir þjóðfélagið eða neita ábyrgð á afleiðingum starfs sins. Um leið tel ég ekki, að vísinda- maður sé sem vísindamaður ein- mitt færari öðrum hugsandi Kostír og hættur þess að stjórna heílastarfseminni mönnum að Ieysa siSfrasðileg vandamál og kveða á um það hvað sé mönnum til góðs. Þeir sem stunda heilarannsóknir verða að viðurkenna, að þar eð vinna þeirra kemur öllum við, þá verði þeir að styðjast við vizku allra manna. Að sjálfsögðu geta vísinda- menn lagt fram sérstakan skerf sem byggir á sérfræðilegri þekk- ingu þeirra. Við verðum að upp- lýsa almenning eins vel og unnt er, skýra honum bæði frá því sem vísindamenn hafast að og eins því hvað þeir geta ekki gert. Það sem þjóðfélagið getur krafizt af vísindamönnum er fyrst og fremst réttar upplýsingar. Við getum ekki beðið eftir því eins og kjamorkuvísindamennimir að bera fram sjálfsásakanir og sekt- arkennd eftir að sprengingin hef- ur orðið. T l ugir spuminga krefjast svars nú þegar, þótt í reynd megi bú- ast við að þær komi á daginn þegar á morgun. Ef okkur tekst að bæta þegar á morgun gáfna- far marma með sálrænum og efnafræðilegum aðferðum og minnka muninn á greindum og treggáfuðum (því vel getur verið að hinir fyrrnefndu verði ónæmir fyrir slíkum aðgerðum) — hver mun þá taka að sér skógarhögg eða að selja ropvatn? Ef við get- um með því að tengja saman sál- fræði og efnafræði haft áhrif á sérstaka hæfileika eða flokk hæfi- leika, t.d. á sviði bókmennta, rök- fræði eða leiklistar, hver getur þá tekið að sér að meta til hvers þetta getur leitt? Og hver mun ákveða hvað á að verða úr hverj- um? Foreldramir? Skólaráð? Eða apótekarinn sem veit hvað töfl- urnar kosta? Hvernig munum við taka ákvarðanir? Á gmndvelli auglýsinga í sjónvarpinu, eða pólitískra hagsmuna? Það var þetta sem ég átti við, þegar ég ræddi um hugsanlegar afleiðingar starfs okkar. Það getur borið fram hin furðulegustu vandamál af alveg nýrri gerð. Getur það verið, að þetta sé aðeins villt, ótamin ímyndun á ferð? Verið getur að í dag, þegar við eyðum ógrynni fjár í Viet- namstríðið þá sé þetta tal enn fjarri raunveruleika. En munið, að nú þegar gerist það í rann- sóknarstofum ýmissa háskóla að rottur, fiskar, mýs og apar fá skammta af efnablöndum og lifa undir algjöru eftirliri húsbænda sinna, lúta í öllu vilja þeirra og óskum. Og ég held ekki ég hafi talað um einhverja vitleysu. Allt er þetta mögulegt, ákaflegi mögulegt ....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.